Tíminn - 24.12.1948, Síða 9

Tíminn - 24.12.1948, Síða 9
9 JÓLABLAÐ TÍMANS 1948 Hann fór að anda með sogum — og svo rétt á eftir að kippast til. En við skiptum okkur ekkert af honum, héldum áfram að draga, en drógum hægt, því að ekk- ert lá á og við hugsuðum sem svo, að það væri rétt að sjá, hvort skorna beitan entist ekki meðan hann lúrði, yrði varla það lengi. Rétt strax fór hann svo að anda eðlilega, og um leið hætti hann þessum rykkjum, sem voru sannast að segja dálítið leiðinlegir, næstum því að maður gæti haldið hann vera að fá krampa. En svo liðu þá ekki nema nokkúr augnablik, þangað til hann þaut upp, og um leið var hann rok- inn undir lóðina og farinn að beita. Ég hugsa það hafi aldrei verið yfir tíu mínútur, frá því aö hann fleygði sér út af og þar til hann vaknaöi. Hann beitti nokkra öngla, en nam síðan staðar, sagði ámóta og hann hefði brugðið sér aftur í stafn- lok með sendibréf, sem hann hefði allt í einu munaö sig hafa stungið óopnuðu í vasa sinn: — Ég segi ykkur mannslát. Við litum allir á hann, en sögðum ekkert, biðum. Og svo kom í sama tón: — Hann er dáinn, þessi vesalingur, hann Magnús gamli. — Hvaða Magnús? spurði annar vinnumaöurinn — með hugann allan inni á sveit. — Hann Magnús hérna — jólagat, sem þeir kölluðu. — Hann Mangi gamli — aldrei frískari en þegar ég skrapp heim i gærkvöldi að ná mér í sokka? Hann tók hjá mér í nefið og sagðist halda, að hann hefði alveg orðið gráðugur í tóbak, ef hann hefði byrjað á því, meðan hann hefði sosum nokkuð verið. Að hann sé dáinn? — Heyrðirðu það ekki, eða hvað — eða helduröu kannski, að ég sé að ljúga? Og nú var ekki laust við, að Hákon væri orðinn argur. — Ég skal þá bæta ykkur til: Hann var dálítið leiður og rellinn, karlinn, sagði, að hann hefði ekkert kært sig um að fara að drepast, einmitt núna, þegar hann hefði verið kominn í góöan stað og verið leikið við sig í fyrsta skipti á ævinni. Nú sæi hún sig ekki einu sinni, blessuð matmóðirin og mjólkurgjafarinn, og hann væri þessi dauðans aum- ingi að geta ekki einu sinni hreyft neitt, þó að hann vildi láta vita af sér. Og svo heimtaði hann af mér grásleppuspyrður, sem Dúfa mín hefði gefið honum í fyrradag. Hann hefði hengt þær innst inn i horn á innri skemmunni. Dráttarmaðurinn var hættur að draga og ég að skera, og báðir gláptum við, vitaskuld, á Hákon — og eins var með andófsmanninn. — Hvað sagðir þú? spurði ég, þegar hann virtist ætla að snúa sér að beitingarlóðinni án þess að segja meira. — Hvað átti maður að segja? Jú, ég sagði honum, að hann skyldi reyna að átta sig á því, að hann hefði ekki með neitt svoleiðis að gera — og biðja góðan guð fyrir sér, svo að hann gæti hætt öllu jarðrölti og kom- izt sem fyrst undir þak hjá honum.... En hann var þá ekki alveg á því. Hann sagðist aldrei áður hafa átt grásleppu — ekki minnsta kosti í háa herrans tíð, eiginlega ekki síðan hann hefði náð einu og einu kvikindi úr klónum á svartbaknum hér áður á árum, og hann hefði verið búinn að hlakka svo til að steikja þær á glóð — þessar... . Þá hætti ég að anza honum — og svo mun ég hafa vaknað.... Ekki spaug með svona vesaling, en maður sér nú til. Markús þagnaði augnablik og leit fram eftir þil- farinu. Var nú einhver að koma upp? Ég gætti líka. Nei, það var bara ímyndun, enda hélt Markús áfram: — Jæja, Hvítur minn, þá er að segja frá því, að þegar við komum í land, stóð Sæhildur í fjöru, en hún var aldrei vön að