Tíminn - 24.12.1943, Síða 21

Tíminn - 24.12.1943, Síða 21
TÍMINN 21 JÓNAS BALDURSSON: Hin norræna bæn Gef oss land, gef oss land hins eilífa frelsis! Langt, langt á öldum frammi, fluttist Óðinn konungur ásamt nokkrum hinum goðbornu ásum austan úr Svíþjóð hinni köldu yfir til Svíþjóðar minni og annarra Norðurlanda. „Þeir hófu og kenndu íþrótt- ir þær, er menn hafa lengi síðan með far- ið,“ — segir 1 Heimskringlu. Hvort sem leitað er frétta hjá heiðnum sögnum um upphaf norræns atgjörfis eða stuðzt við raunsærri rannsóknir á mann- legri þróun, þá lifir jafnlengi orðstír þess kynþáttar, sem byggt hefir Norðurlönd um þúsundir ára, fyrir sakir líkamlegrar hreysti og andlegrar snilli. Það er þessi norræni kynþáttur, sem ætíð hefir átt eina ósk, ætíð beðið guði sína einnar bænar, og hún er sú, að mega vera frjáls, ráða yfir lífi sínu og löndum. Og til þess hefir hann ætíð beitt hreysti sinni og snilli, að þessi ósk mætti rætast, þessi bæn yrði heyrð. — Og þó, og þó hafa það orðið norræn örlög að bera út sín eigin börn, stýfa flugfjaðrirnar af svanavængj- um frelsisins. Þótt oft hafi orðið þáttaskipti í sögu hinna norrænu þjóða, frá því hún fyrst var skráð, þá má samt greina hana í þrjá megin kafla, eftir því, hvort þeir veittust að öðrum, vógust á innbyrðis, eða vörðust utan að komandi hættum. Þeir, sem heitast unna sjálfræðinu, eru all-ómildir við þá, sem þeim eru minni- máttar. Sú var raunin með vora fornu feð- ur. Þeir bjuggu langskip sín og knerri að mönnum, vopnum og vistum og lögðu í víkingaferðir yfir djúpmyrk úthöfin, herj- uðu fjarlæg lönd, hjuggu „mann og ann- an“, brenndu byggðir og hnepptu fólk í ánauð. Þeirra frelsi efldi sjálft sig með því að brjóta aðra undir bölvun ófrelsisins. Dvöl við konunglega hirð var takmark æskuframans. Hljóta sæmd og auð fyrir unnin hreystiverk, hvort sem þau kostuðu líf og blóð saklausra manna, var hið eftir- Ingólfshöfði (Framhald) gáfumaður, Sigurður Nordal, kveðið skýrt að orði um þetta mál, er hann segir: „Það, sem gerir, að íslendingar eru ekki í reyndinni sú kotþjóð, sem þeir eru að höfðatölu, er einmitt landið, strjálbyggð- in og víðáttan. Það væri óhugsandi, að svo fámennur flokkur gæti myndað sér- staka og sjálfstæða þjóð, ef hann væri hnepptur saman á svolítilli frjósamri og þaulræktaðri pönnuköku. Það er stærð landsins, sem hefir gert þjóðina stórhuga, erfiðleikar þess, sem hafa stappað í hana stálinu, fjölbreytni þess, sem hefir glætt hæfileika hennar......... Ef vér hugsum til að eyða hásveitir ís- lands að mönnum, þá er oss miklu nær að leggja í eyði landið allt. Enn er rými nóg i auðsælli löndum fyrir ekki tápminna fólk en íslendingar eru. En ef þjóðin kemst að þeirri niðurstöðu, að hér eigi hún að standa, af því að hún geti ekki annað — að hér sé sá hólmur, sem hún hafi verið sett á, af því að hlutverk hennar í heim- inum verði ekki annars staðar af hendi sóknarverðasta. Framgirnin brann í blóð- inu með óslökkvandi afli. Þannig var hrynjandin í frelsisóði forn- aldarinnar. Frelsið er í senn eftirgefanlegt og strangt Enginn er fyllilega frjáls nema hann hafi fullt vald yfir sjálfum sér, takmarki, at- hafnir sinar við það, að ganga aldrei á rétt annarra. Þetta boðorð hafa hin nor- rænu óskabörn frelsisins alltof oft brotið á sjálfum sér, þess vegna hafa þau ekki hlotið enn uppfyllingu sinna æðstu óska. Innbyrðis átök norrænna þjóða, hafa sorglega oft gefið sögu þeirra hinn myrka svip