Morgunblaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 ✝ Hjördís Karls-dóttir fæddist í Grænadal í Hnífs- dal 25. nóvember 1949. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Sel- fossi 14. maí 2018. Foreldrar henn- ar eru Karl Sig- urðsson skipstjóri, f. 14.5. 1918, og Kristjana Hjart- ardóttir, húsmóðir og verka- kona, f. 1.7. 1918, d. 30.8. 2013. Systkini Hjördísar eru Grétar Þórðarson, f. 15.2. 1939, Ásgeir Kristján Sigurðsson, f. 29.10. 1941, d. 22.12. 1966, Guðrún Jóakims Karlsdóttir, f. 1.1. 1945, Sigríður Ingibjörg Karlsdóttir, f. 8.7. 1952, og Halldóra Karls- dóttir, f. 13.2. 1961. Hjördís giftist 3. júní 1972 Helga G. Björnssyni bifvéla- virkja frá Patreksfirði, f. 16.12. 1947, syni hjónanna Björns Jón- atans Björnssonar, f. 26.1. 1925, og Friðrik Björn, f. 2006. Fyrir átti Ásgerður Aron Martin de Azevedo, f. 2.3. 1989, með Ágústi Eiríkssyni, f. 31.7. 1968, í sambúð með Elísabetu Skag- fjörð Guðrúnardóttur, f. 7.1. 1994. Sonur Arons er Hjörtur Logi, f. 2013, með Veroniku Rut Haraldsdóttur, f. 12.12. 1992. Hjördís ólst upp í Hnífsdal, gekk þar í barnaskóla og lauk síðar gagnfræðaprófi frá Hér- aðsskólanum á Núpi í Dýrafirði. Hjördís starfaði lengst af við verslunar- og skrifstofustörf á Ísafirði. Þau hjónin bjuggu í Hnífsdal þar til þau fluttu bú- ferlum til Hafnarfjarðar 1986 þar sem hún starfaði við versl- unar- og skrifstofustörf, lengst af hjá Landsbréfum og Lífeyris- sjóðnum Gildi. Árið 2009 flutt- ust hjónin til Hafnar í Horna- firði þar sem Hjördís starfaði við bókhald hjá Rafhorni ehf. þar til hún fór af vinnumarkaði árið 2015. Hjördís og Helgi fluttu árið 2015 í Hveragerði auk þess sem þau hafa dvalið í sumarbústaðn- um Jaðri í Bláskógabyggð síð- ustu 25 ár. Útför Hjördísar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 25. maí 2018, kl. 13. d. 23.7. 2002, og Huldu Guðbjargar Helgadóttur, f. 5.10. 1925, d. 6.3. 2000. Systkini Helga eru Jóhanna, f. 3.10. 1951, Egg- ert, f. 9.4. 1954, Gunnar Óli, f. 20.2. 1958, Anna, f. 2.5. 1959, og Ingibjörg, f. 14.2. 61, d. 28.12. 1962. Börn Hjördísar og Helga eru: 1) Gísli Þór, f. 23.2. 1973, í sam- búð með Önnu Dagbjörtu Gunnarsdóttur, f. 26.6. 1978, synir þeirra eru Helgi Hjörtur, f. 2003, og Arnar Logi, f. 2010. 2) Hulda Guðbjörg, f. 30.7. 1979, í sambandi með Þorsteini Hreggviðssyni, f. 4.2. 1970. Fyrir átti Hjördís Ásgerði Kristínu, f. 10.12. 1968, með Gylfa Guðmundssyni, f. 15.3. 1948, gift Friðriki Jónasi Frið- rikssyni, f. 28.6. 1974, börn þeirra eru Jana Mekkín, f. 2003, Elsku mamma. Hetjan mín og fyrirmynd. Mikið óskaplega sakna ég þín þótt ekki séu nema nokkrir dagar frá því þú kvaddir þennan heim. Fyrir ári grunaði mig ekki að þessi staða gæti komið upp. Lífskrafturinn þinn og orkan var engu lík. Alltaf eitt- hvað að bardúsa. Brjóta veggi, skipta um innréttingar, byggja, bæta, prjóna, sauma, rækta. Þetta voru þínar ær og kýr. Allt- af tilbúin að leggja hönd á plóg og hjálpa til. Mér varstu ekki bara móðir heldur líka vinkona. Þú reyndist mér alltaf vel og hef- ur verið börnunum mínum svo mikið. Aron Martin ólst nú að hluta til upp hjá þér og það varst þú sem klipptir á naflastrenginn hans á sínum tíma. Þið Jana Mekkin eigið sama afmælisdag og voruð bundnar sérstökum böndum. Friðrik Björn dýrkar þig og dáir enda stjanað við hann eins og prins. Ömmustrákurinn minn Hjörtur Logi ljós okkar beggja. Við höfum gengið í gegnum margt saman, bæði gleði og sorg. Í gegnum þá göngu er margt sem þú skilur eftir hjá mér, eitt það