Morgunblaðið - 25.05.2018, Page 26

Morgunblaðið - 25.05.2018, Page 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 ✝ JóhannesBriem var fæddur í Reykjavík 29. október 1933. Hann lést á Land- spítalanum 6. maí 2018. Foreldrar hans voru hjónin Ásta Jóhannesdóttir, f. 14.8. 1906, d. 1.11. 1991, og Sverrir Briem, f. 24.1. 1905, d. 23.8. 1974. Þau skildu. Jóhannes kvæntist 12.10. 1963 Sólrúnu Björnsdóttur, f. 31.1. 1941. Þau skildu. Þau eign- uðust einn son, Björn, f. 20.8. 1964. Sambýliskona Björns hans er Anna Steinunn Hólmars- dóttir, f. 27.12. 1974, og eiga þau soninn Jóhannes Rúnar Björnsson Briem, f. 12.5. 2013. Fyrir á Anna Steinunn Sigurð Jóhannes gekk ungur í raðir skátahreyfingarinnar og stofn- aði ásamt fleirum skátaflokk- inn Blástakka. Hann var félagi í Hjálparsveit skáta í Reykjavík og síðar einn af þeim sem end- urvöktu Björgunarsveitina Ingólf í Reykjavík og var lengi formaður hennar. Hann lagði stund á köfun og var atvinnukafari um langt árabil. Jóhannes var einn af Bor- mönnum Íslands, vann hjá RA- RIK og fyrir ferðaskrifstofuna Lönd og leiðir. Um tíma starf- aði Jóhannes hjá lögreglunni í Reykjavík og Slysavarnafélagi Íslands, en lengst af starfaði hann hjá Hafrannsóknastofn- un. Jóhannes var félagi í Jöklarannsóknafélagi Íslands og einn af stofnendum Skotvís svo fátt eitt sé nefnt. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, föstu- daginn 25. maí 2018, kl. 13. Þráin Sigurðsson, f. 19.6. 2002. Systkini Jóhann- esar samfeðra eru Eggert Briem, f. 10.9. 1941, Magnús Briem, f. 12.8. 1944, d. 8.10. 2016, Ingi- björg Briem, f. 1.8. 1947 og Ragna Briem, f. 15.5. 1951. Jóhannes heillað- ist snemma af veiði og útiveru hvers konar og var ekki hár í loftinu þegar hann fór einn sem fylgdarmaður frá Kalmanstungu í Borgarfirði fram á Arnarvatnsheiði með ferðamenn til veiða. Á unglingsaldri fór hann í skóla í Englandi en útskrifaðist sem stúdent frá MR 1954. Eftir það fór hann ásamt vinum sínum í skóla í Þýskalandi. Jóhannes Briem vinur og fé- lagi er fallinn frá. Leiðir okkar Jóa lágu saman í rúm 50 ár. Ég kynntist Jóa þegar ég gekk í Björgunarsveit Ingólfs. Það var þannig að fé- lagar mínir mæltu með að ég sækti um. Þeir töldu betra að ég talaði sjálfur við Jóa því hann réði öllu. Ég mætti á stað- inn, beið eftir Jóa sem kom fljótlega. Hann spurði hvað ég vildi, ég sagðist vilja ganga í Ingólf, hann spurði hvað ég gerði, ég sagðist vera að læra bifvélavirkjun. Jói mældi mig út og sagði mér að senda inn inngöngubeiðni. Síðar sagði hann: Sendum þennan í erfiða gönguferð og athugum hvort hann gefst ekki upp. Þar með var ég genginn í Ingólf. Upp frá því höfum við verið vinir. Jóhannes kom víða við á æv- inni og er það of langt upp að telja hér. En margt af því sem hann vann við reyndist honum gott veganesti í störfum á veg- um Ingólfs. Lengst af starfaði Jói hjá Hafrannsókn við straummælingar í hafinu um- hverfis Ísland, við Grænland, Jan Mayen og við Svalbarða. Jóhannes var sjálfboðaliði á vegum björgunarsveitarmála í áraraðir. Hann var fyrst í skát- unum, síðan í Hjálparsveit