Morgunblaðið - 25.05.2018, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 25.05.2018, Qupperneq 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 ir Erna á frænku í Afríku og sú seinni, frá árinu 2007, Afríkan okkar. Anna segir markhóp myndanna hafa vaxið með dóttur sinni. Fyrsta myndin hafi verið hugsuð fyrir ung börn og sú næsta fyrir börn á skóla- aldri. Afríkan okkar hefur verið not- uð við samfélagsfræðikennslu í grunnskólum, að sögn Önnu. Hefur alltaf haft mikinn áhuga á afrískri tónlist Anna segir útgangspunkt Söngs Kanemu vera tónlist. „Erna var orð- in 18 ára þegar tökur hófust á mynd- inni og farin að sjá heiminn með full- orðinsaugum,“ segir Anna en Erna er að læra söng við Tónlistarskóla FÍH og lifir fyrir tónlist, að sögn móður hennar. „Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á afrískri tónlist og undirliggjandi þema í myndinni er leit hennar að tengingu við þenn- an menningarlega bakgrunn sinn í gegnum tónlistina og tónlistarsköp- unina,“ segir Anna um Ernu en yngri dóttir þeirra Harrys, Auður Makaya, kemur töluvert við sögu líka í Söng Kanemu. Hún er 15 ára en Erna er orðin tvítug. Söngur Kanemu hlaut hvor tveggja verðlaun Skjaldborgar, sem fyrr segir, og segist Anna alls ekki hafa átt von á því. „Ég var bara rosa- lega glöð að frumsýna á Skjaldborg, fékk góð viðbrögð og fannst ofsalega gaman en bjóst ekkert við meiru en því,“ segir hún kímin. „Það var mikil gleði að fá bæði áhorfendaverðlaunin og dómnefndarverðlaunin.“ Myndin verður sýnd í haust í Bíó Paradís. Í Sambíu Stilla úr sigurmynd Skjaldborgar í ár. Á myndinni eru f.v. Maggie Mashinkila, Auður og Erna. Maggie er föðursystir stúlknanna og er hér að segja systrunum sögur af ömmu þeirra sem lést árið 1997. Bókauppboð hefst á morgun á vef- setrinu uppbod.is. Fornbókaversl- unin Bókin stendur að uppboðinu og að sögn Ara Gísla Bragasonar, kaup- manns í Bókinni, er uppboðið óvenju umfangsmikið, enda sé nokkuð liðið frá síðasta uppboði. Ari segir að á uppboðinu sé höfuð- áhersla á ljóðabækur, fornar frum- útgáfur og áritaðar, svo dæmi séu tekin, en einnig verði ýmislegt Hóla- prent boðið upp, „frumútgáfur af bókum Benedikts Gröndals, þar með talin kvæðabók hans frá 1856 og Örvar-Odds drápa. Einnig eru öll Ný félagsrit, sem gefin voru út 1841- 1873, hér bundin í átta bækur í góðu skinnbandi, Grágás, afbragðseintak sem gefið var út í Kaupmannahöfn 1829, bundið í vandað, skreytt al- skinn af Sigurþór Sigurðssyni bók- bandsmeistara. Á uppboðinu verða líka Kvæði Eggerts Ólafssonar, sem kom út 1832, „útgefin eptir þeim beztu handritum er feingizt gátu“ eins og segir á titilblaði. Það er mik- ið fágæti. Líka verður boðin upp fyrsta útgáfa Njálssögu: Sagan af Niali Þorgeirssyni og sonum hans sem prentuð var í Kaupmannahöfn árið 1772. Ekki má svo gleyma aðal- númerinu á uppboðinu, handriti Jón- asar E. Svafár að bók hans Það blæðir úr morgunsárinu. Bókin er öll handskrifuð og teiknuð á kynn- ingarrit sem nefnist Selected Pict- ures from Iceland. Einstakt rit, sannkallað listaverk sem Jónas til- einkar Framsóknarflokknum og breska heimsveldinu.“ Boðnar upp forn- ar frumútgáfur  Bókauppboð Bókarinnar á netinu Fágæti Úr handriti Jónasar E. Svafár að Það blæðir úr morgunsárinu. Gleðin var við völd á rauða dreglinum þegar nýjasta kvik- mynd leikstjórans Baltasars Kor- máks, Adrift, var frumsýnd í Los Angeles í Kaliforníu í fyrradag. Baltasar mætti í sínu fínasta pússi líkt og aðrir aðstandendur kvikmyndarinnar og þá m.a. að- alleikarar hennar, Shailene Wo- odley og Sam Claflin. Handrit myndarinnar er byggt á sönnum atburði og segir af ungu pari sem tók að sér að sigla skútu frá Tahítí til San Diego og lenti í versta fellibyl sögunnar á leiðinni. Konan, Tami Oldham, lifði af en unnusti henn- ar, Richard Sharp, drukknaði. Með hlutverk þeirra fara Wood- ley og Claflin. Tökur myndarinnar fóru fram við Fídjieyjar í fyrra og að mikl- um hluta á sjó. „Við ákváðum að gera þetta eins raunverulegt og hægt væri þannig að þetta var eins erfitt og það gat orðið,“ sagði Baltasar um tökurnar í við- tali við Morgunblaðið í október í fyrra. Adrift frumsýnd í LA AFP Gleði Baltasar og aðrir sem komu að gerð Adrift, frá vinstri bræðurnir Aaron og Jordan Kandell sem komu að handritsskrifum og framleiðslu, tónskáldið Volker Bertelmann, Tami Oldham Ashcraft, konan sem lifði af ofsaveðr- ið sem kvikmyndin fjallar um, Baltasar Kormákur leikstjóri, leikkonan Shailene Woodley og leikarinn Sam Claflin. Flottur? Baltasar með leikurunum Shailene Woodley og Sam Claflin. Wood- ley virðist ánægð með föt Balta og Claflin hlær að tískusýningunni. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Fös 25/5 kl. 20:00 38. s Fös 1/6 kl. 20:00 46. s Fös 8/6 kl. 20:00 51. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s Lau 2/6 kl. 20:00 47. s Lau 9/6 kl. 20:00 52. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s Sun 3/6 kl. 20:00 48. s Sun 10/6 kl. 20:00 53. s Mið 30/5 kl. 20:00 aukas. Mið 6/6 kl. 20:00 49. s Fim 31/5 kl. 20:00 41. s Fim 7/6 kl. 20:00 50. s Síðustu sýningar komnar í sölu. Elly (Stóra sviðið) Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Fös 25/5 kl. 20:00 34. s Fös 1/6 kl. 20:00 36. s Sun 27/5 kl. 20:00 35. s Lau 2/6 kl. 20:00 37. s Allra síðustu sýningar! Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Fös 25/5 kl. 20:30 aukas. Fim 31/5 kl. 20:30 aukas. Lau 2/6 kl. 20:30 aukas. Lau 26/5 kl. 20:30 aukas. Fös 1/6 kl. 20:30 aukas. Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi? Slá í gegn (Stóra sviðið) Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Svartalogn (Stóra sviðið) Fös 25/5 kl. 19:30 7.sýn Fim 31/5 kl. 19:30 9.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 8.sýn Fös 8/6 kl. 19:30 10.sýn Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu Aðfaranótt (Kassinn) Fös 25/5 kl. 19:30 9.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 10.sýn Lokaverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar LHÍ leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.