Tíminn - 24.12.1949, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.12.1949, Blaðsíða 1
Jólaguð.rpjallið hefst á orðunurn um valdboð Ágústusar keisara. Heimsbyggðin skyldi skrásett. Oll nöfn hins víðlenda ríkis skyldu sett á skrá. Ekki var það vegna þess, að keisarinn og embœttis- mannalið hans hefði tiltakanlega mikinn áhuga fyrir mönnunum, fyrir milljónum hinna ýmsu landa og héraða umliverfis Miðjarðar- haf og persónvlegum örlögum þeirra. Þetta var skattskráning. Á bak við valdboðið eru stjómmálaleg og hernaðarleg markmið mikils vald- hafa, voldugs ríkis, sem heimsbyggðin lýtur. í baksýn jólaguðspjcdlsins er tilvera, sem ekki kemur ókunnug- lega fyrir: lÁind, kúguð af vopnavaldi, lýðir í hlekkjum, menn, merktir af eigin og annarra synd, þjáð andlit soltinna manna, klæð- lítilla, kaldra, ásjónur, afmyndaðar af beizkju, hatri, vonbrigðum, innri sárum. Ofriður, falinn og ber, ófriður manns við mann, þjóðar við þjóð, ófriður við sjálfan sig, eigin samvizku, ófriður manns við fíuð. Kunnir, sterkir dreettir í svipmóti heimsbyggðarinnar, hvað, sem valdhafar heita, hvort, sem það er Imperium Romanum, hið rómverksa heimsvddi, eða önnur veldi auðmagns eða vopna, sem ásælast lönd og löndum ráða. Fór þá einnig Jósef úr Galileu til fíetlehem, ásamt Mariu, hcit- konu sinni, sem þá var þunguð. Öendarúega smávœgilegt atvik, eitt hið lítilmótlegasta smásjár- atriði í viðburðum heimsbyggðarinnar, fjarlœg afleiðing hins algilda valdboðs frá Róm. Ung almúgakona með erfiða hagi. Hún varð að hlýða eins og aðrir, hvemig, sem á stóð. Þótt það hefði kostað hana lífið og barnið, sem hún gekk með. Það hefði hvergi verið talið til tilkostnaðar í sambandi við stóra áætlun heimsríkisins. En hún og barnið, scm hún er þunguð að, er miðdepill guð- spjaUsins. Yfir þeim birtist tilvera, sem kemur ókunnuglega fyrír: Dýrð fíuðs í upphœðurn og friður á jörðu. Og guðspjallið snýr hlut- verkum við: Fátæk mær, alráður keisari — það er ekki hún, sem lýtur honum og valdboði hans, það er hann, sem óafvitandi þjónar henni, köllun hennar. Boð keisarans er lið'ur í áœtlun, sem ekki var gerð í Róm, í löngu gerðri hjálpræðisáætlun almáttugs föður allra jarðarbúa. Löngu áður en nokkur kunni að nefna Ágiístus keisara hafði Retlehem verið nefnd — þar skyldi frelsarinn frá Guði fæðast af konu í fyllingu tímans. Þvi er hin fátœka mœr á ferð þetta kvold. \ Yaldhafinn niikli í höfuðborg heimsins er aðeins verkfæri þeirrar út- valninyar, sem hún hefir þegið, sem ambátt Drottins, og fíetlehem hefir hlotið, fœðingarborg hins fyrírheitna fríðarhöfðingja. Og Kýrení- us, landstjórí á Sýrlandi, allur embœttismanna- og höfðingjaskarí hins víðlenda heimsveldis — allir ganga þeir erinda hans, sem þeir þekkja ekki, í raun og veru snýst allt embætta- og skriffinnskubákn þessa tröllaukna ríkis um meyna óþekktu og sveininn, sem hiin ber, og verða skal frumgróði og konungur þess ríkis, sem er réttlæti, friður og fögnuður í heilögum kærleiksanda fíuðs. / íjósi jólaguðspjallsins fœr mynd heimsbyggðarrnmrr annan svip: Þeir e ru allir skrásettir, sœrðir, blindir, sýktir, týndir, synd- ugrí menn, hvert nafn shráð í eilífri vitund elskandi almáttar. Löngv, löngu fyrir daga Agústusar og allra stórpólitískra ácetlana kafði Guð gert sína áœtlun, vegna þess að hann ber fyrír brjósti persántdeg örlög hverrar mannveru. Hann hafði ákveðið að gefa þessum heimi Sonrím, Ijóma dýrðar sinnar og ímynd vem sinnar, til þess að hann yrði höfuð nýs mannkyns, fmmburðnr meðal margra bræðra. Og þessi áœtlun stenzt, þótt heimsríki rísi og hrynji. Yfir öll þeirra valdboð ber himinsins stilltu skilaboð: Yður er frelsari fœddur, Krist- ur Drottinn. Skammlífir böðlar og þrœlar, frávillt, ófarsæl jarðar- börn — Guðs böm í eilífu frelsi heilags anda, erfingjar eiiífs friðar- ríkis, sem koma skal, svo á jörðu sem á himni. Yfir alla jarðneska birtu, sem myrkir skuggar syndar og þjáningar fylgja, yfir öll svipul leiftur jarðneskrar hamingju, drauma og vona, ber þá dagsbrún, sem birtist hina fyrstu jólanótt — ríki Krists konungs. 1 hans nafni: Glebileg jól.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.