dýrmætasta er æðruleysið sem þú sýndir í veikindum þín- um og kærleikurinn sem þú gafst okkur öllum. Ég trúi því að þú fylgir okkur áfram í annarri vídd og á ég eftir að eiga ófá samtölin við þig í framtíðinni. Elska þig út í geim og aftur til baka, takk fyrir allt. Þín dóttir, Ásgerður. Það var eins og okkur grun- aði, að kallið kæmi fyrr en marg- an óraði fyrir. Það var um hvíta- sunnu í fyrra sem Helgi tengdapabbi hringdi og sagði okkur að hann hefði kallað eftir sjúkrabíl fyrir þig því þú værir með svo mikinn höfuðverk. Hingað til hafði það verið þú sem hringdir eftir sjúkrabíl fyrir Helga. Ásgerður dóttir þín gerði sér fljótt grein fyrir því að þetta boðaði ekki gott og dreif sig suð- ur til þín. Næstu dagar voru þungir og að lokum var okkur til- kynnt að um illkynja æxli á stærð við tennisbolta hefði fund- ist í höfðinu. Þú tókst þessu af skynsemi og stóískri ró og kaust að halda þínu striki eins og ekk- ert hefði í skorist. Okkar kynni hófust fyrir tæp- um sextán árum þegar ég kom fyrst í heimsókn í Hörðalandið með Ásgerði elstu dóttur þinni. Okkar á milli var ég alltaf kall- aður uppáhaldstengdasonurinn (enda sá eini lengi). Vorið 2009 manaði ég dóttur þína til að hringja í þig og bjóða þér vinnu sem skrifstofustjóra hjá Raf- horni á Hornafirði. Ekki hvarfl- aði það að okkur að þú myndir hlaupa úr góðu starfi hjá Lífeyr- issjóðnum Gildi og koma til okk- ar á Hornafjörð en það gerðuð þið Helgi. Sennilega hafa barna- börnin ykkar Jana Mekkín og Friðrik Björn haft eitthvað um það að segja. Að fá ykkur hingað var yndislegt og tíminn hér var frábær með ykkur. Á hverju sumri dvöldust þið á Jaðri í fallega sumarbústaðnum ykkar við Laugarvatn sem þið byggðuð frá grunni af ást og um- hyggju. Þið voruð eins og far- fuglarnir, fóruð í bústaðinn að vori og fóruð þaðan að hausti. Á hverju sumri komum við í heim- sókn að Jaðri og dvöldum hjá ykkur og áttum góðar stundir. Það var alltaf auðfengið að fá ykkur til að koma austur og hugsa um krakkana ef okkur Ás- gerði datt í hug að ferðast eitt- hvað barnlausum innanlands eða skjótast til útlanda. Við Ásgerð- ur ræddum það í fyrrahaust að sennilega yrði þinn besti tími sem eftir væri í kringum jólin 2017 því ljóst var að framgangur sjúkdómsins yrði hraður. Þá yrð- ir þú hins vegar nýbúin í geislum og allt með kyrrum kjörum hvað varðar sjúkdóminn. Við ræddum við þig hvernig þú sæir jólin fyr- ir þér og stutta svarið var þetta: „Við Helgi verðum hér heima og ykkur er velkomið að koma í mat.“ Við Ásgerður erum einstak- lega heppin að eiga vini sem reka hótel skammt frá Hveragerði og fengum við að vera húsverðir þar um jólin. Jólin urðu þannig að öll stórfjölskyldan var saman á Hót- el Hlíð, þá var glatt á hjalla og gott að geta hlegið saman. Þér hrakaði hratt síðustu mánuði og vikur. Þegar við börnin komum til þín um þarsíðustu helgi gerð- um við okkur grein fyrir því að komið var að kveðjustund. Þegar við Friðrik Björn fórum heim á sunnudeginum fórum við feðgar sáttir í hjarta frá þér en ég fann að þú sjálf varst ekki alveg sátt. Það kom á daginn þegar „ung- lingurinn“ hann pabbi þinn hélt upp á hundrað ára afmælið sitt á mánudeginum 14. maí, þá kvadd- ir þú þetta jarðlíf umvafin ást- vinum. Takk fyrir allt. Þinn „uppáhalds“-tengdason- ur, Friðrik Jónas. Elsku amma, það er sárt að hugsa til þess að nú sértu farin. Við vitum að nú ertu komin á góðan stað hjá Guði en það er erfitt og ósanngjarnt að ímynda sér lífið án þess að fá að hitta þig og knúsa aftur. Faðmurinn