Tíminn - 24.12.1949, Blaðsíða 21
JÓLABLAÐ TÍMANS 1949
21
Guðmimdur Gíslason Hagalín:
Verðlaunaskáldsaga
og athyglisvert skáídrit
i.
Árið 1948 komu sér saman um það fjórir
bókaútgefendur á Norðurlöndum, að efna til
verðlaunakeppni um skáldsögu um fólkið í
sveitunum nú á dögum og vandamál þess, og
tilgangurinn skyldi vera að auka áhuga rit-
höfunda fyrir sveitafólki nútímans og þeim
viðfangsefnum, sem það þarf úr að leysa, og
ennfremur fyrir viðhorfi sveita við bæjum og
bæja við sveitum. Þá skyldi og þetta verða til
að auka áhuga hverrar af hinum fjórum
þjóðum fyrir málum hinna og þá ekki sízt
bókmenntaleg samskipti þeirra. Bókaútgef-
endurnir voru L. T.s förlag, Stokkhólmi, Grön-
dal & Söns forlag, Oslo, Det danske forlag,
Kaupmannahöfn og bókaútgáfan Pellerve,
Helsinki. Det danske forlag skyldi greiða þeim
höfundi, sem sendi bezta danska handritið,
tíu þúsund danskra króna verðlaun, sænski
iitgefandinn borga sigurvegaranum meðal
sænskra höfunda tíu þúsund sænskar krónur
— og finnski og norski útgefandinn hliðstæð-
ar upphæðir í mynt sinna landa fyrir bezta
finnska og norska handritið. Síðan skyldu
bókaútgefendurnir í sameiningu greiða fyrir
það handrit, sem talið yrði veigamest þeirra
fjögurra, er verðlaun hefðu hlotið hvert í
sínu landi, 25 þúsund sænskar krónur. í dóm-
nefnd þeirri, er dæmdi um það, hver hljóta
ætti Norðurlandaverðlaunin, áttu sæti þess-
ir menn, sem voru og formenn dómnefndanna
hver með sinni þjóð: Ejnar Thomsen pró-
fessor (danskur), Örjan Lindberger dósent
(sænskur), Tarjei Vesás (eitt allra fremsta
sagnaskáld Norðmanna) og Vilho Suomi
magister (finnskur).
Fyrstu verðlaun í Danmörku hlaut Hans
Mölbjerg fyrir skáldsöguna Gárden, i Noregi
Knut Vatneström fyrir Alm, í Svíþjóð Per
Olav Ekström fyrir Sommardansen — og í
Finnlandi Rita von Willebrand fyrir Sá var
det med dem.
Norðurlandanefndin ákvað síðan í einu
hljóði, að Daninn, Hans Mölbjerg, skyldi
hljóta hnossið mikla, Norðurlandaverðlaunin,
fyrir’áðurnefnda skáldsögu, Gárden, og hlaut
hann þannig alls 43 þúsund danskar krónur
sem verðlaun — eða upp undir það 60 þús-
und íslenzkar. Auk þess fær hann svo venju-
leg ritlaun, sem miðast við sölu, en nú hafa
þegar selzt um 25 þúsund eintök af bók hans
í Danmörku. Ennfremur fær hann auðvitað
fé fyrir þýðingarréttinn, hvar sem sagan
verður gefin út — og þá fyrst og fremst frá
Svíþjóð, Noregi og Finnlandi, þar eð strax vay
ákveðið, að allar verðlaunabækurnar kæmu
út hjá þeim fjórum bókaforlögum, sem stóðu
að verðlaunasamkeppninni. Það er því eng-
inn músarrindill, gullfuglinn, sem flogið hefir
í fangið á Hans Mölbjerg.
Þessi Hamingju-Hrólfur fæddist árið 1915
á heiðarbýli á Vendilskaga á Jótlandi. Hafði
faðir hans keypt heiðarspildu með mýradrög-
um hér og þar, reist nýbýli og ræktað jörðina
af miklu kappi. Systkinin voru allmörg, og
vann Hans lengi heima, unz hann réðst til
framhaldsnáms. Hann hafði hugsað sér að
ná prófi við háskóla — og að því marki keppti
hann. En ekki var það fyrr en í fyrra, að hann
varð cand. mag. frá háskólanum í Árósum,
tók próf í dönsku, þýzku og frönsku. En hann
hafði dvalið um hríð í Frakklandi, áður en
hann tók háskólapróf, og árið 1946 hafði
hann gefið út ljóðabók, sem hét Mod nye mál.
Sú bók fékk allgóðar viðtökur og þótti nokk-
uð sérstæð. Þegar Mölbjerg sá auglýsta verð-
launakeppni þá, sem að framan getur, varð
hann ærið hissa. Hugur hans hafði sem sé
undanfarið dvalið mjög við bernsku hans og
æsku, við systkini hans, baráttu og örlög
foreldranna. Hugsunin um þetta hafði Sótt
svo fast á, að annað hafði vart komizt að.
