Morgunblaðið - 25.05.2018, Síða 35

Morgunblaðið - 25.05.2018, Síða 35
1997-99, sérfræðingur og yfirlæknir við Kårnsjukhuset 1996-97, sérfræð- ingur á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1999-2003 og við Barnaspítala Hringsins frá 2003. Michael var stundakennari við læknadeild HÍ 1983-85, 1988 og síð- an frá 2000, stundakennari við heil- brigðisdeild HA 1994-98 og fræðslu- stjóri unglækna við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri 1995-96 og 1997-99. Michael sat í stjórn Læknafélags Reykjavíkur í tæpan áratug og vara- formaður þess um skeið, situr í stjórn Hins íslenska svefnrannsókna- félags og er formaður Félags ís- lenskra ofnæmis- og ónæmislækna. Hann hefur verið virkur vísinda- maður á sviði ofnæmissjúkdóma í tvo áratugi, verið í samstarfi við ýmsar erlendar vísindastofnanir á því sviði og þ.á m. tekið þátt í að þróa bólu- efni gegn fiskiofnæmi. Þegar Michael er ekki að sinna börnum, unglingum eða vísinda- störfum semur hann lög og leikur á ýmis hljóðfæri enda með afbrigðum músíkalskur frá unga aldri: „Pabbi og Andri bróðir minn sungu í tíma og ótíma og léku báðir á hljóðfæri. Ég vildi ekki verða eftirbátur þeirra í tónlistinni og við Andri spiluðum saman í hljómsveitinni Basil fursta, ásamt Jóni Karli Ólafssyni, Birgi Ottóssyni og Erling Kristmundssyni auk þess sem Eiríkur Hauksson var með okkur eitt sumar. Hljómsveitin kemur enn saman, m.a. stundum í Iðnó þar sem hún rifjar þá upp gömlu sveitaballastemninguna.“ Michael er auk þess mikill göngu- garpur, er í forystusveit gönguhóps- ins Elsuferða og hefur á undan- förnum áratug skipulagt ferðir og gengið með hópnum á fjölmörg fjöll, víða um land. Hann er auk þess prýðilegur ljósmyndari. Fjölskylda Eiginkona Michaels er Heiða Sig- ríður Davíðsdóttir, f. 29.4. 1966, hjúkrunarfræðingur og svæðisstjóri Heilsugæslunnar Sólvangi í Hafnar- firði. Foreldrar hennar: Davíð Guð- mundsson, f. 22.5. 1936, d. 18.5. 2018, bóndi í Glæsibæ í Eyjafirði, og k.h., Sigríður Manasesdóttir, f. 6.8. 1937, húsfreyja og bóndi. Sonur Michaels og Heiðu er Andri, f. 13.1. 2005, nemi. Börn Michaels og fyrri konu hans, Elínborgar Ragnarsdóttur, eru Snorri Örn, f. 11.4. 1980, lögfræð- ingur hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, en kona hans er Drífa Jónasdóttir afbrotafræðingur og er sonur hennar Óðinn Jarl; Birna Helena, f. 5.4. 1985, bókmenntafræðingur í Gauta- borg, en maður hennar er Magnús Jóhannesson húsasmiður og eru börn þeirra Dagur og Elínborg, og Ívar Örn, f. 24.10. 1992, nemi í lækn- isfræði við HÍ en unnusta hans er Þórarna Ólafsdóttir laganemi. Dætur Heiðu af fyrra hjónabandi eru Linda Karlsdóttir, f. 9.10. 1989, BS í sálfræði og flugfreyja í Reykja- vík, en maður hennar er Halldór Kr. Þorsteinsson lögmaður, og Dagný Karlsdóttir, f. 26.4. 1994, nemi. Bróðir Michaels var Andri Örn Clausen, f. 25.2. 1954, d. 3.12. 2002, leikari og yfirsálfræðingur við LSH. Foreldrar Michaels voru Hans Arreboe Clausen, f. 10.8. 1918, d. 6.10. 2009, málarameistari og leið- sögumaður í Kópavogi, og k.h., Hel- ena Clausen, f. Bojkow 27.4. 1922, d. 22.6. 