þinn var alltaf opinn og alltaf svo hlýr, ekta ömmufaðmur sem við eig- um eftir að sakna, við erum þakklátir fyrir að hafa átt ömmu eins og þig og þakklátir fyrir að eiga gríðarlega mikið magn af minningum um þig sem munu ávallt lifa í hjörtum okkar. Lítill drengur leggst á koddann lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum) Bless, elsku besta amma okk- ar, við eigum eftir að sakna þín sárt. Þínir sonarsynir, Helgi Hjörtur og Arnar Logi Gíslasynir. Að komið sé að þeirri stundu að skrifa minningarorð var ekki eitthvað sem mann óraði fyrir að yrði raunin þegar áfallið reið yfir fjölskylduna fyrir ári. Fram und- an var systraferð til Noregs og tilhlökkun mikil, í þá ferð varð skarð þegar Hjördís var ný- greind og á skurðarborðinu dag- inn sem hún átti flug út. Fljótt varð ljóst hvað fram undan var og að klukkan tifaði hratt og bar- áttan við tímann hófst. Við ráð- um ekki örlögunum en við ráðum hvernig tekist er á við það óum- flýjanlega. Á sama tíma og ég bugaðist undan fréttunum tókst elsku systir mín á við örlög sín af aðdáunarverðri yfirvegun og æðruleysi. Kletturinn sem setti ávallt hag annarra í forgang, lét aldrei bilbug á sér finna. Aldursmunur milli okkar systranna er nokkur, í rauninni bjó ég svo vel að eiga nokkrar mömmur. Hjördís bjó í Hnífsdal öll mín uppvaxtarár svo að ég var mjög mikið hjá þeim Helga, passaði krakkana og átti alltaf vísan stað. Minningarnar eru margar frá stundum sem við átt- um við spjall um lífið og til- veruna, ráðleggingar og um- vandanir sem ég fattaði stundum eftir á að voru í raun það því þær voru settar fram á svo fínlegan hátt að þær hljómuðu eðlilega. Hjördís þekkti litlu systur sína það vel að orð þurfti oft ekki, hún sá ef eitthvað bjátaði á og settist niður yfir spjall. Á ég henni og Helga líka margt að þakka. Eftir því sem árin hafa liðið hafa tengslin styrkst enn frekar. Samband okkar hefur alltaf verið mjög náið og ekki minnkað þrátt fyrir fjarlægðir af og til. Hvatn- ing til náms og framhaldsnáms síðar og alltaf var Hjördís fremsti stuðningsaðilinn og um- hugað um allt og alla. Allar góðu stundirnar sem voru ófáar koma fram sem fljót minninganna, hláturinn og brosið sem lýsti upp hversdagsleikann og gerði dag- inn betri. Systraferðin og bú- staðarhittingarnir, svo margs að minnast. Hjördís og Helgi hafa alltaf verið verkglöð og ekki vílað fyrir sér að leggjast í stórar fram- kvæmdir. Ég leyfi mér að efast um að nokkurt verk hafi verið Hjördísi ofviða. Þess bera merki fram- kvæmdir á híbýlum og að Jaðri, sælureitnum þeirra Helga, ásamt hannyrðum sem voru líf hennar og yndi. Við starfslok var tilhlökkun um að njóta lífsins og eyða meiri tíma að Jaðri ásamt nýjum heimkynnum í Hvera- gerði. Lífið er núna og á það svo sannarlega við og áminning um að staldra við í hraðanum sem einkennir flest okkar. Tíminn varð of stuttur hjá elsku systur minni sem lést 14. maí. Á þessum degi kveð ég þig elsku fallega systir mín með miklum trega, orð mega sín lítils en huggun harmi gegn er vissan um að ástvinir sem gengnir eru hafa tekið vel á móti þér. Elsku pabbi minn, Helgi, Ás- gerður, Gísli, Hulda og fjölskyld- an öll, harmur ykkar er mikill. Megi guð almáttugur styrkja ykkur. Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta sinni hér og hlýhug allra vannstu er fengu að kynnast þér. Þín blessuð minning vakir og býr í vinahjörtum á brautir okkar stráðir þú, yl og geislum björtum. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín systir, Halldóra Karlsdóttir. „Þegar einhver fellur frá fyllist hjartað tómi.