Tíminn - 24.12.1943, Qupperneq 31
T í M I N N
31
Idá Drangsholt:
Ejrnalokknrinn
„Svona nú, Litli-Jarpur, þú mátt ekki
éta ermina mína, ég skal heldur gefa þér
sykurmolann þinn,“ sagði Wenche og
strauk Litla-Jarp um makkann. Folinn
hnusaði varlega með flipanum í lófa ungu
stúlkunnar.
Það var gengið hægt um hesthúsdyrnar
og hár, dökkhærður piltur kom inn. Hann
staðnæmdist í ganginum og horfði með
aðdáun á ungu stúlkuna uppi í básnum.
Ljóskerið varpaði flöktandi bjarma á hið
hrokkna, gullbjarta hár hennar, er var
bundið saman með kornbláu silkibandi í
hnakkanum. Það glitraði á hálsmenið og
skein á naktar axlirnar upp úr silkikjóln-
um, er lá í fellingum um hinn grannvaxna
líkama hennar. Wenche sneri sér við, er
hún heyrði fótatakið.
„Nei, hvað þú ert falleg, Wenche. Ég var
einmitt að óska þess, að þú myndir eftir
sykurmolanum handa Litla-Jarp í kvöld
eins og endranær.“
„En átti ég þá ekki líka að efna það,
sem ég lofaði þér, að þú skyldir fá að sjá
mig í dansskrúðanum?"
„Hvað þú varst væn að koma, elskan,“
sagði hann og kyssti á hönd hennar, sem
hvíldi á makka hestsins. „Mikið, að þú
skyldir ekki gleyma mér í allri dýrðinni.“
„Gleyma þér? — Nei, Hermann." Hún
strauk blíðlega um álútan koll hans. „Ég
sakna þess svo mikið að fá ekki að dansa
við þig í kvöld.“
„Ég sómdi mér víst illa meðal ellra ein-
kennisbúninganna," sagði hann og brosti
hálfnapurlega.
„Þetta mátt þú ekki segja, Hermann,
það er aðeins af því, að Jetta frænka þekk-
ir þig ekki nógu vel. En nú verð ég að
flýta mér. Gestirnir geta komið á hverri
stundu.“ Wenche tiplaði varlega yfir flór-
inn í hesthúsinu.
,Nei, en hamingjan góða! Þú ert á silf-
urskóm í hesthúsinu, elskulega tindiltát-
an mín,“ tautaði hann, þreif hana í fang
sér og bar hana út úr hesthúsinu, yfir
myrkan húsagarðinn heim að húsniu, sem
gnæfði hvítt og rismikið með tindrandi,
rauðleit ljós í hverjum glugga.
Hann lét hana úr fangi sér á tröppurnar,
og hún vafði hann örmum og grúfði höf-
uðið að brjósti hans.
„Flýttu þér nú, svo að þér verði ekki
kalt. Ég geng hér fram hjá einhvern tíma
í kvöld til að vita, hvort ég sjái þér ekki
bregða fyrir inn um dyrnar á svölunum.“
Augu hennar ljómuðu, er hún hljóp inn
<um anddyrið og upp stigann.
„Hefir þú beðið eftir mér, frænka?“
„Já, sannarlega. Gestirnir geta komið á
hverri stundu. Hvar í ósköpunum hefir þú
verið?“
„Ég skrapp bara út í hesthús með sykur-
mola handa Litla-Jarp.“
„Það er meiri áhuginn, sem þú hefir
fengið fyrir hestunum í seinni tíð.“ Jetta
frænka leit rannsakandi augum á ungu
stúlkuna. „Hann er annars allra snotrasti
og geðugasti piltur, nýi ráðsmaðurinn.“
„Hvað ertu að segja,“ stamaði Wenche
og roðnaði.
„Ég ætla aðeins að minna þig á það,
Wenche, að það eru þegar nógu margir í
ættinni, sem hafa tekið niður fyrir sig.“
„Þú átt við mömmu.“ Wenche leit ásök-
nuaraugum á frænku sína. „Mamma hefir
nú alltaf verið 'ánægð, en hefir þú verið
það, frænka?“
„Sei, sei, Wenche, vertu nú róleg. Ég
hefi að minnsta kosti gert skyldu mína.
Hefði ég farið að eins og móðir þín, væri
ættaróðalið fyrir löngu síðan gengið úr
greipum ættarinnar."
„Ég veit það.“ Wenche stóð og starði
niður í skartgripaskrínið. „Hvað er þetta
frænka?“ Hún tók smáhlut upp úr skríninu
og hélt honum upp á móti ljósinu á nátt-
borðinu. „Nei, hvað þetta er fallegur eyrn-
alokkur.“ Hún bar hann upp að eyranu
september. Eftir það voru þær mjólkaðar
einu sinni á dag til októberbyrjunar. Tvær
mjaltir voru þær mjólkaðar út ágúst á
hverju máli, og var það kallað fyrir og
eftirmjölt. Til þess að þekkja þær ær,
sem mjólkaðar voru í hvorri mjölt, var
fingri drepið ofan í mjólkurskjóluna og
slett á hrygg hvorrar ær, sem mjólkuð
var. Aftari slettan táknaði fyrri mjölt, en
sú fremri seinni mjölt. Venjulegast var
ánum smalað kl. 9 á morgnana og 8 á
kvöldin. Einhvern af síðustu dögunum,
sem ærnar voru mjólkaðar, átti smalinn
ráð á mjólkinni. Var mjólkin þá soðin,
og var það kallað sauðaþykkni, eða honum
var gerður ágætlega góður grautur úr
henni. Gaf hann öllu heimafólkinu af
þessari kræsing með sér.