skáta. Hann gekk síðan í Björg- unarsveit Ingólfs og endurreisti daufa starfsemi hennar í kring- um 1960. Jóhannes var formað- ur Ingólfs í mörg ár og mótaði starfsemi björgunarsveita eftir sinni reynslu. Hann var mjög öflugur í Slysavarnafélagi Ís- lands og hjálpaði til við ótal lagasetningar á þeirra vegum. Jóhannes var kafari og leitaði oft að týndu fólki í sjónum og hann stjórnaði leitaraðgerðum víða um land. Við Jói áttum samleið á fleiri sviðum; við ferðuðumst um landið, fórum á veiðar á Arn- arvatnsheiði en heiðin átti hug hans vegna reynslu hans sem ungur strákur í Borgarfirði. Við lögðum net víða á hálendinu, stunduðum rjúpnaveiðar, gæsa- veiðar og fórum á hreindýra- veiðar. Við fórum í jeppa- og vélsleðaferðir, bæði við leit og einnig sem skemmtiferðir. Jói hjálpaði mér að slá upp fyrir húsi í Mosfellsbæ ásamt fleir- um. Hann var liðtækur smiður. Við unnum saman við girðinga- og vatnslagnir í sumarbústað- alöndum rétt hjá Vatnaskógi sem hann og fleiri áttu. Síðast en ekki síst kom Jói með mér, bróður mínum og frændum í ca 10 ár að laga eyðibýlið Hof í Mjóafirði í S- Múlasýslu. Við fórum austur með verkfæri og efnivið. Oftast var Jói með, eldaði mat fyrir okkur en hann var listakokkur, hann sagði okkur sögur á kvöldin og var hann sjaldan orðlaus. Jóhannes var ráðagóður og hjálpsamur og kenndi mér ým- islegt. Síðustu árin höfum við lítið farið enda hefur Jói átt frekar erfiðar stundir þar sem heilsu hans hafði hrakað. Bjössi sonur hans hugsaði vel um föð- ur sinn alveg til loka. Jóa verð- ur saknað. Bjössi minn, innilegar sam- úðarkveðjur til þín og fjölskyld- unnar. Engelhart Björnsson. Jóhannes Briem starfaði við sjórannsóknadeild Hafrann- sóknastofnunar frá 1970 til starfsloka 2013. Við vorum samstarfsmenn alla þá tíð. Það er ekki einfalt mál að mæla strauma í hafinu, koma þar fyr- ir tækjum til vikna eða mánaða og ná þeim svo heilum með dýr- mætum gögnum. Það væri ein- földun að segja að Jói hafi séð um straummælingar, fylgst með tækjaþróun og innleitt nýj- ar aðferðir. Nú eru til mæl- ingagögn til áratuga sem eru mikilvæg til að fylgjast með ástandi hafsins hér við land þegar hnattrænar breytingar steðja að. Hann var einnig pott- urinn og pannan í því að inn- leiða nútímatækni við mælingar á grundvallareiginleikum sjáv- ar, hita og seltu, ásamt öflun sýna til efnamælinga. Verkefni okkar og áhugamál sköruðust og vinátta hans var traust. Margoft naut ég lagni hans og útsjónarsemi við að leysa ýmis útbúnaðarmál sem yfir- leitt vöfðust ekki fyrir honum, t.d. að útbúa fiskibát á nokkr- um klukkustundum til rann- sókna úti í hafi. Hann taldi ekki tímana; það sem skipti hann mestu var að leysa sérhvern vanda. Í félagsskap lá Jói held- ur ekki á liði sínu. Hann hafði margt reynt og séð og kunni að segja frá. Erlendur samstarfs- maður sem mat Jóa mikils komst svo að orði: „Jói tells tall stories,“ það er: Jói segir ýkju- sögur. Það var innistæða hjá Jóa fyrir þessum orðum. Ég votta fjölskyldu Jóa Briem dýpstu samúð og deili með henni minningu um góðan dreng. Vertu sæll, félagi, og