Morgunblaðið - 25.05.2018, Side 20

Morgunblaðið - 25.05.2018, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íyfirgripsmikluog upplýsandiviðtali Morgunblaðsins við oddvita stóru framboðanna tveggja til borgar- stjórnar Reykja- víkur voru dregnar fram ýmsar átakalínur kosninganna í höfuðborginni sem fram fara á morgun. Eitt af því sem kosið er um að mati Dags B. Eggertssonar er borgarlínan svokallaða. Gallinn við að kjósa um þá línu á þessari stundu er að hug- myndin er afar óljós. Það ligg- ur til dæmis alls ekki fyrir hver kostnaðurinn verður. Allir við- urkenna að vísu að borgarlína yrði dýr, en verður kostnaður- inn talinn í tugum milljarða eða jafnvel hundruðum? Um það er ekkert vitað á þessari stundu. Þá er óvíst hvers konar vagnar munu aka eftir borg- arlínunni. Verða það risastórir strætisvagnar á dekkjum eða verða það lestarvagnar á tein- um? Um það hafa ekki fengist skýr svör. Þá er óljóst hvort borgarlínan mun draga úr um- ferðarþunga eða þrengja þann- ig að umferðinni að hún auki á umferðarvandann. Síðarnefndi kosturinn er líklegri og Dagur hefur ekki getað útskýrt hvernig það að þrengja götur og stækka almenningsfar- artæki eigi að draga úr um- ferðarvandanum, ekki síst þeg- ar horft er til misheppnaðar tilraunar á liðnum árum með að fjölga farþegum með því að auka fjárframlög til strætó. Þrátt fyrir þessa óheppilegu óvissu um hugmyndina borgar- línu er ekki ólíklegt að margir kjósendur hafi hana og önnur samgöngumál, svo sem vaxandi umferðartafir og andúð borgarstjóra á Reykjavíkur- flugvelli, í huga í kjörklefanum á morgun. Annað sem kjós- endur hljóta marg- ir að horfa til er húsnæðis- og skipulagsmál. Þar hefur skýr áherslu- munur komið fram á milli stóru framboðanna tveggja, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur bent á að stefna núverandi meirihluta undir forystu Samfylking- arinnar hafi skilað því að íbúðaverð hafi hækkað úr hófi fram. Borgarstjóri reynir að kenna „markaðnum“ um ástandið en það er ekki mjög trúverðug skýring. Þeir sem skipuleggja upp- byggingu borgarinnar og setja reglur um hvar og hvað skuli byggt og á hvaða hraða skipu- lagsyfirvöld starfi til að gera fólki og fyrirtækjum kleift að byggja bera stóran hluta ábyrgðarinnar á því hvernig komið er. Og það er að veru- legu leyti eftir þessum leik- reglum borgarinnar sem mark- aðurinn starfar. Þegar borgaryfirvöld ákveða að stöðva uppbyggingu þar sem greiðast er að byggja, sem er á nýjum svæðum, en vilja eingöngu sjá uppbyggingu þar sem byggð er fyrir, þá er það ávísun á vandræði. Á þetta hef- ur verið bent árum saman og jafn lengi hafa borgaryfirvöld skellt skollaeyrum við slíkum varnaðarorðum. Ekki er líklegt til árangurs að halda áfram á sömu braut. Fleira vegur þungt í þessum borgarstjórnarkosningum og víst er að víða þarf að taka á og breyta til eigi borgin að geta þróast, vaxið og dafnað með eðlilegum hætti. Verði engu breytt er hætt við að höfuð- borgin dragist enn frekar aftur úr nágrannasveitarfélögunum. Morgundagurinn ræður miklu um hvert höfuðborgin stefnir næstu fjögur árin og til framtíðar} Á hvaða leið er borgin? Donald TrumpBandaríkja- forseti sendi í gær Kim Jong-un, ein- ræðisherra Norður-Kóreu, bréf þar sem hann tilkynnti að hann hefði ákveðið að hætta við leiðtoga- fund þeirra sem fara átti fram hinn 12. júní næstkomandi. Trump segir fjandskap sem Kim hafi sýnt með yfirlýsingum að undanförnu vera ástæðu ákvörðunarinnar, en Kim hefur haft uppi stóryrði sem hann mátti búast við að Trump brygðist við. Kim hefur þó einnig, með miklum sprengingum í gær, lokað