Morgunblaðið - 25.05.2018, Page 4

Morgunblaðið - 25.05.2018, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 GENUINE SINCE 1937 Rúm 60% sem eru með kenn- aramenntun starfa við kennslu Í ljós kemur í greiningu Hagfræði- stofnunar að ríflega 60% þeirra sem hafa aflað sér kennaramenntunar starfa við kennslu eða uppeldisfræði. Sigurður sagði að þetta hlutfall hefði lítið breyst á síðustu árum. Á heildina litið væru kennarar ekki að skipta um starfsvettvang, þar sem þeim fækkaði ekki hlutfallslega, en hann tók þó fram að aftur á móti gæti grunnskólakenn- urum til að mynda verið að fækka en kennurum á öðrum skólastigum eða við önnur kennslustörf væri að fjölga á móti. Ekkert væri þó fullyrt um slíkt. Ungum konum og körlum fækkar við kennslustörf Þegar hins vegar er skoðuð aldurs- og kynjaskipting þeirra sem hafa sótt sér kennaramenntun og starfa við kennslu í dag kemur í ljós mikil fækk- un í hópi yngstu kennaranna, þ.e. fólks á aldrinum 25 til 34 ára. Bæði ungum körlum og ungum konum er að fækka hlutfallslega en eldri körl- um og eldri konum er að fjölga. Hefur konum á þessum aldri sem starfa við kennslu fækkað hlutfallslega um níu prósent á tíu ára tímabili, að því er fram kom í máli Sigurðar. Á sama tíma hefur fjölgað um 8% í elsta ald- urshópnum, þ.e. meðal þeirra kenn- ara sem eru á aldrinum 55 til 64 ára. við kom í ljós mikill munur á því hvaða háskólagreinum viðkomandi höfðu menntað sig í og hvort þeir fengju störf í samræmi við menntun sína. Þannig hafði t.d. hlutfall nýút- skrifaðra sérfræðinga í náttúruvís- indum, líffræði og heilbrigðisvís- indum aukist mikið en hlutfall sérfræðistarfa í kennslu lækkað. Sigurður sagði að sérfræðistörfum við kennslu og uppeldisfræði hefði fækkað frá 2008 en á sama tíma hefði sérfræðistörfum fyrir þá sem væru nýútskrifaðir í náttúruvís- indum, líffræði og heilbrigðisvís- indum fjölgað mikið. Skar sá hópur sig töluvert úr meðal háskólamennt- aðra, þar sem nýliðunin var veruleg. ,,Þeir sem eru að útskrifast úr náttúruvísindum, líffræði og heil- brigðisvísindum virðast eiga greiðari leið að sérfræðistörfum en þeir sem útskrifast úr öðrum fögum. Gögn um brautskráða stúdenta benda ekki til þess að brautskrán- ingum frá þessum deildum sé að fjölga hlutfallslega miðað við aðrar,“ segir hann. Talið er að margir með þessa menntun hafi fengið störf hjá líf- tæknifyrirtækjum á borð við Ís- lenska erfðagreiningu, Alvotech og Alvogen, og fjölda minni fyrirtækja sem sanka að sér fólki sem er ein- mitt menntað í þessum fögum að sögn hans. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Stærstur hluti þeirra starfa sem orðið hafa til síðustu misseri er störf sem ekki krefjast mikillar mennt- unar eða sérhæfingar eða þá störf fyrir iðnmenntaða og fólk með ann- ars konar framhaldsmenntun. Minna hefur orðið til af störfum sem krefjast háskólamenntunar á sama tíma og háskólamenntuðum fjölgar mjög á vinnumarkaði,“ sagði Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumála- stofnunar, á ársfundi stofnunar- innar í gær. Gissur sagði þetta áhyggjuefni, þar sem öll hvatning til uppvaxandi kynslóða hefði verið að lykillinn að betri lífskjörum væri að ganga menntaveginn. „Ísland verður að vara sig á því að verða