1999, hjúkrunarfræðingur. Úr frændgarði Michaels V. Clausen Michael V. Clausen Leontina Bojkow, fædd Torba, húsfr. í Vindinge, af pólskum ættum Dimitri Bojkow verkam. í Hederslev á Jótlandi, af úkraínskum ættum Helena Bojkow hjúkunarfr. við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, búsett í Kópavogi Herluf Clausen prentari í Rvík Holgeir Clausen birgðavörður í Rvík Einar Clausen söngvari Stephania Bojkow búsett í Danmörku Þórunn Erna Clausen leikkona og söngkona Ragnheiður Elín Clausen fyrrv. fjölmiðlakona Jóhanna Vigdís Arnardóttir verkefnastj. hjá SI og leikkona Guðrún Sesselja Clausen hrl., vinnur hjá ríkislögmanni Örn Clausen hrl. Alfreð Clausen söngvari Haukur Clausen tannlæknir Oscar Clausen rithöfundur Arreboe Clausen ráðherrabílstjóri Jónína Jónsdóttir húsfr. í Klettsbúð Anna Einarsdóttir húsfr. í Rvík Axel Clausen kaupm. í Stykkishólmi og Rvík Einar Hákonarson útvegsb. í Klettsbúð Holgeir Peter Clausen gullgrafari, kaupm. og alþm., systursonur Sigríðar, langömmu Helga Tómassonar yfirlæknis, föður Tómasar yfirlæknis og Ragnhildar ráðherra Hans Arreboe Clausen málaram. og leiðsögum. í Kópavogi Einar Þorkelsson skrifstofustj. Alþingis og rithöfundur í Hafnarfirði Björg Einarsdóttir rithöfundur Þorkell Jóhannesson prófessor í lyfjafr. við HÍ Súsanna Einarsdóttir húsfr. í Stykkishólmi Lúðvík Kristjánsson sagnfr. og rithöfundur Vésteinn Lúðvíksson rithöfundur Áskell Einarsson bæjarstj. á Húsavík Þórheiður Einarsdóttir úsfr. í Ólafsvíkh Sæunn R. Sveinsdóttir úsfr. í Kópavogih Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra Dr. Ólafía Einarsdóttir fornleifafr. og safnfr. í Lundi Guðrún Þorkelsdóttir langafabarn sr. Jóns á Bægisá Jón Þorkelsson þjóðskjala- vörður ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 Z-brautir & gluggatjöld Opið mán.-fös. 10-18, lau. 11-15 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is | Mælum, sérsmíðum og setjum upp Úrval - gæði - þjónusta Falleg gluggatjöld fyrir falleg heimili Leifur Ásgeirsson fæddist áReykjum í Lundarreykjadal25.5. 1903. Foreldrar hans voru Ásgeir Sigurðsson, bóndi þar, og k.h., Ingunn Daníelsdóttir kenn- ari. Meðal föðursystkina Leifs voru Jón í Vindhæli, afi Björns Krist- inssonar prófessors. Föðuramma Leifs var Hildur, systir Halldóru, ömmu Bjarna Jónssonar, prófessors í stærðfræði í Nashville. Móður- systir Leifs var Elínborg, amma Lýðs Björnssonar sagnfræðings. Meðal bræðra Leifs var Magnús Ásgeirsson, skáld og ljóðaþýðandi. Eiginkona Leifs var Hrefna Kol- beinsdóttir og börn þeirra Kristín kennari og Ásgeir verkfræðingur. Leifur lauk stúdentsprófi frá MR 1927, var í námi í stærðfræði, eðlis- og efnafræði í háskólanum í Gött- ingen í Þýskalandi og tók þar dokt- orspróf í stærðfræði 1933. Dokt- orsritgerð Leifs var ,,Um meðalgildi eiginleika lausna á einsleitum línu- legum hlut-afleiðslujöfnum. Annarra raða með föstum stuðlum.“ Ritgerð- in hlaut alþjóðlega viðurkenningu þegar rannsóknir Leifs á hlut- afleiðslujöfnum voru teknar upp í rit R.