Morgunblaðið - 25.05.2018, Side 29

Morgunblaðið - 25.05.2018, Side 29
en hetjulega baráttu við hið óum- flýjanlega. Hún er fyrst úr hópn- um til að yfirgefa þessa jarðvist. Það kennir okkur að vanmeta ekki lífið. Odda var heilbrigð, ung- leg, kærleiksrík og geislandi mannvera. Odda átti frumkvæðið að stofn- un þess ómetanlega og yndislega samfélags okkar sem fylgst hefur að gegnum lífið með öllum þess sigrum og sorgum. Nú umlykur söknuður hópinn, en um leið þakklæti fyrir að hafa verið sam- ferða þessari einstöku konu. Odda tók á móti því sem lífið færði henni af hugrekki og æðru- leysi og þannig minnumst við hennar. Hún átti auðvelt með að smita okkur með gleði, jákvæðni og hlátri. Stór eiginleiki hennar var einstök hógværð og lagði hún aldrei illt til neins. Odda var félagslynd, var í skát- unum, söng í kirkjukórnum, tók þátt í hlaupum, m.a. hinu árlega kvennahlaupi með dætrum sínum og systrum, undi sér við að prjóna á afkomendur sína, dáði BÓ og kenndi okkur hinum að meta hann. En líf hennar og yndi voru börnin og síðar barnabörnin og langömmudrengurinn, heill þeirra og hamingja. Straumhvörf urðu í lífi Oddu þegar hún kynntist seinni ástinni sinni honum Þórhalli og hófust þá ný ævintýri um ókannaðar slóðir, ferðalög á húsbílum og mótorhjól- um innanlands sem utan. Hún var einstaklega glæsileg þar sem hún geystist um á mótorfáknum með Þórhalli sínum. Stórt skarð hefur myndast í góðan hóp. En minningin um ein- staka vináttu góðrar systur mun fylgja okkur til endaloka. Við vinkonurnar, makar og fjöl- skyldur sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til Þórhalls, barna þeirra, barnabarna, elsku- legra systkina og annarra ástvina. Blessuð sé minning elsku vin- konu okkar. Vinkonur að eilífu, Anna María, Ástríður, Birna, Hjördís, Hulda, Inga, Krist- jana, María, Maríanna, Ragn- hildur, Rósamunda og Guð- veig. Þegar einhver fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á í minninganna hljómi. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur. Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir. (Kristján Hreinsson) Það er með sorg í hjarta sem ég kveð elskulega vinkonu mína, Oddnýju Magnúsdóttur. Odda eins og hún var alltaf kölluð kom inn í líf mitt 1967 er ég byrjaði í Gagnfræðaskóla Keflavíkur og bar aldrei skugga á okkar vináttu. Ég var feimin við komuna í skól- ann, og bauð hún mér sæti við hliðina á sér. Kom þá líka í ljós að við vorum nátengdar. Ég þakka þér ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Svona var hún, elsku vinkona mín, lét öllum líða vel. Elsku besta vinkona: „Það deyr enginn fyrr en maður deyr sjálfur.“ Odda mun lifa með mér um ókomna tíð. Minning þín sem stjarna skær skín í huga mér svo kær. Ég sendi út í húmið hljótt hundrað kossa - góða nótt. (Íris Dungal) Blessuð sé minning þín, elsku vinkona. Guðveig Sigurðardóttir (Veiga). MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 ✝ Sturla Sig-tryggsson fæddist í Reykja- vík 25. mars 1952. Hann lést á Ak- ureyri 15. maí 2018. Hann var kjör- sonur hjónanna Sigtryggs Jóns- sonar frá Keldu- nesi í Kelduhverfi og Rakelar Sig- valdadóttur frá Gilsbakka í Öxarfirði. Eiginkona Sturlu er Bára Siguróladóttir, f. 10. desember 1956 frá Húsavík, hún er dótt- ir hjónanna Bjarna Siguróla Jakobssonar frá Grímsey og þau þrjár dætur, Kristínu Báru, Fanneyju Klöru og Guð- nýju Þóru. 3) Dagný, f. 2. apríl 1984, sambýlismaður hennar er Jón Reynir Sigtryggsson og eiga þau þrjár dætur, Ólafíu Döru, Ragnheiði Köru og Arn- eyju Höllu. Áður átti Sturla tvö börn: 1) Jón Tryggva, f. 3. september 1971, hann á tvo syni, Andra Snæ og Orra Frey. 2) Elvu, f. 