Morgunblaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 mánudaginn 28. maí, kl. 18 Listmunauppboð í Gallerí Fold Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–16, sunnudag kl. 12–16 og mánudag 10–17 EyjólfurEyfells Listmunauppboð nr. 110 Forsýning á verkunum föstudag til mánudags Ó li G .J óh an ns so n Víetnamska konan Kha Tu Ngoc og eiginmaður hennar Pham Huy Duc búa sig undir að snæða kvöldverð í rúmlega tveggja fermetra íbúð í Ho Chi Minh-borg, stærstu borg Víetnams, við Saigonfljót. Slík „örhús“ eru víða í borginni vegna húsnæðisskorts. Fréttaveitan AFP hefur eftir einum örhúsbúanna að hann þurfi að ganga tvo kílómetra til að komast á salerni vegna þess að íbúðin sé ekki nógu stór fyrir slíkan munað. Hann býr með fimm systrum sínum og frænku í 2,2 fermetra íbúð í miðborg Ho Chi Minh. Hann kveðst geta selt hana fyrir jafnvirði 2,3 milljóna króna og keypt stærri íbúð í úthverfunum en ekki vilja skipta á örhúsi á góð- um stað þar sem hann geti fengið vinnu fyrir nokkurra fermetra stærra húsnæði fjarri miðborginni. AFP Una sér í örhúsi í miðborginni Búa í tveggja fermetra íbúðum í Ho Chi Minh-borg í Víetnam Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti til- kynnti í gær að hann hefði aflýst fyrirhuguðum fundi sínum með ein- ræðisherra Norður-Kóreu sem ráð- gert hafði verið að halda í Singapúr 12. júní. Hann kvaðst hafa ákveðið þetta vegna „mikillar reiði og ódulins fjandskapar“ í garð Bandaríkjanna í nýlegum yfirlýsingum einræðis- stjórnarinnar í Norður-Kóreu. Forsetinn birti bréf sem hann sendi Kim Jong-un, leiðtoga Norður- Kóreu, þar sem hann kvaðst ekki geta átt fund með honum að svo stöddu vegna yfirlýsinga Norður- Kóreustjórnar. „Þið talið um kjarn- orkumátt ykkar, en okkar er svo gríðarlegur að ég bið til Guðs að við þurfum aldrei að beita honum.“ Trump kvaðst þó vona að hann gæti átt fund með Kim einhvern tíma síðar. „Ef þér snýst hugur varðandi þennan mikilvæga leiðtogafund skaltu ekki hika við að hringja í mig eða skrifa mér. Heimsbyggðin, eink- um Norður-Kórea, hefur misst af frábæru tækifæri til að tryggja varanlegan frið, mikla hagsæld og auðlegð.“ Trump sagði seinna í Hvíta húsinu að ef Norður-Kóreumenn gripu til „heimskulegra eða glannalegra að- gerða“ myndu Suður-Kóreumenn og Japanar svara þeim af hörku ásamt Bandaríkjamönnum. Áður hafði Trump sagt að hann teldi að Kim væri „mjög einlægur“ í loforðum sínum um kjarnorkuaf- vopnun og stuðningsmenn hans voru jafnvel farnir að tala um að forsetinn verðskuldaði friðarverðlaun Nóbels fyrir að knýja einræðisherrann til samningaviðræðna um kjarnorku- afvopnun. Trump aflýsti fundi með Kim Jong-un  Ljær máls á fundi síðar en varar Kim við kjarnorkumætti Bandaríkjanna „Mjög sorglegt“ » Moon Jae-in, forseti Suður- Kóreu, efndi til skyndifundar með öryggisráðgjöfum sínum til að ræða þá ákvörðun Trumps að aflýsa fundinum með leiðtoga Norður-Kóreu. » Moon sagði það væri „mjög sorglegt“ að ekki skyldi verða af fundinum 12. júní og kvaðst vona að hann yrði haldinn síðar. „Kjarnorkuafvopnun og varanlegur friður á Kóreuskaga er verkefni sem ekki er hægt að hætta við eða fresta.“ Flugskeytið sem grandaði farþega- þotu flugfélagsins Malaysia Airlines yfir austurhluta Úkraínu 17. júlí 2014 kom til landsins frá rússneskri herstöð. Þetta er niðurstaða rann- sóknarnefndar undir forystu Hol- lendinga. