Tíminn - 24.12.1949, Blaðsíða 26

Tíminn - 24.12.1949, Blaðsíða 26
■ggBHBSF-s? - 'j'jmtmm!, .y ■ 26 JÓLABLAÐ TÍMANS 1949 V Arvökur augu umxiónarstúlknanna hvíla ú börnunum, fmr sem þau fá að njóta lífsins frjúls og útrufluð. Myndatöku- maðunnn er að vísu skritin nýjuny, cn þó bafa sumir öðra að sinna en gú að honum. (Ljósm.: Ouðni Þórðarson). Vel er það, að jólin séu sérstaklega hátíð barn- anna. Víst minna þau á það allt, sem er fegurst og dásamlegast í sambandi við bömin. Jólaguð- spjallið segir frá hinni ungu, fátæku móður og húsasmiðnum manni hennar. Heil vert þú, sem nýtur náðar guðs, sagði engillinn og sá boðskap- ur á jafnan hljómgrunn í hugum þeirra, sem hafa fengið böm til varðveizlu, ef allt er með felldu. Hin jarðneska fátækt Maríu og Jósefs og hin mikla auðlegð þeirra, þar sem var barnið, með öll sín framtíðarskilyrði, helgi stundarinnar og nálægð englanna, — allt er þetta guðspjall, sem hittir næma strengi í mannlegum hjörtum. Og alltaf minnir þetta á þau verðmætin, sem mest er um vert og ekki eru metin til fjár, lífið sjálft. Jólaguðspjallið er hjartgróið allri alþýðu, vegna þess meðal annars, að náð guðs og heilbrigði lifs- ins blessa móðurhlutverkið svo fagurlega. Truman Bandaríkjaforseti flutti nýlega út- varpsræðu, þar sem hann talaði um kristna trú. Hann tók bar tí! orða á bá !e1ð, að mesti styrkur Bandaríkjabjóðarinnar lægi í því, að hún væri kristin, ætti sér djúpa trú. Mest væri vert um þann andlega styrk, sem sú trú gæfi. „Við trú- um á gildi mannsins. Við trúum því, að maður- inn sé skapaður í mynd guðs, sem er faðir vor allra.“ Forsetinn hélt áfram og sagði: „Það er þessi trú, sem hefir verið css hvöt til þess að skapa öllum þegnum landsins jafnan rétt og sömu aðstöðu til að komast áfram og beita á- hrifum sínum í tilveru þjóðarinnar. Það er fyrir þessa trú, að við virðum rétt mannsins til að tilbiðja og tigna eins og honum er eiginlegast og lifa lífi sínu frjáls frá ótta, harð- stjórn og deilum. Það er þessi trú, sem hvet.ur ti! starfs fyrir al- heimsfrið, og það ástand, að lífið verði betur vert þess að lifa því í he'mi umburðarlyndis, óeig- ingirni og bræðralagi. í þeim heimi væri lifað samkvæmt kenningu fjallræðunnar. Ég held, að öll vandamál ’neimsins í dag myndu leysast, ef menn vildu lifa eftir boðskap hinna gömlu spámanna og fjallræðunnar.“ Forsetinn hefir hér vikið að því, sem er aðal- atriði málsins. Kristnir menn- trúa því, að mað- urinn sé skapaður í guðsmynd og búi yfir skil- yrðum til mikils þroska og rétti til að njóta þeirra. Við heyrum einatt talað um skyldur þjóðfé- lagsins við börnin. Það er gott, að við munum eftir þeim. En hitt er þó meira vert, að við mun- um eftir skyldum okkar sjálfra, persónulegum skyldum. Einar Benediktsson segir mikil vísdómsorð þar sem hann kveður: Þel getur snúizt við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leynóist strengur í briósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. Stundum er mikilli lífsspeki þannig komið fyrir í fáum orðum. Það ættu a!!