Morgunblaðið - 25.05.2018, Side 6

Morgunblaðið - 25.05.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Þeir sem hyggja á ferð á HM í Rúss- landi í næsta mánuði ættu að huga að bólusetningum fyrir sjúkdómum á borð við stífkrampa, barnaveiki og mislinga. Þetta kemur fram í til- mælum frá Landlæknisembættinu. Í frétt á vef embættisins eru birt- ar ráðleggingar sóttvarnalæknis og þar kemur fram að flestir þurfi ekki á sérstökum bólusetningum að halda en rétt sé að ganga úr skugga um að allt sé í lagi. Segir að allir sem séu eldri en 23 ára og hafi ekki fengið stífkrampa- og barnaveiki- bólusetningu síðan í grunnskóla ættu að fá hana. „Mænusótt er ekki lengur landlæg í Rússlandi en ef ekki hefur verið hresst upp á þá bólusetningu á fullorðinsárum er hægt að fá hana með stífkrampa-, barnaveiki- og kikhóstabólusetningu í einni sprautu – þeir sem eru ekki vissir eða hafa bara fengið stíf- krampa án barnaveikibólusetningar sl. 10 ár geta fengið samsettu sprautuna núna,“ segir sótt- varnalæknir. Mikið er um mislinga í Evrópu um þessar mundir og dæmi eru um að Íslendingar komi með þá heim eftir ferðalög. Að sögn sótt- varnalæknis ættu allir sem fæddir eru eftir 1970 sem telja sig ekki hafa fengið mislingasjúkdóm eða misl- ingabólusetningu að fá hana sem fyrst því aukaverkanir geti komið fram eftir meira en viku. Bólusetn- ingin er gefin með hettusótt og rauðum hundum í einni sprautu. Þá er varað við því að drekka kranavatn í Rússlandi og jafnvel að nota það til tannburstunar. „Sníkju- dýr geta þolað klór og önnur efni sem eru notuð til sótthreinsunar kranavatns,“ segir sóttvarnalæknir. Að endingu er varað við hættu á Lyme-sjúkdómi og blóðmítlaborinni heilabólgu (e. Tick-Borne Encepha- litis) víða í Rússlandi. Ólíklegt sé að ferðamenn komist í tæri við mítlana, sem bera sýkingarnar, á hótelher- bergjum eða íþróttaleikvöngum. Rétt sé hins vegar að hafa varann á í almennings- og lystigörðum og í gras- og skóglendi. Þá sé mikilvægt að nota góða skordýrafælu. Morgunblaðið/Hanna Stuðningsmenn Landlæknir mælist til þess að fólk hugi að bólusetningum áður en það fer á HM í Rússlandi. Mælt með bólusetningum áður en haldið er á HM  Varað við kranavatni í Rússlandi og hættu á sjúkdómum Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Starfshópur um aðgerðir til að sporna við misnotkun lyfja sem geta valdið ávana og fíkn leggur m.a. til að læknanemar með tímabundið starfs- leyfi fái framvegis ekki að ávísa ávanabindandi lyfjum. Samkvæmt tölum frá Lyfjastofnun og Embætti landslæknis er miklum hluta þessara lyfja ávísað af nemum með tímabund- ið starfsleyfi. Birgir Jakobsson, fyrrverandi landlæknir og formaður starfshóps- ins, segir breytingu á starfsleyfum ekki flókna í framkvæmd. „Þetta er bara skrifað inn í tímabundin starfs- leyfi læknanema sem Embætti land- læknis gefur út. Við viljum helst að hætt verði að gefa læknanemum tímabundið starfsleyfi og embættið hefur í sjálfu sér lagt það til en hóp- urinn leggur það til að þeim verði ekki leyfilegt að skrifa út ávana- og fíkniefni,“ segir Birgir. Starfshópur- inn, sem skilaði skýrslu sinni til heil- brigðisráðherra í gær, leggur til víð- tækar aðgerðir til að takmarka aðgengi að ávanabindandi lyfjum, þ. á m. að sterkum verkjalyfjum verði einungis ávísað að hámarki í fimm daga á bráðamóttöku og læknavakt. Þá verði ávanabindandi lyfjum al- mennt ekki ávísað eftir símaviðtal né sett í vélskömmtun nema brýn nauð- syn krefji og með góðri eftirfylgni. Lyfjanotkun Íslendinga mikil Í skýrslu Nomesco, Health Stat- istics for the Nordic Countries 2017, kemur fram að árið 2016 notuðu Íslendingar nærri 30% meira af tauga- og geðlyfjum en Svíar, sem koma næstir á eftir Íslendingum. Mestur munur er á ávísunum örvandi lyfja við ADHD, en á Íslandi er magn þess sem ávísað er af þessum lyfjum nær tvöfalt meira en í Svíþjóð. Notkun ADHD-lyfja og þá sérstak- lega metýlfenidats hefur aukist mikið undanfarin ár miðað við notkun ann- ars staðar á Norðurlöndunum. Segir Birgir að það áhyggjuefni að þessi notkun sé sífellt að aukast. Þá bendir könnun Lyfjastofnunar frá mars 2018 á að um 20% af háskólanemum noti örvandi