Morgunblaðið - 25.05.2018, Side 34

Morgunblaðið - 25.05.2018, Side 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 SAMSTARFSAÐILI HVAR SEM ÞÚ ERT Hringdu í 580 7000 eða farðu á heimavorn.is Kristjana Stefánsdóttir tónlistarmaður er 50 ára í dag. Sýn-ingum á Bláa hnettinum sem Kristjana samdi tónlistina við ernýlokið eftir að hafa gengið í tvö ár; Bergur Þór Ingólfsson skrifaði handrit og söngtexta upp úr sögu Andra Snæs Magnasonar, og ætla Kristjana og Bergur Þór að halda áfram samstarfinu. „Við er- um búin að fá Daða Birgisson til liðs við okkur, þetta verður barna- og fjölskyldusöngleikur en ég get ekki upplýst á þessari stundu nánar um hvað hann fjallar.“ Það sem er næst fram undan hjá Kristjönu er árlegt tónleika- ferðalag um landið ásamt Svavari Knúti í júní og júlí. „Við eigum tíu ára samstarfsafmæli þar sem við höfum tekið rúnt um landið. Við verðum með frumsamið efni í bland við ábreiður annarra listamanna.“ Sjálf hlustar Kristjana á alls konar tónlist. „Þegar ég er að semja þá hlusta ég mikið á klassík, fæ inspírasjón þaðan, t.d. píanóverk og tón- list bæði eftir gömul og núlifandi tónskáld. Það er margt spennandi að gerast í klassíkinni. Svo hlusta ég mikið á djass og vandaða popp- og rokktónlist. Ég er reyndar mikil Prefab Sprout- og Talk Talk- manneskja. Þetta eru alltaf miklir áhrifavaldar.“ Í haust mun Kristjana taka við aðjunkt-stöðu við leiklistardeild Listaháskóla Íslands. „Ég er mjög spennt fyrir þessu starfi.“ Í tilefni dagsins eyðir Kristjana deginum með vinum og fjölskyldu. Dóttir hennar er Ragnheiður Lóa Ólafsdóttir, 15 ára. Ljósmynd/Baldur Kristjánsson Tónlistarmaðurinn Kristjana heldur tónleika víða um landið ásamt Svavari Knúti en þetta verður 10. sumarið sem þau halda í slíka ferð. Nýr söngleikur á teikniborðinu Kristjana Stefánsdóttir er fimmtug í dag M ichael Valur Clausen fæddist í Reykjavík 25.5. 1958 en ólst upp við Kársnes- brautina í Kópavogi. Hann var í Kársnesskóla og Þing- hólsskóla, lauk stúdentsprófi frá MR 1979, embættisprófi í læknisfræði við HÍ 1987, öðlaðist lækningaleyfi á Ís- landi 1988 og í Svíþjóð 1991, öðlaðist sérfræðileyfi í barnalækningum í Svíþjóð 1993 og á Íslandi 1994 og sérfræðileyfi í ofnæmislækningum barna og unglinga, í Svíþjóð 1997, og á Íslandi 1999. Michael stundaði húsamálun með föður sínum á sumrin og var m.a. há- seti á dýpkunarskipinu Gretti. Á námsárum við HÍ starfaði hann m.a. á Akranesi, í Þorlákshöfn, á Fá- skrúðsfirði, í Hafnarfirði og á Sel- fossi. Hann var kandidat á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri og heilsugæslulæknir í Hafnarfirði og í Borgarnesi, deildarlæknir á Land- spítala og í sérfræðinámi við Kårn- sjukhuset í Skövde og Östra sjuk- huset í Gautaborg. Michael var sérfræðingur við Kårnsjukhuset og Östra sjukhuset í Gautaborg 1993-94, sérfræðingur í barnalækningum við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri 1994-96 og Michael V. Clausen barnalæknir – 60 ára Í sumafríi Sæt, bosandi og brún. Andri, Heiða og Michael nóta lífsins á Tenerife, í ágúst mánuði á síðasta ári. Brosmildur, ljúfur og fyndinn gítarleikari Hljómsveitin Basil fursti árið 1978. Talið frá vinstri: Jón Karl Ólafsson, af- mælisbarnið, Erling Kristmundsson, Birgir Ottósson og Andri Örn Clausen. Bræðurnir Hjalti Böðv- arsson og Ólafur Sveinn Böðvarsson gengu í hús í Akurgerði og seldu dagatöl sem þeir höfðu sjálfir útbúið. Þeir söfnuðu samtals 3.400 krónum sem þeir gáfu síðan Rauða kross- inum. Á myndinni má sjá eitt af dagatölunum sem þeir útbjuggu. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.