16. júlí 1973, eiginmaður hennar er Héðinn Svarfdal Björnsson og eiga þau synina Goða Svarfdal og Víking Svarfdal, áður átti Elva dótturina Sóldögg. Systkini Sturlu eru Ragna Reynolds og Sigurður Grétar Marinósson. Sturla var bóndi í Keldunesi í Kelduhverfi þar sem hann bjó alla ævi, stundaði búskap og sjómennsku. Útför Sturlu fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag, 25. maí 2018, klukkan 14. Helgu Gunn- arsdóttur frá Húsavík. Dætur Sturlu og Báru eru: 1) Helga, f. 2. mars 1977, sambýlis- maður hennar er Jón Kristinn Auð- bergsson og eiga þau fjögur börn, Auðberg, Sig- uróla, Þuríði Björk og Arnar Bjarka, áður átti Jón Kristinn dótturina Dagbjörtu Katrínu sem á með unnusta sínum, Erlingi, soninn Viðar. 2) Rakel, f. 18. október 1981, eiginmaður hennar er Jón Guðni Karelsson og eiga Það er með ólýsanlegum trega og eftirsjá sem ég kveð elsku besta pabba minn. Ég trúi ekki að ég sé í þess- um sporum, það er ekki hægt að vera tilbúinn. Við vorum búin að leggja lín- urnar fyrir komandi sauðburð eins og við gerðum ár hvert, með ófáum símtölum. Hann verður aldrei eins án þín, en við gerum okkar besta. Stelpurnar mínar fengu samt tíma með þér og það er dýr- mætt! Takk fyrir allt og allt. Kveð þig með söknuði elsku pabbi. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt, hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Þín dóttir, Dagný. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég æskuvin minn, Sturlu Sigtryggsson bónda í Keldunesi í Kelduhverfi. Við Stulli kynnt- ust sumarið 1962 þegar ég var í sveit í Framnesi í Kelduhverfi hjá föðurbróður hans. Urðum við góðir vinir frá fyrsta degi. Stulli var tíu ára þegar ég kynntist honum, bráðþroska og öflugur strákur. Í minningunni var hann nánast farinn að stjórna búi foreldra sinna. Kom að öllum þáttum búrekstursins. Ég dáðist að dugnaði, kjarki og verkviti þessa stráks sem var eins konar „superman“ í mínum augum, vissi og gat allt. Vinnudagurinn gat stundum orðið langur hjá okkur en alltaf skemmtilegur. Þegar honum lauk var lagt á hestana og riðið á milli bæja til að heimsækja krakka í sveitinni og ekki síst bændurna. Þegar okkur bar að garði var okkur boðið í eldhús og komið með kaffi og meðlæti. Við eld- húsborðið var umræðuefnið allt- af það sama, hestar og hesta- mennska, sem átti hug okkar allan. Annað sem við Stulli ástund- uðum í þessum heimsóknum á bæina var að taka eftir sérkenn- um gestgjafa okkar bæði í tali og látæði. Þegar heimsókninni lauk og við á heimleið æfðum við okkur í að herma eftir þeim. Stulli náði því fljótt að herma eftir flestum bændum sveitar- innar og tókst nokkuð vel upp. Sumrin þrjú í Kelduhverfinu voru stórt ævintýri. Hjónin sem ég var hjá, Jóhannes og Þuríður, voru einstaklega gott fólki. Sama á við um alla sem ég kynntist í sveitinni. Eftir að verunni þar lauk fór ég í nokkur ár í göngur með Stulla. Þannig ræktuðum við vináttu okkar, þó að ég byggi í Reykjavík og hann fyrir norðan. Þegar fram liðu stundir var það hestamennskan og útreiðar sem tengdu okkur saman. Við fórum í skemmtireisur bæði innanlands og utan. Alltaf í góðum hópi vina og þar var Stulli hrókur alls fagn- aðar. Jörðin Framnes var falboðin árið 1993 og keyptum við Stulli hana saman ásamt fjölskyldum okkar. Höfum við því búið í ná- býli síðan. Stulli tók ungur við búi for- eldra sinna. Hann og kona hans, Bára Siguróladóttir, hafa rekið sitt stóra fjárbú af myndarskap ásamt fjölskyldu sinni. Hin síð- ari ár hafa þau bætt um betur, breyttu gömlu íbúðarhúsi í gisti- hús, þar sem þau taka á móti ferðamönnum. Stulli hefur auk þess séð um að selja veiði í Litluá, sem þykir