Tíminn - 24.12.1943, Side 33
I
TÍMINN
33
Kaupfélag Austur-Skagfírðínga,
HoSsós. Sioinselt 1919
StarSrækír kjötbúd á SígliaSirdi
Heiðruðum viðskiptavinum vorum viljum vér benda á, að vér höfum jafnan fyrirliggjandi
allar fáanlegar tegundir af erlendum og innlendum nauðsynjavörum.
Rekum hraðfrysti- og sláturhús.
SaiiiviniiiiEiienii! Munið, ad kaupfélagið er yðar verzlun.
Geymið sparifé yðar í Innlánsdeild félagsins. Þannig tryggið þér bæði yðar framtíð og
félagsirj^s.
Þökkum viðskiptin á hinu líðandi ári.
g»feðtfeg jóf!
gtarfceft homanði dr!
Jettu frænku varð ekki svefnsamt þá
nótt. Að undanskildu dálitlu brunasári á
handleggnum, amaði ekkert að Wenche, en
það setti hroll að henni, er hún hugsaði til
þess, sem hefði getað skeð. Hún tók eld-
tengur og skaraði í eldinn. Svo sneri hún
nokkrum eplum, sem snörkuðu á ofninum.
Jetta frænka vissi varla, hvaðan á sig stóð
veðrið. Henni var orðið órótt innan brjósts.
Úti hlóð niður snjó, er lagðist hljóðlega
að hinum litlu blýgrópuðu gluggarúðum.
Jetta dró tjöldin betur fyrir gluggann og
hreiðraði um .sig á legubekknum.
Hún hafði gert ráðsmanninum boð að
finna sig. Þetta var sennilega alvarlegra
milli hans og Wenche en hún hafði ímynd-
að sér. Hann var nú geðugur piltur. Eng-
« inn skyldi neita því. En það hvíldi svo
mikil ábyrgð á henni.
Hún hallaði sér betur upp að sessunni
með perluísaumnum. Það skíðalogaði á
birkikubbunum, og lagði rauðleita glætu
frá ofninum á stóra spegilinn, sem hékk
milli fjölskyldumyndanna á veggnum
andspænis ,yfir skattholinu. Það kom
værð yfir Jettu frænku, og hún hvarf inn
á land draumanna.
Hana dreymdi, að hún var orðin ung í
annað sinn í hvítum silkikjól með breitt,
blátt belti um mittið, og henni fannst sem
hún væri að dansa við Hermann og hann
horfði á hana tinnudökkum augum. Svo
gengu þau inn í litla herbergið, og hún
hallaði höfðinu að öxl hans. „Nei, en Iler-
mann, nú er farið að spila keðjudans.
Okkar verður saknað, ef við komum ekki.“
Hún lyfti höfðinu, en eyrnalokkurinn
hennar sat fastur í axlaskúfnum á ein-
kennisbúningnum hans. Hún hálfroðnaði
við ,er hann 'laut höfði og kyssti hana á
eyrnasnepillinn. „En eyrnalokkinn á ég,“
sagði hann brosandi og stakk honum í
brjóstvasa sinn. Ég ætla að geyma hann
sem tryggðapant fyrir loforði þínu, sem
þú gafst mér í kvöld, og meðan þú heimt-
ar hann ekki af mér, veit ég að þú mun-
ir elska mig.
Dyrnar opnuðust hljóðlega. „Farðu ekki
frá mér Hermann,“ tautaði Jetta frænka
í hálfum hljóðum og breiddi út faðminn.
„Nei, ég fer ekki ,frú Jetta, því að ég
var að koma í þessum svifum,“ var svarað
djúpri rödd. Frænka hrökk við með stír-
urnar í augunum. En hvað var þetta, sem
glitraði svona fyrir augum hennar? Jetta
frænka starði galopnum augum. í dökku
hálsbindi glitraði eyrnalokkurinn, sem
hún hafði ekki augum litið síðan kvöldið
góða fyrir 40 árum. Roðasteinninn glitraði
með hlýlegum blæ, greyptur milli fjög-
urra gulllaufa.
Jetta frænka reis upp náföl og benti á
hann.
„Hvaðan hafið þér fengið þetta?“
„Frá Hermanni móðurbróður mínum,
lofsællar minningar.“
„Var hann móðurbróður yðar?“
„Já, og ég heiti Hermann í höfuðið á
honum. Á dánardægri sínu gaf hann mér
eyrnalokkinn og sagði, að sér þætti vænzt
um hann af öllu, sem hann ætti, því að
hann hefði fengið hann að gjöf hjá æsku-
unnustu sinni, og hann væri trygging fyr-
ir því, að ást þeirra hefði ekki kulnað þótt
leiðir þeirra hefðu skilizt.
„Sagði hann það?“ — Jetta frænka greip
í handlegg unga mannsins. — „Guði sé
lof— Þá hefir hann skilið ,að það voru
ekki tilfinningar mínar, sem brugðust,
heldur skyldan, sem bauð mér.
Far þú nú inn til Wanche litlu. Hún bíð-
GLEÐILEG JÓL!
HAMAR h.f.
GLEÐILEG JÓL!
« Dósaverksmiðjan h.f. H
H ' *:
H , H
« H
H
jnnnntjjmnn
H
GLEÐILEG JÓE !
I
II
Guðm. Þorsteinsson,
quflsmi&ur H
H
ur áreiðanlega. En láttu mig fá eyrna-
lokkinn. Mig langar til að sitja hér stund-
arkorn og láta mig dreyma. Svo skal ég
gefa Wenche báða lokkana, þegar þið
giftið ykkur.“
Svo hallaði Jetta frænka sér aftur á
bak í legubekknum og þrýsti roðasteinin-
um að vörum sér.