ljósinu falinn. Jón Ólafsson. Vinur minn og félagi í ára- tugi, Jóhannes Briem, er látinn 84 ára að aldri. Með honum er genginn einn helsti frumkvöðull og forystumaður í björgunar- störfum hér á landi. Jóhannes gekk í raðir skátahreyfingar- innar á yngri árum og þaðan lá leið hans í hjálparsveit skáta í Reykjavík. Þar starfaði hann meðal annars sem sveitarfor- ingi um árabil. Þetta voru erf- iðir tímar, lítið um tækjabúnað og fé til starfseminnar af skornum skammti. Samt stóðu félagarnir sig með sóma þegar á reyndi. Síðar lá leið hans til Slysavarnafélags Íslands og í Björgunarsveit Ingólfs, þar sem hann gegndi ýmsum trún- aðarstörfum. Hann var lengi fulltrúi Slysavarnafélagsins í aðgerðastjórn björgunarsveit- anna. Þar kom reynsla hans og kunnátta á ýmsum sviðum sér oft vel í erfiðum aðgerðum. Jó- hannes ferðaðist mikið um landið og var því víða stað- kunnugur. Hann lærði köfun og var áhugamaður um flug, þann- ig að hann hafði mikla þekk- ingu á flestum þeim verkefnum sem björgunarsveitir þurfa að glíma við. Jóhannes var afskap- lega traustvekjandi maður. Hann var ákaflega þægilegur maður í samskiptum og ávallt var gott að leita til hans. Öll þau ár sem við störfuðum sam- an við stjórnun björgunar- aðgerða víðsvegar um landið bar aldrei skugga á. Sama hvað gekk á, hversu erfiðar aðgerð- irnar voru, eða stóðu lengi yfir, þá var hann eins og klettur í því samstarfi. Þegar mannslíf eru í húfi skiptir máli að þeir sem stjórna aðgerðum séu sam- stiga, yfirvegaðir og hafi þá þekkingu sem nauðsynleg er. Þannig var Jóhannes. Betri samstarfsmann get ég ekki hugsað mér. Jóhannes var mik- ill hugmyndasmiður. Hann kom meðal annars að því að koma á því svæðaskipulagi sem nú er notað hjá Landsbjörg og lagði mikla áherslu á öryggi björg- unarmanna og góðan búnað. Hann þekkti það af eigin reynslu að góð þjálfun og góður búnaður skipta sköpun við erf- iðar aðstæður. Fyrir hönd okkar félaganna í Hjáplparsveit skáta í Reykjavík og fyrrum Landssambandi hjálparsveita skáta þakka ég Jóhannesi samveruna og sam- starfið. Við sem þekktum hann kveðjum hann með söknuði og þakklæti og færum ættingjum hans dýpstu samúðarkveðjur. Tryggvi P. Friðriksson. ,,Mamma! Vindsængin mín fauk út í mýri og svefnpokinn er blautur, tjaldið er rifið og kallarnir eru fullir. Mamma mér er kalt!“ Ég hélt að Jói Briem dytti af tjaldstólnum þegar hann fyrst orðlaus og síðan skellihlæjandi hlustaði á ungan son minn ljúga skelfingu lostna mömmu sína fulla. Þarna var ungur maður í sinni fyrstu veiðiferð uppi á Arnarvatnsheiði. Hann náði gjörsamlega að heilla Jóa Briem sem sjálfur var búinn að fara á heiðina í sextíu ár. Upp- skar ungi maðurinn endalausar sögur af hálendisferðum allt frá fyrstu veiðiferð Jóa sem farin var á hestum, æfingaferð með breska hermenn á Langjökul, allskonar trukkaferðir á há- lendið til undirbúnings virkj- anaframkvæmdum þar sem m.a. þurfti að fara yfir vöð á stórfljótunum sem voru mjög varhugaverð. Síðan fylgdu að sjálfsögðu fjölmargar sögur af björgunarstörfum og ferðum bæði með Hjálparsveit skáta sem Jói var