ein besta sil- ungsveiðiá landsins. Þau hjón eru vel liðin af gest- um. Stulli hafði gaman af að spjalla við þá og spá í málefni líðandi stundar og hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefn- um. Stulli var einstaklega greið- vikinn maður. Við erum ekki þau einu sem notið hafa greið- vikni hans heldur hefur hann reynst öllum sveitungum sínum hjálparhella. Það munaði svo sannarlega um hann, atorkusaman og sterk- an með afbrigðum. Það er ekki aðeins að fjöl- skyldan syrgi góðan dreng held- ur er það blóðtaka fyrir Keldu- hverfið þegar einn af bestu sonum þess fer svona fyrirvara- laust. Það eru óteljandi góðar minn- ingar sem við eigum um Stulla en þær verða sagðar seinna. Við Hildur þökkum trygga vináttu og vottum Báru, Helgu, Rakel, Dagnýju, Elvu og Jóni Tryggva og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Egill Ágústsson og fjölskylda. Hvað nú? Sturla Sigtryggsson er allur. Og við sem hlökkuðum svo til að hitta hann í haust. Eins og venjulega ætluðum við þremenningarnir að ljúka veiði- (og sleppi-) deginum í Litlá með grillmat í gestahúsinu í Keldu- nesi. Og spjalli við Sturlu bónda. Og þar yrði heimspekin, land- búnaðurinn, stjórnmálin og … bara allt brotið til mergjar. Og við ætluðum að skiptast á sögum og hlæja með honum að sjálfum okkur og samferða- mönnum, lognum veiðisögum og sönnum lygasögum. Og við ætl- uðum að sofna vært með andann og líkamann tendraðan hlýjunni og gleðinni sem stafað hafði frá þessum heillandi manni. Og eins og á hverju hausti ætluðum við að koma betri menn heim eftir dvölina hjá hjónunum í Keldu- nesi með vænan dilk í skottinu – beint frá bónda. En hvað nú? Einhvern veginn munum við sennilega halda áfram að kasta flugu á Litlá. En það verður samt eitthvert allt annað prógramm. Við söknum Sturlu bónda sárt. Báru og öðrum aðstandend- um sendum okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Megi andi fjallanna, blómanna og vatnanna halda í höndina á þeim á þessari stundu og styðja. Bergur Þórisson, Guð- mundur Ingi Gústavsson og Karl Roth. Stórt skarð er höggvið í hið litla bændasamfélag í Keldu- hverfi með sviplegu fráfalli Sturlu bónda í Keldunesi. Bændasamfélag í brothættri byggð sem ekki mátti við því að missa einn af sínum sterkustu stólpum til áratuga. Sturla bóndi var mikill dugnaðarforkur og vel að manni. Þessum kostum beitti hann alla tíð af mikilli ósérhlífni og oft á tíðum langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Hann var sjálfstæður og maður fram- kvæmda sem var lítið fyrir að eyða tíma í að ræða um hvernig ætti að gera hlutina, heldur framkvæmdi þá eins og honum fannst þeim best fyrir komið. Bóndi var hann alla tíð með dyggum stuðningi Báru konu sinnar, utan riðuveikisára þegar hann kom sér upp trillu og sá sér og sínum farborða á þann hátt. Hann sótti fast sjóinn eins og vænta mátti, auk þess sem hann fór túra á loðnu. Aldrei kvartaði hann þótt eitt- hvað væri að angra hann, heldur harkaði af sér í hljóði því verkin þurfti að vinna. Það var óhjákvæmilegt að sterk bönd mynduðust milli okk- ar Sturlu sem ólumst upp hlið við hlið í Keldunesi 1 og 2 þar sem feður okkar, tvíburabræð- urnir Helgi og Tryggvi, ráku sameiginlegt bú. Einungis eitt ár skildi okkur að í aldri þannig að við fylgdumst að í leik og starfi allan okkar uppvöxt og aldrei slitnaði sú tenging. Sturla hafði harða skel og bar ekki til- finningar sínar á torg en innan við skelina var maður með ríkar tilfinningar. Frá unglingsárun- um mun ég aldrei gleyma þeim degi er faðir minn lést snögg- lega, þegar Sturla kom til mín og tók þétt um herðar mér og þannig gengum við saman um stund en orð voru