Loks var hann ósjálfrátt farinn að færa þetta
efni í söguform í huga sér. Auglýsingin — og
þar með var teningunum kastað.
Menn eru löngu orðnir leiðir á verðlauna-
bókum, því að bókmenntalegur árangur af
hinum mörgu verðlaunakeppnum, sem ýmsir
bókaútgefendur á Norðurlöndum hafa efnt
til á síðasta aldarfjórðung, hefir stundum
orðið ærið rýr — og farið stórversnandi. Því
munu fáir hafa horft til þessarar fjórvelda-
keppni með nokkurri eftirvæntingu. Margur
mun líka hafa hugsað sem svo: Var nú ekki
nóg af sveitalífssögum fyrir í bókmenntum
Norðurlanda, þó að ekki væri farið að örva
rithöfunda til þess með háum verðlaunum að
bæta við? En sannleikurinn er sá, að mjög
hefir dregið úr því á síðari árum, að rithöf-
undar á Norðurlöndum skrifuðu slikat sögur,
en þó er það frekar hitt, sem þótt hefir til-
finnanlegt, að þeir höfundar, sem hafa hallað
sér að sveitaiífinu, hafa mjög farið troðnar
slóðir um val forms og viðfangsefna.
Það hefir ekki staðið neinn styr um bókina,
það ég bezt veit — og ég hefi ekki orðið þess
vísari, að deilt hafi verið á nefndina fyrir að
hafa tekið sögu Hans Mölbjergs fram yfir hin-
ar þrjár. Sagan hefir fengið góða dóma, en
enginn óskapagangur hefir verið kringum
hana eða höfundinn, enda hefur útgefánd-
inn, Det danske forlag, ekki þyrlað upp um
hana neinu oflofs-ryki í auglýsingaformi, þó
að slíkt sé mjög tíðkað um verðlaunabækur.
Det danske forlag er útgáfufyrirtæki, sem er
eign danskra samvinnufélaga, og hefir það
aldrei hrópað hátt á torginu til að falbjóða
varning sinn.
Dómnefndin komst svo að orði í greinar-
gerðinni fyrir vali sínu, að hún vildi ógjarna
flaska á því, að hafa stærri orð en hún gæti
staðið við um jafn hljóðláta og fyrirmann-
lega bók og hina gagnorðu skáldsögu Hans
Mölbjergs. Hvort. sú mundi verða raunin, að
bókin markaði tímamót í dönskum og nor-
rænum sagnaskáldskap úr sveitalífinu, skyldi
lagt undir dóm sögunnar, en hins vegar
kvaðst nefndin þora að fullyrða, að um bók-
ina, sem væri veigamikið og sérkennilegt lista-
verk, yrði að viðhafa langtum sterkari orð en
þau, að hún vekti góðar vonir um framtíð
höfundarins.
II.
Bók þessi, sem ég vildi helzt kalla Býlið á ís-
lenzku, bví að óðalið er of mikið í munni og
jörðin er samnefni við heiti þess hnattar,
sem við byggjum, er svo sem enginn doðrant.
Hún er 265 frekar litlar blaðsíður, og útgáfan
er ekki ólagleg, en með öllu laus við íburð,
hvað þá tildur. Og sagan sjálf er og engan
veginn tildursleg. Við getum líkt bókinni við
hús, sem sé að utan þokkalegt, en alls ekk-
ert glæsilegt, og upphaf sögunnar við anddyri.
Mér kæmi engan veginn á óvart, þó að ýmsir,
er kæmu inn í anddyrið, segðu við sjálfa sig:
Fyrr má nú vera látlaust og lítið í borið en
að svona sé. Mér er næst höfði að snúa við
út, því að varla getur verið mjög vistlegt inni,
þar sem anddyrið er svona lágrisa og lítið
fyrir augað.
