Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Eintak

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Eintak

						Dagur Sigurðarson skáld varð bráðkvaddur síðastliðinn laugardag, 56 ára að aldri. Dagur var lýrirferðar-
mikill sem skáld og sem maður. Það var ekki hægt að lifa í Reykjavík síðustu flörutíu ár án þess að sjá hann,
hitta og eiga við hann einhverjar samræður. Á naestu síðum skrifar fólk sem þekkti til Dags — mismikið og á
mismunandi tímum — minningarbrot af kynnum sínum af skáldinu.
Minningarbrot um Dag
Einhverju sinni, líkast til 1979,
var ég í hópifólks á leið úr
drykkju í Stúdentakjallaranum
niður í Óðal eða á Borg að halda
henni áfram. Dagur Sigurðarson
var í hópnum. Við gengum Bjark-
argótuna ogþegar við komum á
hornið á Skothúsveginum var
Dagur að tala til mín eða ég að
reyna að tala við hann, ég man
það ekki svo vel. Nema hvað hann
stoppar skyndilega, tekur utan um
herðarnar á mér, horfir yfir
Tjörnina í átt að Þingholtunum
og dregur hœgri höndina hœgtfrá
Fríkirkjunni, yfir Þingholtin með
skiltinu á Hótel Holti lýsandi i
nóttinni, niður aftur og út alla
Sóleyjargötu. Og segir: „Sjáðu
þetta. Þú mátt eigaþetta allt."
Eftirþetta rœddi ég ekki meira
við Dag Sigurðarson umfram aðra
sem lifðu í Reykjavík. Um þetta
leyti sátu yfirleitt efnilegri ungir
menn með honum til borðs.
Seinna haetti ég að vera ungur og
hœtti meira að segja að drekka um
tíma enn síðar. Þá sat ég eitt sinn
á Mokka þegar Dagur Sigurðarson
kom inn timbraðri en svo að ég
gœti lifaðþað af. Hann keypti sér
Cafe AuLait og skalfsvo á leið að
borðinu að hann sullaði meira að
segja upp úr undirskálinni. Og
eins og allir hefðu unað honum
kaffinuþá svelgdist honum á
fyrsta sopanum og ætlaði aldrei
að hœtta að hósta úr sér lifur og
lungum. Þá var hann skeggjaður
og ég hafði heyrt að hann svœfi í
miðstóðvarkompu út í bœ. Þar
sem égsatþarna langedrú og
horfði á skáldið engjast hugsaði ég
til allra þeirra ungu og efnilegu
manna margra kynslóða sem
höfðu rekið nagla íþessa líkkistu
með frjálsum framlógum.
Eftirþetta sáég Dag Sigurðar-
son oft betur á sig kominn og
stundum áttum við orðastað. Ég
þakkaði honum hins vegar aldrei
fyrir Þingholtin og ég hefsvo sem
aldrei ráðskast mikið meðþessa
eign mína. Ekkifrekar en aðrir
sem þáðu viðlíka gjafir afDegi.
Gunnar Smári Egilsson
Daddasögur
ÞORRI JOHANNSSON
Við sem þekkjum hina íslensku
smábæjarslúðurvél vitum að það
skiptir engu máli hvort sagan sé
sönn, bara að hún sé góð. En hér
eru nokkrar næstum því sánnar
Dagssögur.
Haustið 1979 kom Dagur heim
eftir nokkurra ára dvöl í útlöndum.
Við kynntumst þá. Þá voru sum ut-
angarðsskáldin svo hrifin af honum
og verkum hans að þeir gengu
meira að segja úr bóli fyrir hann og
hann fékk að kiára mjólkina frá
börnunum þeirra. Dagur sat og
teygði sig, með pípu og rauðvíns-
glas, hann naut þess. A milli þess
sem hann sat og gjammaði við
sjónvarpið. Það má segja að hann
hafi verið heimaríkur. Þetta heimili
sóttu mikið skáld og hassistar, eða
bæði.
í byrjun árs 1980 ákváðu vinstri-
sinnarnir í Stúdentakjallaranum að
halda stórstjörnumessu til að vega
upp á móti stjörnumessu á hótel
Sögu. Þar áttu að lesa skáldin
Bjarni Bernharður, Siggi Jóh.,
Dagur, ég og fleiri þeirra tíma frík.
