Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 28
28 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2010 Möguleikhúsið fagnar tuttugu ára afmæli með því að setja upp barnaleikritið Prumpuhólinn í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi næstkomandi laugardag kl. 14. Prumpuhóllinn var frumsýndur í Möguleikhúsinu árið 2002 og sýnd- ur rúmlega hundrað sinnum á næstu tveimur leikárum. Verkið segir frá Huldu sem er nýflutt úr borginni og upp í sveit. Þegar hún fer í feluleik með Halla bróður sínum vill ekki betur til en hún villist og ratar ekki heim. Henni líst ekkert á þetta umhverfi þar sem allt er framandi; lyktin er náttúrufýla, grasið stingur og það eru pöddur úti um allt. Við sérkennilegan hól sem gefur frá sér dularfull hljóð hittir hún svo Steina, kátan tröllastrák í skrítnum fötum sem segir Huldu að hóllinn sé í raun pabbi sinn. Hann hafi lent í sólargeisla og orð- ið að steini eftir að hafa borðað mikinn hundasúrugraut. Leikstjórn Prumpuhólsins er í höndum Péturs Eggerz. Leikmynd og búninga hannaði Messíana Tómasdóttir. Tónlistin er eftir Guðna Franzson. Leikarar eru Pétur Eggerz og Anna Brynja Baldursdóttir. Sýningin er ætluð áhorfendum á aldrinum tveggja til tíu ára og tekur 45 mínútur í flutningi. Prumpuhóll- inn sýndur í Gerðubergi Barnagaman Pétur Eggerz og Anna Brynja Baldursdóttir. Ný stendur í Listasafni Kópa- vogs Gerðarsafni samsýning níu ungra myndlistarmanna. Næstkomandi laugardag munu tveir listamannanna fremja gjörninga sem hluta af verkum sínum á sýningunni. Kl. 16-17 fremur Helga Björg Gylfadóttir gjörning í björg- unarbát úti á sjó, sem sést frá safninu, og er varpað í raun- tíma í gegnum útvarpsbylgj- una 103,7 FM inn í safnið og um Kópavog allan. Kl. 15-17 fremur Páll Haukur Björnsson gjörn- ing í safnrýminu, en hann mun fremja gjörning í safnrýminu á hverjum laugardegi kl. 15-17 til sýningarloka. Myndlist Gjörningar í Gerðarsafni Páll Haukur Björnsson Næstkomandi laugardag flytja þeir Einar Kárason og William R. Short fyrirlestra í Land- námssetrinu í Borgarnesi. William R. Short, sem er fræðimaður og rithöfundur frá Massachusetts í Bandaríkjun- um, fjallar um landnámsöldina á Íslandi og nýútkomna bók sína, Icelanders in the Viking Age. Einar Kárason flytur hugleiðingar um fyrstu þætti Egilssögu, um þá Kveldúlf, Skallagrím og Þórólf og samskiptin við hið nýja konungsvald í Noregi. Hann nefnir fyrirlesturinn Hrímþursar nema land. Dagskráin hefst kl 16:00 á Söguloftinu, frír aðgangur meðan húsrúm leyfir. Forneskja Hrímþursar nema land í Borgarnesi William R. Short Henrik Árnason Aunio opnar sýningu á akrýl- myndum, máluðum á pappír og striga, í Bog- anum, Gerðubergi, á morgun kl. 17:00. Henrik notar gjarnan þá tækni að láta litina flæða um pappírinn eða strigann, en flestar myndirnar eru óhlutbundnar. Hann hefur valið sýningunni yf- irskriftina Trífólíum, sem er latínuheiti smára. Henrik Árnason Aunio fæddist 1926 í Turku í Finnlandi. Hann sótti nám í myndlistarskóla (T.Y.P.K.) á árunum 1942 til 1943. Síðar lærði hann útstillingar og sölutækni í Myynti & mainos koulu. Myndlist Henrik Árnason Aunio og Trífólíum Úr einni mynda Henriks Árni Matthíasson arnim@mbl.is Indversk myndlist er lítið kynnt hér á landi en bragarbót gerð á sýningunni Indian Highway sem opnuð verður í Listasafni Reykjavíkur kl. 17 á morgun. Sýnd verða 26 skjáverk eftir indverska listamenn, sem allir eru fæddir á áttunda áratug síðustu aldar. Í kynningu á sýningunni kemur fram að meginstef hennar sé mikilvægi hrað- brauta í efnislegum og óefnislegum skiln- ingi; þær séu forsenda hreyfinga, upp- byggingar og flutninga í landfræðilegu tilliti og hafa í tæknilegu tilliti haft gríð- arleg áhrif á öran hagvöxt á Indlandi undanfarna áratugi. Indian Highway er einskonar farand- sýning sem sett hefur verið upp víða um heim, eins og Hafþór Yngvason, sýning- arstjóri hennar hér lýsir henni, en hún er þó sniðin eftir því sem hvert land kýs. „Fyrsta Indian Highway-sýningin var opnuð í Serpentine Gallery í London í árslok 2008, en sýningin hér er töluvert aðlöguð okkur. Í London var hún sett upp allt öðruvísi, þar voru skúlptúrar og önnur verk og miklu færri vídeóverk og minna gert úr þeim, þau voru frekar eins og hliðarsýning. Við gerum aftur á móti mun meira úr þeim hluta, blásum hann upp og þar verður mikið af verkum sem ekki hafa verið sýnd á Indian Highway.