Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 5. F E B R Ú A R 2 0 1 2 LJÓÐASÖNGVAR ALBANS BERGS OG EDVARDS GRIEGS BRAK Í GÓLFFJÖLUM KVEIKJA AÐ VERKI GEÐVEIKUR FYRIRLESTUR UM TÓNLIST MYNDBANDSINNSETNING ÓTTAR GUÐMUNDSSON 33AUÐUR GUNNARSDÓTTIR 40  Stofnað 1913  38. tölublað  100. árgangur  Baldur Arnarson baldura@mbl.is Umskipti hafa orðið á fasteigna- markaði á höfuðborgarsvæðinu. Íbúðaverð er tekið að hækka á ný eft- ir verðlækkun í kjölfar efnahags- hrunsins. Þetta má lesa úr tölum Fasteigna- skrár en samkvæmt þeim hækkaði íbúðaverð um 4,7% að raungildi á 12 mánaða tímabili frá desember 2010 og fram í desember í fyrra. Samkvæmt Hagstofu Íslands hækkaði húsaleiga á báðum helming- um síðasta árs. Er það mat Leigulist- ans að leiga á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 4-8% á árinu 2011. Dýrt að mæta eftirspurninni Byggingarkostnaður hefur áhrif á framboðið en Gunnar Þorláksson, framkvæmdastjóri Byggingarfélags Gylfa og Gunnars, bendir á að ekki sé hagkvæmt að byggja eins til tveggja herbergja íbúðir um þessar mundir. Birgir Ottósson, forstöðumaður þjónustudeildar Félagsbústaða, seg- ir skort á litlum leiguíbúðum. Þá sé biðlisti eftir stærri íbúðum hjá Fé- lagsbústöðum, m.a. vegna þess að viðskiptavinir ráði ekki við markaðs- verð eins og sakir standa. Guðlaugur Örn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Leigulistans, tel- ur svigrúm fyrir meira framboð á leigumarkaðnum. MHúsaleiga hækkar enn » 6 Íbúðaverðið á uppleið  Íbúðarhúsnæði hækkaði um 4,7% að raungildi á höfuðborgarsvæðinu í fyrra  Húsaleiga hélt áfram að hækka í lok síðasta árs  Enn skortur á leiguhúsnæði Mikil eftirspurn » Samkvæmt upplýsingum Neytendasamtakanna er eft- irspurn eftir leiguhúsnæði mun meiri en framboðið. » Allt stefnir í að 1.600-1.700 manns leiti til samtakanna á þessu ári með fyrirspurnir um leigumál. Rekstur Vesturmjólkur ehf. í Borg- arnesi liggur nú niðri. Engin fram- leiðsla hefur verið frá því um 20. jan- úar síðastliðinn, að sögn Gylfa Árnasonar, framkvæmdastjóra Vesturmjólkur. Fyrirtækið fram- leiddi drykkjarmjólk, jógúrt og sýrðan rjóma undir vörumerkinu Baula - beint úr sveitinni. Vörurnar sem síðast voru framleiddar eru nú komnar fram yfir síðasta söludag og ekki lengur til sölu. „Reksturinn gengur ekki í núver- andi mynd með núverandi fjár- mögnun. Það er ástæða rekstrar- stöðvunarinnar, hvernig sem unnið verður úr því,“ sagði Gylfi. Hann sagði framhaldið vera í höndum eig- enda félagsins. Til að byrja að nýju þurfi það að hafa mjólk til að vinna úr og rekstrarfé. Aðspurður sagði Gylfi að ekki hefði skort á hráefni en það þyrfti fjármagn til að taka þráð- inn upp. Hann sagði að framleiðslu- vörurnar hefðu fengið ágætar við- tökur hjá neytendum. Vesturmjólk er í eigu þriggja bænda. Einn þeirra er Bjarni Bær- ings. Hann sagði að framleiðslan væri stopp í bili. Bjarni kvaðst reikna með að framleiðslan fari aftur af stað. Um síðustu mánaðamót var fjór- um starfsmönnum Vesturmjólkur sagt upp störfum og eru þeir á upp- sagnarfresti til loka febrúar. gudni@mbl.is Engar vörur frá Baulu Morgunblaðið/Guðrún Vala Stopp Vesturmjólk hefur m.a. framleitt Baulu-vörur.  