“ Kallið kemur ævinlega jafn óvænt og einhvern veginn aftan að manni. Hún Hjördís kvaddi 14. maí umvafin ástvinum. Kær frænka sem hefur verið samofin mér allt frá bernsku. Við, stelpuskottin, ólumst upp í sama húsi í Dalnum okkar í sterkum fjölskyldubönd- um. Tveir bræður bjuggu um skeið í sama húsi, Grænadal í Hnífsdal, með fjölskyldur sínar og börnin urðu ákaflega tengd og náin, og byggðu síðan hús, auðvitað hlið við hlið, og við ofar í brekkunni. Leiksvæðið var nægt og ímyndunaraflið öflugt, víðfeðmt leiksvæðið náði frá fjöru til fjallatoppa og fram í Dalinn. Og allt þar á milli. Vina- hópurinn stór og allir vinir, hver svo sem aldurinn var. Þarna mynduðust bönd sem rofna ekki og þeim fær ekkert grandað. Að eiga trúnað einhvers er ekki sjálfgefið, en við Hjördís áttum slíkan, dagar okkar sam- an, þrátt fyrir áföllin, hafa allir verið bjartir og fagrir, engu skipti þótt við hittumst ekki alla daga. Tilviljanirnar eru stundum skondnar. 8. maí í fyrra ókum við Stefán áleiðis austur á Flúðir en í stað þess að aka fram hjá Hveragerði renndum við til þeirra Hjördísar og Helga. Nokkrum dögum síðar fór hún í aðgerðina. Hjördís tókst fréttunum af æðruleysi og bjartsýni en stund- um var gott að geta bara rabbað um hópinn okkar og alla sem okkur eru kærir. Og ekki síður að rifja upp æskustundir, eins og þegar við fórum 15 og 16 ára í „þrælabúðirnar“ á síldarplaninu á Seyðisfirði, þar sem unnið var alla daga, frá því árla morguns fram á nótt, eins og enginn væri morgundagurinn. Engu eytt og hýran var góð. Hjördís var strax ákveðin í að fara vestur til pabba síns og haga því eins og hún vildi. Og það náði hún að gera fyrir svo ótrúlega fáum dögum. Guð og allar góðir vættir styrki aldinn föður, Helga, og barnahópinn stóran og smáan og systkini þín og ástvini þeirra. Grámi dagsins grætur hin góðu, liðnu ár, þá hlupu fimir fætur og féllu gleðitár. Nú faðmast fólk sem lifir og fegurð leitar að en engill svífur yfir þeim yndislega stað. Nú tala englar aðrir um allt sem hérna var. Til jarðar falla fjaðrir sem fagrar minningar. (Kristján Hreinsson) Elsku frænka, nú ert þú Guði falin og umvafin englum á öðru tilverustigi, en samt svo nálæg. Hvíl í friði elskuleg, þín Bára. Elsku Hjördís, það var mikil gæfa að fá að kynnast þér. Man þann daginn fyrir um 17 árum þegar ég hitti þig fyrst á Laug- arnesveginum hjá Gísla, strax á þeirri stundu fékk ég þéttings- fast faðmlag frá þér, það fyrsta af fjölmörgum sem á eftir komu á næstu árum. Þú varst klettur og það var gott að leita til þín, þú áttir alltaf svör og veittir alltaf stuðning og varst iðulega fyrst á staðinn þegar upp komu erfið- leikar í fjölskyldunni. Þú varst yndisleg sál. Kona sem hugsaði vel um alla í kring- um sig. Það var reiðarslag þegar þú greindist með æxli fyrir ári, en þú tókst þessu með æðruleysi og jákvæðni og ætlaðir þér að sigra þennan vágest. Krafturinn sem bjó í þér í þessum veikind- um var ótrúlegur. En þessi kraftur einkenndi allt þitt líf. Það var sjaldan lognmolla í kringum ykkur Helga; ef þið voruð ekki að byggja þá voruð þið að rífa niður og breyta og stækka. Það var yndislegt að koma til ykkar Helga á fallega staðinn ykkar að Jaðri. Reitur sem þið keyptuð fyrir mörgum árum. Þá var ekki ein hrísla á jörðinni, en þið hafið eytt ómældri vinnu og tíma í að gera þennan stað að paradís. Þvílíkur sælureitur og þvílík forréttindi fyrir strákana okkar að hafa alist upp við það að koma til ömmu og