harmleiksins. Hvernig er hægt að biðja guð um frelsi, jafnframt því sem hann e^ beðinn um kraft til þess að geta kúgað, hvernig er hægt að vaxa að siðgæði, samhliða því sem siðalögmálið er brotið, hvernig er hægt að dýrka háleita hugsjón, sem svo er ófrægð í reynd? Slíkt ósam- ræmi launar bænina, hindrar vöxtinn, blindar hugsýnina. Allar tilraunir, sem Norðurlandaþjóðirn- ar hafa gert til þess, að drottna hver yfir annarri, og allt miskunarleysi, sem þær hafa sýnt hver annarri með yfirdrottnun, hefir verið hrópandi mótsögn við þeirra innsta eðli og göfugustu þrár, enda aldrei leitt til annars en sameiginlegs ófarpaðar. í mikilli gleði og mikilli sorg mætast sál- ir mannanna. Aldrei hefir verið magnaður myrkari galdur móti norrænum þjóðum en einmitt nú. Aldrei hafa ógnir ofríkisins sorfið fastar að sumum þeirra en á síðustu árum. En í sínum þyngstu þrautum hafa þær reynzt stærstar. Og nú, þegar sameigin- leg hætta ægir þeim öllum, þá finna þær betur en nokkru sinni fyrr, að frelsið er líf hvers m^ins." Þær finna nánar til skildleika síns, virða hver aðra af djúpri alvöru, sameinast í anda af meiri skilningi en nokkurn tíma áður, þar sem þær berjast allar sömu leyst — þá verður hún að fylgja þeirri trú eftir. Landvörn þjóðarinnar fer ekki einungis fram úti á miðum og í pólitískum ræðustólum. Nú er þörfin brýnust og bar- áttan hörðust til dala og fjalla, þar sem heiðabóndinn stendur gegn því að byggð- in færist saman og landið. smækki — þar sem Öræfingar hopa ekki á hæli, þó að Skeiðará brjóti landið neðra og jökullinn búi yfir ógnum sínum bak við fellin.“ (Vaka 1927 bls. 222 og 226). Eitt er víst, Öræfingar unna sinni eigin byggð, þótt einangruð sé. Þangað vilja þeir færa það af þekkingu og tækni hins nýja tíma, sem er undirstaða framfara og far- sælla lífs, án þess að gleyma því, hvað ís- lenzkt er. Á undanförnum árum hafa þeir alveg á eigin spýtur breytt orku bæjar- lækjanna í birtu og yl. Það er nokkur vott- ur um viðleitni þeirra til þess að láta ekki baslið smækka sig. Mitt í kyrrð en frelsi Öræfanna fagna þeir nú sem fyrr boðskap jólanna — fegursta boðskapnum, sem birt- ur hefir verið á þessari jörð. baráttunni, biðja allar sömu bænarinnar: að eignast frelsi og sjálfræði yfir lífi sínu og löndum. í heiðni trúðu menn á Ragnarök — lok heimsins. Trúðu því, að jörðin sykki í hin miklu djúp, en stigi aftur upp ný og iðja- græn, fögur og frjósöm. Hafi no.kkru sinni verið horfur á alda- hvörfum í Mannheimum, þá eru þau nú. Geti siðleysi og spilling gengið svo langt að þau sökkvi hinum gamla heimi ójafn- aðarins í sortann, þá sekkur hann nú. Hin norræna bæn um frelsi, frelsi þjóða og landa, er og verður ekki aðeins borin fram í hljóði við æðri völd, hún verður heróp þess tíma, sem koma skal. Hún höfg- ast í máttugan, norrænan vilja, vilja til þess að reka allt hið illa og ósiðlega af höndum sér, vilja ,sem þekkir lögmál hins stranga frelsis •— virðir allra rétt. Eignist allir norrænir menn þenna mátt- uga vilja og beiti þeir allri sinni líkamlegu hreysti og andlegu snilli í þjónustu hans, þá munu gervöll Norðurlönd hefjast í heiði hins eilífa frelsis. Það er vort sameiginlega, mikilvæga markmið. — Það er vort jólaljós. GLEBILEG JÁL ! Ábur&arsala ríkisins Grœnmetisverzlun ríhisins | GLEBILEG JÁL! f f tltvarpsviðfierðarstofa j f Ottó B. Arttar j !_________________________o_\ GLEÐILEG JÁL! GEFJl/JV

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.