“ Hafþór segir að verkin séu mjög for- vitnileg og það sé mikið að gerast í ind- verskri list. „Þetta er nýstárlegur heimur fyrir okkur, það er verið að sýna okkur indverskan samtíma og þó að hann sé ekki svo ólíkur okkar samtíma að mörgu leyti þá er önnur tilfinning í verkunum, önnur fagurfræði. Í þeim er líka meiri saga og meiri tilfinning fyrir tímanum.“ Meðfram sýningunni verða indverskar Bollywood-myndir sýndar í Listasafninu og einnig verður haldin málstofa undir lok sýningarinnar þar sem fjallað verður um indverska list og menningu. Hraðbraut indverskrar skjálistar Indlandsást Úr einu verkanna á Indian Highway, ást á Indlandi tjáð með forvitnilegum hætti. Indversk farand- sýning í Listasafni Reykjavíkur Svava Björnsdóttir og Inga Ragnarsdóttir opnuðu sýningu í Listasafni ASÍ um helgina þar sem þær sýna þrívíddarverk, unnin á þessu ári, undir yf- irskriftinni „Tíminn fer ekki, hann kemur“, sem er grænlenskt spakmæli. Þær lýsa sýningunni svo að hún sé tilraun til að tengjast framrás tímans á myndrænan hátt. „Efni, rými og hreyfing er sá veruleiki sem við skynjum í dagsins önn. Það er ögrandi viðfangsefni að gera grein fyrir því hvern- ig tíminn tengist rýminu, hver birtingarform hans geta verið.“ Svava nam við École Nationale Supérieure des Beaux Arts í París og Inga í Myndlistar- og hand- íðaskóla Íslands, en þær voru síðan báðar við höggmyndanám í Listaakademíunni í München. Þær hafa þó ekki síst saman fyrr en í sumar að þær settu upp sýningu í Bryggjusal Edinborg- arhússins á Ísafirði og síðan núna í Ásmundarsal við Freyjugötu. Verk þeirra eru skyld þó efnivið- urinn sé ólíkur, myndmálið af sama bergi brotið en þær nýta sér rými, form, efni og liti hvor á sinn persónulega hátt. Verk Svövu er að finna á öllum helstu listasöfn- um landsins og hún á einnig verk í söfnum í Þýskalandi. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýn- inga á Íslandi og erlendis og haldið yfir tuttugu einkasýningar. Inga hefur starfað jafnt í Þýska- landi og á Íslandi og sýnt víða. Verk hennar er að finna meðal annars í Listasafni íslands, Listasafni Reykjavíkur og í bæverska Ríkislistasafninu. Listamannaspjall á sýningunni verður næst- komandi sunnudag kl.14:00. Tíminn fer ekki, hann kemur Morgunblaðið/Kristinn Samsýning Svava Björnsdóttir og Inga Ragn- arsdóttir innan um verk sín í Listasafni ASÍ. Svava Björnsdóttir og Inga Ragnarsdóttir sýna í Listasafni ASÍ Þær verða allar tekn- ar úti á Reykjanes- inu, ef það verður ekki búið að eyðileggja það með ál- framkvæmdum 32 » Franski rithöf- undurinn Michel Houellebecq, sem þekktastur er fyrir bókina Öreindirnar, hef- ur löngum verið umdeildur í heimalandi sínu. Nýútkomin bók hans, La carte et le territoire, Kortið og landsvæðið, var þó al- mennt viðurkennd sem besta bók hans hingað til, þar til fregnir birt- ust af því að hann hefði hugs- anlega stolið hlutum hennar af net- inu. Í bókinni, sem gerir miskunn- arlaust grín að listaheimi Parísar, notar Houellebecq texta af franskri útgáfu alfræðiritsins Wiki- pedia, eða því er að minnsta kosti haldið fram í vefritinu slate.fr. Houellebecq hefur svarað ásök- unum fullum hálsi og segir að þeir sem saki hann um ritstuld hafi enga hugmynd um það hvað bók- menntir séu yfirleitt. Deilur um Houellebecq að vanda Michel Houellebecq Ungir listamenn Verkin á Indian Highway eru eftir listamennina Ayisha Abraham, Ravi Agarwal , Shilpa Gupta, Subodh Gupta, Abhishek Hazra, Amar Kanwar, Raqs Media Collective, Te- jal Shah, Kiran Subbaiah, Ashok Sukumaran, Nikhil Chopra, Baptist Coelho, Sunil Gupta, Tushar Joag, Sonia Khurana, Nalini Malani, Kiran Subbaiah, Vivan Sundaram, Debkamal Ganguly, Ruchir Joshi, Kavita Pai / Hansa Thapliyal, MR Rajan Raghavan, Priya Sen, Raqs Media Collective, Surabhi Sharma (með Siddharth Gautam Singh) og Vipin Vijay. SKJÁLIST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.