lyf til þess að minnka svefnþörf og bæta námsárangur. Teymisnálgun á fullorðna Starfshópurinn leggur einnig til að Embætti landlæknis verði falið að gefa út leiðbeiningar um ávísanir á lyf sem geta valdið ávana og fíkn. Segir hópurinn æskilegt að byggja á dönskum leiðbeiningum og eigi að kynna þær fyrir læknum og lækna- nemum í samráði við Læknafélag Ís- lands og Háskóla Íslands. Þá er einn- ig gerð krafa á að greining fullorðinna með ADHD verði einung- is gerð með teymisnálgun samkvæmt klínískum leiðbeiningum. Meðferð við ADHD fylgi klínískum leiðbeiningum og að áhersla sé lögð á að nota ekki skammvirkt metýlfenidat, til dæmis Ritalin eða Ritalin Uno fyrir full- orðna, frekar langvirk lyf (svo sem Concerta) eða þau sem ekki er hægt að misnota. Læknanemar fái ekki að ávísa lyfjum  Starfshópur um misnotkun lyfja skilar skýrslu til ráðherra  Læknanemar með tímabundið starfsleyfi geti ekki ávísað ávanabindandi lyfjum  Sterkum verkjalyfjum aðeins ávísað í fimm daga á bráðamóttöku Aukning í ávísun tauga- og geðlyfja Ávísaðir dagskammtar / 1.000 íbúa á dag Fjöldi einstaklinga / 1.000 íbúa Lyfjaflokkur 2007 2017 Breyting (%) 2007 2017 Breyting (%) Ópíóíðar 21 26 23 170 194 14 Önnur verkjalyf 4 11 158 26 43 62 Flogaveikilyf 13 22 63 25 43 75 Róandi og kvíða- stillandi lyf 23 21 -8 68 78 15 Svefnlyf og róandi lyf 63 65 4 105 102 -2 Þunglyndilyf 88 141 59 111 143 29 Örvandi lyf 12 33 176 13 34 169 H ei m ild : V el fe rð ar rá ðu ne yt ið Frá 2007 til 2017 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís- lands, veitti alls 41 fálkaorðu í opin- berri heimsókn sinni til Finnlands á dögunum. Meðal þeirra Finna sem fengu fálkaorðuna voru Juha Sipilä forsætisráðherra, Seppo Kolehmain- en ríkislögreglustjóri, Jan Vapaa- vuori, borgarstjóri Helsinki, Paula Risikko, forseti þingsins, Maija- Leena Paavola, skrifstofustjóri þingsins, og Pekka Mäkinen, stöðv- arstjóri Icelandair. Einnig fengu Valtteri Hirvonen sendiherra, Katrina Färm-Hirvonen sendiherrafrú, Kari Kettula rithöf- undur og Petri Hakkarainen, ráð- gjafi forseta Finnlands, fálkaorðu við sama tilefni auk fleiri. Alls voru veittir 19 riddarakrossar, níu stór- riddarakrossar, sex stórriddara- krossar með stjörnu og sjö stór- krossar. Með forseta til Finnlands fóru Eliza Reid forsetafrú, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra, og opinber sendi- nefnd skipuð fulltrúum fræða- og menningarsamfélags, atvinnulífs, ráðuneyta og skrifstofu forseta Ís- lands. Við sama tækifæri fengu fulltrúar úr íslenska hópnum heið- ursorðu frá Finnlandi. Norðurlöndin heiðruð Hefð er fyrir því í heimsóknum sem þessum á Norðurlöndunum og víðar að skiptast á heiðursorðum við- komandi ríkja. Hefur Guðni Th. Jóhannesson nú sótt Danmörku, Svíþjóð, Noreg og Finnland heim og veitt alls 202 fálka- orður í ferðunum. Alls fengu 58 Dan- ir fálkaorðu í heimsókn forseta þang- að, 53 Svíar, 50 Norðmenn og nú síðast 41 Finni. Eru þetta samtals 84 riddarakrossar, 46 stórriddara- krossar, 37 stórriddarakrossar með stjörnu og 35 stórkrossar. Forseti veitti 41 Finna fálkaorðu  Yfir 200 fálkaorður í fjórum ferðum Morgunblaðið/Ómar Forsetahjónin Guðni og Eliza hafa nú sótt Norðurlöndin heim. „Ég veit ekki til þess að einhver landsliðsmannanna hafi þurft á bólusetningu að halda en ég veit að læknateymi okkar hefur hugað að þessu,“ segir Ómar Smárason, markaðsstjóri KSÍ, þegar tilmæli sóttvarnarlæknis um bólusetn- ingar fyrir Rússlandsferð eru born- ar undir hann. „Það er fast vinnulag þegar við förum á staði utan Mið-Evrópu að huga að bólusetningum. Ég veit að einn eða tveir starfsmenn hjá KSÍ hafa látið bólusetja sig,“ segir Ómar. Undirbúningur landsliðsins fyrir HM í Rússlandi fer nú að ná há- marki. Í gær kom stærsti hluti landsliðshópsins saman til æfinga og fram undan eru síðustu tveir æfingaleikirnir fyrir stóru stund- ina. Ísland mætir Noregi laugar- daginn 2. júní og Gana fimmtudag- inn 7. júní. Fyrsti leikurinn á HM er gegn Argentínu laugardaginn 16. júní í Moskvu. Fylgst með landsliðsmönnum BÓLUSETNINGAR FYRIR RÚSSLANDSFÖR DAGAR Í FYRSTA LEIK ÍSLANDS22

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.