Sagan hefst sem sé á dreifðum atvikum,
sem stuttlega og lítt glæsilega er frá skýrt,
svo að lesandanum finnst hvort tveggja, að
frásögnin sé lágkúruleg — og að allt sé svo
lauslega tengt hvað öðru, að dálítið sé erfitt
að átta sig á samhenginu. Siðar skilst hon-
um, að þetta er engan veginn óviljaverk höf-
untíarins, neldur tækni hans. Kynni lesand-
ans af heirnilinu verða á sama hátt og hjá
gesti, er fýrst kemur þangað nokkrum sinn-
um sem snöggvast, sér allt augum þess hins
ókunnuga, stásslaus yfirborð, fólk, sem er
mjög hversdagslegt og atvik, sem vart eru
svo skýr, a'5 hann geti tengt þau saman, hvað
þá hann fái séð í sambandi viö þau neitt
sérkennilegt eða sammannlegt, er veki hon-
um eftirvæntingu. En samt kemur hann oft-
ar, og brátt vaknar hjá honum áhugi fyrir
heimilinu, fjölskyldunni, og loks er hann
orðinn heimagangur, afskiptalaus og þegj-
andalegur, en bó sífellt á varðbergi, þvi að nú
sér hann fleiri og fleiri þræði, er í fyrstu
duldust honum, þræði, sem liggja frá fortið-
inni tii hjónanna á heimilinu, milli þeirra
tveggja og þeirra og barnanna, ennfremur
milli systkinanna innbyrðis — ög frá fjöl-
skyldunni til húsdýranna og býlisins — einn-
ig nokkra frá heimilinu og út til umhverfisins,
en þó miklum mun fleiri þangað — utan að
úr ýmsum áttum. Flestir þessir þræðir eru
litdaufir, bera gráan lit hversdagsleika og
vana, en sumir hafa á sér lit blóðsins, og
einstaka eru gullnir eða hverfilitir og glitr-
andi. Þeir þræðir, er liggja á milli einstakl-
inga fjölskyldunnar eru sífellt á meira og
minna iði — það linar eða stríkkar á þeim
við orð og atvik, ýmist fólkinu sjálfráð eða
ósjálfráð, — en stundum — og oftar og oft-
ar eftir því, sem lengra líður og börnin stækka
— eru það áhrif utan að, sem hræringunum
valda — og þá einkum þeirra þráða, sem
liggja milli föðursins og barnanna. Þegar hér
er komið, hefir gesturinn gerzt samúðarfull-
ur og skilningsríkur vinur fjölskyldunnar,
þekkir sameiginleg einkenni, svo sem og sér-
kenni hvers fyrir sig — og fylgir með ró og
eftirvæntingu hverju því, er honum virðist
geta orðið henni örlögþrungið. Hann veit, að
grundvöllur afkomunnar, sjálft býlið, sem
faðirinn hefir, með aðstoð konu sinnar, grætt
upp úr móum og mýrarsundum, er honum
svo mikið, að óttinn um, að hann missi það
eða að það gangi úr ættinni, er honum ógn
og skelfing, sem yfirskyggir allt annað. Og
ógnin kemur úr tveim áttum, frá því kröfu-
sverði bankans, sem árlega vofir yfir höfuð-
svörðum bænda og síðan — og með vaxandi
styrkleik — frá útþrá barnanna. Gestinn
grunar, að þótt húsfreyjan, móðirin, hafi
þolað bæði margt og mikið, þá eigi hún sér
það, sem megi ekki um of verða fyrir hnjaski.
Það er sá gullinþráður, sem hefir í öllu henn-
ar striti og stríði verið líftaug þess draums
hennar frá æskuárunum, að í skauti fram-
tíðarinnar bíði hamingjugull, er öllu muni
snúa í dýrlegt ævintýri. Hvers konar, hvern-
ig? Hví að spyrja um það? Sá sem því trúir,
að ef hann fái gengið undir regnbogann, þá
geti hann óskað sér alls, er hann girnist,
hann hugsar ekki um, hvernig þvílíkt megi
verða og býr sig ekki frekar en svo undir
slíkt undur, að hann mundi verða í stökustu
vandræðum, ef það allt 1 einu yrði að veru-
leika. En ljós vona eða hugsjóna, sem voru
einungis fagurt tál, hefir margri manneski-
unni hjálpað — marga manneskjuna gætt
þrautseigju til að gegna skyldu sinni á veg-
um kröfuharðs veruleika, er hefir verið í him-
inhrópandi andstæðu við rómantíska æsku-
drauma, en þó spunnið meira úr möguleik-
um hennar til að verða maður í raun og
drengur góður, heldur en uppfylling draum-
anna hefði nokkurntima getað gert. Bóndinn
hefir ekki auga fyrir þræðinum gullna — og
hví skyldi konan ekki þola, hvað sem vera
skal — því að hvað hefir hún ekki þolað af
striti og margvíslegum önnum og erfiðleik-
um? Ekki hennar vegna og sambands þeirra,
heldur fyrir þann ótta, sem með honum býr
út af býlinu, les hann í biblíunni, fer á trúar-
legar samkomur og leggur fé í guðskistuna
af sínum naumu skildingum, hvað sem banka
og gjalddögum líður. En konan þolir ekki ailt
— og „ilmur horfinn innir fyrst, urtabyggðin
hvers hefir misst“. Svo er þá um seinan að
iðrast — ekki einu sinni innlifun í Jobsbók
getur tekið sviðann úr sári sjálfsásökunar-
innar. En þrátt fyrir þetta og ýmis víxlspor i