Tíminn - 24.12.1949, Blaðsíða 9
JÓLABLAÐ TÍMANS 1949
9
Kaupstaðarferð
Eitt árið var tekið upp á því bér í Reykja-
vík að gefa almenningi kost á utanferðum,
annaðhvort til að skemmta sér almennt sem
ferðalangar eða til að gera innkaup, ef menn
ættu einhverja peninga til þess. Ferðafólkið
fékk keyptan skammt af gjaldeyri, og þeim,
sem áttu hann fyrir, var gefinn kostur á að
eyða honum erlendis. Þágu margir þennan
kost, og var þátttaka í öllum ferðunum eins
og mest gat orðið.
Minnir þetta lítillega á fornan verzlunar-
máta, þegar hver búandmaður varð að vera
sinn eigin kaupmaður, en án útlenda varn-
ingsins annars. En íslendingar eru skart-
menni og þola ekkert verr en ljóta hluti í
nánd við sig. Sumum verður á að kalla þetta
stríðsfyrirbrigði, en mér finnst, að þetta sé
fegurð sú og skraut, sem búið hefir í þjóð-
inni, en nú fyrst fengið framrás.
Ég tók þátt í einni siikri ferð í þeirri von,
að hún yrði til gagns og skemmtunar. Full-
orðin vinkona mín var samferða mér, og
reyndum við að gera okkur sem mest úr ferð-
inni.
Brottför var ákveðin seinni hluta júlímán-
aðar ,og gekk mikið á um undirbúninginn, og
hefði varla orðið meiri, þó að ferðin tæki
mánuð, en hún tók vikutíma. Vinir og vanda-
menn kvöddu okkur við skipshlið. En far-
kosturinn var m/s. Hekla, gerð út af Skipa-
útgerð ríkisins. Farangurinn var tollskoðað-
ur, og lögmætt eitt innbyrðis í skipinu, frá
okkar hendi að minnsta kosti, hvernig sem
aðrir hafa í pottinn búið. Drengskaparheit
um gjaldeyrisleysi var tekið af okkur, en
þegar til Glasgow kæmi, áttum við að fá 6y2
pund til eyðslu. Vegabréfin voru stimpluð í
fyrsta sinn, og fannst okkur þetta mikil
reynsla, sérstaklega mikil áreynsla, því að
troðningur var mikill, rétt eins og í biðröð við
búðartröppur í Reykjavik.
Þegar stærstu átökunum var lokið, átti
fólkið sig sjálft. Leið brátt að því, að Hekla
legði frá landi.
Við höfðum hvorug stigið á hafskipsfjöl
áður og vorum því ósviknir landkrabbar og
Skolinn spilar á sekkjapipu
að rætast það, sem spáð hefir verið, og sem
flestum hér mun þykja svo mikil fjarstæða,
að á íslandi komi fram það ljós, sem sættir
trú og vísindi og lýsir þjóðunum fram úr
ógöngunum. Býst ég að visu við, að spádóm-
ur þessi sé jafn óvísindalega tilkominn og
allir spádómar hafá verið frá hendi þeirra,
sem við slikt hafa fengizt hér á jörðu. En
raunveruleikinn er þó sá, að þetta ljós hefir
hér kveikt verið, og að um það þarf ekki að
villast, hvert það ljós muni vera.
Sir Robert, hershöfðingi
kunnum ckkur alls ekki á þessum vettvangi.
Við hófum rannsókn á skipinu. Það var í
stórum dráttum eins og hús með kjallara,
hæð og risi. Lakast þótti okkur, að svefnher-
bergin voru öll í kjallaranum, og loftið í
skipskjallara er jafnvel enn verra en i vond-
um húskjallara. Á hæðinni var matsalur og
eldhús einhvers staðar á sömu hæð, en risið
var reyksalur og geysiloftgóðar svalir, ofan
þilja öðru nafni, þar sem þeir héldu sig, er
voru sjóhraustir, og glöddu sig við haf og
himin, þegar ekki sást til lands lengur. Ann-
ars var veður ekki bjart í byrjun ferðarinn-
ar, og ferðin hafin að kvöldlagi, svo að útsýn
var engin til lands. Mávar fylgdu okkur úr
hlaði, eins og þeirra er venja.