ekki lág- launaland í ferðaþjónustu og gleyma langtímahugsun í nýsköpunar- greinum, tækni og hugbún- aðarþróun þar sem rými fyrir vel- menntað háskólafólk ætti að vera gott,“ sagði Gissur. Ný úttekt Hagfræðistofnunar Samspil starfa og menntunar og færni á vinnumarkaði framtíðarinnar var í brennidepli á ársfundi Vinnu- málastofnunar í gær. Sigurður Björnsson, hagfræðingur hjá Hag- fræðistofnun HÍ, kynnti nokkrar nýj- ar niðurstöður úr væntanlegri skýrslu Hagfræðistofnunar um sam- spil starfa, menntunar og atvinnu- greina á vinnumarkaði. Þar kemur m.a. fram að hlutfall fólks á aldrinum 25 til 64 ára sem hefur lokið háskóla- prófi hefur aukist um rúm tíu prósent frá 2008 og var 42,4% í fyrra en hlut- fall þeirra sem eru eingöngu með grunnmenntun fer lækkandi og var 22,9% í fyrra. Þó að Ísland sé enn eft- irbátur annarra Norðurlandaríkja hvað þetta varðar, þar sem hlutfall fólks með grunnnám er mun hærra hér en í öðrum Norðurlandaríkjum, þar sem það er 19% að meðaltali, hef- ur sá munur þó minnkað mikið á síð- ustu tíu árum. Mikill munur eftir greinum Þegar Hagfræðistofnun skoðaði hvað nýútskrifaðir úr háskóla starfa Fá ný störf krefjast háskólamenntunar  Greiðari leið í störf úr náttúru- og heilbrigðisvísindum Morgunblaðið/Arnþór Ársfundur Gissur Pétursson sagði að þrátt fyrir örlítið vaxandi atvinnuleysi á fyrstu mánuðum yfirstandandi árs væri töluverður skortur á starfsfólki. Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Guðrún Erlingsdóttir Efstu menn á lista Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík fóru óhefðbundna leið til að kynna fyrir kjósendum hvernig Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að lækka húsnæðisverð í borginni og ný áform um 600 íbúða lágreista byggð á BSÍ-reitnum. Eyþór Arnalds og Hildur Björns- dóttir, sem skipa 1. og 2. sætið á lista sjálfstæðismanna, boðuðu til blaða- mannafundar í 25 m² íbúð í verslun IKEA til þess að kynna hugmynd- irnar. Stórsókn í húsnæðismálum Hildur sagði að blásið yrði til stór- sóknar í húsnæðismálum og framboð lóða stóraukið. Áður hafði Sjálf- stæðisflokkurinn kynnt lóðir í Örfir- isey, á Keldum og Mjódd en nú hyggst hann nýta tæplega fimm hektara reit við Umferðarmiðstöð- ina á svokölluðum BSÍ-reit til að byggja 600 íbúðir fyrir ungt fólk, stúdenta, fólk sem vinnur miðsvæðis og eldra fólk sem sækja þarf þjón- ustu á Landspítala - háskólasjúkra- húsi. Ástæðuna fyrir því að fundurinn fór fram í 25 m² IKEA-íbúð segir Hildur vera að sýna fram á að íbúðir þurfi ekki að vera dýrar og slík stærð gæti verið góð lausn og auð- veldað fyrstu skref inn á fasteigna- markaðinn fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Eyþór Arnalds sagði Sjálfstæðis- flokkinn ætla að lækka aukakostnað við heildarbyggingarkostnað með því að lækka opinber gjöld á bygg- ingalóðum, minnka kvaðir sem hækka húsnæðisverð, einfalda stjórnsýsluna og koma afgreiðslu- tíma í eðlilegt horf. Eyþór sagði að ekki þyrfti meiri aðgerðir en þetta til þess að lækka heildarbyggingarkostnað um 20%. Tafir dýrar og vextir háir Að sögn Eyþórs er framkvæmda- kostnaður 56% af heildarbyggingar- kostnaði, en 44% kostnaðarins lóð- arverð. Hann benti á að tafir í kerfinu væru dýrar. Það væri dýrt fyrir