Tíminn - 24.12.1943, Side 13

Tíminn - 24.12.1943, Side 13
T í M I N N 13 Urðarfelli, en verður þó fegurra, þegar búið er að breyta öllu landi jarðarinnar í akra, eins og tíðkast fyrir vestan. Kári: (Vantrúaður). Hu, í akra ....... Hrólfur: Nú býð ég þér bóndi sæll í flug- ferð, svo að þú úr lofti getir séð sveitina, fjöllin, jöklana...... Kári: (Hlær). Ég ætla mér nú ekki að fljúga fyrr en ég fer alfarinn þarna upp í hæðirnar, og þangað fer ég ekki fet fyrr en ég er búinn að fá ráðskonu. Flóki: Þá sleppum við því, en þú labbar með okkur upp að fjalli, svo að við get- um skýrt fyrir þér, hvað við hyggjumst að gera þér til hagsbóta .... Kári: (Vantrúaður). Ja, þú hefir ekki verið settur hjá, þegar náungans kærleik- anum var úthlutað, ha, ha. Flóki: Þá, ef þér líkar það betur, okkur öllum til hagsbóta og ánægju. Kári: Já ég kann betur við að orða það þannig. (Þeir fara). (Tjaldið). II. ÞÁTTUR. (í baðstofunni á Urðarfelli). Kári kallar: Þóra! Láttu mig fá betri brækur. Það sést í gegnum þessar, og ég kann ekki við að standa berlæraður, þeg- ar ráðskonan kemur. (Þóra fær honum buxur. Hann fer í þær utan yfir). Þóra: Hvað segirðu? Ráðskonan? Kári: Já, hefi ég ekki sagt þér það, að það kemur hingað ráðskona í dag. Út- varpið hefir útvegað mér hana, og hann sagði mér í gær, þegar ég talaði við hann, að þetta væri ungur, laglegur og fjörug- ur kvenmaður, og hann hefði valið hana sjálfur, svo að ég hálfhlakka til að sjá, hvernig hún lítur út. Þóra: Ég er alveg hissa. Ég hélt að ég hefði ekki verið þér svo óþægileg þessi ár, sem ég er búin að vera hér hjá þér. Kári: Það er dálítil tilbreytni í því að fá nýjan kvenmann. Annars er þetta nú aðallega vegna hans Frosta, svo að ég geti haldið honum héf. Þóra: Hann hefir nú ekki verið svo mik- ið upp á kvenhöndina. Kári: Nei og sei sei nei, — en það er þetta, — maður þarf að fá nýjan anda á heimilið, eins og þú getur skilið, Þóra mín. Þetta breytir engu okkar á milli. Maður er nú orðinn svo ráðsettur. Hvað er þetta? Sjáðu þarna út um glugann! — Kemur ekki bíll neðan veg- inn? Varla getur það verið ráðskonan, hún ekur tæplega í lúxusbíl. Ég geri ráð fyrir, að hún komi með mjólkurbílnum í kvöld. (Lágt) En, Þóra! Þóra! Nú man ég það, — þeir sögðu þarna í útvarpinu, að hún væri með barni. Þóra: Nú, já, er það svoleiðis drós? — Ekki skil ég, húsbóndi góður, að hún fari betur með eigur þínar en ég. Kári: Það er nú líklega ekki. En svo er annað. Ég var bölvaður klaufi að taka það ekki fram, að barnið yrði að vera fætt. Þóra: Já, það væri nú ekki óálitlegt, ef hún legðist strax á sæng eftir að hún er komin. Kári: Það er nú ekki víst, að það sé svo langt komið. Annars eru þær flestar eitt- hvað skammfeilaðar þessar jómfrúr, sem ráða sig í sveit. (Heyrist í bíl. Barið. Kári fer til dyra). Fanney: Góðan daginn. Kári: Góðan dag. Fanney: Eruð þér húsbóndinn hér á Urðarfelli? Kári: Svo er það kallað. Fanney: Þér auglýstuð í útvarpinu eftir ráðskonu. Kári: Já, það gerði ég. Það hefir svo góð sambönd í svoleiðis. Fanney: Ég er nú komin hingað sam- kvæmt þessari auglýsingu. Hvernig lýst þér á? Kári: O, vel. En hvar er barnið? Fanney: Hvaða barn? Kári: Hann sagði, að þú værir með barni. Fanney: Sagði hver, að ég væri með barni? Kári: Hann þarna í útvarpinu, sem býr til auglýsingarnar. Fanney: Það er að minnsta kosti ekki áberandi, eða sýnist þér það? Kári: En ég trúi því nú samt ekki, að þeir hafi gert meira úr þessu en nauð- synlegt var. Fanney: Þetta er líklega einhver mis- skilningur. Kári: Ja, ég verð nú að ganga úr skugga um það, en komdu nú samt í bæinn. Fanney: Já, takk. Ég var hálfsjóveik á Laxfossi. — Hvað er margt fólk hér á heimilinu? • Kári: Það er nú ég, og svo er hún Þóra, sem ég hefi haft fyrir framan hjá mér, síðan konan mín dó. Fanney: Hvað? Sefur hún fyrir framan þig? Kári: Við sofum ekki saman. Skilur þú ekki mælt mál, stúlkukind! Fanney: Hvað? — Og þú roðnar eins og ung stúlka, aldraður maðurinn. En er heimilisfólkið ekki fleira en þetta? Kári: Jú. Svo er hann Frosti, efnileg- asti maður. (Þóra kemur inn). Kári: Þóra, vertu ekki feimin! Þetta er nýja ráðskonan. Þóra? Já, eg sé að svo muni vera. Fanney: Komdu sæl. Þóra: Komdu sæl. Fanney: Heldurðu ekki, að okkur muni koma vel saman, Þóra