ír að víta bað sem felst í þessu litla ljóði eftir Jónas Dahl — Valdimar Briem þýddi: Fyrr en barnið lærir lestur les það á-síns föður enni hreina breytni, helga skyldu, hvernig það á að sinna henni. Fyrr en barnið lærir lestur les það út úr móður augum unaðsboðskap elsku og trúar upprunnin úr himinlaugum. Heimilið er heimur barnsins, himininn er þar líka inni. Hyggur það guðs hug hjá föður, hjarta guðs hjá móður sinni. Allir foreldrar og allir, sem unna börnum, vilja vissulega taka undir það, sem dr. Björn Bjarna- son frá Viðfirði skrifaði í vísnabók dóttur sinnar: Láttu ekki í bók þína letra nema það, sem geyma viltu gullrúnum greypt i hjartastað. Láttu ekki í hjarta þitt letra önnur mál en þau, sem guð og fegurðina festa í þinni sál. Það er hlutverk kristindómsins og meðal ann- ars hlutverk jólanna að kenna okkur að hugsa og finna til í samræmi við þetta hvar sem við hitt- um lítið barn. Á þann hátt verður hátíð barn- anna áreiðanlega okkur sjálfum, sem eldri erum, til blessunar. Starkaður Kvæði þetta flutti Ríkarður Jónsson mynd- höggvari Gunnlaugi heitnum Kristmunds- syni sandgræðslustjóra á sextíu og fimm ára afmæli hans fyrir nokkrum árum. Tímanum er ljúft að verða við þeim tilmælum að birta þetta kvæði nú, þegar Gunnlaugur er allur. Eiri jorynja ögrar íslands þjóð ógnandi, myrk, eins og fjandi, hún rymur eitt dapurt dauðaljóð og dauðinn fylgir í hennar slóð. Þá hamast fordœðan ill og óð, unz allt er liulið í sandi. Hún gnagar og sagar og sverfur og flær svörðinn með eik og runni, hún brýnir og sýnir beittar klær bjarkirnar klýfur og molar og slœr, unz lendan öll er setn úfinn sær örfoka niður að grunni. Með eyðandi tönnum hún œðir um jörð, ógnandi sérhverju strái, eftir skilur hún blásin börð, býlin og landkosti, eyddan svörð, dauðvona fólk og dauða hjörð, dapur er sandflákinn grái. Menn horfðu mcð ótta á ósköpin þaug hinn ögrandi sandbylja-þerri, er hvæsandi innundir ekrurnar flaug, eyðandi, deyðandi, saug og smaug. En enginn girntist að glíma við draug, Glámi margefldum verri. Hver getigur á hólm við hið geigvœna afl, í gínandi sandhríða-róti, er forynjan hleður upp skafl við skafl skellir hrömmum á dyr og gafl. Já, hver myndi dirfast að tefla það tafl, sem tugþúsund eru á móti. Þá reis upp einn eflingur œskufrár, einherjinn snörist mót grandi, kappinn var ekki svo ýkja hár, því oftast er kjarninn furðu smár, en einbeittur þéttur, ítur og knár, ötull og sístarfandi. Við eyðingarnorninni reisti hann rönd, svo reikult var flegðunnar gengi og margblessuð veri sii hyggja og hönd er hlúir og græðir þái sendnu strönd og endurheimtir þau akurlönd, cr ódæðan varði svo lengi. Og hvar setn Gunnlaugur gekk yfir land, gróandinn fylgdi hans sporutn, hann beizlaði óvœttinn „Eyðisand,“ þótt enn megi líta hans sótrauða gand, þeytandi veitandi grimmd og grand, vér gröfum liann samt ef við þorum. Þá svari nú hver setn að sigrinum ann, það svíður og bíður hver skárinn. A ættjörð vor nokkurn mætari mann, mcrkari og sterkari en einmitt þann, er gekk á hóltn og sem grœða kann, geigvœnu foldarsárin. S vö feti þá aðrir í fótspor þcss manns, er fyrstur að sárunum hlúði, það byrjandastarf verður blessun vors lands og bjart verður jafnan um minningu hans, er bældi liinn eyðandi örœfadans og aldrei af hólminum flúði. Iiíkarður Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.