einn af sofendunum að og síðan með Björgunarsveit Ingólfs í Reykjavík. Þegar ég sjálfur var ungur maður í Björgunarsveit Alberts á Seltjarnarnesi man ég vart eftir að hafa komið við í Gróu- búð hjá Björgunarsveit Ingólfs eða í Slysavarnafélagshúsinu öðruvísi en að Jói Briem væri þar. Það breytti engu hvort um frekar óvinsæla fjáröflun var að ræða eða mjög alvarleg slys þar sem allar björgunarsveitir voru í útkalli. Alltaf var Jói til taks með alla sína reynslu og þekkingu bæði til sjós og lands. Þar sem hann vann hjá Haf- rannsóknastofnun og hafði unn- ið við margskonar mælingastörf á hálendinu hafði hann mikla þekkingu bæði á hálendinu og á hafstraumum sem oft gat komið sér vel við leitarstörf. Það var alltaf gefandi og gaman að vera með Jóa Briem. Hann var bæði úrræðagóður og skemmtilegur. Blessuð sé minning hans. Eggert Stefán Kaldalóns Jónsson. Vísa í einu af uppáhalds- kvæðum jöklamanna hljóðar svo: Sigurjón á jökul fór með Ferguson, í fylgd með honum var hann Magnús Eyjólfsson. Jói Briem ei heima hímir með fór hetjan orðaspræk, ei má heldur gleyma Dóra á Rauða- læk. Hér tókst Sigurði Þórarins- syni að fanga tvo af meginþráð- um í lífsvef Jóhannesar Briem í einni vísu. Kvæðið fjallar um fræga ferð Sigurjóns Rist vatnafræðings til mælinga á Vatnajökli. Með í för voru reyndir ferða- og tæknimenn sem sáu um að flytja vísinda- menn þangað sem þeir þurftu að komast. Í umortri ferð 1960 voru þeir félagar að gera til- raun með að nota dráttarvél til ferðalaga um ósléttan jökul. Slík samvinna ferðamanna, tæknimanna og vísindamanna var grunnhugmyndin að baki stofnun Jöklarannsóknafélags- ins á sínum tíma og hefur verið meginforsenda þess árangurs sem náðst hefur í jökla- rannsóknum á Íslandi æ síðan. Jóhannes Briem var í þessum hópi um margra ára skeið. Hann hafði mikla reynslu í ferðamennsku, einkum úr starfi sínu með Hjálparsveit skáta og Björgunarsveitinni Ingólfi en þar starfaði hann um árabil. Hann hafði auk þess góða inn- sýn í tæknimál og djúpan skiln- ing á þörfum vísindarannsókna. Þessir eiginleikar nýttust ekki aðeins í jöklaferðum heldur einnig í störfum hans hjá Hafrannsóknastofnun. Í erfið- um rannsóknarferðum reynir oft mjög á hugmyndaauðgi og þrautseigju til að ljúka þeim verkum sem þarf að vinna. Þar var Jóhannes í essinu sínu. Í vísu Sigurðar Þórarinsson- ar notar hann lýsingarorðið „orðasprækur“ um Jóhannes. Það mun vera nýyrði í íslensku, eitt af nokkrum sem frá Sigurði eru komin. Það vísar til þeirrar tegundar frásagnarlistar þar sem djarflega er tekið til orða og ekki dregið úr að tilefnis- lausu. Jóhannes hafði yndi af að segja sögur og sagnaefnið var af margvíslegum toga: Það var um kúna á bænum þar sem hann dvaldi í æsku og trúði fyr- ir raunum sínum, um fé- lagsskapinn sem hann hafði af hundinum Skugga, svaðilfarir á jökli og köfunarferðir, m.a. til að losa net úr skrúfum skipa á miðunum. Ég kynntist vel frá- sagnarhæfileikum Jóhannesar eftir að við tengdumst fjöl- skylduböndum og hittumst reglulega á fjölskyldusamkom- um. Sagnabrunnurinn var ótæmandi og þekking víðfeðm