Það slóst upp á vinskapinn í hópn-
um nokkrum dögum fyrr þegar
Bjarni B. fór að rífast um í hvaða
röð átti að lesa upp. Dagur móðg-
aðist eitthvað líka því hann var ekki
jafn velkominn og áður, menn fóru
út í fússi, ég var í hinu liðinu. Þegar
fólk kom í kjallarann hafði það
reykt svo mikið af hassi og grasi að
það þyrsti mjög. En þá kom í ljós að
allt átti þetta að vera hugsjónastarf
og við áttum ekki að fá neitt fyrir að
venju. Dagur sem hafði oft grobbað
sig yfir því að vera göldróttur tók
þá af skarið og gerðist verkalýðsfor-
ingi. Hann sagði; „fjórtán flöskur á
borðið eða enginn lestur". Það varð
og, að sjö flöskur komu í einu. Við
samdrykkjuna féll svo allt í ljúfa löð
og varð síðan. En sumir í hópnum
eru víst núna illa meðfarnir.
Árið 1985 höfðu menn áhyggjur
af líðan ljóðsins og fannst það vera
orðin fötluð kona. Það var meira að
segja haldinn málfundur um stöðu
ljóðsins. Af þessu tilefni efndi rit-
höfundasambandið til Dags ljóðs-
ins. Við Dagur áttum það sameig-
inlegt að taka ljóðið mátulega al-
varlega. Við fengum því að lesa upp
ljóð deginum áður á Lækjartorgi,
við byrjuðum því snemma og hjá
okkur .urðu þetta dagar ljóðsins
með tilheyrandi veisluhöldum
kvöldið fyrir aðaldaginn. Fínni
skáldin ásamt einhverjum ungum
og hógværum, eins og Þór Eldon,
áttu að lesa upp í Iðnó. Þar máttum
við ekki vera til að skyggja á. Ljóð
átti að lesa á stofnunum um allan
bæ. Við fengum úthlutaðan
Kleppsspítala og fórum þangað
nokkuð afréttir ásamt Antoni
Helga, aðalhvatamanni, og ein-
hverjum vinkonum. Er við komum
þar að var salurinn lokaður og eng-
inn kannaðist við neinn upplestur.
Við hittum fyrir skáldið hressa,
Stefán Fjólan. Hann dró okkur
inn á deildina og við hófum þar
Ijóðalestur. Þar voru nokkrir sjúk-
lingar en starfsmennirnir drógu þá
í burtu einn og einn og síðan vor-
um við reknir út.
Við fórum í Iðnó og kynnirinn,
Heimir Pálsson, tilkynnti um
þennan skandal og ofríki gegn ljóð-
inu og að þeir neyddust til að setja
okkur á dagskrá. Við bættum á
okkur baksviðs. Ég las upp fyrstur,
vel sleiktur í jakkafötum og kon-
urnar sögðu, voðalega kemur hann
yel fyrir, hann er svo vel klæddur.
Ég var því út í sal er Dagur kom
upp„það sló á þögn. Hann fór úr að
ofan, vel við skál, hann reyndi fjór-
um sinnum að segja dda
dadadadadada dadadadaddad og
loksin,s kom það.
DaDADagur ljóðsins og hann
hélt áfram. Það var gaman að vera
út í sal og sjá svipinn á menningar-
smáborgurunum.
Það var um árið er Dagur dvaldi
hjá Sigurbirni á Lindargötu, var þá
Lindarríkið enn við lýði. Dagur
vann við að mála mynd af út-
glenntri konu á haus á hurð Sigur-
bjarnar. Fyrir það félck hann mat og
drykk auk hvílu, stundum. Eitt sinn
er Dagur virðist hafa verið á heim-
leið hefur radarinn eða fylleríssjálf-
stýringin bilað. Maður nokkur var
á leið í ríkið. Lítur hann þá inn í
sund nokkurt þar sem staflar voru
af kassahrúgum. Verður hann var
við hreyfingu og eftir nokkurn tíma
birtist hausinn á Degi er sofið hafði
þar um nóttina. Hann spurði hvað
klukkan væri. Maðurinn svaraði,
um fiögur. „Það var nú gott," sagði
Dagur, „þá er komið kaffi."
Dagur og
hvítabjörninn
SJÓN
Þegar segja á sögu af Degi Sig-
urðarsyni er Dagur Sigurðarson að
segja sögu af Degi Sigurðarsyni það
fyrsta sem kemur upp í hugann.