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hafnaði niðurstöðunni og sagði að ekkert flugskeyti hefði verið flutt yfir landamæri Úkraínu frá Rússlandi. Þetta er í fyrsta skipti sem rann- sóknarnefndin fullyrðir að árásar- flaugin hafi verið flutt til Úkraínu frá herstöð í Rússlandi. Hún hafði áður sagt að árásarflaugin hefði verið rússneskrar gerðar og henni hefði verið skotið frá yfirráðasvæði upp- reisnarmanna í austurhluta Úkra- ínu. Rannsóknarmennirnir segja að ljósmyndir og myndbandsupptökur sýni að árásarflaugin hafi verið frá loftvarnaherdeild í Kúrsk í Rúss- landi. Sex flugskeyti af gerðinni BUK-TELLAR og skotpallar hafi verið flutt með bílum frá Kúrsk 23. júní 2014. Árásarflaugin hafi sést á nokkrum myndum sem teknar hafi verið af flutningabíl 17. og 18. júlí það ár. Þotan var á leiðinni frá Amster- dam til Kuala Lumpur þegar hún var skotin niður. 298 manns létu lífið, flestir þeirra frá Hollandi. Farþeg- arnir voru frá alls sautján löndum. Flaugin var frá Rússlandi  Flugskeyti frá rússneskri herstöð grandaði þotunni Stjórn Donalds Trump Bandaríkja- forseta íhugar nú að leggja allt að 25% verndartolla á innflutta bíla og bílaparta á grundvelli laga frá 1962 sem heimila takmarkanir við inn- flutningi sem telst stefna þjóðar- öryggi Bandaríkjanna í hættu. Stjórn Trumps nýtti sömu lög fyrr á árinu til að leggja verndartolla á innflutt stál og ál. Margir repúblik- anar á þingi Bandaríkjanna eru and- vígir tollunum og segja þá bitna verst á bandamönnum landsins í varnar- málum en ekki Kína, sem Trump hef- ur einkum beint spjótum sínum að í yfirlýsingum sínum um alþjóða- viðskipti. Margir demókratar hafa hins vegar fagnað verndartollastefnu Trumps, þ. á m. öldungadeildar- þingmaðurinn Elizabeth Warren, sem hefur gagnrýnt forsetann í öðr- um málum. Áður hafði Trump ákveðið að draga Bandaríkin út úr fríversl- unarsamningi landsins við ellefu Kyrrahafsríki og hótað að segja upp NAFTA, fríverslunarsamningi Norður-Ameríkuríkja. Slíkir samn- ingar um aukið frelsi í milliríkja- viðskiptum hafa verið á meðal horn- steinanna í efnahagsstefnu Repúblikanaflokksins síðustu ára- tugi. Margir þingmenn flokksins telja verndartollastefnuna koma niður á bandarískum neytendum, hægja á hagvexti og grafa undan ávinn- ingnum af skattalækkunum repúblik- ana á síðasta ári. Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í fyrradag að hann hefði hafið rannsókn sem gæti leitt til verndartolla á innflutta bíla og bílaparta á grundvelli laganna frá 1962. Markmiðið væri að kanna „hvort slíkur innflutningur veiki innri efnahag okkar og geti skaðað þjóðar- öryggi,“ sagði hann. Talið er að rannsóknin taki marga mánuði og telji viðskiptaráðuneytið þörf á tollunum til að vernda þjóðar- öryggi Bandaríkjanna þarf hún að rökstyðja það í skýrslu. The Wall Street Journal segir að vaxandi and- staða sé við verndartolla á innflutta bíla og bílaparta á þingi Bandaríkj- anna. Veruleg andstaða sé einnig við slíka tolla meðal hagsmunahópa, m.a. erlendra fyrirtækja sem eru með verksmiðjur í Bandaríkjunum og bíla- og bílapartasala sem segja að tollarnir leiði til verðhækkana. Bandaríska viðskiptaráðuneytið segir að hlutfall innfluttra bíla af seld- um fólksbifreiðum í Bandaríkjunum hafi hækkað úr 32% í 48% á síðustu tuttugu árum. Um 8,3 milljónir bíla voru fluttar inn til Bandaríkjanna á síðasta ári og nær tvær milljónir bandarískra bíla voru fluttar út. Flestir innfluttu bílanna í Banda- ríkjunum á síðasta ári komu frá Kan- ada, Japan, Mexíkó, Þýskalandi, Suður-Kóreu, Bretlandi, Ítalíu og Svíþjóð. Innflutningurinn frá Mexíkó og Kanada var um 22% af bílasölunni. Bæði löndin eru í NAFTA og hafa ekki orðið við kröfu stjórnar Trumps um breytingar á samningnum til að draga úr innflutningnum. Innfluttu bílapartarnir komu eink- um frá Mexíkó og Kína. Verndar- tollar á þá myndu verða til þess að bandarískir bílakaupendur þyrftu að greiða hærra verð fyrir bílana, þótt þeir séu framleiddir í Bandaríkj- unum. Íhugar verndar- tolla á bifreiðir  Mikil andstaða meðal repúblikana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.