á mönnum og málefnum. Og spaugileg atvik fóru ekki framhjá honum. Verst er að skrásetjari skuli ekki hafa verið fenginn til að festa þetta efni á blað. Ég votta nánustu fjöl- skyldu Jóhannesar mína dýpstu samúð. Páll Einarsson. Látinn er æskuvinur okkar, Jóhannes Briem, á 85. aldurs- ári. Hafði hann alllengi átt við heilsubrest að stríða. Sigrún kynntist honum í gagnfræðaskóla, sprækum og kátum, nýkomnum heim úr dvöl hjá móðursystur sinni, Huldu, í Englandi. Þeir Páll kynntust í 3. bekk MR veturinn 1950-1951. Þar voru einnig Bergur Jóns- son og Henry Þór Henrysson. Allir voru þeir skátar. Um vet- urinn kviknaði áhugi okkar á fyrirhuguðu skátamóti í Lond- on sumarið 1951. Úr varð að fimm táningar, Jóhannes, Páll, Bergur, Guðmundur V. Ingv- arsson og Tómas Grétar Óla- son, tóku sér far með Gullfossi ásamt hjólum sínum og útilegu- búnaði til Leith. Þaðan var hjólað til London og tekin vika í ferðina. Ekki var hún áfalla- laus en til London komumst við, upplifðum stórkostlegt mót og síðan hjóluðum við þrír til baka en tveir urðu að flýta sér heim vegna vinnu. Eftir þetta varð skátaflokk- urinn Blástakkar til. Í honum voru, auk fimm fyrrnefndra, þeir Björn Sigurðsson, Hilmar Ólafsson og Rannver Pálsson. Segja má að eiginkonur og börn hafi í raun bæst í hópinn. Stofnendum Blástakka hefur smáfækkað og eru nú aðeins þrír þeirra á lífi. Þeir Bergur, Henry, Jóhann- es og Páll urðu stúdentar frá stærðfræðideild MR vorið 1954. Héldu þeir allir til náms í München um haustið. Páll hélt í febrúar til annars náms heima. Jóhannes átti farsælan starfs- feril, lengst af hjá Hafrann- sóknastofnun. Hann kvæntist Sólrúnu Björnsdóttur og var Palli svaramaður hans. Því mið- ur entist hjónabandið ekki lengi. Þau hjón eignuðust son, Björn, sem reynst hefur föður sínum vel. Sonarsonurinn, Jó- hannes Rúnar Briem, hefur verið afa sínum sólargeisli. Fimm samstúdentar, Jó- hannes, Páll og kona hans Sig- rún Erla Sigurðardóttir, Sig- urgeir Jónsson og kona hans Ingibjörg Gísladóttir, auk bernskuvinar Jóa, Sigurðar Magnússonar og konu hans Hrafnhildar Sveinsdóttur, stofnuðu ferðaklúbbinn F54 sem í mörg sumur fór í allt að viku ferðir um landið, einkum óbyggðir, gisti í tjöldum eða leitarkofum. Oft voru börnin með. Nutum við staðþekkingar Jóa sem vann víða að jarðbor- unum um árabil. Við minnumst þessa ferðatímabils með sökn- uði en því lauk undir aldamótin. Nú stundum við leikhús og stefnumót samstúdentanna sem eru samheldnir. Síðast hittumst við á vorjafndægri og áttum góða kvöldstund. Jóhannes Briem var þar en greinilegt var í hvað stefndi. Þetta var í síð- asta sinn sem við hittum Jóa. Í dag komum við saman til útfar- ar hans og kveðjum tryggan vin. Sé líf eftir þetta má ímynda sér hvar hann gæti verið stadd- ur. Hnitin gætu verið: N64,580- V20,714. Farðu vel kæri vinur og blessuð sé minning þín. Sigrún Erla Sigurðardóttir og Páll Ásmundsson. Í dag er til moldar borinn mikill höfðingi og góður félagi, Jóhannes Briem. Hann var gáf- aður, menntaður og vel lesinn, fjölhæfur og hjálpsamur. Hann hafði mikinn áhuga á