Morgunblaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 5. M A Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  121. tölublað  106. árgangur  HOLLUSTA FYRIR SÁL OG LÍKAMA KRUMPAÐAR KARTÖFLUR Á TENERIFE SKOÐA NIÐUR- LÆGINGU OG FLEIRA Á NETINU NÝ FERÐAHANDBÓK 12 NÝ ÓPERA Í TJARNARBÍÓI 41GARÐAR OG GRILL 32 SÍÐUR Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Starfshópur um aðgerðir til að sporna við misnotkun lyfja leggur til að læknanemar með tímabundið starfsleyfi fái framvegis ekki að ávísa ávanabindandi lyfjum. Birgir Jakobsson, fyrrverandi landlæknir og formaður starfshópsins, segir að umtalsverður hluti ávanabind- andi lyfja sé uppáskrifaður af læknanemum. „Það er eins og stendur umtalsverður hluti en í sjálfu sér gerum við ráð fyrir því, og athuguðum það svolítið, að í langflestum tilfellum er þetta gert undir leiðsögn sérfræðinga sjálf- sagt. Við vitum hins vegar ekki að hve miklu leyti það er en við telj- um ekki æskilegt að læknanemar fái yfirleitt að skrifa svona lyf- seðla,“ segir Birgir. Hann segir flest slík tilfelli eiga sér stað á spítölunum þar sem fólk fer heim með lyfseðla að lokinni aðgerð. „Þá erum við hrædd um að það sé verið að skrifa upp á of mikið magn af þessum lyfjum því oft er um tímabundna verki að ræða og sjúklingur tekur lyf í tvo til þrjá daga og síðan er restin heima uppi í skáp.“ Hópurinn leggur einnig til að einungis fimm daga lyfseðill fáist af sterkum verkjalyfjum þegar þau eru gefin út á bráðamóttöku og læknavakt. Þá verður teymis- nálgun sett af stað í greiningu ADHD hjá fullorðnum. Ávísun lyfja settar skorður  Starfshópur um aðgerðir gegn misnotkun lyfja skilar skýrslu  Vill að lækna- nemar fái ekki að ávísa ákveðnum lyfjum  Færri sterk verkjalyf á bráðamóttöku MLæknanemar fái ekki »6 Tillögur starfshóps » Læknanemar fái ekki að ávísa ávanabindandi lyfjum » Fimm daga skammtar af sterkum verkjalyfjum á bráða- móttöku » Ávanabindandi lyfjum ekki ávísað með símaviðtali nema nauðsyn sé brýn Samþykktar byggingarlóðir á höfuð- borgarsvæðinu rúma aðeins um 16 þúsund íbúa. Til samanburðar áætla sveitarfélögin að íbúum muni fjölga um 70 þúsund til ársins 2040. Þetta kemur fram í greiningu Sam- taka iðnaðarins (SI). Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri SI, segir skortinn kalla á endurmat á skipulaginu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í Morgunblaðinu í gær að mark- aðurinn hefði brugðist í húsnæðis- málum. Til að leiðrétta það myndi borgin setja kvaðir á lóðir. Mun kalla á niðurgreiðslur Ásgeir Jónsson, forseti hagfræði- deildar Háskóla Íslands, efast um að það lækki húsnæðiskostnað. Í fyrsta lagi sé erfitt að stýra eftir- spurn. Þegar hópi sé boðið húsnæði á undirverði sé erfitt að koma í veg fyr- ir að hópurinn selji það áfram. Í öðru lagi þurfi borgin að leggja eitthvað fram, eða gefa eitthvað eftir, svo að húsbyggjendur taki slík verkefni að sér. Það muni fela í sér aukakostnað og niðurgreiðslur. Í þriðja lagi hafi stefnan verið að opna ekki ný svæði fyrir byggingarlóðir. Áherslan hafi verið á þéttingarreiti sem hægt gangi í skipulaginu. Það hafi ýtt undir hús- næðisverðið. baldura@mbl.is »10 Lóðir eru allt of fáar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hafnartorg Skortur er á íbúðum.  Ekki er rúm fyrir áætlaða íbúafjölgun Risaskipið MSC Meraviglia var við bryggju á Akureyri í gær. Er þetta stærsta skip sem komið hefur hingað til lands. Það er 171.598 brúttótonn, 315 metra langt og breidd þess er 43 metrar. Um borð í skipinu eru um 4.500 farþegar og 2.000 manna áhöfn og eru káetur og svítur á 15 hæðum. Næstu daga mun þetta mikla skip sækja Ísa- fjörð og Reykjavík heim. Sannkallaður risi við bryggju á Akureyri Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson  Í ákveðnum tilvikum geta lausa- sölulyf reynst dýrari þegar þau eru keypt á grundvelli útgefins lyfseðils frá lækni. Því veldur að lyfja- greiðslunefnd ákvarðar greiðslu- þátttökuverð á lausasölulyfjum en frjáls álagning er á þeim lyfjum á markaðnum. Í umfjöllun um þetta í Morgun- blaðinu í dag er tekið dæmi af maga- sýrulyfinu Gaviscon, en það er hægt að fá í apóteki án lyfseðils. Dæmi eru um að fólk hafi fengið lyfseðil fyrir því hjá lækni og að þá hafi lyfið kost- að ríflega 4.000 krónur. Hins vegar hafi viðkomandi getað fengið sama lyf á 2.700 í lausasölu án framlagn- ingar lyfseðils. Lyfjafræðingur segir í samtali við blaðið í dag að hann bendi viðskiptavinum alltaf á ódýr- ari kostinn þegar þessi staða kemur upp en ekki séu allir starfsmenn lyfjaverslana meðvitaðir um að þessi staða geti komið upp. »20 Lyfin stundum dýrari með lyfseðli Morgunblaðið/Sverrir Lyf Lyfseðlar tryggja ekki lægra verð.  Færri hafernir hafa orpið í vor en metárið í fyrra, að sögn Kristins Hauks Skarphéðinssonar, sviðsstjóra dýrafræði hjá Náttúrufræðistofnun, en á verksviði hans er meðal annars vöktun arnarstofnsins. Núna hefur varp verið staðfest í 43 hreiðrum, en eftir er að kanna nokkur óðul og gæti varp verið í 46 hreiðrum alls. Í fyrra urpu ernir í 53 hreiður og alls komust 38 ungar á legg úr 30 hreiðrum. Þá voru pörin talin vera 76 talsins. Kristinn Haukur segir að á allmörgum óðulum hafi örninn ekki orpið í ár eða þá að varpið hafi misfarist. Í heildina virðist ernir ekki vera færri en síðustu ár en hins vegar séu talsvert færri fuglar á hreiðrum. Þróun mála um arnarvarpið liggi þó ekki fyrir fyrr en lengra líður á sumarið. Hafarnarstofninn hefur verið á hægri en öruggri uppleið síðustu ár og í fyrra var talið að hann hefði ekki verið jafn sterkur frá lokum 19. aldar. aij@mbl.is Morgunblaðið/Golli Lífsbarátta Færri arnarpör virðast ætla að koma upp ungum nú en í fyrra. Aðeins hefur verið staðfest varp í 43 hreiðrum hafarna í ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.