Morgunblaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 94% ökumanna finnst þeir öruggari með EyeSight tækni Þú fyllist hugarró þegar þú veist að bíllinn þinn skerst í leik og aðstoðar þig við að koma í veg fyrir árekstur. Varar þig við þegar aðvífandi ökutæki er á blinda punktinum. Og gerir þér kleift að leggja bílnum áreynslulaust í þröngt stæði með aðstoð myndavélar sem sýnir nálægð við gangstéttarbrún. Slakaðu á. EyeSight er staðalbúnaður í Subaru Forester LUX, bensín. EyeSight er hjálparbúnaður fyrir ökumann sem virkar e.t.v. ekki fullkomlega við allar akstursaðstæður. Ökumaður þarf alltaf að sýna ábyrgð og vera með fulla athygli við aksturinn. Virkni búnaðarins er m.a. háð reglulegu viðhaldi bílsins, veðri og akstursaðstæðum. Nánari um virkni og takmarkanir búnaðarins í eigandahandbók eða á vefsíðu. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 E N N E M M / S ÍA / N M 8 8 2 2 0 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ætla má að um 16 þúsund manns geti búið í nýjum íbúðum á óbyggðum sam- þykktum lóðum á höfuðborgarsvæð- inu. Til samanburðar er áætlað að íbú- um á svæðinu fjölgi um 70 þús. til 2040. Þetta kemur fram í greiningu Sam- taka iðnaðarins (SI) á lóðaframboðinu. Samkvæmt úttekt þeirra mætti byggja yfir 7.000 íbúðir samkvæmt samþykktu skipu- lagi á auðum lóð- um á höfuðborgar- svæðinu. Lang- flestar, eða rúm- lega 4.500 íbúðir, rúmast á sam- þykktum lóðum í Reykjavík. Sigurður Hann- esson, fram- kvæmdastjóri SI, bendir á að sveit- arfélög á höfuðborgarsvæðinu áætla að íbúum á svæðinu muni fjölga um 70 þúsund til ársins 2040. Ljóst sé að um- ræddar lóðir fyrir 7.000 íbúðir muni að- eins rúma tæpan fjórðung þess fyrir- hugaða íbúafjölda. Spáðu 70 þúsund nýjum íbúum Samtök sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu, SSH, birtu þessa íbúaspá árið 2014. Við það tilefni var bent á að um 135 þús. manns bjuggu á höfuð- borgarsvæðinu 1985 en 205 þús. 2012. Gert var ráð fyrir sömu íbúafjölgun til 2040, eða um 70 þús. nýjum íbúum. Sigurður bendir á að í aðalskipulagi Reykjavíkur sé gert ráð fyrir 2,25 íbú- um í hverri íbúð. Samkvæmt því þurfi að byggja um 30 þúsund íbúðir til árs- ins 2040 svo hýsa megi þessa 70 þús- und íbúa. Það sé um þrefaldur sá íbúðafjöldi sem rúmast nú á lóðum í samþykktu skipulagi. Bregðist við þróuninni „Vandinn er sá að á samþykktum lóðum í fyrirliggjandi skipulagi í þess- um sveitarfélögum er gert ráð fyrir miklu, miklu færri íbúðum. Eftir kosn- ingar, þegar gengið er frá meirihluta- samstarfi og aðalskipulag tekið upp, hljóta sveitarstjórnarmenn í öllum þessum sveitarfélögum að taka tillit til þess að það vantar fjölda íbúða í skipu- lag til að bregðast við þeirri þróun sem sveitarfélögin búast sjálf við. Að mínu mati sýnir þetta að hljóð og mynd fara ekki saman. Sveitarfélögin áætla annars vegar að íbúum muni fjölga mikið á svæðinu en hins vegar er ekki gert ráð fyrir íbúðum til að hýsa þetta fólk,“ segir Sigurður. Má rifja upp að Samtök sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu áætla að 40-50 þús. manns muni búa á þróunar- ásum meðfram fyrirhugaðri borgar- línu. Mörg svæðin eru óskipulögð. Of fáar íbúðir skipulagðar  SI segja mikið bil milli íbúaspár og lóðaframboðs á höfuðborgarsvæðinu Óbyggðar samþykktar íbúðalóðir á höfuðborgarsvæðinu Heimild: Samtök iðnaðarins og Loftmyndir ehf. Seltjarnar- nes Mosfellsbær Garðabær Hafnar- fjörður Kópavogur Reykjavík Kópavogur Flatarmál lóða (ha) 20 Fjöldi lóða 173 Fjöldi íbúða 1.303 Hugsanleg íbúafjölgun 2.867 Mosfellsbær Flatarmál lóða (ha) 20 Fjöldi lóða 299 Fjöldi íbúða 423 Hugsanleg íbúafjölgun 931 Seltjarnarnes Flatarmál lóða (ha) 0,4 Fjöldi lóða 5 Fjöldi íbúða 5 Hugsanleg íbúafjölgun 11 Garðabær Flatarmál lóða (ha) 15 Fjöldi lóða 188 Fjöldi íbúða 506 Hugsanleg íbúafjölgun 1.113 Hafnarfjörður Flatarmál lóða (ha) 23 Fjöldi lóða 280 Fjöldi íbúða 506 Hugsanleg íbúafjölgun 1.113 Hugsanleg íbúafjölgun 2.867 9.931 1.1131.113931 11 Miðað við ágúst 2017 voru tæplega 1.400 óbyggðar sam-þykktar íbúðalóðir á höfuðborgarsvæðinu Á óbyggðum samþykktum íbúðalóðum er eru heimilt að byggja íbúðir fyrir tæplega 16.000 manns miðað við 2,2 að meðaltali í íbúð 0,21% Lausar lóðir sem % af heildarflatarmáli 0,11% Lausar lóðir sem % af heildarflatarmáli Reykjavík Flatarmál lóða (ha) 46 Fjöldi lóða 433 Fjöldi íbúða 4.514 Hugsanleg íbúafjölgun 9.931 0,17% Lausar lóðir sem % af heildarflatarmáli 0,25% Lausar lóðir sem % af heildarflatarmáli 0,16% Lausar lóðir sem % af heildarflatarmáli 0,20% Lausar lóðir sem % af heildarflatarmáli Spá sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um íbúafjölgun til ársins 2040 70.000 Möguleg íbúafjölgun á óbyggðum samþykktum íbúðalóðum 16.000 Sigurður Hannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.