-Cour-ant og D. Hilberts, ,,Að- ferðir stærðfræðilegrar eðlisfræði“, 1937 og hlaut nafnið L. Ásgeirsson- aðferðin. Leifur var skólastjóri í Héraðs- skólanum á Laugum 1933-43, kenn- ari í stærðfræði í verkfræðideild HÍ frá 1943 og prófessor þar 1945-73. Hann sinnti rannsóknarstörfum í stærðfræði í New York-háskóla 1954-56 og í Kaliforníuháskóla í Berkeley 1956, var forstöðumaður rannsóknastofu í stærðfræði við Raunvísindastofnun HÍ 1966-73, sat í stjórn raunvísindadeildar Vísinda- sjóðs 1958-73 og sat í ritstjórn Mat- hematica Scandinavica 1952-73. Leifur hlaut verðlaun úr Minning- arsjóði dr. phil. Ólafs Daníelssonar og Sigurðar Guðmundssonar arki- tekts 1955 og var heiðursfélagi Ís- lenska stærðfræðifélagsins. Leifur lést 19.8. 1990. Merkir Íslendingar Leifur Ásgeirsson 101 ára Sigurpáll Árnason 95 ára Guðrún Grímsdóttir 90 ára Ágústa U. Edwald Björg Finnbogadóttir G. Óskar Jóhannsson Margrét A. Björnsdóttir Solveig Arnórsdóttir 85 ára Ásta S. Valdimarsdóttir Elísabet Gunnlaugsdóttir Grímur M. Steindórsson Gylfi Jónsson 80 ára Ásrún Sigurbjartsdóttir Elías Kristjánsson Ólafur Pálsson Sigríður Sigurþórsdóttir 75 ára Guðrún M. Magnúsdóttir Kristín Sæunn Pjetursdóttir Margrét Aðalsteinsdóttir Markús Örn Antonsson Sigurjón Marinósson 70 ára Hallgrímur Smári Jónsson Jóhann Valgarð Ólafsson Sigríður Ólafsdóttir Sveinn H. Guðmundsson Sæmundur Vilhjálmsson Sævaldur Elíasson Þóra Jóhannesdóttir 60 ára Auðbjörg V. Óskarsdóttir Auður Júlíusdóttir Bjarni Guðnason Boguslaw Andrzej Zawalski Davíð Jónsson Egill Þór Sigurðsson Fríða Þorgilsdóttir Haukur Hafsteinsson Haukur Hjaltason Kolbeinn Guðnason Sigríður Ósk Sigurðardóttir Sigurjón Björn Pálmason Stefán Aadnegard Stefán Gunnarsson Vigdís Hreinsdóttir Ögmundur Þ. Jóhannesson 50 ára Anna Sigurðardóttir Árni Friðleifsson Guðbjörg Erla Úlfarsdóttir Guðmundur R. Erlingsson Gunnar Gunnarsson Hanna Dóra Hjartardóttir Ingólfur B. Guðmundsson Karl Sveinsson Kristín Magnúsdóttir Margrét S. Guðjónsdóttir Tuuli Raehni 40 ára Berglind Kolbeinsdóttir Indiana S.M. Wdowiak Kristinn Ríkharðsson Kristín Svandís Jónsdóttir Marinó Örn Tryggvason Monika Golovine Oddur Carl Thorarensen Rebekka Guðleifsdóttir Sigríður R. Sigurðardóttir Sylwia Maria Wojtkow Sæunn Hermannsdóttir Úlfar Logason Vilhelm Guðjónsson 30 ára Anca-Elena Pintilii Benedikt Örn Bjarnason Dain Charles Swenson Joanna E. Wojciechowska Kathrin Haraldsson Nanna A. Christensen Til hamingju með daginn 30 ára Halla ólst upp á Selfossi, býr þar, lauk stúdentsprófi frá FSU, út- skrifaðist sem þerapisti og starfar í Bókakaffinu og sem þerapisti. Maki: Tómas Héðinn Gunnarsson, f. 1985, starfar hjá Tölvulistanum. Dóttir: Harpa Guðrún, f. 2015. Foreldrar: Ingi Heiðmar Jónsson, f. 1947, og Auð- ur Harpa Ólafsdóttir, f. 1962. Halla Ósk Heiðmarsdóttir 40 ára Kristín ólst upp Hæringsstöðum í Svarf- aðardal og er bóndi í Ak- urey I, Vestur-Landeyjum. Maki: Hafsteinn Jónsson, f. 1975, bóndi og heysali í Akurey I. Börn: Magnea Ósk, f. 2008, og Brynjar Máni, f. 2011. Foreldrar: Jón Þór- arinsson, f. 1951, og Ingi- björg Ragnheiður Krist- insdóttir, f. 1957, bændur á Hnjúki í Skíðadal. Kristín Svandís Jónsdóttir 30 ára Fjóla Dögg ólst upp á Skagaströnd, býr þar, er menntaður stuðn- ingsfulltrúi og förðunar- fræðingur og starfar við Höfðaskóla. Sonur: Aron Logi, f. 2011. Systkini: Ragnar Már, f. 1990; Hólmfríður Eva, f. 1996, og Rakel Jensína, f. 1997. Foreldrar: Kristín Birna Guðmundsdóttir, f. 1971, og Björn Viðar Hann- esson, f. 1965. Fjóla Dögg Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.