Morgunblaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 Hæstiréttur afgreiddi tilraun tilað setja upp revíu í sölum dómstóla.    Í málinu kom fram það matHæstaréttar að við skipun dóm- ara við Landsrétt hefði verið fylgt formreglum laga, en þó að því frátöldu að við meðferð Al- þingis á til- lögum dóms- málaráðherra hefðu ekki ver- ið greidd atkvæði um skipun hvers dómara fyrir sig. Hefði það þó ekki verið annmarki sem vægi hefði.    Því næst var vikið að nokkuðvandræðalegum niðurstöðum í dómi í Hæstarétti í málunum nr. 591 og 592/2017 þar sem „því var slegið föstu að slíkir annmarkar hefðu verið á málsmeðferð dóms- málaráðherra í aðdraganda skip- unar dómara við Landsrétt að skaðabótaskyldu hefði varðað úr hendi íslenska ríkisins.“    Rétturinn, skipaður núverandiog fyrrverandi föstum dóm- urum við réttinn, sneri sér laglega út úr því, þannig að sá dómur hefði ekki vægi því „að ótímabundin skip- un allra dómaranna fimmtán við Landsrétt hefði orðið að veruleika við undirritun skipunarbréfa þeirra 8. júní 2017. Þau hefðu öll fullnægt skilyrðum 2. mgr. 21. gr. laga nr. 50/2016 til að hljóta skipun í emb- ætti og hefðu frá þeim tíma notið þeirrar stöðu samkvæmt 61. gr. stjórnarskrárinnar að þeim yrði ekki vikið úr embætti nema með dómi.“    Vonandi hefur Hæstarétti tekistað binda enda á skrípaleik sem nokkrir þingmenn, einkum úr röð- um Pírata, stóðu að og lögmaður leyfði sér að brúka við málarekstur fyrir dómstólum. Hæstiréttur stoppar skrípaleik STAKSTEINAR Veður víða um heim 24.5., kl. 18.00 Reykjavík 4 rigning Bolungarvík 6 alskýjað Akureyri 6 rigning Nuuk 1 skýjað Þórshöfn 11 heiðskírt Ósló 26 heiðskírt Kaupmannahöfn 22 heiðskírt Stokkhólmur 22 heiðskírt Helsinki 18 heiðskírt Lúxemborg 19 þrumuveður Brussel 19 þrumuveður Dublin 13 skúrir Glasgow 17 heiðskírt London 17 skúrir París 23 þrumuveður Amsterdam 20 skúrir Hamborg 24 heiðskírt Berlín 25 heiðskírt Vín 22 þrumuveður Moskva 21 heiðskírt Algarve 19 léttskýjað Madríd 26 léttskýjað Barcelona 24 heiðskírt Mallorca 27 heiðskírt Róm 24 léttskýjað Aþena 25 léttskýjað Winnipeg 26 alskýjað Montreal 16 léttskýjað New York 24 heiðskírt Chicago 25 léttskýjað Orlando 26 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 25. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:41 23:09 ÍSAFJÖRÐUR 3:11 23:49 SIGLUFJÖRÐUR 2:52 23:34 DJÚPIVOGUR 3:03 22:47 S C S S É OG Ú BARNASKÓR KE HER LITEBEAM L TTIR MJ KIR ARNASKÓR MEÐ LJÓSUM Í BOTNINUM. STÆRÐIR 27-35 VERÐ: 6.995 KRINGLU OG SMÁRALIND Stjórn dómstólasýslunnar ætlar að vísa erindi manns, sem telur að dóm- stólar hafi brotið á friðhelgi einkalífs síns, til viðkomandi dómstóla. Páll Sverrisson sendi dómstóla- sýslunni erindi í apríl þar sem hann spyr um afstöðu stofnunarinnar til bótaskyldu dómstólanna, en hann tel- ur þá hafa brotið gegn sér við birt- ingu dóma í málum sem hann var aðili að. Páll vildi kanna hvort hann gæti beint formlegu erindi sínu um frum- kvæði að viðræðum, tillögum um bætur og lausn málsins til dóm- stólasýslunnar. Samkvæmt upplýsingum frá dóm- stólasýslunni hefur stofnunin ekki hlutverk sáttamiðlara eða úrskurðar- valds í málum sem þessum en hyggst áframsenda erindið til þeirra viðkom- andi dómstóla. Páll þurfi því að leita til þeirra sjálfra með leiðbeiningar, sem þeim sé skylt að veita, og höfða mál gegn hverjum dómstól fyrir sig til að kanna rétt sinn, takist ekki að finna aðra lausn. Í því tilfelli gæti þurft að höfða hæfismál og skipa dóminn setudómurum í framhaldinu, reynist dómarar viðkomandi dóm- stóla vanhæfir til að úrskurða í mál- unum. ernayr@mbl.is Vill fá bæt- ur frá dóm- stólum  Dómstólasýslan ekki úrskurðarvald Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Eins og fram kom í Morgunblaðinu í fyrradag kærði Eimskip til lög- reglu í október 2014, það sem félag- ið taldi vera upplýsingaleka til Kastljóss RÚV, vegna rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á meintum brotum Eimskips og Samskipa gegn samkeppnislögum. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs Lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH), var spurð hvar rannsókn lögreglunnar vegna kærunnar væri stödd: „Þetta mál er til rannsóknar hjá lögreglunni,“ sagði Hulda Elsa. Aðspurð hverju það sætti að mál- ið væri enn til rannsóknar tæpum fjórum árum eftir að kæran barst, sagði Hulda Elsa: „Lögreglan hætti rannsókn þessa máls í byrjun þessa árs, en Ríkissaksóknari felldi þá ákvörðun lögreglunnar úr gildi og lagði fyrir Lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu að ljúka rann- sókn málsins. Rannsókn málsins er því hafin á nýjan leik en ég hef í sjálfu sér ekki skýringu á því af hverju rannsóknin dróst á langinn. Þetta lýtur alltaf að umfangi máls og mannafla.“ Aðspurð sagði Hulda Elsa að ómögulegt væri að segja til um það hvenær rannsókninni lyki. Kæra Eimskips er enn í rannsókn  Ríkissaksóknari felldi úr gildi ákvörðun LRH um að hætta rannsókn Morgunblaðið/Árni Sæberg Eimskip Kæran er enn í rannsókn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.