Vinkona min var svo vitur að koma sér í
kjallarann, áður en á hafið kom, og varð hún
því ekki nærri eins sjóveik og annars. Nokkr-
ir kunningjar voru þarna um borð, og reynd-
um við að stytta kvöldið eftir föngum, en
brátt fór sem verða vildi. Sjóveikin heltók
okkur við Reykjanesröst, og skildist hún ekki
við okkur, fyrr en skipið nálgaðist St. Kildu,
sem er eyja nokkuð langt frá meginlandi
Skotlands. Urðum við því að koma okkur í
kjallarann og halda þar kyrru fyrir, þrátt
fyrir freistandi tilkynningu um, að Vest-
mannaeyjar sæjust næsta morgun kl. 5, ef
veður væri bjart, og mátti þá eiga von á
fádæma landsýn. En veður voru öll válynd,
þoka og suddi og undira^da, svo að við héld-
um okkur í kjallaranum enn um hríð. Von-
uðumst við eftir betra heim, og þá yrðum
við iíkast til sjcaðar. Mér varð hugsað til
gömlu kaupskipanna. Ég hélt alltaf, að þau
hefðu verið skipa verst i sjó, en ég trúi ekki,
að farþegarnir hafi orðið neitt sjóveikari í
þeim en við urðum barna. Velti ég fyrir mér,
hvort vegið hefði meira meðal þeirra sjó-
hræðslan eða veikin. Einhver tjáði mér, að
sjóhræddur maður yrði aldrei veikur á legi.
Reyndi ég nú af öllum mætti að hugsa mér
upp sióhræöslu, ef vera kynni að mér batn-
aði. En hugsunin hefir ekki verið nógu ein-
beitt, því að allt kom fyrir ekki. Ég réðst
annað veifið á kýraugað til veðurathugana,
en Atlanzhafið var samt við sig og suddinn
líka. Þessar veðurathuganir kostuðu mig
mikla ógleði, og gekk brjósthol og bolurinn
allur líkt og undiraldan, svo að allt ætlaði
þar um koll að keyra.
Við vorum fjórar í klefa, og helmingur
liðsins var sjóhraustur, en við tvær lágum
sem fastast. Eftir tveggja daga volk frétt-
um við um betra veður og landsýn. Nú var
annaðhvort að duga eða tlrepast og koma
sér upp. Gátum við staðið uppréttar án þess
að veikjast, hvað við ekki höfðum getað um
langan tíma. Uppi á þilfari, eða risinu, voru
komnir fram garðstólar, og ferskt loftið ger-
breytti allri heilsu.
Þarna hitti ég Lundúnabúa, sem tók mig
tali. Býsnaðist hann yfir, að þetta væri „great
experience“ mikil lífsreynsla fyrir mig, fyrsta
ferðin utan. Hann taldi Lundúnaborg stærstu
borg heims og sagði, að þangað væri „experi-
ence“ að komast. Átta milljóna borg og allt
að sjá milli himins og jarðar. Dauðöfundaði
ég manninn af allri lifsreynslunni og spek-
inni og sagðist mundu reyna að komast yfir
allt þetta seinna.
Líka varð á vegi mínum skozk blaðakona,
afskaplega munnófríð, en skapfeliileg að
öðru leyti. Hún var blátt áfram í tali, sagð-
ist hafa skemmt sér vel á íslandi og komizt
á helztu staðina, svo sem til Þingvalla, Geys-
is og Gullfoss. Á eigin spýtur fór hún til
Borgarfjarðar með Laxfossi og geymdi far-
miðann vandlega, svo að hún gleymdi ekki
nöfnunum. Að Hreðavatni komst hún, og trúi
ég ekki öðru en að Skotinn hafi skemmt sér
vel við landslagið þar, miðað við það, sem
hann á annars við að búa í sínu eigin landi.