húsbyggjendur þegar þeir væru búnir að fá lóðir og fjárfesta fyrir háar upphæðir að þurfa að bíða allt fá tveimur og upp í tíu ár. „Taf- irnar kosta mikið, vextirnir eru háir og þetta lendir allt á húsnæðinu á endanum,“ sagði Eyþór og bætti við að fyrirhugað hefði verið að setja of- an á þetta allt saman innviðagjald. Til þess að einfalda málflutning sinn notaði oddviti sjálfstæðismanna stærðarinnar Lego-kubba til útskýr- ingar. Íbúðarbyggð á BSÍ-reitnum  20% lækkun á heildarbyggingarkostnaði  600 íbúða lágreist byggð  Blaða- mannafundur í 25 m² IKEA-íbúð  Góð lausn fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur Morgunblaðið/Arnþór Húsnæðismál Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðiflokksins, notar kubba til að sýna hvernig sjálfstæðismenn hyggjast lækka húsnæðisverð í Reykjavík. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Arnfríður Einarsdóttir var ekki vanhæf sem dómari í Landsrétti í máli Guðmundar Andra Ástráðs- sonar að mati Hæstaréttar. Hæsti- réttur staðfesti því dóm Landsrétt- ar yfir Guðmundi í gær. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lög- maður Guðmundar, hafði óskað eft- ir því þegar málið kom fyrir í Landsrétt að Arnfríður viki sæti þar sem hún hefði verið einn af fjórum dómurum Landsréttar sem ekki voru á lista sérstakrar hæf- isnefndar en Sigríður Andersen skipaði Arnfríði þrátt fyrir það sem dómara við Landsrétt. Skipun í Landsrétt lögmæt Sigríður Andersen dómsmálaráð- herra segir í viðtali við mbl.is að niðurstaða Hæstaréttar hafi ekki komið henni á óvart og það sé ánægjulegt að nú liggi fyrir stað- festing frá Hæstarétti um að skip- un dómara í Landsrétt hafi verið lögmæt. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lög- maður segir við mbl.is að dómi Hæstaréttar verði vísað til Mann- réttindadómstóls Evrópu. Sigríður Andersen bregst við um- mælum Vilhjálms á þann veg að ef menn séu ósammála Hæstarétti og telji ástæðu til þess að vísa úr- skurði Hæstaréttar til Mannrétt- indadómsstóls Evrópu sé þeim vit- anlega frjálst að gera það. Dómur Sigríður segir niðurstöðuna ekki hafa komið sér á óvart. Hæstiréttur metur Arnfríði hæfa  Áfrýjað til Mannréttindadómstólsins Áskorun 213 íbúa Dalabyggðar um að fram fari almenn atkvæðagreiðsla um sölu mannvirkja sveitarfélagsins á Laugum í Sælingsdal og jörðinni Sælingsdalstungu var lögð fram á fundi sveitarstjórnar í gærkvöldi. Samsvarar þessi fjöldi um 43% af kosningabærum íbúum sveitar- félagsins. Á fundinum átti að taka afstöðu til sölu eignanna til Arnarlóns ehf., en frágangur sölunnar hefur dregist í marga mánuði. Arnarlón hafði boðist til að undanskilja jörðina Sælings- dalstungu úr viðskiptunum þannig að seljendalán yrði á 2. veðrétti. Þeir sem skrifuðu undir lýstu jafnframt andstöðu við að veitt yrði seljendalán. Sveitarstjórn samþykkti sam- hljóða, með vísan til umræðna í sam- félaginu og undirskriftalistanna, að vísa málinu til afgreiðslu nýrrar sveitarstjórnar. Hún tók þó fram að hún teldi að nýjasta tillaga Arnarlóns væri góð lausn og myndi renna stoð- um undir uppbyggingu íþróttamann- virkja við Auðarskóla. 43% vilja kosningu  Dalabyggð frestar sölunni á Laugum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.