Morgunblaðið - 25.05.2018, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 25.05.2018, Qupperneq 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 Sæbjúgu innihalda mikið kollagen og yfir 50 tegundir af næringarefnum sem hafa öll mjög jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi mannslíkamans ÍSLENSKA FRAMLEIÐSLA: Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is . Arctic Star sæbjúgnahylki fást í flestum apótekum og heilsubúðum og í Hagkaupum. Arctic Star Sæbjúgnahylki Sæbjúgu eru þekkt fyrir: • Hátt prótíninnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið og mótstöðu líkamans gegn ýmsum sjúkdómum • Að auka blóðflæði sem minnkar líkur á blóðtappa • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlíns Lilja María Ásmundsdóttir Björk Guðmundsdóttir kom á þriðjudagskvöldið var fram í einum virtasta tónlistarþætti Bretlands, Later … with Jools Holland. Hluti þáttarins var í beinni útsendingu en þátturinn verður sýndur í fullri lengd annað kvöld, laugardags- kvöld, á BBC Two. Í þættinum flutti Björk lag af nýjustu plötu sinni, Utopia, en einnig flutti hún „The Anchor Song“ af plötunni De- but. Sviðsetningin sem umkringdi Björk og flautuleikarana sjö í sept- ettinum Viibra, sem deildu sviði með henni, gjörbreytti upptöku- stúdíói BBC Two í fagurt og fjöl- breytt plöntulandslag þar sem inn á milli leyndust forvitnilegar verur. Í samtali eftir upptökurnar töl- uðu flautuleikararnir Áshildur Haraldsdóttir, Berglind María Tómasdóttir, Björg Brjánsdóttir, Emilía Rós Sigfúsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir, Steinunn Vala Páls- dóttir og Þuríður Jónsdóttir um að það að vera með svo afgerandi sviðsmynd auðveldaði þeim að fara inn í orku tónlistarinnar og verða ákveðinn karakter. „Öll umgjörðin er mjög heildstæður heimur,“ sagði Björg. Björk fékk í lið með sér dansarann Margréti Bjarnadóttur til að leiðbeina flautuleikurunum með að samræma hreyfingar og tónlist. „Ég er svo fegin að geta verið í ákveðnu hlutverki og þurfa ekki endilega að mynda mér af- stöðu um það hvernig er best að vera. Það er svo mikið frelsi í því. Ég held að það taki langan tíma að koma sér upp rokk- eða popp- persónu, það er ekki eitthvað sem maður stekkur inn í,“ sagði Áshild- ur. „Og grímurnar og búningarnir gera mjög mikið. Við verðum ein- hvers konar verur. Grímurnar eru allar ólíkar og það tónar vel við nálgun Bjarkar. Hún var alltaf að reyna að draga það fram hvernig við erum ólíkar,“ bætti Melkorka við. Aðspurðar hvernig þær upplifðu tónlistina á Utopiu töluðu þær um að Björk hefði gefið þeim ýmis fal- leg stikkorð sem lýsa stemningunni sem tengist hverju lagi, að hún not- aði alveg sitt tungumál til að lýsa lögunum. „Það er alltaf ákveðið inntak sem hún nær að tjá á mjög skýran og hnitmiðaðan hátt,“ sagði Berglind. Björk víkkar það inntak síðan með allri umgjörðinni. Fallegt samspil sjónrænna eiginleika, hreyfinga og tónlistar bætir við annarri vídd. Þær upplifa mjög sterkt að Björk vann mikla rannsóknarvinnu við undirbúning plötunnar en hún hlustaði m.a. á alls kyns flautu- tónlist frá mörgum heimshornum. „Hún reynir að gera sem mest úr flautunni, hún rannsakar allar leið- ir,“ sagði Melkorka. „Það er líka mjög óvenjulegt í popptónlist að það er mikil óregla í hryn og mikill ófyrirsjáanleiki. Svo lifnar þetta líka við á annan hátt með tilkomu Margrétar Bjarnadóttur, það kem- ur inn önnur vídd á því hvernig maður upplifir tónlistina með því að vera með sérstakar hreyfingar. Þannig að við erum að upplifa alls konar nýjar víddir,“ sagði Berg- lind. Flautuleikararnir voru sam- mála um það að mikil tilhlökkun ríkti fyrir næstu tónleika þeirra með Björk en þeir verða á sunnu- dag í Victoria Park í London og eru hluti af nýrri hátíð sem kallast All Points East. Björk í