Tíminn - 24.12.1948, Page 7
J'ÓLABLAÐ TÍMANS 1948
7
þá heldur segja, að hann hafi verið með afbrigðum
skyggn og draumspakur. Vitaskuld var þankaflugið
mikið, og hann kann að hafa verið gjarn á að ýkja —
sérdeilis fyrir það, að þetta var svoddan fjör- og líf-
maður, en það hygg ég, að mér væri óhætt að láta
rista eftir mér í hellubjarg, að vísvitandi hafi sá mað-
ur ekki tekið ósatt orð í sinn munn, og rétt skoðað
hafi ailtaf verið fótur fyrir því, sem hann fór með.
En satt er' það, að yfirmáta gat bæði hann og þaö,
sem hann sagði og gerði, komið manni kúnstuglega
fyrir.
— Plann hefir náttúrulegá séð dauða menn?
— Hvort hann sá! Stundum, þegar við vorum að
ganga sjávargötuna, hvítbjarta vornóttina, þá eins
og hrinti hann frá sér, þar sem hann skundaði í far-
arbroddi, og mælti um leið:
— Nú þykir mér þið standa fullþétt, piltar mínir!
Við sáum ekki neitt.... Það voru annars veggja-
brot, utarlega í túninu á Töngum, sýndust vera í fír-
kant, og svo voru einhverjar þúfnaleifar innan þess-
ara fornu veggja. Þetta var sagður gamall kirkju-
garður, var gamalla manna mál, að þegar mest hefði
verið útræðið á Töngum á fyrri öldum, þá hefði verið
þar bænhús. Þar hefðu prestar sungið messu einu
sinni eða tvisvar á vertíð, og þar hefðu verið jarð-
sungin sjórekin lík og eins þeir, sem veiktust og dóu
í verinu og voru langt að. í norðvestur hörninu á
þessum garði var reitur — það er nú kannski búið
að umturna þessu nú — sem kallaður var Flandrara-
reitur. Þar var sagt, að grafin hefði verið átján manna
skipshöfn af franskri skonnortu, sem lent hefði. upp
í brotið fram af Tangatánni.... Einu sinni kemur
hann inn til okkar, Hákon bóndi, þegar við erum að
hátta, og segir:
— Nú er mikið um að vera hjá þeim frönsku. Nú
standa þeir allir átján við færi á veggbrotinu, sem
veit niður að sjónum, og eru að dorga, og þarna
draga þeir hann rígroskinn upp á vegginn .... Verður
ekki sjóveðrið okkar í fyrramálið, piltar!
Og hvað heldurðu, Hvítur minn? Þó að bezta og
blíðasta veður væri um kvöldið, þá rauk hann upp
undir morguninn af hafnorðri með því ógnarbrimi,
að það var grasganga á Mölunum, fórst þá hérna út
af danskur saltgalías, sást frá orlögsmanninum
franska, þegar hann fór niður. Og rétt eftir að ég
var farinn heim til sláttarins, rak tvo þá dönsku
upp í vararvegginn á Töngum.
En nú verö ég að stinga upp í mig svörtum spotta, —
svo skal ég segja þér sögukorn, sem ég ætla þér að
muna, garmurinn.
Hann paufaðist niður í vasa sinn og tók upp í sig,
og svo hélt hann áfram, enda sagöi ég ekki orð til
þess að vera viss um að hleypa ekki í hann neinum
dinti — enda bezt, því að nú fór heldur að gráma í
lofti, svo að bráðum kallaði veiðiskapurinn.
— Fyrra vorið, sem ég reri hjá honum, fluttist til
þeirra hjóna gamall og hrumur einstæðingur — flutt-
ist, segi ég, já, það var nú eins og það var: Hún sótti,
hann inn að Lambastöðum, hún Sæhildur.
— Hét hún — já, hún hét Sæhildur, konan hans?
— Jú, var látin heita í höfuðið á hafmeyju, sem
bað hana móður hennar um nafn, en Hákoni var
ekkert vel um nafnið, sagði það væri vont í draumi —
í sæ, í sæ, i sæ, sagði hann, — og hildur — þáð væri
orrusta, ævinlega líka fyrir vondum sjó og veðri að
dreyma þetta nafn, og einmitt vegna þess, hvað hon-
um var meinlega við nafnið, var það, að hann kall-
aði konuna alltaf Dúfu — eða dúfuna sína.
Jæja, já. Hún Sæhildur kom einu sinni niður a'S
sjó, þegar við komum í land, og hann fór nú og
kyssti hana, eins og hans var vani — og svo sagði
hún rétt si svona:
— Hann biður kærlega að heilsa þér, hann Mangí
gamli Vigdísarson. ...
Hann var skrifaður þetta, því að hún hafði ekki
getao feðrað hann, hún móðir hans, vesalingurinn.
Hann var kominn niöur að bátnum, Hákon, leit
nú til dúfu sinnar.
— Hvað ertu að segja, kona?