færa okkur mat eða kaffi sjálf, blessunin, nema eitthvað sérlega stæði á — annars sosum aldrei nema dýrð og dásemd að sjá hana, þessa blómans paradís, þessa gæða-gyðju — það var dótt- irin, sem var vön að lcoma, hún Fríða litla --- Hu, onei, maður leit kannski ekki neinum vonar — hvaö þá girndaraugum inn í þann himin, enda sýndist hann ekki sjá neitt eitt öðru fremur, frekar en bless- aður vorhiminninn, sem brosir við öllu og bjarmar allt — en gerir sér engan mun. — Litla manninum hefir litizt sæmilega á þær mæðgur — skilst mér? sagði ég með hægð. Markús ranghvolfdi upp á mig augunum: — Á ég að halda áfram, greyið mitt? NÝÁRSSÓL Hálfrar aldar minning eftir Sigríði Björnsdóttur Það er nýársmorgun árið 1898. Þeir, sem á ferð eru í Blönduhlíðinni þennan morgun, dást að björtu og hreinu veðri og ágætri færð. Það er hvítt yfir að líta, en það er logn og harðfenni. Stjörnur næturinnar eru því nær bliknaðar fyrir vaxandi birtu dagsins. Á norðVestur loftinu mótar þó enn glöggt fyrir rönd af mánanum, sem innan stundar hverf- ur þó alveg. Loftið er tært og hreint og hress- andi. Það marrar 1 fönninni, vegna frostsins. Smá hópar af fólki eru á ferð í morgunkyrrðinni, þeir eru á leið til kirkjunnar. Það á að messa á Miklabæ, og það er nýársdagur, gott veður og góð færð, og þess vegna líklegt að margt fólk verði viö kirkju. Heima við bæinn á Miklabæ er allt á fleyg::ferð, allir flýta sér, hver við sitt verk. Allir vilja sem fyrst hafa lokið því, áður en kirkjufólkið kemur. Úti á túninu, kringum fjárhúsin, eru fjárbreiður, nokkuð dökkar á lagðinn samanborið við fönnina, sem þó er drjúg um farin að óhreinkast rétt við fjár- húsin. Fjármennirnir eru inni í húsinu að raka krærnar og gefa á garðana. Frá fjósinu koma mjaltastúlkurnar með mjólkurföturnar og stefna heim að bænum. Gamall maður heldur á vatns- grind og tvefm' vatnsfötum heiman að og stefnir að vök sem höggvin hefir verið á lækinn. Föturnar eru klakaðar bæði utan og innan og vatnsrúmið fer stöðugt minnkandi innan í þeim. En gamli maðurinn fárast ekkert um það, ef til vill verða ferðirnar nokkru fleiri, því tunnuna verður að fylla, ekki mun af veita, svo verður sennilega hitað kaffi, i dag. — Hann vaggar áfram með föt- urnar, hann er að flýta sér venju frem- ur, því hann vill líka vera kominn í sparifötin sín áður en fólkið kemur. Inni í bænum er einnig unnið af kappi. Eldamennskan er fljótleg. Hangiketið liggur soðið frá gærdeginum, í trogi upp á búrhyllunni. Rauðgrauturinn var einnig eldaður í gær. Hár hlaði af laufa- brauði er lika á búrhyllunni, ekkert eftir að sjóða nema kartöflur og það er ekki langrar stundar verk. En svo þarf að laga og þrífa allsstað- ar, búa um rúm, athuga spariföt, bursta skó. Margt kemur til greina, sem gera þarf. Fólkið er kannske svolítið syfj- aðra en vant er, af þvi að það vakti við spil og leiki til kl. 2 í nótt. En það ber ekkert á því, það eru allir léttir í hreyf- ingum og í hátíðaskapi. En á meðan þessu hefir farið fram, hefir suðurloftið, neðst niður við sjón- deildarhringinn þar sem vesturfjallgarð urinn teygir sig mót austurfjallgarðin- um — roðnað. Rönd af nýárssólinni er að koma í ljós. Geislarnir falla skáhallt á hvítt hjarnið og slá á það gulljjum lit. Þeir smjúga inn um litla frosna glugga og koma með ljósið og birtuna inn. Skyldu nú allir vera vaknaðir Nei, það er það nú einmitt ekki. Inni í Suð- urhúsinu á Miklabæ liggur sofandi