Tíminn - 24.12.1949, Blaðsíða 23

Tíminn - 24.12.1949, Blaðsíða 23
JÓLABLAÐ TÍMANS 1949 23 húsið um hættutímann til að ráðgast um það, hvað hægt væri að gera úr kvöldinu. En kvöldið eftir að Metta kom vantaði Jens í Austurbænum á þetta mót. — Hvað er orðið af honum? sagði Jens í Norðurbæ. — Hefir hann nú ofmetnast? sagði Jens í Suðurbæ. — Hér býr eitthvað undir, sagði Jens í Vesturbæ. Það kom þeim saman um og eins hitt, að málið yrði að rannsaka. Það væri of áber- andi, ef þeir heimsæktu hann allir þrír. Þá gæti hann farið að ímynda sér eitthvað. Jens í Vesturbæ bauðst til að kynna sér málið og hinir tveir biðu við brunnhúsið á meðan, reyktu pípur sínar og röbbuðu um daginn og veginn og hugsuðu sitt. Þegar svo Jens í Vesturbæ kom loksins til baka, sagði hann, að Jens í Austurbæ væri forfallaður, það væri eitthvað að honum — innvortis. Jens í Vesturbæ leið heldur ekki allskost- ar vel. Hann var stuttur í spuna og nagaði pípustertinn sinn, svo að brast í honum. Til- svör hans voru utangátta og hann fór fljót- lega heim. Fjögralaufasmárinn var orðinn þriggja blaða og gerði ekki neitt úr þessu kvöldi. Fólkið í Þorpi hafði það í flimtingum, að einn af bæjunum hefði nú verið skinnað$|r upp um hæstu héyannirnar. Hvað ætti þ|fð að þýða? Þættust þau í Austurbæ vera eftt- hvað fyrir öðrum? Var hlaupin í þau einhvér mikilmennska? — Onei, sagði Jens í Austíú1- bæ, þegar einhver spurði hann blátt áfrám eftir þessu. En hann Flautu-Jens hafði éfcki neitt við að vera og kotungar þurfa líka að lifa. Þetta þótti Jens í Vesturbæ rétt á litið.jig þá var eðlilegt, að málarinn fengi eitthváð að gera í Vesturbæ líka, strax og hann vgeri búinn í Austurbæ. Hvers vegna ætti eihn bær að líta lakar út en annar? Jafnstórir voru akrarnir á báðum bæjunum og Jens í Vesturbæ var í hverju og einu jafnoki Jens í Austurbæ og vel það, þar sem hann var einkabarn og ætti ekki að skipta arfi með neinum. Metta vann verk sitt svo vel, sem óskað var eftir. Stúlkurnar í sveitinni unnu úti og urðu hraustlegar og útiteknar, sólbrenndar og veðurbitnar. Það fór þeim vel, en svona voru þær allar. Metta sat inanhúss í skjóli og skugga. Hún varð björt á hörund, aug- un voru dökk og stór, handleggirnir hvítir og hendurnar fínlegar. Hún var örugg sauma- kona, mátaði kjól á systur Jens í Austurbæ og var falleg ásýndum. Jens kom oft-jað glugganum til að líta á stofuklukkuna. Hon- um varð líka tíðförult inn til að fá sér öl að drekka. Þetta var þorstaveður, sagði hann. Margt annað fannst honum ekki ástæða til að segja, því að Metta lét sig ekkert varða nema sauma sína. Hún sat álút yfir sa-um- unum, svo að Jens varð að láta sér nægja að sjá hárhnútinn og hvítan arminn. Og þarna bar Jens þjáningu sína í nýmál- uðum bæ með fimm hesta og tuttugu mjólk- urkýr. Allt þetta ríkidæmi var Mettu einskis- virði. Þegar hann spurði hana einn daginn, hvort hana langaði ekki til að sjá áhöfn jarðarinnar, neitaði hún því alúðlega og þakkaði fyrir gott boð. Hún væri að sauma og kjólarnir væru sú eina áhöfn, sem hún bæri skyn á. Hvernig litist henni annars á sig hérna? Jú, hún sá, að þau höfðu haft góðan málara. Þetta varð Jens lítt til yndisbóta. Það var býlið en ekki málarinn, sem hann vildi láta hrósa. Og kvöldin urðu honum alveg ónýt. Kvöld eftir kvöld komu nokkrar stúlkur úr grenndinni til að fá að siá Mettu og kjólinn, Þær mösuðu og möluðu um kvenfatnað, svo að Jens fannst sér ofaukið innivið. Það dugði ekki, að hann væri eini haninn í hjörðinni. Hann langaði til að hafa Mettu fvrir sig sjálfan, en fékk aldrei að vera einn með henni. Metta var ekki ódýr saumakona. Kjóllinn varð samkvæmt nýjustu tízku, en hann varð dýr. Systir Jens þakkaði honum vel