— Það datt í mig í morgun að taka hann Rauð og
hana Blesu og sækja þennan aumingja, kom hérna
maður í gær, sem hafði komið við á Lambastöðum
og enginn verið í bænum, svo að hann hafði haft tal
af gam!a manninum. Þar var ekkert ofsagt: Það er
konungi musteristimbrið með olíunni.
Sennilega notaði Jakob hana einnig, er
hann hellti olíu yfir steininn, sem hann
hafði undir höfðinu, þegar hann
dreymdi himnastigann og fékk fyrir-
heitið. Olífurnar eru bláleitar og líkjast
plómum. Salomon konungur lýsir .sjálf-
ur ræktunarframkvæmdum sínum: Ég
gróðursetti vínvið og gerði bæði trjá-
garða og urtagarða, ég gróðursetti
allskonar ávaxtatré og gerði vatnsþrær
til að vökva úr gróðurinn.
Enginn veit hvað lífsinstréð hefir ver-
ið, en sumir geta þess til, að þar sé átt
við döðlupálrnana. Hann er enn aðal
matartré vinjanna í eyðimörkinni og
fæðir milljónir manna. Úr stofni
döðlupálmans er unnið arrakvín. Það
er enn drukkiö á Indlandi og víðar.
Gæti pálmavínið verið sterki drykkur-
inn, sem um getur í dómarabókinni
XIII. 4. og viðar. Fikjutrjáa er oft get-
ið. Adam og Eva gerðu sér mittisskýlur
úr fíkjuviðarblöðum, eftir syndafallið,
sennilega úr blöðum Sykamare trésins.
Það er 12—15 m hátt og ber fjölda
fremur lélegra ávaxta. Amos spámaöur
ræktaði það og safnaði ávöxtunum.
Venjulegt fíkjutré var einnig ræktað.
Ýmsar sígrænar eikartegundir vaxa í
landinu helga. Er eikin oft nefnd í ritn-
ingunni og virðist hafa verið rnikils
metin sökum stærðar, endingar og ald-
urs. Hún er líka skuggasælt tré og það
þykir gott í sólheitum löndum. Eik
Abrahams er fræg, sbr. komu englanna
til hans í Mamhres-lundi. í Mósebók
XXX., 37., segir frá slægvizku Jakobs.
Og Jakob tók sér stafi af grænni ösp
hestlivið og hlyni; skóf á þá hvítar rák-
ir og lagði stafina í vatnsþrærnar þar
sem féð kom að drekka um fengitím-
ann. Ætlaðist Jakob til, að fleiri af
lömbunum yrðu þá mislit en ella, en
honum báru mislitu lömbin, samkvæmt
samningi við Labar. Hlyntré ritningar-
innar mun raunar vera platantré en
ekki hlynur sá, sem við þekkjum með
því nafni og hér vex í görðum. .Vaxa
platantré víða í Palestínu og Libanon.
Hestlitré ritningarinnar mun*heldur
ekki vera hesli það, sem notað var til að
hasla völl með til forna og við stund-
um etum hnetur af, heldur sennileg-
ast möndlutré, sem enn vex þar eystra.
Jesaja spámaður ræðir um trjágróður
(XLI., 19.) og leggur drottni orð í munn:
Ég læt sedrustré, akasinutré, myrtutré
og olíutré vaxa í eyðimörkinni og kýp-
rustré, álmtré og buxtré spretta hvert
með öðru á sléttunum. Buxtré eða harð-
viður (Buxus sempervirens) er notað til
smíða. Hin eru alkunn. í Jobsbók (XXX.,
4.) stendur svo um soltna menn: Þeir
reita hrímblöðku hjá runnunum og
gýfilrætur eru fæða þeirra. Og síðar
stendur: Undir netlunum safnast þeir
saman, milli runnanna rymja þeir.
Hrímblöðkutegundir vaxa hér í fjörum
allvíða. Netlur stinga og brenna illilega,
ef við þær er komið, eins og alkunn-
ugt er. Tvær tegundir vaxa hér á landi.
Gýfill (Genista eða Ratama), er útlend
jurt með eitraðar rætur. Sennilega hefir
það verið sníkjujurt ein (Gynomar-
ina), sem etin var. Hún vex hjá gýfil-
rótum. Mórberjatréð, sem um getur hjá
Samúel mun í rauninni hafa verið ösp,
eftir frásögninni að dæma. „Ég læt það
ske þegar þú heyrir skrjáfið í toppi
mórberjatrjánna“. Espilaufin skrjáfa
viö minnsta blæ, en það gera mórberja-
blöð ekki. Amos spámaður getur jurta-
sjúkdóma (IV.): „Ég refsaði yður með
sótsvepp, korndrepi og gulnan og eyddi
aldingarða yðar og víngarða. Engi-
sprettur uppátu fíkjutré yðar og olíu-
tré. Hvað nagarinn lét eptir, át engi-
sprettan. Það, sem hún leifði, át aldin-
barri og það, sem þá var eftir, át
kornormurinn." Jurtasjúkdómar hafa
auðsjáaniega herjað frá alda öðli.