lítil stúlka, 7 ára gömul. Hvorki. ysinn og hávaði morgunannanna, né tilraun litla sólargeislans að smjúga inn um hélaða rúðuna hafa getað vakið hana. Hún fékk nefnilega að vaka fram- eftir með hfí\u fólkinu á gamlárskvöld. En samt sem áður sefur hún ekki fast, hún lifir upp í draum sínum glaðværð og leiki gærkvöldsins. Á andliti hennar bregður fyrir brosi í svefninum. — „Kvarðijnn liggur“. „Láttu hann liggja“. „Kvarðinn liggur fastur“. „Á hverjum “ Hvernig í ósköpunum var hægt að ségja á hvern var bent, þar sem lokuð hurð var á milli? Þetta var næsta illráðanleg gáta. — „Hvað á ég að gera við það, sem mér var gefið?" En sú hlægilega heimska, að halda að ég gæti notað hana kisu mína um háls- inn í kirkjuna. En hámarki sínu náði gleðin þó þegar Fúsi sagði lát „kóngsins á Spáni“, og seinast var hægt að koma honum til að hlægja. Draumurinn tekur á sig margbreyti- legar rnyndir, lifandi. leiki, sem vilja þó eins og hrökkva undan þegar á að fara að lifa þá upp. — En það er svo gott aö vera svona milli svefns og vöku, finna og njóta en þó hvílast. Sjöorðaleikurinn er skemmti- legur og þá ferðasagan hans Fúsa. Fúsi var nefnilega hetja dagsins, hann var uppeldisbróðir okkar og nokkru eldri en við systkinin. Var þennan vetur á Hólaskóla, en kom heim í jólafríinu. Þessvegna var hann hrókur alls fagn- aðar. Þegar klukkan sló 12 og gamla árið kvaddi og það nýja heilsaði, tókust allir í hendur eða kysstust og buðu hver öðr- um „gleðilegt nýár, og þökkuðu fyrir gamla árið“. En þá kom nú einmitt það allra skemmtilegasta. Þá var slökkt á öllum lömpunum og við kveiktum á ’tólg arkertunmn ol^kar, jólakertunum, og fórum öll að spila „púkk“. Allavega litum glerbrotum, sem geymd voru í lér- eftspoka sem var hvolft á borðið og hver fékk sína hrúgu. Tíminn varð fljót- ur að líða, kertin smá lækkuðu, þar til skörin hnigu út af í dálítinn bráðinn tólgarpoll sem myndast hafði í kerta- pípunni. Þá var spilamennskunni lokið, og allir flýttu sér í háttinn. Og er nú að undra þó litla stúlkan sé syfjuö, og eigi bágt með að vakna? Gamla klukkan tifar á veggnum, hún er dálítið föl í morgunbjarmanum, en hún hægir ekki á sér, litlu dúfumynd- irnar framan á klukkunni stinga saman nefjum, þær vildu víst gjarnan vekja þá litlu, sem er nú búin að sofa lengur en góðu hófi gegnir. — En nú er það eitthvað sem berst inn í vitund hennar, hún finnur að hún verður aö vakna, og henni líður svo vel. Eitthvað berst inn í sál hennar, eitt- hvað bjart og hreint og fagnandi. — Er það litli sólargeislinn, sem loks hefir náð að þíða rúðuna og staönæmst hefir á hurðinni, rétt neðan við bókaskápinn Ef til vill, en það er eitthvað fleira. Það er söngur og fótatak. Ekki kannske bein-. línis söngur, það er raulað lágt, en svo þýtt og bjart. Það er pabbi sem gengur um gólf og raular nýárssálminn: „Hvað boðar nýárs blessuð sól? hún boðar náttúrunnar jól, hún flytur líf og líknarráð, hún ljómar heit af Drottins náð“. Og litla stúlkan er glaðvöknuð og hlustar. Geislinn á hurðinni stækkar, hann er orðinn að skínandi bjártri ný- árssól. Lag og ljóð og fótatak blandast saman og rennur inn i meðvitundina með því magni, að hálfrar aldartöf hefir ekki getað máð það burt úr endurminn- ingunni: í sanjjleik hvar sem sólin skín er sjálfur guð að leita þín. — Pabbi er kirkjubúinn að öðru leyti en því, að hann er enn í svörtu fallegu

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.