varanlega að eigin sögn tilraunastöð sinni þar sem próf- aðar voru kjarnorkusprengjur. Einhverjir hafa þó bent á að sprengjur gærdagsins hafi verið minni en kjarnorkusprengj- urnar sem þarna hafa verið sprengdar og að Kim gæti opn- að þessa tilraunastöð á ný ef hann kærði sig um. Afboðun fundarins er bak- slag en við því var svo sem að búast að einhverjir hnökrar kæmu upp á leið Trumps og Kims í átt til bættrar sambúðar og kjarnorkuafvopnunar Norður-Kóreu. Og Trump tók raunar fram í bréfi sínu að hann hlakkaði til fundar með Kim í framtíðinni. Miðað við forsög- una er líklegt að sá fundur verði haldinn, og vonandi ekki í allt of fjarlægri framtíð. Trump afboðar fundinn með Kim}Líklega tímabundið bakslag O ft þekkja kjósendur fæsta þeirra sem eru í framboði og það hefur aldrei átt betur við en nú, þegar flestir þekkja nánast engan fram- bjóðanda. Í kosningunum í Reykjavík eru framboðin fleiri en póstnúmerin í borginni. Mörgum kjósendum finnst ástæðu- laust að verðlauna núverandi meirihluta fyrir skuldasöfnun meðan borgin drabbast niður. Enn erfiðara er að kasta atkvæðinu á framsóknar- flokkana þrjá í ríkisstjórn, því aðgerða- og að- haldsleysi er það sem borgarbúar þurfa síst núna. Mín reynsla úr stjórnmálum er að fyrir þjóð- ina sé alltaf best að þeir veljist til forystu sem besta hæfileika hafa, hvort sem ég hef átt sam- leið með þeim í skoðunum eða ekki. Í mörgum tilvikum tekst líka ágætlega til að þessu leyti. Öllum er í hag að dugmikið, skynsamt, hugmyndaríkt og heiðarlegt fólk sé fulltrúar kjósenda, óháð því hvaða stjórn- málaskoðun það hefur. Best er auðvitað að vera í liði með hinu færasta fólki, því þannig fer saman gjörvileiki og gagn. Ég hef fylgst með Pa- wel Bartoszek í nærri tvo áratugi. Hann vakti fyrst athygli mína sem snjall stærðfræðingur í menntaskóla og var val- inn til þess að keppa fyrir Íslands hönd á alþjóðlegum vett- vangi. Allnokkrum árum seinna sá ég að skoðanir okkar fara saman í mörgum meginmálum. Pawel hefur frjálslynt viðhorf til stjórnmála, jafnframt því sem hann hefur góða jarðtengingu. Hans lífsviðhorf er að fólki farnist best þegar það stjórnar sér sjálft og að ríkið eigi ekki að hafa vit fyrir íbúunum í stóru sem smáu. Á Alþingi var Pawel góður félagi sem kom oft með frumlega sýn á mál. Hann hefur gott lag á að benda á jákvæðar og uppbyggilegar lausnir. Með hæglátri kímni og innsæi tókst honum oft að sætta sjónarmið milli flokka þar sem áður virtist óbrúanlegt bil. Því miður náði Pawel ekki endurkjöri á þing, en hann býður sig nú fram til borgarstjórnar í 2. sæti á lista Viðreisnar. Í málflutningi Pawels nú kemur enn á ný fram hve auðvelt hann á með að greina aðal- atriðin í þeim málaflokkum sem hann fæst við hverju sinni. Fyrir borgarbúa skipta atvinna, menntun og umhverfi mestu og á þessum svið- um hefur hann sett fram skynsamlegar tillögur í aðdraganda kosninganna. Samtímis leggur hann áherslu á að fjárhagur borgarinnar verði traustur. Pawel bendir á að stjórnkerfið í Reykjavík er kuldalegt og eitt það flóknasta í vestrænum stórborgum. Ekkert er gert til þess að laða fyrirtæki til borgarinnar og mörg hafa flúið í nágrannasveitarfélög eða til útlanda. Staðan núna samkvæmt skoðanakönnunum er þannig að það munar afar litlu hvort Pawel Bartoszek er inni eða úti. Oftast hefur hvert einstakt atkvæði ekki mikið vægi, en núna gæti það oltið á einu atkvæði á C-lista Viðreisnar hvort Reykvíkingar njóta krafta afburðamanns eins og Pa- wels eða ekki. Benedikt Jóhannesson Pistill Sterkari Reykjavík með Pawel Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Lyf