Tíminn - 24.12.1949, Blaðsíða 25

Tíminn - 24.12.1949, Blaðsíða 25
JÓLABLAÐ TÍMANS 1949 25 „Æ, látfu hann eiga sig, mér er svo voða- lega kalt“. Hann kom til baka og greip um báðar hend- ur hennar. Þær voru sjóðheitar. „Prakkari“, sagöi hann og skellihló. „En það er alveg rétt“, bætti hann við, „fleytan má eiga sig. Þú ert það eina, sem ég kæri mig um — og nú átt þú eftir að svara bónorðinu. Manstu ekki, hvað ég sagði, þegar þú spurðir hvert ég væri að fara?“ „Það var bara grín“, sagði hún alvarlega. „Öllu gamni fylgir nokkur alvara“, sagði hann djarflega og strauk raka lokkana frá enninu. „Þú ert ekki góður“, sagði hún lágt. „Svona á ekki að tala við unga stúlku“. „Hvernig á ég þá að bera upp bónorðið“, sagði hann, og röddin t.itraði. Þá vissi hún fyrst að honum var alvara. „Stúlkan mín litla“, sagði hann og tók hana í faðm sinn. Og hafi hún ætlað að segja „nei“, þá gleymdi hún því alveg í rennvotu fangi hans. ★ ★★★★★★★★★★★ KNIÍTUR ÞORSTEINSSON frá tílfsstööum: Tvö kvæði Barn Þú brosir eins og blóm við sumarskin þii barn, sern ekki þelckir líjsins tál, því þú ert enn svo ungt og reynslusnautt og einlœg gleðin fyllir þína sál. Þér finnst þín veröld vaka í dýrðarglóð og vona ómur ylja hjartans mál. En seinna, þegar yfir fœrast ár þér önnur lífið birtir myndasvið. Þá fœrðu að reyna að hvasst er heimsins grjót og hrönnin kröpp sem brotnar ströndu við. Að jjarri liggja en cygir æskan nú þín óskalönd og heiðra drauma mið. Og máske, þó að sakleysisins sól nú signi glcðiljósum þína brá, að þreyttum leik við þjáning, böl og synd þar þrautarúnir síðan lesa má; því dýrstu lífsins brosa jafnan beið að blikna og hverfa í skuggans kalda sjá. Á Bólu Vm víðfeðm héruð glæsta útsýn gefur, glitrandi fegurð sveipar f jöll og grundir. En hér er þó sem harmsins strengur titri og hjartans ýfist sáirar tregaundir. Því fram í huga horfnar myndir svífa, frá hetjuskáldsins liðnum œvidógum. Hér það gróf þau gull úr djúpi sálar sem glóa um aldaröð í þjóðarbrögum. En skráð er einnig þungra þrautarúnum um þessar slóðir saga kaldra nauða. Því hérna þröngsýn samtíð skáldið sæmdi að sigurlaunum níði og hungurdauða. Og upp sú spurning hljóðum rís i huga, hve hátt þá þjóðarmenning beri lofa, er andans list svo títt í tötrum geymdi við tóman ask í beitarhúsakofa. \ Baðstofuhjaí jólablaðsins Hátíð barnanna kemur í vetur eins og alla aðra vetur. Menn rifja upp skyldur sínar vi > börnin og eru á þönum milii sölubúðanna til ?. i svipast eítir jólagjöfum handa vinunum sínum litlu, því að það er oftast á þann hátt, sern skyldurækni og ræktarsemi segir til sín. Og hé: skal á engan hátt gert lítið úr jólagjöfunum. Barnið er flestum tákn þess, sem vex og á framtíðina. Barnið hefir öll skilyrðin til að vaxa, þroskast, fullkomnast. Og þó er það svo ósjálf- stætt og hjálparþurfa. Fyrirheit. um fraintíð- ina mætir þér, en jafnframt er skírskotað tii verndandi drengskapar þíns. í barninu birtist hið varnarlausa, sem á íyrir sér að vaxa, full- komnast og drottna. Slíkt er undur lífsins. Þessi tilfinning mun bærast með flestum, vitandi eða óafvitandi, þegar beir hafa börn fyrir aug- um. En auk þess hefir margt fleira sín áhrif, svo sem hið náttúrlega og óspillta eðli barns- ins. Það er líka sameiginlegt öllum þjóðum að vilja vanda uppeldi barnanna, þó að misjaínlega sé að farið. Negramóðirin í Ástralíu ber barnið með sér og gefur því brjóstið og fær bví tóbakspípuna sina á víxl. Það er gert af umhyggjusemi og kær- leika. Annars hafa hinar svokölluðu menningarþjóð- ir haít mismunandi uppeldisaðferðir, enda mis- jafnt að hverju var stefnt. Spartverjar miðuðu allt uppeldið við harðfenga og hrausta þjóð. Þess vegna voru veikluð og óhraust börn borin út i þeirra ríki. Og óvíða hefir réttur þjóðfélagsins til barnanna verið hafður í hávegum eins og þar. Börnin í Spörtu voru ekki nema skamma stund hjá mæðrunum, — að minnsta kosti ekki svein- börnin. Þau ólust upp í