óþörf. Orðið „nei“ var ekki til í orða- bók Sturlu þegar hann var beð- inn um eitthvert viðvik, stórt eða smátt. Það var sama hvort það væri náinn vinur, ættingi eða jafnvel einhver sem hann hafði minni samskipti við, alla tíð skyldi hann hlaupa til og að- stoða ef á þurfti að halda, jafn- vel þótt fresta þyrfti eigin verk- um. Um þetta getur fjöldi fólks borið vitni sem notið hefur þess- ara mannkosta hans. Skarð það er Sturla lætur eft- ir sig verður seint fyllt og verð- ur hans sárt saknað um ókomin ár. Við Hrönn og okkar fjöl- skylda þökkum honum fyrir góð- an og langan samferðatíma sem aldrei bar skugga á og vottum allri fjölskyldu Sturlu okkar dýpstu samúð og vonum að þessir góðu vinir okkar nái að vinna úr þessu mikla áfalli og góðar minningar verði yfirsterk- ari er fram líður. Jón Tryggvi Helgason. Elsku Sturla! Fyrstu kynnin mín af þér voru þegar Bára systir byrjaði að vera með þér. Síðan byrjaði ég að koma til ykkar í Keldunes um sumur, í sauðburð, í göngur og hestaferð- ir. Þetta eru mínar bestu æsku- og ungdómsminningar – tíminn sem ég fékk að vera með ykkur í sveitinni. Alltaf varstu mér sem bróðir og vinur. Alltaf var mér tekið opnum örmum í Keldunesi. Síðar meir gat ég ævinlega hringt í Keldunes og alltaf tókstu mér eins og ég var og studdir mig í mínum erfiðleik- um. Mig langar, elsku vinur, að senda þér þakklæti fyrir vænt- umþykju, vináttu og kærleika í öll þessi ár. Góða ferð, Sturla minn. Ég mun geyma þig og minningar um þig í mínu hjarta. Kvöldið er fagurt, sól er sest og sefur fugl á grein. Við skulum koma vina mín og vera saman ein. Ég þekki fagran lítinn lund, hjá læknum upp við foss. Þar sem að gróa gullin blóm, þú gefur heitan koss. Þú veist að öll mín innsta þrá er ástarkossinn þinn, héðan af aðeins yndi ég í örmum þínum finn. Ég leiði þig í lundinn minn, mín ljúfa, komdu nú. Jörðin þó eigi ótal blóm, mín eina rós ert þú. (Enskt þjóðlag/ Ingólfur Þorsteinsson) Brynja. Sturla Sigtryggsson ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, SIGRÚN GERÐA GÍSLADÓTTIR hjúkrunarfræðingur, lést þriðjudaginn 22. maí á hjúkrunar- heimilinu Bergi í Bolungarvík. Útför hennar verður gerð frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 2. júní klukkan 11. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Maríu Össurardóttur, Flateyri, í síma 866-7614. Brynhildur Einarsdóttir Illugi Gunnarsson Kristján Torfi Einarsson Dagný Arnalds Teitur Björn Einarsson Margrét Gísladóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA DAGRÚN MAGNÚSDÓTTIR, Árskógum 8, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 15. maí. Útförin fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 28. maí klukkan 13. Sigríður Jónsdóttir Kolbrún Gunnlaugsdóttir Rannveig Gunnlaugsdóttir Pálmar Guðmundsson Gunnlaugur Gunnlaugsson Guðríður Ágústsdóttir barnabörn og langömmubörn Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÁRÓRA TRYGGVADÓTTIR, Þykkvabæ 7, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánudaginn 7. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Viljum við koma á framfæri innilegu þakklæti til starfsfólksins á öldrunardeild Sjúkrahúss Akraness og hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík fyrir yndislega umönnun og hlýju. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Elliði Norðdahl Ólafsson Auður Auðbergsdóttir Sigrún Guðlaug Ólafsdóttir Magnús Ólafsson Laufey Stefánsdóttir Sunna Ólafsdóttir Björn Ingi Rafnsson Kolbrún Ólafsdóttir Marinó Guðmundsson Ásgeir Norðdahl Ólafsson Kolbrún Karlsdóttir Sigurjón Ólafsson Matthildur Ernudóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.