Morgunblaðið - 25.05.2018, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 25.05.2018, Qupperneq 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 Að undanförnu hafa frambjóðendur Mið- flokksins í Garðabæ bankað upp á hjá bæj- arbúum til þess að af- henda þeim skilaboð og upplýsingar um framboð okkar. Þessar heimsóknir hafa verið gefandi, upplýsandi og umfram allt skemmti- legar. Það er mikill samhljómur með bæjarbúum og stefnu Miðflokksins. Íbúar í Garðabæ eru sammála um að álögur á heimilið vegna fast- eignaskatta hafa hækkað verulega og vilja að brugðist sé við þeirri hækkun til lækkunar. Skilvirk stjórnun fjármuna mun tryggja betri þjónustu og lægri skatta og gjöld. Bæði Reykjavík og Seltjarn- arnes eru með lægri fasteignaskatta en Garðabær og ættum við ekki að vera eftirbátar þeirra. Annað sem var tíðrætt við okkur er hvað það er dýrt að vera með börnin í íþrótta- starfi í bænum. Að ekki sé veitt lækkun á gjöldum ef systkini eru í íþróttum eða ef þetta unga fólk hef- ur áhuga á að vera í fleiri en einni íþrótt. Sama er uppi á teningnum í öðru tómstundastarfi í bænum. Mið- flokkurinn í Garðabæ ætlar sér að innleiða jafnrétti og jafnræði í íþrótta- og tómstundastarfi og mun endurskoða styrki og koma á systk- inaafslætti. Einnig var mikið rætt um matinn sem verið er að bjóða börnunum okkar í grunnskólum bæjarins en Miðflokkurinn mun beita sér fyrir því að allur matur verði framleiddur í Garðabæ, annaðhvort í fullbúnum eldhúsum skólanna eða þá á öðr- um stað innan bæj- armarkanna. Unga fólkið okkar á skilið bestu fáanlegu nær- ingu sem völ er á og við kappkostum að þannig verði. Tíðrætt var að Garðbæingar væru að ala upp íbúa fyrir ná- grannasveitarfélögin en yngri Garðbæingar neyðast til þess að flytja úr bænum okkar þar sem fasteignaverð í bænum er of hátt. Það er ekki verið að byggja minna og hagkvæmara húsnæði fyrir ungt fólk sem er að hefja sinn búskap. Þetta unga fólk kemur líklega ekki aftur í bæinn þar sem börnin þeirra eru komin með vini í þeirra hverfi og vilja ekki skipta um skóla. Þessa þróun vill Miðflokkurinn stöðva með því t.d. að koma á fót húsnæð- isfélagi til að eignast og eða leigja húsnæði á viðráðanlegu verði. Mið- flokkurinn mun síðan tryggja stöð- ugt framboð lóða til einstaklinga á svipaðan hátt og gert var t.d. þegar Bæjargilið var í uppbyggingu. Einnig er nauðsynlegt að tryggja það að eldri Garðbæingar þurfi ekki að flytja úr bænum þegar aldurinn fer að færast yfir. Miðflokkurinn mun tryggja það. Annað sem Garðabær þarf að stórbæta er þjónusta við öryrkja og er það hjartans mál hjá frambjóð- endum Miðflokksins í Garðabæ. Það kom nokkuð á óvart þegar rætt var við íbúa Garðabæjar að óánægja er með skipulagsmál í nýj- um og gömlum hverfum. Ef til dæmis er horft til nýjasta hverfisins í Garðabænum okkar þá er það sagt fyrir fjölskyldufólk og það er ekki gert ráð fyrir leikvöllum fyrir börn- in og byggingar fá að hækka um- fram áður samþykkt skipulag þann- ig að íbúi sem kaupir sér útsýni yfir vatn og náttúru horfir nú inn í stof- una hjá nágrannanum. Annað varð- andi skipulagsmálin er að það er miður að það þurfi hávær mótmæli og