Dagur var konungur í listinni að
segja sögur af Degi og það er svo
hlægilegt að ætla sér að keppa við
hann um hásætið að lesendur verða
að virða spéhræðsluna við undirrit-
aðan og sætta sig við dauft bergmál
af einni sagnanna sem hann sagði
af sjálfum sér.
Éinhvern tíma þáði Dagur gist-
ingu í húsi í Vesturbænum.
Degi var vísað til hvílu í stofunni
og þar svaf hann á sófa þangað til
hann vaknaði við að einhver var að
sleikja á honum andlitið.
Dagur lét rifu í annað augað til
að vita hver sýndi honum þessi sér-
kennilegu blíðuhót og sá ekki betur
en að fullvaxinn hvítabjörn stæði
yfir honum. Og þegar hann opnaði
hitt augað reyndist það rétt.
Bangsi gaf til kynna með látæði
sínu að hann væri svangur og vildi
að Dagur gerði eitthvað í málinu.
Dagur vissi sem var að hvítabirnir
eru konunglegar skepnur og mis-
líkar ef menn láta ekki að vilja
þeirra. Hann snaraðist á fætur, tók í
hramminn á bangsa og Ieiddi hann
í eldhúsið.
Bangsi fékk sér sæti við eldhús-
borðið eins og fínn maður en Dag-
ur tók til við að leita að einhverju
ætilegu. Á endanum hafði hann
heppnina með sér; í ofninum voru
tvö ósnert hangikjötslæri. Við
fundinn breyttist háttalag bangsa,
hann fór á fjóra fætur og hringsner-
ist um Dag eins og heimilisköttur.
Dagur lagði hangikjötið fyrir hvíta-
björninn.
Bangsi gerði kjötinu góð skil,
Dagur hafði gaman af að horfa á
hann éta. Þegar hvítabjörninn hafði
Jokið við fyrra lærið bauð hann
Degi að snæða með sér. Leið svo
nóttin við dýrðleg veisluhöld og
samræður konunga í ríkjum
manna og dýra.
Undir morgun kvöddust Dagur
og hvítabjörninn með miklu faðm-
lagi.
Dagur gekk til stofu og svaf fram
á hádegi.
Úti er ævintýri.
Ofangreinda sögu sagði Dagur
Sigurðarson undirrituðum eitt-
hvert sunnudagskvöldið fyrir
löngu. Sögunni fylgdi að húsráð-
endur harðneituðu að trúa henni,
en það segir sig sjálft að þótt Dagur
hafi stundum verið svangur eins og
hvítabjörn þá er hæpið að hann
hafi einsamall torgað tveimur sauð-
arlærum. Undirritaður hlýtur því
að trúa sögunni til jafns við annan
skáldskap Dags Sigurðarsonar,
skrifaðan, málaðan, og fluttan á
torgum — allur var hann dagsann-
ur eins og höfundurinn sjálfur.
Kveðjustund
"SIGURÐUR PÁLSSON
Ég sá Dag í síðasta skipti kvöldið
áður en hann fór í sína síðustu ut-
anlandsferð núna um daginn. Þetta
var rétt fyrir kvöldmat á Sólon Js-
landus. Ég sat með expresso innst
við stigann. Dagur kom skrefdrjúg-
ur inn salinn og settist hjá mér.
Hann var með gleraugu. Eg hafði
aldrei séð hann áður með gleraugu.
Mér fannst hann eitthvað ólíkur
sjálfum sér; ljónsaugun stækkuðu
aðeins, hann minnti á uppflosnað-
an barnakennara með þau.
- „Hver á þessi gleraugu?" spurði
ég.
- „Þetta eru gleraugun mín. Ég er
hættur að týna þeim."
Svo sagði hann mér frá því að nú
væri allt klárt, farseðill og passi og
brottför snemma næsta morgun.
Ég taldi víst að hann væri á leið
suður á bóginn og spurði hann um
það.
-  „Ekki alveg strax, ég fer til Kö-
ben í fyrsta áfanga."
Svo tókum við smárispu í þraut-
þjálfuðum samkvæmisleik sem fór
alltaf fram með leikrænni kurteisi.
