Morgunblaðið - 25.05.2018, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 25.05.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 S C S S É OG Ú BARNASKÓR KE HER LITEBEAM L TTIR MJ KIR ARNASKÓR MEÐ LJÓSUM Í BOTNINUM. STÆRÐIR 27-35 VERÐ: 6.995 KRINGLU OG SMÁRALIND Glæsilegt við öll tækifæri Kringlunni 4c – Sími 568 4900 . , . , 30% afsláttur af yfirhöfnum Suðurlandsbraut 30 • sími 553 3755 Guðni Einarsson Gunnlaugur Snær Ólafsson Þjóðskrá Íslands hefur fellt niður skráð lögheimili Einars Birkis Ein- arssonar, bæjarfulltrúa í Hafnar- firði, og telur það vera í Kópa- vogi. Kjörskrá verður uppfærð til samræmis við það. Sigríður Krist- insdóttir bæjar- lögmaður sagði aðspurð að Hafn- arfjarðarbæ hefði borist bréf í tölvupósti frá Þjóðskrá síðdegis 23. maí, um klukkustund fyrir setningu bæjar- stjórnarfundar sem hófst kl. 17. Hún sagði í gær að ekki hefði náðst að skoða málið ítarlega á þeim stutta tíma sem liðinn væri frá móttöku bréfsins. Þjóðskrá flutti lögheimilið Þjóðskrá Íslands vakti athygli Hafnarfjarðarkaupstaðar á breyttu lögheimili bæjarfulltrúans og vísar í kafla um kjörskrár í lögum um kosningar til sveitarstjórna. Í bréf- inu kemur fram að á viðmiðunar- degi kjörskrár, 5. maí 2018, hafi Einar verið með skráð lögheimili í Hafnarfirði og því tekinn á kjör- skrárstofn þar. Síðan er tilkynnt að Þjóðskrá Íslands hafi fellt niður skráningu lögheimilis Einars í Hafnarfirði og teljist það vera í Kópavogi. Þjóðskrá Íslands leið- rétti þjóðskrá þessu til samræmis. Í lögum um kosningar til sveitar- stjórna segir að forsenda kjör- gengis til sveitarstjórnar sé að eiga kosningarétt í sveitarfélaginu. Til að eiga kosningarétt í sveitarfélagi þarf maður að eiga þar lögheimili. Lesin var tilkynning frá Einari Birki í upphafi bæjarstjórnarfund- arins 23. maí þar sem hann til- kynnti að hann myndi ekki sitja fundinn. Jafnframt óskaði hann öll- um bæjarfulltrúum velfarnaðar og þakkaði fyrir samstarfið. Veit ekki forsendur Þjóðskrár Einar Birkir kvaðst í samtali við mbl.is í gær vera ósammála Þjóð- skrá Íslands um hvar réttmætt lögheimili hans væri. Hann sagðist ekki hafa kynnt sér hvort hann hefði andmælarétt í málinu eða hver næstu skref yrðu. Þá sagðist Einar Birkir ekki vita á hvaða grundvelli Þjóðskrá Íslands byggði ákvörðun sína þar eð hann hefði ekki fengið annað en stutta til- kynningu frá stofnuninni. Einar Birkir var kjörinn í bæj- arstjórnina sem fulltrúi Bjartrar framtíðar. Hann og flokkssystir hans, Guðlaug S.S. Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar, sögðu sig úr flokknum 4. apríl og ákváðu að starfa sem óháðir bæjarfulltrúar út kjörtímabilið. Lögheimili bæj- arfulltrúa flutt  Færður úr Hafnarfirði í Kópavog Einar Birkir Einarsson Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Mér finnst ég niðurlægður þegar kemur að því að nýta kosningarétt- inn af því að ég er gamall maður,“ segir íbúi á dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík sem er ósáttur við aðstæður sem íbúum heimilisins er boðið upp á við utankjörfundaratkvæða- greiðslu á dvalarheimilinu. Fólk á að fá að kjósa í einrúmi Helgi Kristjánsson, íbúi á Jaðri, segir að í síðustu alþingiskosningum og aftur núna sé íbúum sem ekki treysta sér á kjörstað boðið að kjósa við þær aðstæður að fulltrúi frá Sýslumannsembættinu á Vestur- landi sitji fyrir framan kjósendur og geti, ef vilji sé fyrir hendi, séð hvað íbúar þar kjósa. „Enginn er samt að ætla fulltrú- anum neitt slíkt,“ segir Helgi, sem sjálfur fer á kjörstað á kjördag. „Ég þekki vel til kosningalaganna. Þau eru mjög stíf og þess gætt vand- lega að fólk kjósi í einrúmi. Að- staðan sem íbúum á Jaðri er boðið upp á er ekki í anda laganna og það ætti ekki að vera mikið mál að skerma af aðstöðu fyrir utankjör- fundaratkvæðagreiðslu,“ segir Helgi, sem heyrði það hjá sambýl- ingum sínum í gær að þeim væri misboðið vegna aðstöðunnar í síð- ustu alþingiskosningum og sveit- arstjórnarkosningunum nú. Ekki heyrt af óánægju Daði Jóhannesson, fulltrúi Sýslu- mannsins á Vesturlandi, segir að kosningin á Jaðri hafi farið fram með þeim hætti að kjósandi og kjör- stjóri sitji í sama herbergi þegar kosning fari fram en kjörstjóri snúi sér undan á meðan kosið er. „Ég hef ekki heyrt um óánægju íbúa Jaðars fyrr og vegna þessa kvartana munum við fara yfir málið með stjórnendum á Jaðri fyrir næstu kosningar,“ segir Daði. Íbúar á Jaðri ósáttir við kosningaaðstöðu  Málið skoðað fyrir næstu kosningar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.