í lausasölu geta kostaðmeira gegn lyfseðli en efþau eru keypt án lyfseðilsúti í apóteki. Helgast það af ákvörðun lyfjagreiðslunefndar um greiðsluþátttökuverð á lausa- sölulyfjum hvort lyfið fellur undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygg- inga Íslands og þrepastöðu kaup- andans í greiðsluþátttökukerfinu. Magasýrulyfið Gaviscon er hægt að fá í apóteki án lyfseðils. Dæmi eru um að fólk hafi fengið lyfseðil fyrir því hjá lækni eins og kona ein sem fór með lyfseðilinn í Lyfju fyrir nokkru þar sem lyfið í mixtúruformi átti að kosta rúmar 4.000 kr. með lyfseðli. Starfsmaður apóteksins benti henni á að það væri ódýrara fyrir hana að kaupa lyfið án lyfseðils og fékk hún það á tæpar 2.700 kr. og sparaði sér þar með um 1.300 kr. Frjáls álagning er á lausasölulyfjum og því mismun- andi verð á Gaviscon milli apóteka. Lyfjagreiðslunefnd ákveður greiðsluþátttökuverðið Hægt er að óska eftir greiðslu- þátttöku Sjúkratrygginga Íslands í lausasölulyfjum og þá þarf læknir að skrifa lyfseðil. Lyfjagreiðslu- nefnd ákveður greiðsluþátt- tökuverð á lausasölulyfjum þegar sjúkratryggingar taka þátt í greiðslu lyfjanna. Ef einstaklingur kaupir lyf gegn lyfseðli fer upp- hæðin inn í greiðsluþrep viðkom- andi og sjúklingur greiðir fyrir lyfið miðað við þrepastöðu hans í greiðsluþátttökukerfinu, sam- kvæmt upplýsingum frá Guðrúnu Gylfadóttur, formanni lyfja- greiðslunefndar. Greiðsluþátttökuverðið á Gav- iscon er 4.028 kr. og fellur lyfið ekki undir greiðsluþátttökukerfi sjúkra- trygginga þannig að það lækkar ekki í verði samkvæmt þrepaskipt- ingunni með lyfseðli. Guðrún sagði að í framhaldi af upplýsingum frá blaðamanni um verðið á Gaviscon myndi lyfja- greiðslunefnd endurskoða greiðslu- þátttökuverðið á lyfinu. Þrepaskipt greiðsluþátttaka Greiðsluþátttökukerfið byggist á þrepaskiptri greiðsluþátttöku þar sem hver einstaklingur greiðir hlut- fallslega minna eftir því sem lyfja- kostnaður hans eykst innan tólf mánaða tímabils. Í fyrsta þrepi greiðir einstaklingurinn lyf að fullu, í öðru þrepi greiðir hann 15% af verði lyfja og í þriðja þrepi greiðir hann 7,5%. Þegar lyfjakostnaður hefur náð ákveðnu hámarki fær hann lyf að fullu greidd af sjúkra- tryggingum það sem eftir er af tímabilinu, samkvæmt upplýsingum á vef Sjúkratrygginga Íslands. Lyfseðill borgar sig fyrir B12 B12 er lausasölulyf sem er nið- urgreitt af sjúkratryggingum, ólíkt Gaviscon. Í apótekum Lyfju kostar það í lausasölu 2.827 kr. en gegn lyfseðli 3.854 kr. en ef viðkomandi er kominn í þrep tvö í greiðsluþátt- tökukerfinu borgar hann 15% af þeirri upphæð, eða 578 kr. Í slíkum tilvikum borgar sig að hafa lyfseðil. Apótekum er skylt að selja lyf- seðilsskyld lyf á viðmiðunarverði sjúkratrygginga. Lyfjafræðingur í Lyfju í Lágmúla segist alltaf benda fólki á ef lyf sem það kemur með uppáskrifað frá lækni er ódýrara í lausasölu og fellur ekki inn í greiðsluþátttökukerfið, en ekki allir starfsmenn apóteka séu meðvitaðir um það. Stundum borgar lyfseðill sig ekki Morgunblaðið/ÞÖK Í apóteki Frjáls álagning er á lausasölulyfjum nema ef óskað er eftir greiðsluþátttöku sjúkratrygginga, þá þarf að fara eftir lyfjagreiðslunefnd. Greiðsluþátttökuverð* og verð í lausasölu Greiðsluþátt- tökuverð* Lyfja Lyfjaver Garðs apótek Lyf og heilsa Apótekarinn Lyfjaval 4.028 kr. 2.345 kr.2.349 kr.2.369 kr. 1.990 kr.1.889 kr. 2.363 kr. Í lausasölu í nokkrum apótekum 24. maí 2018 GAVISCON MIXTÚRA 500 ML *Verð ákveðið af Lyfjagreiðslunefnd og sem þarf að greiða fyrir lyfið ef fengið með lyfseðli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.