félagsleg- um málum, björgunarstörfum hvers konar til lands og sjávar, frábær kafari og reyndist vel sem slíkur. Hann vann mestan hluta starfsævi sinnar á Haf- rannsóknastofnun sem aðstoð- ar- og samstarfsmaður þekktra vísindamanna sem þar unnu. Hann fékk einnig ýmis verk- efni sem hann vann sjálfur og leysti með góðri þekkingu og færni. Jóhannes tók þátt í mörgum rannsóknaleiðöngrum víðsvegar umhverfis landið og var ótrúlega fróðlegt að heyra hann lýsa okkar fagra landi séð frá hafi á mörgum svæðum við breytilegar aðstæður. Hann var einnig mjög fróður um ýmsa staði á landi og hálendið þekkti hann sérlega vel og hafði víða farið þar á eigin veg- um eða við leit og björgunar- störf. Þegar ég hóf starf mitt á Hafrannsóknastofnun kynntist ég fljótlega Jóhannesi vegna áhuga hans á hvers konar úti- veru, ýmsum veiðum og öllu sem því fylgir. Við fórum margar veiðiferðir saman með kunningjum og vinum og nut- um góðs félagsskapar á mis- munandi stöðum. Þegar Skot- veiðifélag Íslands (Skotvís) var stofnað tók Jóhannes þátt í stjórn og ýmsum aðgerðum fé- lagsins af áhuga og hæfni. Það var stundum leitað til hans með ýmis verkefni og var hann yf- irleitt tilbúinn til aðstoðar og reyndist vel. Ég þakka þann tíma sem við áttum saman og sakna hans sem góðs félaga. Spámaðurinn Kahlil Gibran segir: Þú skalt ekki hryggjast þegar þú skilur við vin þinn, því það sem þér þykir vænst um í fari hans get- ur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið best af sléttunni. Kæri Björn, sonur Jóhann- esar, eiginkona Björns og son- ur, ættingjar og vinir. Ég sendi ykkur mínar innilegustu sam- úðarkveðjur vegna láts Jóhann- esar. Blessuð sé minning hans. Sólmundur Tr. Einarsson. Jóhannes Briem var með öfl- ugustu björgunarmönnum sveitarinnar. Hann var einn af þeim sem lögðu grunninn að því starfi sem er hjá sveitinni í dag. Hann var í hópi þeirra sem drógu vagninn í tiltölulega nýstofnaðri Björgunarsveit Ingólfs upp úr miðri síðustu öld. Hann var valinn til að gegna formennsku sveitarinnar og sinnti því starfi vel í fjölda ára. Auk þess starfaði hann mikið á vettvangi Slysavarna- félags Íslands og kom þar að ýmsum málum. Hann var mikill forvígismaður í innleiðingu VHF-fjarskiptakerfis björgun- arsveitanna, einn af fyrstu köf- urum innan þeirra raða, rögg- samur aðgerðastjórnandi, sat í fyrstu landsstjórn björgunar- sveita og tók virkan þátt í mót- un fyrstu tillagna að skipulagi svæðisstjórna sem var mikið framfaraskref og hefur reynst vel í áratugi. Jóhannes hélt ávallt tengslum við félaga sína í Björgunarsveit Ingólfs og mætti eftir fremsta megni þeg- ar þeir komu saman á árlegum „Old-Boys“-kvöldum milli jóla og nýárs. Mér er minnisstætt eitt árið þegar hann hafði frá svo mörgu og áhugaverðu að segja að hann var með síðustu mönnum út seint um kvöldið. Fyrir hönd Björgunarsveit- arinnar Ársæls (áður Ingólfs) sendi ég aðstandendum Jó- hannesar Briem hugheilar samúðarkveðjur. Vilhjálmur Halldórsson, formaður Björgunar- sveitarinnar Ársæls. Jóhannes Briem

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.