Dagur fann smáklink í vösum sín-
um og lét mig hafa það en ég lét
hann hafa tvo til þrjá hundraðkalla
í. staðinn. Þetta kölluðum við að
koma peningum á hreyfingu. í
þetta skiptið voru það tveir tíkallar
sem ég fékk og hann meðtók tvo
hundraðkalla. Óskráð lög þessa
leiks voru að ekki mátti leika hann
nema einu sinni á dag.
Svo þurfti ég að rjúka. Við
kvöddumst samkvæmt öðru ritúali
í gamansömum tóni og hlýlegum
að venju.
- „Vertu blessaður, Daily Mail og
góða ferð."
„Blessaður Þjóðarforði.
Heyrðu, ég ætla að skrifa þér, láttu
mig hafa adressuna þína."
Eg skildi reyndar aldrei af hverju
hann kallaði mig Þjóðarforða.
Spurði hann einu sinni að því og þá
sagði hann: „Þú kallar mig Daily
Mail, ég kalla þig Þjóðarforða." Þar
með var það útrætt. Þegar ég var
kominn út að dyrum mundi ég allt
í einu eftir því að Dagur hafði
margsagt mér 'undanfarin ár að ef
hann færi af landi brott kæmi hann
ekki aftur. Ég leit við og sá að hann
horfði á eftir mér. Hann var óvenju
alvarlegur á svip, kannski voru það
gleraugun. Við kinkuðum kolli
Dagur var
afskaplega gott
skáld
SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR
Dagur Sigurðarson kom oft ung-
ur maður til foreldra minna í
Gljúfrastein í Mosfellsveit. Fjöl-
skyldutengsl áttu sinn þátt í því að
einhverju leyti. En þar sem hvorki
Halldór né Dagur lögðu mikið upp
úr svoleiðis, var góður kunnings-
skapur þeirra af einhverjum öðrum
toga spunninn. Það varð að vera.
Ég man eftir Degi koma út úr Mos-
fellsveitarrútunni, allur flaksandi,
með ljósan makkann og göngulag
einsog hann væri með gaddavír í
sér aftanverðum. 1 fylgd hans var
skáldkonan Helga Novak frá Aust-
ur-Þýskalandi og gekk hún alltaf
berfætt. í eitt skipti keypti pabbi
málverk af Degi, sem harin hafði
málað af manni og konu á leiðinni
upp í bedda. Áratug síðar lenti
myndin upp á stofuvegg hjá mér og
í hvert skipti, sem var svo sem eins
og daglega, að pabbi leit í heimsókn
til mín kommenteraði hann á þessa
litlu mynd: „Þetta er eiginlega ass^
goti góð mynd eftir hann Dadda."
m
Samt hafði hann verið svo eldfljót-
ur að gefa mér hana, um leið og ég
var búin að koma mér upp eigin
stofuvegg. Mergurinn málsins var
sá, að „Dagur var afskaplega gott
skáld og hafði framúrskarandi vald
á tungunni", er eins pg hljómi í eyr-
um mér, nú þegar báðir eru þagn-
aðir, hvor á sinn hátt. Ég man eftir
lítilli sögu sem er svona. Einu sinni
kom Dagur og pabbi gaf honum
hatt. Nokkrum dögum síðar fara
hjónin, foreldrar mínir, sem leið
liggur á tónleika hjá Tónlistarfélag-
inu, sem var einn kolfastasti liður-
inn í reykvísku menningarlífi í þá
daga. Nema, að framarlega situr
maður með hatt. í hléinu kom í ljós
hver sá með hattinn var, og Halldór
segir við hann. „Hvurslags er þetta
maður, siturðu méð hattinn á
hausnum inn í konsertsalnum?" og
Dagur svaraði á sinn ögrandi hátt:
„Þú gerir alltaf allt rétt og ég geri -
alltaf allt vitlaust." Það vita allir
sem til þekktu, að Dagur átti erfitt
með að verða drykkjumaður. Það
tók hann áratugi svo einhver mynd
yrði á því. „Kannski var hann
Daddi alltaf soldið bilaður" eins og
sagt var, er og mun verða sagt. En
það skiptir engu máli lengur. Dag-
ur Sigurðarson var afskaplega gott
skáld.
Rósavín
anno 1976
ÓLAFUR GUNNARSSON
Sumarið 1976 fórum við Dagur
út fyrir bæ með nokkrar rósavín í
posa. Erindið var að spjalla um
skáldskap   og   tilveruna   vítt   og
26
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994
-i
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40