þætti Jools Hollands  Björk kom í vikunni fram ásamt flautuseptettinum Viibra í vinsælum sjón- varpsþætti Jools Hollands  Kemur fram á tónlistarhátíð í London á sunnudag Náttúra „Sviðsetningin sem umkringdi Björk og flautuleikarana sjö í septettinum Viibra, sem deildu sviði með henni, gjörbreytti upptökustúdíói BBC Two í fagurt og fjölbreytt plöntulandslag þar sem inn á milli leyndust for- vitnilegar verur,“ segir greinarhöfundur sem var meðal áhorfenda þegar þátturinn var tekinn upp. Ljósmynd/Skjáskot úr þætti Jools Hollands Rússneski fiðlu- leikarinn Alina Pogostkina leikur fiðlu- konsert Sibeli- usar á tón- leikum Sinfón- íuhljómsveitar Íslands í kvöld, föstudagskvöld, kl. 19.30. Hún hleypur í skarðið fyrir Janine Jansen sem hefur þurft að aflýsa öllum tónleikum sínum undanfarnar vikur vegna veikinda. Pogostkina hlaut fyrstu verð- laun Sibeliusar-keppninnar árið 2005 og hefur fengið lof víða um lönd fyrir túlkun sína á konsert- inum sem hún leikur á tónleik- unum. Daniel Blendulf er marg- verðlaunaður sænskur hljómsveitarstjóri og er aðal- stjórnandi Dalasinfoniettan. Á tónleikunum stjórnar hann einn- ig verki Kaiju Saariaho og Kons- ert fyrir hljómsveit eftir Béla Bartók. Tónleikakynning í umsjón Svanhildar Óskarsdóttur hefst kl. 18.20 í Hörpuhorni á 2. hæð. Alina Pogostkina spilar Sibelius Alina Pogostkina Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Heimildarmyndin Söngur Kanemu eftir Önnu Þóru Steinþórsdóttur hlaut bæði áhorf- endaverðlaun og dómnefndar- verðlaun heimildarmynda- hátíðarinnar Skjaldborgar á Patreksfirði um síðustu helgi. Anna framleiddi myndina sjálf ásamt Guðbergi Davíðssyni. Í umsögn dómnefndar segir að myndin eigi ríkt erindi við samtíma sinn, miðli mikilvægum lífsgildum, fangi litróf þjóðarinnar og að sagan sé sögð af mikilli hlýju og næmi og sé full af gleði og hjarta. Myndin fjallar um söngelska dótt- ur Önnu, Ernu Kanemu, sem á föður frá Sambíu í Afríku og leit hennar að söngvum frá því landi. Um leið og Erna kemst í snertingu við uppruna sinn öðlast hún skilning á tónlistar- hefð forfeðra sinna og tekur brot af henni með sér heim til Íslands, eins og því er lýst í tilkynningu. Faðir Ernu, Harry Mashinkila, flutti hingað til lands fyrir einum 22 árum, að sögn Önnu, og segir hún að myndin sé í raun hluti af þríleik því hún hafi áður gert tvær heimild- armyndir um dóttur sína og ættingja hennar í Sambíu. Markhópurinn hefur vaxið „Þegar hún var þriggja ára gerði ég fyrstu myndina, sem er barna- mynd og fjallar um fyrstu kynni hennar af fjölskyldu sinni í Sambíu. Hún fæddist á Íslandi, ólst hér upp og gekk hér í leikskóla en tæplega fjögurra ára fór hún í sína fyrstu ferð til Sambíu og fékk að kynnast föðurfólki sínu þar í fyrsta sinn. Sú mynd fjallar um hennar viðbrögð við þessari nýju menningu. Síðan gerði ég framhaldsmynd nokkrum árum síðar, þá var Erna átta ára og fór til Sambíu og fjölskylda mín með, bróð- ir minn og hans fjölskylda og móðir mín. Þá voru tvær tengdafjölskyldur að hittast í fyrsta sinn,“ segir Anna en fyrri myndin, frá árinu 2003, heit- Tenging í gegn- um tónlistina  Söngur Kanemu hlaut tvenn verðlaun á Skjaldborgarhátíðinni Anna Þóra Steinþórsdóttir Bjarni Frímann Bjarnason hef- ur verið ráðinn aðstoðar- hljómsveitar- stjóri Sinfóníu- hljómsveitar Íslands til tveggja ára, frá og með næsta starfsári. „Sem aðstoðar- hljómsveitarstjóri mun Bjarni Frímann gegna veigamiklu og fjölþættu hlutverki hjá hljóm- sveitinni og taka að sér stór og minni verkefni, fyrst og fremst á stjórnendapallinum, en líka í öðru listrænu starfi hljómsveit- arinnar og tekur til að mynda sæti í verkefnavalsnefnd hljóm- sveitarinnar,“ segir í tilkynn- ingu. Ráðinn aðstoðar- hljómsveitarstjóri Bjarni Frímann Bjarnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.