fyrir, en móðir hans ekki, og það varð honum dapur dagur, þegar Metta færði sig yfir í Vestur- bæ til að sýna list sína þar. Það var svo sem auðséð, að Jens í Vestur- bæ ætlaði að verða keppinautur hans. Þeir forðuðust hvor annan og héldu sig heimavið á kvöldin í stað þess að hafa þá forustu um almennan gleðskap. Vesturbær skein og glampaði af nýrri máln- ingu, þegar Metta kom þar, og Flautu-Jens var að kalka reykháfinn. Hann átti að verða hvítur og fagur á að sjá við heiðan himin- inn. Það var nú raunar múraravinna, en Flautu-Jens gat gert það líka fyrir góð orð og borgun. Hann söng svo að hljómaði yfir þökin. Metta leit upp til hans, brosti og kinkaði kolli. Hann tók kveðju hennar þegjandi um leið og hún hvarf inn úr dyrunum og svo unnu þau hvort sitt verk. Móðir Jens í Vesturbæ hallaði undir flatt og var mjúk í máli, en það var betra að andmæla henni ekki mikið. Það gerði Jens aldrei. Hann var eina barnið og sá eini, sem einhver áhrif gat haft á hana. Þegar hann hallaði líka uiid- ir og v ar tungumjúkur, gat hún ekki gert drengnum sínum neitt á móti. Umhyggja hans fyrir útliti bæjarins, kjólum móður sinnar og kotungum, sem eitthvað þyrftu að fá að gera, var svo hrein og falslaus, að hún sagði: Já, Jens minn! Þú ert líkur móð- ur þinni. Ósköp er þetta fallega hugsað! En nú er allt komið undir því, hvað hann faðir þinn segir. Hann ákveður allt. Faðir Jens ákvað það, sem móðir hans vildi. Það yrði honum dýr skemmtun og fánýt fyrir- höfn, að hafa um það. Bærinn þurfti þess líka með að vera málaður. Móður Jens vantaði ekki nýjan kjól, en hún var svo ungleg, að henni færi vel að vera í tízkukjól við hátíðleg tæki- færi. Það væri rétt að breyta einum eða tveim- ur af gömlu kjólunum hennar og skreyta þá samkvæmt nýjustu tízku. Metta tók til starfa. Henni varð ekki mikið fyrir að spretta upp gömlum kjól og skreyta hann með einhverju pírumpári. Hún sat álút yfir vinnu sinni og ljómaði af ánægju. Nú var það Jens í Vesturbæ, sem var forfall- aður og eitthvað gekk að — innvortis. Hann mátti til með að hvila sig dálitið eftir mið- daginn, — ekki að leggjast upp í.rúm, — en hvíla sig í stól. Honum hægðist ,ef hann sat kyrr og tottaði pípu sína. Hann dáðist að þvi hvað móðir hans væri ungleg. í nýjum kjól yrði hún eins og ung stúlka. — Ó. — Þú ert svo góður í þér, sagði hpn. Jens dáðist lika að gleði hins kyrrláta heim- ilislífs og skildi enganveginn hneigð ungling- anna til að ærzlast og láta mikið. Hann skildi heldur ekkert í honum Jens í Austurbæ, sem lét ekkert gera við reykháfinn, þegar hann dubbaði bæinn upp. Sumir menn sáu ekki lengra en á tærnar á tréskónum sínum. Þeir kunnu ekki að líta upp og horfa hátt. — Hvernig lízt þér á hvítan reykháfinn okk- ar við bláan himininn? spurði hann Mettu. — O, jæja, sagði hún. — Flautu-Jens kann bæði að mála og kalka. Ég hefði auðvitað getað gert þetta jafnvel sjálfur, en nú eru annatímar. Við styðjum hann með dálítilli atvinnu. — Já, sagði Metta og laut meira yfir saum- ana. Þú ættir að styðja sjálfan þig við hvita reykháfinn þinn og láta rjúka úr þinni eigin pípu. Þá fengir þú einhvern til að lita upp. Jens stóð upp og leit á dökka hárhnútinn. Svo hengdi hann pipuna sina upp á vegg og fór út. Ekki var Flautu-Jens fyrr búinn í Vesturbæ en hann fékk orð frá Norðurbæ. Hvers vegna ætti þriðji Jensinn að standa hinum að baki? Hann þurfti naumast að spyrja um leyfi, þar sem hann stjórnaði búinu og móðir hans var ekkja. Hann átti þrjár systur og þær voru mikið með prestsdætrunum og áttu að fá við- hafnarkjóla eins og þær. Metta var rétta manneskjan til að sauma þá. Jens í Vesturbæ hallaði ekki undir flatt, þeg- ar Metta trítlaði frá bænum. Hann brudd; pipuna