afa í sumarbústaðinn. Þar urðu til margar góðar og einstakar minningar. Ég er svo þakklát fyrir sam- verustundir fjölskyldunnar með þér síðustu jól, þegar allir þínir afkomendur komu saman og fögnuðu jólunum á hóteli. Þetta er dýrmæt minning sem situr eftir í hjörtum okkar allra. Elsku Hjördís, mikið verður nú lífið tómlegt án þín. Þú skilur eftir svo stórt skarð í hjörtum okkar sem ómögulegt verður nokkurn tímann að fylla. Elsku Gísli, takk fyrir að leyfa mér að kynnast þessari einstöku konu sem hún mamma þín var, hún gaf og kenndi okkur svo margt. Við getum huggað okkur við það að nú er hún laus undan þjáningum sjúkdómsins og nú mun hún sameinast góðu fólki sem bíður hennar fyrir handan. En lífið heldur áfram og við hin sem eftir stöndum hlökkum til að hitta hana í draumum okkar. Þangað til segjum við bless og takk fyrir að hafa verið einstak- lega hlý og umhyggjusöm tengdamamma, elsku Hjördís, við njótum þess að ylja okkur við minningarnar um þig, gleðjast yfir þeim og þakka fyrir þær með tár í augum en hlýju og þakklæti í hjarta. Þín tengdadóttir, Anna Dagbjört Gunnarsdóttir. Hjördís Karlsdóttir Elsku langamma, Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Snædís Líf og Elísa Elsku Þórunn mín, nú ertu komin til Guðs og mig langar að segja: Í alkærleikans örmum hans, öll þín verði saga. Vertu í faðmi frelsarans falin alla daga. (Höf. ók.) María Ingvarsdóttir Í dag kveð ég ömmu mína. Þegar ég sest niður til að velja eitthvað til að skrifa þá er ein minning sem kemur fyrst upp. En það var sú ógleymanlega stund þegar þú keyptir síðasta bílinn þinn. Þú vildir alltaf vera fín og vel til höfð en aldrei var neitt snobb í þér. Þú þurftir virkilega að hafa fyrir lífinu með mikilli vinnu og að ala upp pabba og Bjarna frænda nánast alveg ein. Ég er nokkuð viss um það að það hafi verið mun erfiðara á þínu tímabili heldur en það er í dag. En þegar þú sýndir mér nýja bílinn í fyrsta skiptið þá var þetta bara lítill sætur eldrauður bíll. En það Þórunn Ingimarsdóttir ✝ Þórunn Ingi-marsdóttir fæddist í Reykjavík 21. janúar 1926. Hún andaðist 30. apríl 2018. Útför hennar fór fram 15. maí 2018. sem situr enn í mér í dag er að þú varst mjög ánægð með bílinn, allt nema eitt. En það var þegar þú sett- ist inn og horfðir á stýrið í honum, þar var Skoda merki. Þetta var rétt á fyrstu árum þess- arar aldar þegar Skoda var að koma aftur á markað en þú varst þá búin að eiga Volkswagen í mörg ár. Þú sagðir að það mætti nú alveg vera VW merki frekar á honum, en annars bara ágætur bíll. En það er mér einnig sérstaklega minnistætt þegar þú varst að vinna í Versl- unarbankanum í Bankastræti. Þegar ég hafði aldur til að fara ein með vinkonum til Reykja- víkur með Landleiðum, þá fór- um við úr strætó í Lækjargöt- unni og fyrsta stoppið var alltaf í bankanum hjá ömmu. Það var svo fínt að byrja ferðalagið þar því hún byrjaði að fara með okkur vinkonurnar í mötuneyt- ið og keypti einhver sætindi fyrir okkur, svo var farið niður á jarðhæðina til gjaldkerana og tekinn smá aur út sem ég mátti eyða í bænum. Elsku amma, ég veit að það er tekið vel á móti þér á nýjum stað. Þú varst al- veg tilbúin að kveðja, ég fann það alveg þegar við Eðvarð komum til þín í síðasta skiptið. Ég ætla að skrifa hér ljóð sem Íris vinkona mín skrifaði til Gunnars bróður þegar hann lést árið 1995: Góði guð, gefðu að amma ljósið finni, þó hún hverfi hef ég hana hérna, í minningunni. Stefanía Sif W. Dison

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.