Morgunblaðið - 25.05.2018, Page 40

Morgunblaðið - 25.05.2018, Page 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 Yfir 50 hljómsveitir og tónlistar- menn hafa bæst við lista flytjenda á dagskrá tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves sem haldin verð- ur 7. - 10. nóvember í miðbæ Reykjavíkur. Þeirra á meðal er hin bandaríska Natalie Prass, Nadine Shah frá Bretlandi, ástr- alska söngkonan Stella Donnelly, enski rapparinn Jimothy Lacoste og belgísk/egypski tónlistarmað- urinn Tamino. Þá mun færeyska tónlist- arkonan Eivør Pálsdóttir bjóða upp á sérstakan viðburð sem kynntur verður betur síðar, að því er fram kemur í tilkynningu. Í tilefni af 20 ára afmæli hátíð- arinnar verður boðið upp á ýmsa sérviðburði og meðal þeirra eru tvennir tónleikar Ólafs Arnalds í Þjóðleikhúsinu. Þar mun hann „forsýna sérstaka tónleika fyrir þrjú píanó“ eins og segir í tilkynn- ingu. Högni Egilsson mun einnig halda tónleika í Þjóðleikhúsinu með kór og strengjasveit og nokkrir íslenskir rapparar hafa bæst við dagskrána, m.a. Sturla Atlas og Emmsjé Gauti. Frekari upplýsingar um hátíð- ina og flytjendur má finna á vef hennar, icelandairwaves.is. Natalie Prass á Iceland Airwaves Hæfileikarík Bandaríska tónlistarkonan Natalie Prass. Eivør Pálsdóttir Ólafur Arnalds Síðasta listmunauppboð vetrarins í Gallerí Fold fer fram í galleríinu á Rauðarárstíg 12-14 á mánudaginn kemur og hefst klukkan 18. Að vanda verður fjölbreytilegt úrval listaverka boðið upp. Í til- kynningu segir að þar á meðal verði verk eftir „níu listamenn sem eiga það sameiginlegt að hafa farið á Feneyjatvíæringinn fyrir Íslands hönd“, þá Jóhannes S. Kjarval, Svavar Guðnason, Þorvald Skúla- son, Kristján Guðmundsson, Krist- ján Davíðsson, Erró, Gunnar Örn, Steingrím Eyfjörð og Jóhann Ey- fells. Þá verða til að mynda boðin upp borgarlandslagsmynd eftir Louisu Matthíasdóttur, landslags- mynd af Bláfjalli við Mývatn eftir Kristínu Jónsdóttur og verk eftir Nínu Sæmundsson, Barböru Árna- son, Braga Ásgeirsson, Jóhannes Jóhannesson og Karl Kvaran. Verkin verða sýnd í Gallerí Fold í dag og um helgina. Fjölbreytileg listaverk á uppboði Verðmætt Hluti málverks eftir Jóhannes Kjarval sem boðið verður upp. Þótt líði ár og öld nefnist sýning sem Ólöf Birna Blöndal hefur opnað í Ráðhússalnum á Siglufirði. Sýn- ingin var opnuð á 100 ára afmæl- ishátíð Siglufjarðarkaupstaðar fyrr í vikunni og á 100 ára afmælisári föður listakonunnar, Óla J. Blöndal. „Á sýningunni eru sýnishorn af viðfangsefnum mínum undanfarin ár. Þau hafa færst frá mannamynd- um yfir í landslag, frá hálendi og fjöllum til sanda og stranda og nú síðustu ár til tjarna- og vatnagróð- urs. Hef unnið mest í olíu og olíu- pasteli auk þurrpensils-, kola- og þurrkrítarteikninga,“ segir Ólöf Birna um sýningu sína. Ólöf Birna lauk stúdentsprófi frá MA 1962 og nam í framhaldinu við listadeild Stephens College í Col- umbia í Bandaríkjunum. Árið 1966 lauk hún BA-prófi í ensku og frönsku frá Háskóla Íslands. Á ár- unum 1965-78 nam hún módelteikn- ingu, olíumálun og skúlptúr við Myndlistaskólann í Reykjavík. Hún hefur einnig tekið námskeið í vatns- litamálun, steinþrykki og fleiru. Hún hefur haldið átta einkasýn- ingar og tekið þátt í fjölda samsýn- inga. Sýning hennar á Siglufirði stendur til 10. júní. Ólöf Birna Blöndal sýnir á Siglufirði Við hafið Ein myndanna á sýningunni. Svanurinn 12 Afvegaleidd níu ára stúlka er send í sveit um sumar til að vinna og þroskast. Morgunblaðið bbbmn IMDb 6,6/10 Bíó Paradís 18.00 Andið eðlilega Morgunblaðið bbbbm IMDb 7,4/10 Bíó Paradís 22.00 101 Reykjavík Metacritic 68/100 IMDb 6,9/10 Bíó Paradís 20.00 Pretty Woman Edward er forríkur við- skiptajöfur sem leigir sér fylgdardömu í Los Angeles. Metacritic 51/100 IMDb 7,0/10 Bíó Paradís 20.00 You Were Never Really