Morgunblaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 Mikið úrval garðsláttuvéla handknúnar eða með raf- eða bensínmótor Garðsláttuvélar ÞÓR FH Akureyri: Baldursnes 8 603 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Steingrímur Eyjólfsson steingrimur@mbl.is Þjóðhagsspá Íslandsbanka fyrir árið 2018 til ársins 2020 kom út í gær, en bankinn spáir 2,6% hagvexti á þessu ári og 2,4% á því næsta. Þetta er held- ur lægri spá en kom fram í ritinu Pen- ingamálum, sem gefið var út í síð- ustu viku, en þar er spáð 3,3% hag- vexti í ár og 3% á næsta ári. Jón Bjarki Bentsson, aðal- hagfræðingur Ís- landsbanka, segir að í nýrri spá bankans sé búist við heldur meiri hagvexti en í fyrri spá sem gefin var út í janúar. Hann bætir þó við að það sé töluvert hægari vöxtur fram undan í íslenska hagkerfinu en hefur verið í hinni löngu hagsveiflu sem hófst snemma á áratugnum. „Við viljum kalla þetta mjúka lend- ingu eftir vaxtarskeið,“ segir Jón Bjarki. „Það sem við sjáum og mun einkenna komandi misseri er að það eru heimilin og hið opinbera sem drífa áfram vöxtinn að miklu leyti.“ Þjóðhagsspá Íslandsbanka segir hægari vöxt í ferðaþjónustu eina helstu skýringuna á minni útflutn- ingsvexti, þó að hún muni áfram bera uppi aukningu útflutnings. Útlit er þó fyrir að vöxtur bæði út- og innflutn- ings verði hægari í ár og næstu ár en verið hefur. Innflutningur mun engu að síður aukast hraðar en útflutning- ur. Framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar verður því neikvætt. Viðskiptaafgangur að hverfa Eftir nokkur ár af myndarlegum viðskiptaafgangi dró nokkuð úr hon- um í fyrra, en hann mældist 3,7% af vergri landsframleiðslu (VLF). Ís- landsbanki spáir því að viðskipta- afgangur verði 3% af VLF í ár og 1,3% á næsta ári. Árið 2020 spáir bankinn hins vegar að hann verði í grennd við jafnvægi og að fátt bendi til þess að jöfnuðurinn snúist til veru- legs viðskiptahalla á næstu árum. Jón Bjarki segir að tímabil myndarlegs viðskiptaafgangs sé liðinn og að hann verði horfinn undir lok áratugarins. „Þá verður komið jafnvægi á utanrík- isviðskipti, hvorki afgangur né halli. Það má því segja að þetta sé gjaldið sem við greiðum fyrir það að halda áfram og gefa í hvað varðar umsvif hins opinbera og í íbúðarfjárfestingu. Við höfum svigrúm núna til þess að taka beygjuna í þessa átt og við sjáum fyrir okkur að þetta gerist án þess að það leiði til mikilla sviptinga á verð- bólgu, gengi krónunnar eða í hagvaxt- arþróuninni.“ Þegar Jón Bjarki er spurður út í það við hverju megi búast á næstu ár- um svarar hann að lífið muni ganga sinn vanagang, eftir mikla uppsveiflu, og búast megi við að næsta ár og árið eftir það verði svipað og þetta. Íslandsbanki býst við minni hagvexti en Seðlabankinn Morgunblaðið/Ómar Atvinnulíf Þjóðhagsspá Íslandsbanka segir jafnan og hægan vöxt fram undan.  Gengið verður á viðskiptaafganginn á næstu árum samkvæmt hagspá Íslandsbanka Þjóðhagsspá Íslandsbanka » Íslandsbanki spáir 2,6% hagvexti á þessu ári saman- borið við 3,3% spá Seðlabank- ans. » Húsnæðismarkaðurinn og vöxtur ferðaþjónustunnar kólna hraðar en búist var við. » Aðlögun í hagkerfinu er hraðari en Íslandsbanki átti von á. » Aflgjafi hagvaxtarins að fær- ast frá fyrirtækjum til heimila og hins opinbera. » Hrein erlend staða áfram sterk. mótin voru Skúli Gunnar Sigfússon, sem oftast er kenndur við Subway, með 25%, Jóhannes Ásbjörnsson og Sigmar Vilhjálmsson með 20% hvor, Jóhannes Stefánsson í Múlakaffi með 12%, Guðmundur Auðunn Auð- unsson og Guðríður María Jóhannes- dóttir með 6% hvort og Snorri Mart- einsson með tæp 4%. Eins