Morgunblaðið - 25.05.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 25.05.2018, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 Forráðamenn ODRI hugsa þessa kynningu sem undirbúning fyrir komu þúsunda Íslendinga til borg- anna til þess að sjá leikina, svo að borgarbúar verði betur í stakk bún- ir að taka á móti Íslendingunum. Vonast þeir til þess að eftir myndarlega Íslandskynningu verði íbúar beggja borga tilbúnir að taka hlýlega á móti Íslendingum og sýna þeim „rússneska gestrisni eins og hún gerist best“. Athafnamaðurinn Ingólfur Skúlason, sem verið hefur búsettur í Moskvu í aldarfjórðung, er annar tveggja formanna ODRI, sem stendur fyrir Íslandskynningunni. Framkvæmdastjóri félagsins er El- ina Barinova. Ingólfur segir í samtali við Morgunblaðið að ODRI sé um þess- ar mundir 10 ára gamalt og það hafi staðið fyrir kvikmyndasýningum frá Íslandi og látið þýða íslenskar bækur yfir á rússnesku, t.d. hafi ný- lega verið þýdd yfir á rússnesku bók Árna Bergmann um Þorvald víðförla, sem sé ein af íslensku bók- unum sem verði kynntar í Volgog- rad og Rostov. Kynna bækur Þórbergs „Við höfum einnig staðið fyrir kynningum á bókum Þórbergs Þórðarsonar, sem lítið hafa verið kynntar hér í Rússlandi hingað til, og slíkar kynningar hafa mælst afar vel fyrir. Á hverju ári, undanfarin tíu ár eða svo, höfum við staðið fyrir kynningum á íslenskum rithöf- undum, íslenskum kvikmyndum og íslenskri menningu. Þessar kynn- ingar hafa tekist mjög vel, en þær hafa hingað til allar farið fram í Moskvu,“ sagði Ingólfur. Ingólfur segir að þegar ljóst hafi orðið að Ísland myndi taka þátt í HM í Rússlandi núna í sumar, og í hvaða borgum íslenska karlalands- liðið í knattspyrnu myndi keppa í fyrstu þremur leikjum sínum, hafi þau í ODRI farið að ræða það í sín- um röðum með hvaða hætti væri hægt að hjálpa til við undirbúning- inn á móttöku bæði íslenska lands- liðsins og þeirra fjölmörgu Íslend- inga sem myndu koma til Rússlands til þess að sjá sína menn og styðja. Tilvalið tækifæri „Okkur fannst alveg tilvalið að nota þetta tækifæri til að útfæra þær kynningar sem við höfum stað- ið að í Moskvu á undanförnum ár- um og færa Rússum í Volgograd og Rostov Íslandskynningu og minna þannig á Ísland, íslensku gestina og landsliðið okkar. Með því teljum við að meiri líkur séu á því að móttök- urnar sem Íslendingarnir mæta í borgunum verði hlýlegar og Rúss- ar, sem eru afar gestrisnir, sýni þeim rússneska gestrisni eins og hún gerist best,“ sagði Ingólfur. Hann segir að Íslandskynningin hafi hafist fyrr í þessari viku með glæsilegri ljósmyndasýningu frá Ís- landi, fyrst í Volgograd og nú sé verið að opna hana í Rostov. Bókmenntakynningin standi yfir í nokkra daga í báðum borgum og einnig verði sex íslenskar kvik- myndir sem búið er að texta á rúss- nesku, sýndar í báðum borgum. ODRI hafi fengið kvikmyndirnar hjá Kvikmyndamiðstöðinni. „Við getum staðið svona myndar- lega að þessum kynningu vegna þess að við fengum mjög rausnar- legan stuðning frá Kaupfélagi Skagfirðinga. Án þess öfluga fram- lags hefði félagið ekki getað staðið að þessu með sama glæsibrag. Við kunnum KS alveg sérstakar þakkir fyrir,“ sagði Ingólfur Skúlason. AFP Volgograd Leikvangurinn í Volgograd er stórglæsilegur, eins og sjá má. Hann rúmar um 45 þúsund manns. Þar verða leiknir fjórir HM leikir í sumar. Ísland og Nígería leika 22. júní. AFP Rostov Leikvangurinn í Rostov getur tekið á móti um 45 þúsund áhorfendum. Þar verða leiknir fimm leikir á HM í sumar. Íslendingar og Króatar leiða saman hesta sína þar í borg 26. júní. Rússnesk gestrisni í sinni bestu mynd  ODRI, Vináttufélag Rússlands og Íslands, kynnir Ísland, íslenska menningu og íslenskan fótbolta í Volgograd og Rostov  Býr um leið í haginn fyrir landsliðið og þúsundir íslenskra stuðningsmanna SVIÐSLJÓS Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is ODRI, Vináttufélag Rússlands og Íslands, er með yfirgripsmikla kynningu á Ís- landi, Íslend- ingum, íslenskri menningu og knattspyrnu, í rússnesku borg- unum Volgograd og Rostov í þess- ari og næstu viku, fyrir rúss- neska íbúa borg- anna. Eins og kunnugt er eru þetta borgirnar þar sem íslenska karlalandsliðið leikur annan og þriðja leik sinn á HM í júní, þ.e. við Nígeríu og Króatíu (22. og 26. júní). Ingólfur Skúlason Íslensku kvikmyndirnar sex sem sýndar verða á Íslandsdögum í Volgograd og Rostov eru af margvíslegum toga og eru fram- leiddar á árunum 1999 til 2016. Þær hafa allar verið textaðar á rússnesku og verða sýndar þannig. Kvikmyndirnar eru: Bakk (2015), Hjartasteinn (2016), Jök- ullinn logar (2016), Gargandi snilld (2005), Mamma Gógó (2010) og Ungfrúin góða og húsið (1999). Jökullinn logar er heimildar- mynd sem Sölvi Tryggvason og Sævar Guðmundsson gerðu í að- draganda lokakeppni EM í fót- bolta, þar sem þeir reyndu m.a. að varpa ljósi á það hvernig liðlega 300 þúsund manna þjóð hefði tek- ist að komast í lokakeppnina. Til þess var meðal annars farið ítar- lega í bakgrunn leikmanna. Sölva Tryggvasyni var, að sögn Ingólfs, boðið til Rússlands, og mun hann flytja erindi um árangur íslenska landsliðsins í báðum borgunum á Íslandsdögunum. Ingólfur segir að viðtökurnar í Volgograd, þar sem Íslandskynn- ingin hefur staðið þessa viku, hafi verið afskaplega góðar og ánægju- legt hafi verið hversu mikinn áhuga ungir Rússar sýndu bók- menntakynningunni. Hann kveðst eiga von á jafngóðum viðtökum í Rostov þegar Íslandsdagarnir hefj- ast þar. Jökullinn logar og Mamma Gógó SEX ÍSLENSKAR KVIKMYNDIR Á ÍSLANDSDÖGUM Ljósmynd/ODRI Áhugasöm Rússnesku ungmennin í Volgograd sýndu íslensku bókmenntakynn- ingunni mikinn áhuga og sömuleiðis íslensku kvikmyndunum, segir Ingólfur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.