og sendi Jens i Norðurbæ kuldaleg hugskeyti. Og á því sama kvöldi sneri hann baki við gleöi hins kyrrláta heimilislífs og fór að hitta nafna sinn í Austurbænum. Þeir höfðu þolað sameiginlegt skipbrot og nú leit- uðu þeir sameiginlega hugsvölunar með því að rölta saman úti. Og þeir sóru hvor öðrum æ- varandi vináttu og hinum Jensunum fjand- skap. Þegar Metta kom að Norðurbæ, voru allir bindingar og reykháfurinn með nýjum litum. Flautu-Jens var að mála stofuhurðina perlu- gráa og söng við vinnu sína, þegar Metta kom. Þau brostu bæði og kinkuðu kolli. Metta sett- ist inn. Þau höfðu hvort sitt verk. Jens í Norðurbæ var mesti eljumaður við vinnu og felldi ekki niður verk vegna Mettu. Það var ekki fyrr en kvöld var komið, að hann kom inn og tók sér hvíld í næði. Hann sat og horfði á Mettu og vissi ekki hvað hann átti að segja. Hún var girnileg á að sjá og hann var húsbóndi á heimili sínu og ekkert að vanbún- aði að giftast. Systurnar þrjár vildu fegnar hjálpa bróður sínum. Eitt kvöldið fengu þær Mettu með sér út í garðinn til að fá sér frískt loft, og þar skyldu þær hana eftir hjá Jens. Hann hafði komið með og nú tók hann loksins loku frá munninum. — Það er fallegt veður í kvöld. — Já, sagði Metta. — Það rigndi i gær. — Já, sagði hún. — Það er ekki gott að segja hvernig veðrið verður á morgun. — Nei, sagði hún. — Ef að verður rigning fer ég líklega að þreskja rúginn. Við þessari skynsamlegu ákvörðun gat Metta hvorki sagt já eða nei. Hún sneri sér í áttina til bæjar og sagði, að nú liði að háttatíma. Jens þóttist nú finna að mælska sín dygði hér ekki til. Hér þurfti framkvæindir, ac- hafnir. Kvöldrökkrið jók honum kjark. Hann seildist til Mettu og ætlaði að kyssa hana. — Þú mátt ekki krumpa kjólinn minn, sagði hún góðlátlega og sneri sér undan, svo að Jens hitti hnútinn í hnakkanum 1 stað- inn fyrir munninn. Að öðru leyti slapj) Metta ósnortin inn. Daginn eftir lauk Metta við siðasta kjolinn og fór leiðar sinnar, án þess að Jens gæti kvatt hana. Hann þreskti ekki rúg en piægði úti á akrinum. Það var þurrt veður. Nú vissu allir hvert Metta færi. Flautu- Jens hafði verið í Suðurbæ og gert hann skín- andi agn á öngul fjórða biðilsins. Jens i Suðurbæ var ekki minnstur Jens- anna fyrir sér. í gleðskap þeirra sveitunga á öskudaginn var hann bæði leiktrúður og sjónnveríinga- maður. Hann gat stokkið höfuðstökk og helj- arstökk aftur á bak og áfram og vafið stúlk- unum um fingur sér. Hann ætlaði sér nú að heilla Mettu. Það sem hinir Jensarnir væru engir menn til, ætlaði hann að gera með skyndiárás. Metta var alltof lagleg fyrir þá. Hún væri mátuleg húsfreyja í Suðurbæ. Bindingar, reykháfur og stofuhurð skein allt og ljómaði í litaskrúði þegar Metta kom í hlað. En augu hennar ljómuðu ekki fyrr en hún sá Flautu-Jens inni í stofunni. Hann var þar að mála dýrgrip heimilisins, gamla brúðarkistu. Nú átti hún að fá nýtt hjarta kringum skráargatið og beggja megin við það átti að koma rósasveigur. Flautu-Jens málaði og söng, en þagnaði þegar Metta kom inn. Þau brostu hvort til annars og nú var stofan starfssvið þeirra beggja. Jens í Suðurbæ hafði gott bróðurhjarta í brjósti. Systir hans var að heiman í hús- mæðraskóla, en hann vildi að hún fengi silkikjól þegar hún hefði lokið námi og kæmi heim aftur. Minna gat hann ekki gert fyrir hana. Og efnið var hann búinn að kaupa. — Ég get ekki sniðið kjól án þess að taka mál og ekki saumað hann án þess að máta, sagði Metta. — Taktu mál af sjálfri þér og mátaðu á þig sjálfa, sagði Jens. Ykkur systur minni hæfa sömu kjólarnir. Það sé ég með öðru auga. — Þá það, sagði Metta. — Flautu-Jens rétti sig upp. Hjartað átti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.