uppeldisstofnunum ríkis- ins. Þar voru drengirnir lengstum við ýmiskonar kappleiki. Þeir áttu iíka að verða varíærnir og gætnir. En það var bæði harka og grimmd í bessu uppeldi og sá sem kveinkaði sér, var fyrirlitinn. Það var einskonar trúarsiður eða helgiathöfn meðal Spartverja, að kenna sonum sínum að dylja sársauka og harka af sér, þar sem þeir voru barðir við altari Artemis veiðigyðju. Það var einskonar vígsla til hins karlmannlega lífs. En Spartverjar höfðu þræla og þeir voru rétt- lausir. Það er kunnugt, að þessir þræiar voru látnir drekka sig fuúa á v’ssum hátíðum til að sýna börnum frjálsu mannanna viðurstyggð á- fengisnautnarinnar. En ungir, frjálsbornir Spart- verjar voru lika látnir æfast í hermannlegum listum á þann hátt, að fara sendiferöir að nætur- lagi oe myrða sem f'esta bessara þræ'a. Uppeldismálin í Aþenu hinni fornu voru með allt öðrum hætti. Aristóteles'sagði, að listin að lifa væri að lifa fögru og farsælu lífi. Víst var lík- amsrækt í heiðri höfð í Aþenu. Þar iðkuðu menn sumar þær íþróttir, sem enn þykja sjálfsagðast- ar og heppilegastar til að þjálfa líkamann. Ungir að aldri tömdu frjálsbornir sveinar Aþenumanna sér hlaup, stökk, kringlukast, spjótkast og gríska glímu. Þjóðin þurfti að eiga hrausta hermenn til að verja sig, meðal annars fyrir erfðaíéndum sínum, Spartverjim. m. En þarna var líka lögð á- herzla á andlega menningu. Það var stefnt að þvi, að þroska endann án þess að spilla mann- dcmimm. Rómverjar niítuðust mjög af grískum menn- ingarerfðvm. Fn á fyrstu öld eftir Kristsburð var uppi hjá þe:m v.ppeidisfræðingur, sem hafði mikil áhrif og er einn af merkismönnum sög- unnar. Það var Marcus Fabius Kvintillianus. Hann var mikill sálíræðingur og beitti sér gegn líkamlegum refsingum í skólum og heimahúsum. Hann benti á, að menn yrðu að skilja viðhorf barnsins. Barnið yrði sjálft að kunna skil á réttu og röngu og vandinn við uppeldið væri að þroska dómgreind þess. Því væri refsingin ekki heppi- leg uppeldisaðferð nema í hófi. Gyðingar litu á börnin, sem guðsgjöf og bless- un, einkum sveinbörnin, enda var það mikill þáttur í trú þeirra, að þeir ættu að leggja undir sig allan heiminn, brjóta allar aðrar þjóðir undir ok sitt og verða svo margir, sem sandur á sævar - ströndu. Það var því ekki vanþörf á að eignast bqrn, enda var öll sviksemi við barneignir illa séu hjá guði ísraelsmanna. Við sjáum bezt hvað Kvintillianus hefir verið langt á undan sinni samtið, ef við lítum á menn- ingu síðustu alda á Norðurlöndum. Það er ekki út í bláinn, sem Örn Arnarson segir, þegar hann minnist bernsku sinnar í hinu gullfallega kvæði: Þá var ég ungur: Það var eins og enginn trúa vildi að annað mat í barnsins huga gil'di. Raunverulegar barnabókmenntir voru engar til fyrr en langt var liðið fram á nítjándu öld. Og fróðir menn hairia því fram, að sérstök barnaföt með sérstöku sniði, séu ekki eldri en frá aldamót- unum. En um gildi hinnar likamlegu refsingar má vitna til þess, sem sr. Jón Magnússon í Laufási segir í Hússtöflu sinni: Frá æskutíð með allan sann til ills vill hneigjast náttúran. í ungdóms huganum bernskan býr, burt hún undan vendinum flýr, en agalaus í vömmum vex sem v'llidýr. í samræmi við þetta lagði hann foreldrunum þetta heilræði gagnvart börnunum: Óvanda þeim engan iíð, í æskunni bau tem og hýð, annars hefir þú angur af þeim ár og síð. Þó er rétt til að halla ekki á þann góða guðs- mann að geta þess, að liann bætir við: Strangur agi sturlar börn, staðlaus verða og ýiugjörn, foreldrar mega fara með vönd þó flengi ei sem böðuls hönd, varga klærnar veikum þannig vinna grönd. Þessi mynd er ur Suðurborg, einu af barnaheimilum barnavinafélagsina Sumargjafar. Vngir l>rgnur, sern ekki eru ástœt} ur til ai) annast á vcnjulegum fjölskylduheirniluin, eyða þannig timanum við fjölbreytt stiirf ú félagshcimili sínu. (Ljásm ..-Guðni Þórðarson). ★ ★★★★★★★★★★★

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.