og fram hefur komið á mbl.is seldu Sigmar og Snorri sína hluti til Jóhannesar Stefánssonar í apríl á þessu ári. Greint var frá því á mbl.is að dóms- mál sem Sigmar hefur höfðað á hendur Skúla var tekið fyrir í Hér- aðsdómi í gær. steingrimur@mbl.is Tekjur Nautafélagsins, sem sér um rekstur Hamborgarafabrikkunnar á þremur stöðum á landinu, lækkuðu um 28 milljónir niður í 723 milljónir króna í fyrra samanborið við 751 milljón árið 2016. Hagnaður jókst hins vegar milli ára og var tæpar 2,8 milljónir króna, en var 447 þúsund krónur árið áður. Hagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsliði, EBITDA, jókst um tæp 16% milli ára og var 25,7 milljónir í fyrra. Stöðugildi voru 51 að meðaltali í fyrra og fækkaði stöðugildum um tvö milli ára. Laun og launatengd gjöld voru 316 millj- ónir í fyrra en 320 milljónir ári áður. Eigendur Nautafélagsins um ára- Fabrikkan seldi fyrir 723 milljónir  Hagnaður 2,8 milljónir í fyrra  Dómsmál Sigmars og Skúla tekið fyrir í gær Morgunblaðið/Styrmir Kári Hamborgarar Breytingar hafa nýlega orðið í eigendahópi Fabrikkunnar. ● Atvinnulausir voru 3.300 fleiri í apríl en í sama mánuði í fyrra samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Hlutfall atvinnulausra af vinnuafli hækkaði því um 1,5 prósentustig á milli ára og var 4,5% í apríl. Hagstofan tekur fram á vef sínum að mælingin í apríl 2017 hafi verið óvenjuleg að því leyti að atvinnuleysi mældist þá mjög lágt. Þegar tölur um atvinnuþátttöku eru árstíðaleiðréttar mælist atvinnuleysi hins vegar 3,5% í apríl, sem er 0,9 pró- sentustiga aukning frá mánuðinum á undan. Hagstofan segir þó að leitni, meðal annars atvinnuleysis, síðustu sex mánaða sýni að allar vinnuaflstölur standa nánast í stað yfir tímabilið. Atvinnuleysi 4,5% í apríl 25. maí 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 105.4 105.9 105.65 Sterlingspund 141.14 141.82 141.48 Kanadadalur 81.95 82.43 82.19 Dönsk króna 16.573 16.669 16.621 Norsk króna 13.034 13.11 13.072 Sænsk króna 12.059 12.129 12.094 Svissn. franki 106.34 106.94 106.64 Japanskt jen 0.9605 0.9661 0.9633 SDR 149.44 150.34 149.89 Evra 123.47 124.17 123.82 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.4531 Hrávöruverð Gull 1294.0 ($/únsa) Ál 2265.0 ($/tonn) LME Hráolía 79.47 ($/fatið) Brent Í gær hófust við- skipti með hluta- bréf Heimavalla í Kauphöll Íslands. Félagið er annað félagið sem tekið er til viðskipta hér á landi í ár, sam- kvæmt frétt Kauphallarinnar. Jafnframt er fé- lagið það 29. sem tekið er til viðskipta hjá Nasdaq Nor- dic í ár. Heimavellir er fyrsta íbúða- leigufélagið til að fara á markað hér, og sömuleiðis fyrsta félagið í yfir ára- tug sem fer í hlutafjárútboð samhliða skráningu. Verð bréfa félagsins í lok fyrsta viðskiptadags í gær var 1,24 krónur á hlut en vegið meðalgengi í hlutafjárútboði félagsins fyrr í mán- uðinum var 1,39 krónur á hlut. Heimavell- ir skráðir Skráning Nýju félagi fagnað.  Áratugur frá síð- asta hlutafjárútboði ● Dagar er nýtt nafn á ISS Ísland. Nafnabreytingin, sem tilkynnt var í gær, kemur í kjölfar þess að stjórn- endur fyrirtæk- isins, ásamt hópi innlendra og er- lendra fjárfesta, keypti á síðasta ári allt hlutafé fyrirtækisins af alþjóðlega fyrirtækinu ISS A/S. Dagar verða áfram með samstarfssamning við ISS. Dagar starfa á sviði alhliða ræstinga, auk veit- inga, fasteignaumsjónar og fasteign- areksturs, en saga fyrirtækisins nær aftur til ársins 1980 þegar Ræstinga- miðstöðin sf. var stofnuð. ISS Ísland verður Dagar Nafn ISS Ísland verður Dagar. STUTT Jón Bjarki Bentsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.