Hlé gert á rekstri Vesturmjólkur Þessi ungi maður tók sig vel út þar sem hann stóð í gær í frekar litlausu umhverfi strætóskýlis með hárauðan blómvönd og beið eftir vagni, vænt- anlega til að flytja sig á fund einhvers sem honum þykir vænt um, því í gær var dagurinn sem tileinkaður er ástföngnu fólki og kenndur við heilagan Valentínus. Vonandi að sem flestir hafi notað tækifærið og komið sínum heittelskuðu á óvart með dekri eða hverskonar velgjörningi. Beðið eftir strætó á degi ástarinnar Morgunblaðið/Eggert  Jean-Claude Juncker, for- sætisráðherra Lúxemborgar, sem fer fyrir fjár- málaráðherrum evruríkjanna, staðfesti í gær að ekki yrði af fundi, sem halda átti í Brussel í dag á milli fjármálaráðherra evruríkjanna og fjármálaráðherra Grikklands. Grikkir hafi ekki uppfyllt skilyrði Evrópusambandsins fyrir nauðsyn- legum björgunarpakka svo forða mætti landinu frá gjaldþroti. Í stað- inn verður haldinn símafundur. »16 Hætta við að fara til fundar við Grikki Jean-Claude Juncker  Jón Sigurðsson, forstjóri stoð- tækjafyrirtækisins Össurar, mun á Viðskiptaþingi í dag ræða sérstöðu Íslendinga og muninn á því að koma með viðskiptamenn til Íslands og að vera sjálf- ur útlenskur við- skiptamaður. Er gjörólíkt reynslu þeirra erlendis Að hans mati er erlend- um viðskiptamönnum ekki tekið fagnandi hérlendis, öfugt við reynslu hans af því hvernig þeim er tekið fagnandi þegar hann kemur sem er- lendur viðskiptamaður til annarra landa. Össur hf. skilaði fyrir tæpri viku ársuppgjöri þar sem kom fram að söluvöxtur á árinu 2011 hefði verið 9%. Meðal annars sem Jón segir er að Össur þurfi að finna fjárfestingakosti eða greiða út arð. Jón hefur þessa vikuna verið á ferðalagi um Evrópu að kynna ársuppgjörið fyr- ir fjárfestum á ýmsum mörkuðum. Nánar er rætt við Jón Sigurðs- son í Morgunblaðinu á morgun. »16 Ekki auðvelt fyrir erlenda viðskiptamenn um þessar mundir að koma til Íslands Jón Sigurðsson Loka á fangelsinu í Bitru í Flóa- hreppi í vor og flytja starfsemi þess á Sogn í Ölfusi. Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir þetta og segir fjármála- ráðherra hafa samþykkt beiðni þess efnis. Í Bitru hefur verið starfrækt fangelsi með opnu sniði og breytist það ekki við flutninginn á Sogn. Litlu þurfi að breyta fyrir flutninginn. Páll segist sjá Sogn fyrir sér sem varanlegt fangelsi. Töluverð hag- ræðing verði af því að flytja frá Bitru og á Sogn, enda Bitra í eigu einka- aðila en Sogn í eigu ríkisins og leigan því mun lægri. Sami fjöldi fanga á að geta verið þar og er nú í Bitru, eða 18 fangar. Átta stöðugildi, fangavarða og annarra starfsmanna, flytjast óbreytt með yfir á Sogn. »14 Flytja fangelsið frá Bitru á Sogn í vor Morgunblaðið/Sigmundur 29

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.