mín? Þóra: Ætli ekki það? Kári: Hvað er að frétta úr borginni? Fanney: Hvað viltu heyra? Tízkufréttir? Kári: Nei, o-nei, ekki hefi ég nú neinn hug á sliku. En veiztu hvort það er satt, sem stóð í útvarpinu um daginn, að þeir í Reykjavík ætli að ná upp tapinu á sund- höllinni með því að byggja aðra stærri? Fanney: Já, eitthvað var ég búin að heyra um það. Svo var ákveðið, að við Skerjafjörð verði komið upp fínum bað- stað með glerþaki. Þangað verður veitt heitu vatni frá Reykjum. Þar verða rækt- aðir pálmar og suðræn aldini. Þar — eins og á öðrum baðstöðum — getur fólk næstum sparað sér föt. Kári: Verður það ekki ofraun fyrir náttúrlega menn? Fanney: Nei. — Þú veizt, að „leikur sér með ljóni lamb í Paradís". Þarna þarf ekkert fyrir lífinu að hafa annað en lesa ávexti af trjám og runnum, og hagstof- an hefir reiknað út, að á þennan hátt verði bezt séð fyrir fátækraframfæri þjóðarinnar. Kári: Enginn véfengir hennar útreikn- inga. — Ég hfeld að sveitirnar ættu að senda þangað þessar fáu hræður, sem þar eru eftir. Fanney: Já. Það er nú gert ráð fyrir því. En svo er nú annar kostnaður, sem hverfur. Ríkissjóður þarf eftir það aldrei framar að kosta nokkurn mann til dval- ar á baðstað erlendis. — Þetta heitir á fínu máli „planökónómí“. Kári: Hvað þýðir það á okkar máli? Fanney: Það þýðir sparnaður, maður. Kári: Já, rétt er það. Þeir eru altaf að brýna þetta fyrir manni í þingræðunum, blessaðir fulltrúarnir okkar, og ég segi bara það, ef þingmaðurinn okkar á ekki skilið að fá eitthvað af orðunum, sem sendar voru á heimssýninguna í Ameríku og gengu þar ekki út, þá veit ég ekki, hvar þær ættu að lenda. Fanney: Mér finnst nú kvenréttinda- konurnar mættu fá eitthvað líka. Kári: Það finnst mér alveg rétt. Þetta eru víst liprustu kvenmenn. En hvað gerðir þú í Reykjavík? Fanney: Ég er nýkomin heim frá út- löndum. Við vorum sendar út margar stúlkur. Kári: Sendar út? Hvað? (Háðslega) Já, náttúrlega til að útvega markað fyrir fisk. Fanney: Já, ég býzt við, að það geti haft mjög mikil áhrif á fisksöluna, því að þetta var eins konar landkynning. Ann- ars er það svo með okkur stúlkurnar í Reykjavík, að við höfum lítinn tíma til að vinna. En nú er bezt 'að hafa fata- skipti. En hvar er herbergið, sem ráðs- konunni er ætlað? Kári (vandræðalegur): Það er ekkert herbergi hér nema baðstofán. Fanney: Ég á altsvo að afklæða mig hér frammi fyrir ykkur. — Alt í lagi með það. Kári: Nei — nei. Við förum út. Fanney: O, verið þið bara kyr. Ég er ekki feimin. — En hvar á ég að sofa? Kári: í rúminu hérna á móti honum Frosta. Fanney: Á móti honum Frosta? Nei, það er nú heldur mikið af því góða. (Frosti kemur inn). Kári: Hann kemúr nú þarna. Fanney: Komdu sæll. Frosti: Komdu sæl. Fanney: Húsbóndinn segir að við eig- um að sofa hér hvort á móti öðru. (Kank- vís) Hlakkarðu ekki ofurlítið til þess? Frosti: Hu, hlakka til að hafa þessar kaupakonuvofur dansandi um pallinn, svo maður getur ekki sofið fyrir alls kon- ar ónota fylgjum. Fanney: Mér fylgir ekkert nema æska og sakleysi, karl minn. Ég skal sitja á rúmstokknum hjá þér og bía ofan á þig . ., þá dreymir þig vel. .-. Frosti: (Hálf óttasleginn). Þá, þá fæ ég óorð af þér, þó aö ég sé sára saklaus. Ég er þekktur fyrir það um alla sveitina, hvað ég er meinlaus við kvenfólk og mark- glöggur. Fanney: Og þú villt þá máske marka mig, svo að þú tapir mér ekki? Frosti: Ætli það yrði ekki saga til næsta bæjar, ef það sæi á þér eftir mig. Fanney: Frosti minn, hjálpaðu mér úr skóhlífunum. Frosti: Hu„ taka skó. Ekki nema það ,. Fanney: Já, gerðu eins og ég segi þér. (Hann færir sig nær henni með hálfum huga, og tekst heldur óhönduglega við . skóhlífarnar). Fanney: Kreystu ekki í sundur á mér leggina, en vertu ekki hræddur við mig. (Hlær). Þú færð ekki óorð af þessu. Frosti: Nei, ei . . En samt er ég hræddur um, ef hún Stína á Strýtu .. sæi .... Fanney: Þú ert trúlofaður henni Stínu á Strýtu. Frosti: Hver s^gir það? En ég get feng- ið hvaða stúlku sem ég vil í sveitinni. (Kári kemur inn). Kári: Hvað, hvað ertu að gera dreng. ... Frosti: (Rís á fætur). Stelpan skipar mér allt ....... Fanney: Ég er að kenna honum að um- gangast tignar meyjar. Kári: Ég hefði nú haldið, að það sé

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.