Morgunblaðið - 25.05.2018, Page 37

Morgunblaðið - 25.05.2018, Page 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 W W W. S I G N . I S Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Einhver gömul vandamál kunna að skjóta upp kollinum og þá er um að gera að bregðast við þeim af öryggi og festu. Gamall vinur hefur samband og vill hitta þig. 20. apríl - 20. maí  Naut Ertu enn að pæla í hvers vegna þú hefur ekki meiri viljastyrk, aga og drifkraft? Kannski er markmiðið ekki það rétta. Dæmdu aldrei það sem þú þekkir ekki. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Taktu áhættu í stað þess að fara öruggu leiðina. Þú ert ekki fyrir að ræða einkamál við vinnufélagana og rekur upp stór augu þegar samstarfsmaður vill gera þig að trúnaðarvini. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Viðkvæmni og ástúð í garð þinna nán- ustu heltekur þig í dag. Smá veikindi skjóta upp kollinum hjá ungviðinu en þau hrista slíkt af sér fljótt og örugglega. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er eitt og annað sem þú hefur látið sitja á hakanum að undanförnu. Þú skalt hrista af þér slenið og hefjast handa. Ekki spenna bogann of hátt í íbúðamálum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú skalt ekki halda að þú sért minni maður þótt þú eigir ekki alla hluti. Hafðu aug- un á takmarkinu og ekki hvika frá því. Þú bræðir hjarta einhvers fyrr en seinna. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft að taka á honum stóra þínum í dag til að fá vinnufrið. Yfirmaðurinn hefur allt á hornum sér en það bítur ekkert á þig ef þú ákveður það. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er gaman að kynnast nýjum mönnum og málefnum og sjálfsagt að vera opin/n fyrir nýrri upplifun. Vinur kemst í kast við lögin og þú getur hjálpað til. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er tímabært að þú leggir spil- in á borðið gagnvart vini þínum eða maka. Illu er best aflokið. Þú leitar að hlut sem þú týnd- ir, ef þú hættir að leita birtist hann. 22. des. - 19. janúar Steingeit Áhugaverðir einstaklingar koma inn í líf ykkar á næstunni. Þú lætur í minni pokann fyrir makanum því þú veist að hann hefur rétt fyrir sér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Sköpunarkraftur þinn er mikill um þessar mundir jafnvel svo að þú átt erfitt með að velja og hafna. Forðastu að láta neikvæðn- ina ná tökum á þér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Farðu varlega í vinnunni í dag, einhver reynir hugsanlega að beita þig blekkingum. Viðurkenningin kemur en hún tekur sinn tíma. Baldur Hafstað prófessor í ís-lensku við Kennaraháskólann varð sjötugur á föstudaginn. Á fés- bókarsíðu sinni þakkaði hann góðar kveðjur. – „Lífið virðist vera þrepa- skipt,“ bætti hann við. „Ég var t.d. einu sinni á Muenchenarþrepinu síðara. Og nú er ég kominn á þetta þrep: Þitt mun líf í þrepum mælt - þungur er rökkurkliður. Löngum er gruflað, leitað og pælt: liggja þau upp eða niður? Lifið heil!“ Helgi R. Einarsson yrkir og auð- vitað er þetta „hneyksli“: Bóndinn við gaflinn græna í gáleysi var að spræna er gekk þar hjá og horfði ’ann á hneyksluð landnámshæna. Ég var að fletta í gömlum Munin, skólablaði Menntaskólans á Akur- eyri. Þar rakst ég á þetta ljóð Krist- jáns Einarssonar, sem síðar kenndi sig við Djúpalæk. „Skógarmaður“ heitir ljóðið og er undragott af skólapilti: Allt það sem ég unni fyr er mér horfið sýnum. Ég er einn og enginn spyr eftir leiðum mínum. Mér hafa ógnað örlög súr og í veröldinni fleygir steini enginn úr ólánsgötu minni. Ég hef glímt við krappan kost kífs í hamrastöllum. Það hafa ógnað funi og frost ferðum mínum öllum, Einn í hugans óbyggðum auðnir lífs ég kanna. Það er jafnan þögult um Þrautir skógarmanna. Jón á Arnarvatni orti um „hinn pólitíska himin“: Allt er mælt á eina vog í því svarta skýi: helmingurinn öfgar og afgangurinn lygi. Magnús í Magnússkógum kveður í mansöng 12. rímu Bernódus- rímna: Þótt ég viti vel hver hlaut og virðist geyma mjöðinn dýra máls um heima mun hann eigi til mín streyma. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Lífið er þrepaskipt og raunir skógarmanns Víkverji er sælkeri. Hann er líkasanngjarn og skilur því enga fæðutegund út undan þegar kemur að því að leggja sér eitthvað gott til munns. Hvort sem um er að ræða kjöt- eða fiskmeti, grænmeti, ávexti, kökur, ljúfar veigar eða hressandi drykki – allt þetta kann Víkverji vel að meta. x x x Árstíminn sem nú fer í hönder aðmati Víkverja sannkölluð gós- entíð. Það er m.a. vegna þess að þá er gjarnan grillað meira en á öðrum tím- um árs. Líka spilar inn í að á þessum tíma skapast gjarnan stemning fyrir því að sötra svala sumardrykki. x x x Dálæti Víkverja á þessum árstímaer einnig tilkomið vegna þess að nú kemur ýmislegt árstíðabundið góðgæti á markað. Sumar-þetta, Sumar-hitt og Sumar-allskonar streymir nú í búðir þannig að þeir allra nýjungagjörnustu eiga fullt í fangi með að bragða á öllum dásemd- unum. x x x Eitt af því sem Víkverji er yfirleitteinna spenntastur fyrir er Sumarkroppið. Það er sumsé sumar- útgáfan af Nóakroppi og á hverju vori kemur ný útgáfa sem er til sölu í af- markaðan tíma. Jafnan er nokkur við- höfn þegar sumarbragðtegundin er afhjúpuð og yfirleitt hefur þetta verið hið mesta góðgæti. Til dæmis hefur Sumarkroppið verið með pipar- myntubragði, það hefur verið pipar- húðað og eitt árið var það með appels- ínubragði. Í fyrra var það gríðarstórt, og hét þá Megakropp. x x x Víkverji beið því spenntur eftir þvíhvert Sumarkroppið 2018 yrði. Þegar í ljós kom að það væri með keim af suðrænum sumarávöxtum gladdist Víkverji, því að hans mati eiga súkkulaði og ávextir ákaflega vel saman. Þegar Víkverji komst svo í tæri við krásina varð hann satt best að segja fyrir nokkrum vonbrigðum. Hugsanlega eru væntingarnar orðnar of miklar. En hann er þá a.m.k. ekki að fara að úða þessu í sig og á þá meiri von en ella um að hans eigin kroppur verði sumar-kroppur. vikverji@mbl.is Víkverji Játið að Drottinn er Guð, hann hefur skapað oss og hans erum vér, lýður hans og gæsluhjörð. (Sálm: 100.3)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.