Tíminn - 24.12.1943, Qupperneq 38

Tíminn - 24.12.1943, Qupperneq 38
8 T f M I N N Kaupiélag Hallgeírseyjar Arnarhvoli 19 2 0 --- 19 4 3 Fyrir daga Kaupfélags Hallgeirseyjar, og þó nánar tiltekið Kaupfélags Eyfellinga, sem stofn- að var árinu áður, og varð undanfari Kaupfélags Hallgeirseyjar, varð allur austurhluti Rang- árvallasýslu að sækja verzlun til Víkur í Mýrdal, Vestmannaeyja, að Eyrarbakka og Stokkseyri eða til Reykjavíkur. Á þeim árum voru Þverá, Álarnir, Affallið og Markarfljót öll óbrúuð. Kaupfélag Hallgeirseyjar byggði starfsemi sína upphaflega á aðdráttum sjóleiðina, þótt dýr og ótrygg væri, og skyldu Vestmannaeyjar vera umskipunarstöð. Þetta reyndist dýrt. „Borg“, skip sem ríkið átti, var fyrsta millilandaskipið, sem flutti vörur beint frá útlönd- um upp að Söndunum. Þetta var árið 1924. Næsta ár var neitað um aðstoð þessa skips til aðdrátta að hafnlausu ströndinni. En þá heppnaðist Sambandi ísl. samvinnufélaga að út- vega eimskipið „Björkhaug“ til þessara flutninga. En mikil viðurlög skyldu greidd, ef skipið yrði ekki affermt á 12 dögum á samtals sex a ffermingarstöðum kaupfélaganna í Rangár- valla- og Skaftafellssýslu. Þá var það, sem ráðamaður Kaupfélags Hallgeirseyjar sagði við sjálfan sig: „Það mætti ekki minna vera, en að fólkið á hafnlausu ströndinni fengi vörurnar einu sinni á ári með áþekk- um kjörum og aðrir Iandsmenn“. Bænarskrá var samin og send Alþingi um að það semdi um að Eimskipafélagið tæki að sér áhættuna við brimið, og sigldi síðan einu sinni á ári að söndunum í þessum tveim sýslum. Samningarnir tókust, og var þetta á við „hafnir“ fyrir þessi byggðarlög, þegar mest á reið, og verið var að draga að ársforðann af allri algengri þungavöru. Uppskipun hlaut alltaf að verða dýr. Og þegar vötnin voru brúuð og bifreiðasamgöngur hófust fyrir alvöru, varð sjó- leiðin ekki samkeppnisfær. Þá flutti Kaupfélag Hallgeirseyjar upp í Hvolhrepp og situr nú þar á krossgötum. — Rangæingar munu minnast eins og annars um það, sem orðið hefir þeim til hagsbóta, og rekja mætti til samstarfs þeirra í Kaupfélagi Hallgeirseyjar. Eflið þetta samstarf! Skipið ykkur æ fleiri, og æ fastar í félagið, svo það megi orka sem mestu um hvers konar félagsleg úræði fyrir byggðarlagið. En minnist þess, að maðurinn lifir ekki af einu saman brauði. Fjárhagslegur árangur, SANNVIRÐIÐ, sé undirstaða hvers konar menningarframfara. Það er innsti kjarni samvinnunnar, kjarninn, sem gerir hana volduga, sterka og ævarandi. Gleðileg jól! Gott ár! Þökk ivrír samstariið! KAUPFELAG HALLGEIRSEYJAR.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.