Fræg er frásögnin um „Manna", sem
rigndi af himni og forðaöi ísraels-
mönnum frá sulti í eyðimörkinni. —
Segir svo í Mósebók (II.,16.): „Um
morguninn var döggmóða umhverfis
tjaldbúðirnar. En er upp létti dögg-
móöunni, lá eitthvað smákornótt yfir
eyðimörkini. Þunnt eins og héla á
jörðu? "Móses sagði ísraelsmönnum að
safna því saman og eta, en þeir máttu
ekki ieifa af því til morguns. Sumir
geymdu það samt til morguns, en þá
fúlnaði það og kviknuðu maðkar í því.
Þegar sólin skein heitt, bráðnaði það.
Það var hvítt — likast kúrennufræi og á
bragðið eins og hunangskaka.“ Þetta
Manna liélt lífinu í ísraelsmönnum á
eyðimerkurreiki þeirra í 40 ár. Mörgum
getum hefir verið að því leitt hvað
Manna hafi í raun og veru verið. Sumir
álíta það skófnategund eina æta (Le-
canora esculenta), sem viða vex á stein-
um og klettum í Vestur-Asíu og myndar
stórar breiður. Stormar losa hana oft,
sundra og þeyta í loft upp. Getur henni
síðan rignt af himnum þegar lægir. En
þessi Mannaskóf eða flétta hverfur
ekki með dögginni í sólskini, maðkar
heldur ekki né fúlnar á tveimur dögum.
Tamariski runninn kemur líka til greina.
Á ákveðinni árstíð borar skordýr smá-
holur í stofn hans. Út um holurnar
seytlar hunangskendur vökvi. Arabar
safna vökvanum og nota hann líkt og
hunang eða gera úr honum kökur og
telja mesta- hnossgæti. (En verzlunar-
varan Manna er unnin úr asktré). Al-
hagi-baunarunninn kemur einnig til á-
lita. í sólarhitanum drýpur úr blöðum
hans og stofni sætur, gúmmíkendur
vökvi, sem brátt storknar. Er hann
nefndur Manna, runnarnir hristir og
vökvanum safnað. En afurðir þessarra
þriggja plantna mundu hvergi nærri
nægja til að fæða tvær til hálfa þriðju
milljón manna, en svo fjölmennir munu
ísraelsmenn hafa verið. Samkvæmt
ritningunni mundu þeir hafa þurft um
tvær þúsundir smálesta á dag. Líkleg-
ast er kannske til getið, að Manna hafi
verið sveppir. Ferðamenn lýsa svipuðum
fyrirbærum og ritningin greinir — frá
svæðinu við Tanganyika vatnið í Af-
ríku. Var þar um sveppi að ræða.
Liljur eru oft nefndar í ritningunni. í
fjallræðunni segir: „Gefið gaum að lilj-
um vallarins, hversu þær vaxa, hvorki
vinna þær né spinna, en ég segi yöur,
Salómon í allri sinni dýrö var ekki svo
skrýddur sem ein af þeim.“ Ef til vill
hafa liljur ritningarinnar verið sam-
nefni ýmsra fagurra, opinna blóma, en
ekki það sama og við köllum liljur. Ad-
onis, skógsóleyjar (Anemónur), sverð-
liljur o. fl. skrautjurtir eru algengar í
landinu helga. Fallegu skógsóleyjarnar
marglitu, sem hér eru ræktaðar til
skrauts í görðum, geta vel verið „liljur
vallarins". Vex mikið af þeim á Olíu-
fjallinu og víðar í landinu helga. Liljur
eru nefndar í Konungabókunum og voru
notaðar í musterinu, sem skraut á súlur.
Það gætu hafa verið vatnasóleyjar
(Nymphaea). Blóm þeirra eru mjög
stór og skrautleg og fljóta á vatninu.
Fornar egypskar myndir benda til þessa.
í Ljóðaljóðunum (II.) stendur: „Ég er
narissa á Saronvöllum, lilja í dölunum."
Hvitasunnuliljutegund ein (Tazettur)
vex mikið á Saron-völlum enn þann dag
í dag. Er það eflaust narsissan eða
„rósir“ frá Saran. Ýmsar fleiri jurtir og
jurtaafurðir eru nefndar í Ljóðaljóðun-
um, t. d. nardusgrös og nardussmyrsl,
myrra, kýprustré, apaldur, epli, sedrus-
viður, vínviður, rúsínukökur, fíkjur,
granatepli, krókus, safran, kanel, kal-
amus, alóe (drekablóðstré), balsam,
kryddjurtatréð, hnotgarður, pálmaviður,
kýprusblóm, ástarepli, kryddvin og
kjarneplalögur. Allt nefnt sem samlík-
ingar, er unnustinn og unnustan dást