Enda lét hún vel yfir og harmaði mest, hve
stuttur tíminn var til dvalarinnar á íslandi.
Ekki gat hún stillt sig um að minnast á ís-
lenzku stúlkurnar, og fundust henni þær lag-
legar og fylgjast nóg með tízkunni. Hún sagði
Skota ekki fylgjast svona vel með, og fannst
henni það vera hól fyrir þá, en ég sagði lítið
um þá skoðun til að móðga hana ekki. Heyrði
ég á henni og reyndar fleirum af þessum
góðu mönnum frá Bretlandseyjum, að þeir á-
litu íslendinga mjög ameríska í skoðunum og
framkomu, sérstaklega ungu stúlkurnar.
Reyndi ég að mótmæla og sagði, að fegurðar-
smekkur landa minna og ást þeirra á öllu
fögru ylli þessum fögru litum. Nefndi hún
þetta ekki eftir það.
En nú kom eyjan St. Kilda í ljós, og drifum
við okkur fram á til að sjá sem bezt. Sagði
blaðakonan mér frá, að á St. Kildu hefðu
árið 1930 búið um 100 manns, en þangað hefði
enginn læknir eða prestur fengizt og allt
unga fólkið flutzt til meginlandsins, en hinir
gömlu eyjaskeggjar og aumingjarnir hefðu
orðið eftir á eynni. Að lokum sá stjórnin sér
ekki annað fært en flytja fólkið til Skotlands
og dreifa þvi þar á byggðina. Við sáum leifar
byggðarinnar á St. Kildu. Höfðu eyjarmenn
byggð í eins konar þorpi. Þeim megin, sem
þorpið er, er aflíðandi halli niður að sjó, og
sæmileg höfn, að því er virtist, en annars er
eyjan þverhnípt. Skildu eyjarbúar eftir kvik-
fé á eynni, en ekki sá ég neitt kvikt. Auk
fjárræktar höfðu Kildubúar fuglatekju, og
er fugl þarna mikill. Búskapur á Kildu hefir
verið ákaflega erfiður, og minnir hann á bú-
skap Grímseyinga eða jafnvel kjör íslenzku
innflytjendanna í Grænlandi fyrir æva
löngu.
' Verst þótti mér, að ég gleymdi myndavél-
inni i kjallaranum og treystist ekki til að ná
henni þaðan vegna heilsuleysis. En ekki átti
að sigla fram hjá Kildu á heimleiðinni. Úr
þessu varð ekki bætt.
Eyjarnar hurfu brátt sjónum, og sigldum
við þann dag allan án þess að sjá land.
Heilsan fór nú ört batnandi, svo að ég treyst-
ist til að ná í vélina niðri i kjallaranum, og
hafði hana eftir það alltaf með mér, ef vera
kynni, að eitthvað skemmtilegt bæri fyrir.
Um kvöldið borðuðum við fyrstu máltíðina
á skipinu, og lá við, að nefna mætti för þessa
hungurför, það sem af henni var að minnsta
kosti.
Þetta kvöld átti að halda dansleik á öðru
farrými, en lítið varð úr honum vegna veltu
skipsins, eða svo var sagt. Þó báru mann sig
til.að stiga spor og ultu þá með veltunum. en
vöktu með því gaman áhorfenda. Nú var það
af sem áður var, þegar menn lögðu tíag og
nótt saman í kjallaranum, nú fór enginn að
hátta fyrr en seint og síðar meir, og þarna
hefði einhver sögufróður maður mátt
skemmta með frásögn og gamni, en slíkir
menn eru nú ekki á hverju strái, sem ekki
er von.
Næsti morgunn var enn grár, en land sást.