undirskriftir til þess að koma í veg fyrir að gamalgróin og kyrrlát hverfi tapi sínum einkennum. Svona ósætti í skipulagsmálum á ekki að líðast og er kostnaðarsamt fyrir Garðabæ. Miðflokkurinn mun beita sér fyrir því að íbúar geti með skil- virkari og betri hætti komið að ákvörðunum um lítil og stór mál og viljum við t.d. koma á fót íbúaappi eða snjallforriti. Þá getur fólk tekið afstöðu með símanum eða snjall- tæki. Hér er aðeins tekið á örfáum at- riðum sem fram hafa komið í heim- sóknum okkar frambjóðenda Mið- flokksins til íbúa Garðabæjar og munum við kappkosta við það að fara skynsamlegustu leiðirnar til þess að gera góða bæinn okkar framúrskarandi. Við bjóðum upp á góðan valkost í kosningunum á laugardaginn. Setjið X við M. Takk fyrir góðar móttökur, Garðbæingar Eftir Gísla Bergsvein Ívarsson » Skilvirk stjórnun fjármuna mun tryggja betri þjónustu og lægri skatta og gjöld. Gísli Bergsveinn Ívarsson Höfundur skipar 2. sætið hjá Miðflokknum í Garðabæ. Íslenskt lamba- kjöt er fyrsta og eina skráða íslenska af- urðarheitið sam- kvæmt lögum nr. 130/2014 um vernd afurðaheita sem vísa til uppruna, land- svæðis eða hefð- bundinnar sérstöðu. Ásamt notkun á heit- inu fylgir heimild til að nota sérstakt íslenskt auð- kennismerki í markaðssetningu. Það er Matvælastofnun sem hef- ur umsjón með kerfinu. Þetta þýðir að allir framleiðendur á ís- lensku lambakjöti geta fengið vörur sínar vottaðar. Lögin eru nánast samhljóða norsku reglu- verki. Verndað afurðaheiti á evrópska efnahags- svæðinu Íslensku og norsku lög- in eru sambærileg reglu- verki Evrópusambandsins en rúmlega 1.400 afurðir eru þegar skráðar í evr- ópska kerfinu og tæplega 200 aðrar eru í umsókn- arferli. Þar má nefna nokkrar af frægustu mat- vörum Evrópu eins og Parmigiano Reggiano og Prosciutto Di Parma. Hinn 1. maí sl. tók gildi samningur á milli Íslands og Evrópusambandsins um gagnkvæma verndun afurðaheita. Gildistaka hans þýðir að afurðaheitið íslenskt lamba- kjöt nýtur þar með verndar á öllu evr- ópska efnahagssvæðinu – í 30 löndum. Á sama hátt eru evrópsk afurðaheiti vernduð hér og í Noregi. Aukin verðmætasköpun Evrópsku upprunavottanirnar eru vel þekktar meðal almennings í flest- um ríkjum álfunnar. Sums staðar segjast yfir 90% þekkja evrópsku merkin í könnunum. Þá nýtur þetta vottunarkerfi líka mikils trausts hjá almenningi. Í framhaldi af skráningu íslenska lambakjötsins hér á landi er unnið að skráningu ytra svo einnig verði hægt að nota evrópska útgáfu merkisins. Tvær norskar afurðir eru nú þegar komnar með evrópska merkið. Samkvæmt upplýsingum frá Norðmönnum fæst nú mun hærra verð fyrir þær á mörkuðum í öðrum Evrópusambandsríkjum. Fyrir neytendur og bændur Regluverkinu er fyrst og fremst ætlað að tryggja góða viðskiptahætti og neytendavernd. Rannsóknir sýna að neytendur eru tilbúnir að greiða talsvert hærra verð fyrir vottuðu af- urðirnar en aðrar sambærilegar vörur. Frá sjónarhóli bænda og framleiðenda eykur verndun af- urðaheitsins því einnig verðmæta- sköpun. Það er því til heilla – bæði fyrir íslenska bændur og neytendur – að íslenskt lambakjöt sé nú verndað afurðaheiti í Evrópu. Íslenskt lambakjöt nýtur verndar í Evrópu Eftir Svavar Halldórsson » Afurðaheitið íslenskt lambakjöt nýtur þar með verndar á öllu evr- ópska efnahagssvæðinu – í 30 löndum. Svavar Halldórsson Höfundur er framkvæmdastjóri markaðsstofunnar Icelandic Lamb. svavar@bondi.