Við fréfærurnar eru bundnar ýmsar
minningar liðinna ára, þó að það slægi á
strengi tilfinninga hjá sumum að sjá
lömbin tekin frá mæðrunum og rekin
vægðarlaust frá þeim, þá var það bót í
máli, að fráfærulömbin fengu oftast að
lifa að haustinu, og það var þeim nokkur
huggun, sem höfðu tilfinningu með þeim.
Fráfærurnar hafa horfið úr okkar at-
vinnuháttum eins og margt fleira með
breyttum tíma. Mér þótti það alltaf í sam-
ræmi við sveitalífið, þegar ær voru reknar
á kvíaból. Þess vegna sé ég eftir, að þær
skuli hafa lagzt niður.
oftast kallað, þó að ég hafi nefnt það hér
að framan Breiðabólstaðarfjall). Geystist
þá hver fram fyrir annan, unz heim var
komið. Morguninn eftir fráfærudaginn
var snemma vaknað til þess að mjólka
ærnar. Voru þær þá reknar i sömu réttina
og kvöldið áður og mjólkaðar þar. Allar
héldu þær sig við stekkinn um nóttina.
Þurfti því ekkert að hafa fyrir smala-
mennsku þann morgun. Þennan morgun
kom venjulegast fremur lítið úr ánum, og
var það kallað sáramálið. En næsta kvöld
var kallað fíflamálið. Það málið kom mest
•úr ánum allan mj altatímann, og þótti
gott, ef mörk kom þá úr ánni til jafnaðar.
Ærnar voru mjólkaðar í svo kölluðum
færigrindum. Þær voru gerðar á þann hátt,
að þrjú borð, fimm til sex þumlunga breið
bg 3—4 álnir á lengd, voru negldar á uppi-
stöður eða oka, sem kallaðir voru. Borðin
voru greypt þykkt sína inn í okann og
rammlega negld. Síðan voru grindurnar
bundnar saman á okunum, hver við aðra,
annað hvort með vír eða kaðli, og látnar
mynda hring, en teknar opnar á einu horn-
' inu, þegar inn í þær var rekið eða út úr
þeim hleypt. Daglega eða jafnvel tvisvar
á dag voru þær færðar til eftir því, hvað
mikið tað safnaðist í þær. Tala grind-
anna fór eftir því, hvað margar ær voru
mjólkaðar í þeim. Ærnar voru mjólkaðar
bæði kvölds og morgna fram yfir miðjan
%Dlbeínn Tiögnason:
Mnnarmold
Þótt maðurinn sé moldu frá,
að moldu verði hinzt,
þá aðeins heimamoldin má
þó manninn hræra innst.
Þar aðeins manni er moldin hlý
og moldarbragðið sætt,
þar aðeins veit hann virðing í
að vera af hennar ætt.
Því heimamold er annað allt
en önnur mold á jörð.
Frá henni andar aldrei kalt —
hún ein er þannig gjörð.
Hún megnar ein þann færa frið
og fögnuð, er með þarf,
ef hún varð fyllri og frjórri við
þá fórn, er bjó þitt starf.
Hve áhrif hennar eru sterk
í æskudagsins sól
að draga fram til dáða verk
og draumsins bjóða skjól.
Hún ein er hlý og heil og góð,
en hörð og ströng um leið.
Hún yrkir mannsins æviljóð
með undarlegum seið.
Þá talar móðir blítt við barn,
sem burtu hvarf um stund,
en engin brigð né hugarhjarn
þar hafði fest í lund.
Við óhapp hafði ekkert misst,
en aðeins færzt í lag.
Svo heilög moldin hinzt er kysst
hinn hlýja fyrir dag.
í fjarlægð, mold, svo finna þig
sér faðminn bjóða senn,
í vaxtaræsku að vita sig
þar vera að störfum enn,
það þrek fær barni þínu veitt
um þunga vökunótt,
er bíður þess með bakið þreytt
að blunda sætt og rótt.
Sá snauður er, sem enga á
sér ástarmold — né garð,
sem hann með trega hverfur frá,
ef hann það gera varð.
Og hann, sem fann ei moldannátt
sig mildan draga neinn,
þótt hann sé glaður, hann á bágt,
því hann er meira en einn.
til að sjá, hvernig hann færi. „En áttu
ekki annan á móti?“
„Nei.“
Wenche leit undrandi upp. Frænka var
óvanalega mild i máli.
„Hefir þú týnt honum?“
„Nei, ég hefi gefið hann.“
Wenche sá í speglinum, að augu frænk-
unnar urðu gljáandi og fjarræn, og hún
roðnaði alveg upp í hársrætur.
„Ég gaf hann einu sinni og hefi aldrei
séð hann síðan,“ hvíslaði frænkan skjálf-
andi rödd, og skeifa myndaðist um munn-
inn, sem að jafnaði var nokkuð hörku-
legur.
„Oh, frænka mín,“ sagði Wenche og lagði
hið unga andlit sitt að hrukkóttum vanga
frænkunnar.