Here Metacritic 84/100 IMDb 7,0/10 Morgunblaðið bbnnn Bíó Paradís 18.00 I, Tonya 16 Metacritic 77/100 IMDb 7,5/10 Bíó Paradís 20.00 The Square 12 Metacritic 77/100 IMDb 7,3/10 Bíó Paradís 22.30 Eldfim ást 16 Metacritic 50/100 IMDb 6,4/10 Bíó Paradís 22.15 Solo: A Star Wars Story 12 Ævintýri Han Solo og Chew- bacca áður en þeir gengu til liðs við uppreisnina. Laugarásbíó 17.00, 20.00, 22.40 Sambíóin Álfabakka 14.20, 15.00, 17.10, 18.00, 20.00, 21.00, 22.50 Sambíóin Egilshöll 17.00, 18.00, 20.00, 21.00, 22.50 Sambíóin Kringlunni 16.40, 19.30, 22.20 Sambíóin Akureyri 16.40, 19.30, 22.20 Sambíóin Keflavík 16.40, 19.30, 22.20 Smárabíó 16.20, 19.10, 19.30, 22.10, 22.30 I Feel Pretty 12 Höfuðmeiðsl valda því að kona fær ótrúlega mikið sjálfstraust og telur að hún sé ótrúlega glæsileg. Metacritic 47/100 IMDb 4,5/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 20.00 Sambíóin Akureyri 16.50 Sambíóin Keflavík 17.20 7 Days in Entebbe 12 Myndin er innblásin af sann- sögulegum atburðum, þegar flugvél Air France var rænt árið 1976 á leið sinni frá Tel Aviv til Parísar og sett var í gang ein djarfasta björg- unaráætlun í sögunni. Metacritic 49/100 IMDb 5,8/10 Sambíóin Kringlunni 16.50 Vargur 16 Bræðurnir Erik og Atli eiga við fjárhagsvanda að stríða. Þeir grípa til þess ráðs að smygla dópi. Erik skipulegg- ur verkefnið og allt virðist ætla að ganga upp, en óvænt atvik setur strik í reikninginn. Morgunblaðið bbbmn IMDb 7,6/10 Smárabíó 20.00, 22.10 Háskólabíó 18.10 Overboard Sagan segir frá óþolandi snekkjueiganda, sem kemur illa fram við starfsstúlku sína. Hún lætur ekki bjóða sér hvað sem er og hefnir sín. Snekkjueigandinn endar í sjónum og skolast upp á land minnislaus. Metacritic 42/100 IMDb 5,4/10 Laugarásbíó 20.00, 22.20 Smárabíó 17.20 Bókmennta- og kartöflubökufélagið Rithöfundur myndar óvænt tengsl við íbúa á eynni Gu- arnsey, skömmu eftir seinni heimsstyrjöldina, þegar hún ákveður að skrifa bók um reynslu þeirra í stríðinu. Háskólabíó 18.00, 20.50 Borgarbíó Akureyri 22.00 Rampage 12 Metacritic 45/100 IMDb 6,4/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Draumur Myndin skoðar ósagða sögu Mjallhvítar, Öskubusku og Þyrnirósar, sem komast að því að þær eru allar trúlof- aðar sama draumaprins- inum. Laugarásbíó 16.00, 18.00 Smárabíó 15.10, 17.30 Háskólabíó 17.50 Borgarbíó Akureyri 17.30 Pétur Kanína Pétur reynir að lauma sér inn í grænmetisgarð nýja bóndans og þeir há mikla baráttu. Smárabíó 15.10 Víti í Vestmanna- eyjum Myndin fjallar um strákana í fótboltaliðinu Fálkum sem fara á knattspyrnumót í Vestmannaeyjum. Morgunblaðið bbbbn Sambíóin Álfabakka 14.20, 15.20, 17.40 Krummi Klóki Krummi ákveður að taka þátt í kappakstri og vinna verðlaunin sem eru eitt hundrað gullpeningar. Krummi lendir í kröppum dansi og óvæntum uppá- komum. Bíó Paradís 18.00 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 68/100 IMDb 8,8/10 Sambíóin Álfabakka 14.20, 17.30, 20.40, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 19.10, 22.20 Sambíóin Akureyri 19.10, 22.20 Avengers: Infinity War 12 Kona fer í stríð Kona á fimmtugsaldri, ákveður að bjarga heiminum og lýsir yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist skemmd- arverkamaður og er tilbúin til að fórna öllu fyrir móður jörð og hálendi Íslands þar til munaðarlaus stúlka frá Úkraínu stíg- ur inn í líf hennar. Morgunblaðið bbbbb Laugarásbíó 15.30, 17.50 Smárabíó 20.10, 22.20 Háskólabíó 18.10, 21.00 Borgarbíó Akureyri 17.30, 20.00 Deadpool 2 16 Metacritic 68/100 IMDb 8,6/10 Laugarásbíó 17.30, 20.00, 22.25 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.15, 19.45, 22.15 Sambíóin Keflavík 19.50, 22.20 Smárabíó 16.15, 17.20, 19.50, 22.40 Háskólabíó 20.40 Borgarbíó Akureyri 19.30, 22.00 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.