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni for- síðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. VINNINGASKRÁ 4. útdráttur 24. maí 2018 627 13831 23798 33345 42459 53105 61948 71360 810 13946 23924 33628 43164 53661 62346 71561 849 13991 23987 33714 43924 53852 62813 71696 852 14116 24121 33781 44038 54064 62838 71834 1599 14272 24342 33811 44304 54184 63018 71867 1726 14754 24634 34120 44340 54228 63077 72204 1995 15048 24882 34438 44636 54428 63168 72242 2687 15095 24934 34551 44675 54514 63279 72315 3163 15516 25088 34616 44827 54528 64404 72347 3404 15957 25154 35120 45477 54581 64685 72769 4357 16552 25216 35642 45613 54945 64917 72974 4792 16744 25614 35849 45688 55399 64990 73313 5150 17037 25876 35887 45743 55450 65248 73339 5730 17165 26310 36365 46412 55480 65731 73389 6093 17234 26594 36789 46445 56042 65963 73762 6664 17604 26853 37116 46594 56543 66055 74568 6685 17669 26868 37276 47045 57045 66372 74620 6780 18489 27267 37278 47251 57160 66410 74669 7886 18766 27695 37787 47709 57371 66429 74815 7958 19113 27851 37855 48004 58018 66862 75243 8173 19193 27901 37909 48180 58127 66990 75271 8903 19650 28505 38478 49356 58252 67277 75307 9252 20179 28518 38554 49471 58326 67371 75582 9307 20606 28615 38653 49846 58344 67713 76642 9336 20977 28768 38789 49971 58365 67866 76828 9549 21096 28862 40051 50083 58677 67888 77487 9821 21475 29055 40089 50228 59563 68201 78408 10196 22062 29265 40361 50519 59799 68978 78708 10383 22116 29305 40369 50523 60286 69278 79484 10870 22251 29494 40623 50755 60371 69647 79816 10881 22300 29871 40903 50881 60467 69670 79970 10979 22329 30751 40973 51498 60764 69768 11100 22819 31023 41379 52117 61004 70768 12391 22935 31143 41642 52334 61326 70963 13129 23375 32427 41822 52400 61575 70967 13142 23461 32622 42046 52696 61741 71020 13351 23496 33213 42197 52710 61835 71160 891 12443 20869 32369 44271 55312 66031 74381 2117 12574 20911 33608 44907 55401 66284 74921 4177 14332 23086 34272 45557 56044 67961 75502 6338 14595 23706 34747 45626 59072 68284 76624 6431 14700 23816 36103 45677 59455 68458 77159 6475 16415 24425 36213 46125 60729 68894 78006 8238 17316 25110 38686 48323 61973 70300 78196 8520 17320 25953 41264 48743 62133 72963 78537 9157 18951 28200 42005 49477 63468 73008 79528 10077 19171 28388 42543 51490 63734 73249 10726 19188 29182 43187 51951 63735 73542 11448 20158 30929 43585 52051 65106 73725 11658 20630 31373 43764 53449 65498 73888 Næsti útdráttur fer fram 31. maí 2018 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 2720 26990 32047 52762 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 1422 17319 25339 34516 51692 66465 5924 19618 26632 37444 52066 67556 6923 20692 29136 46025 64066 69378 10192 22271 34430 46809 64203 69757 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 2 4 3 3 ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.