Tíminn - 24.12.1949, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.12.1949, Blaðsíða 6
6 JÓLABLAÐ TÍMANS 1949 Kristjana Ó. Benediktsdóttir frá Bakka: Sögubrot Þórður rumskaði, ræskti sig og hóstaði. Ræskti sig aftur og stundi. Loksins vaknaði hann nokkurnveginn og fór að reyna að skima í kringum sig, en það var svo dimmt, að hann gat ekki áttað sig á neinu. — Hvar í þremlinum var hann. — Þeir höfðu þó aldrei tekið hann núna og stungið honum inn? Bölvaðir — það væri svo sem eftir þeim. Nei — ekki var þetta steinninn. — Hann ætti nú svo sem að þekkja það — svo oft hafði hann gist þar — o-jæja. Þórður staulaðist á fætur. Hann var allur eins og lurkum laminn. Hausinn eins og hann ætlaði að klofna — og þorstinn. — Það var því likast, sem hann væri að brenna allur að innan. Hann fálmaði í kringum sig, en fann ekkert annað en óheflaðar fjalir. — Nú, hann var þá í skúrskriflinu hans Gvendar — o- jæja — þarna hafði hann þá sofanð i gær- kvöldi. — Verra gat það verið. En nú var bezt að reyna að komast heim. Hann skjögr- aði út úr skúrnum og út á götuna. Það var dimmt. Götuljósin náðu ekki að lýsa upp í kringum skúrinn. Þórður staulaðist eftir göt- unni. En sá logandi höfuðverkur og þorsti. Bara að hann hefði eitthvað að drekka. Hvað skyldi annars vera framorðið? Hann leitaði að úrinu i vasanum, en það var þar ekki. — Jæja, líklega skilið það eftir heima. Bezt að halda heim á leið. Helga líklega orðin langeygð eftir honum. — Reyndar var þetta ekki svo óvanalegt, að hann væri að heim- an svona nótt og nótt, þegar hann var á þvi — en — eitthvað var þetta samt óþægilegt — að koma nú heim — einu sinni enn — svona á sig kominn, eftir allt, sem hann hafði ver- ið búinn að ráðgera og lofa, og — já, fjand- ans ræfil^hátturinn — að geta aldrei passað sig — eðá — vilja ekki þegar á stað var kom- ið á annað borð. — Það voru fáir á ferli, líklega ekki kominn fótaferðartimi — og svo var þetta nokkuð út úr bænum. Hann rölti áfram ofan i þæinn, nú fór heldur að fjölga a götunum. Bílar þutu framhjá honum og fólk var á þönum — eins og vant var. En að fara inn til Bjarna og Veigu fyrst jg Jafna sig dálítið, áður ep han kæmi heipr til Helgu og Gunnhildar litlu? — Blessuð litla tátan! Bölvaður ræfill var hann að fara á fyllirí, út frá þeim — en svona var hann, bara ræfill og ræksni. Og nú bættist samvizku- kvölin ofan á líkamlegu þjáningarnar. — Aldrei, aldrei, gæti hann fyrirgefið sjálfum sér ræfilsháttinn. — Aldrei gat hann búist við fyrirgefníngu Heigu eða Gunnhildar. — Aldrei mundi guð fyrirgefa honum. — Nei, hann gat ekki farið heim strax — varð að jafna sig fyrst. Bezt að fara til Bjarna og Veigu. Þar var gott að jafna sig. Og hann rölti heim að húsinu þeirra. Veiga kom fram, þegar hann barði að dyr- um. — Má ég koma inn til þin, Veiga min? Ég er hálf lasinn. — Já, ég sé það, sagði Veiga. Svona, komdu inn. Hún hjálpaði honum inn i litla, notalega stofu og lét hann leggjast á legubekkinn. Svo fór hún fram í eldhúsið og kom eftir ör- stutta stund með lútsterkt kaffi og lét hann drekka það. — Hvað er klukkan? spurði Þórður. Honum ieið nú ofurlítið skár. — Hún er hálf átta, svaraði Veiga. Nú kom Bjarni inn. — Gott kvöld, sagði hann. Nú svo þú ert þá hér, greyið. Ekki held ég þú sért á marga fiska núna, ræfillinn. Mikill óláns- bjálfi geturðu verið. Veiga! Helltu dálítið meira kaffi ofan í hann, svo að hann hjarni við. — Ég held honum væri bezt að fá eitthvað að borða, sagði Veiga hæglátlega. Ertu búinn að koma heim til þin? spurði hún Þórð. — Nei, ég ætla að jafna mig dálítið fyrst, svaraði hann vesaldarlega. Hjónin litu hvort á annað hálf einkenni- lega. — Jæja, greyið, sagði Bjarni svo, — hvíldu þig þá þarna. Veiga fór út. Bjarni settist á stól hjá legu- bekknum. Þórður fann augnaráð hans hvíla á sér, en hafði ekki þrek til að líta upp. — Bjarni, stundi hann. Ég á voðalega bágt. Kristjana Ó. Benediktsdóttir Ég er alveg eyðilagður út af þessu. Hvað á ég að gera, Bjarni? — Skammast þín, bara blátt áfram hund- skammast þin, ræfillinn. Það er það, sem þú átt að gera. — Heyrðu, Bjarni, geturðu fyrirgefið mér? Heldurðu að Helga muni geta fyrirgefið mér einu sinni enn? Heldurðu það, Bjarni? — O, ætli ekki það. Ætli hún fyrirgefi ekki eins og vant er. Ætli þú lofir ekki öllu fögru um bót og betrun — eins og vant er — og farir svo næsta dag á fyllirí aftur eins og vant er. Bjarni var ekkert blíður í máli. Þórð- ur var farinn að hálfkjökra. — Nei-nei, segðu ekki þetta, Bjarni, ég skal nú sýna þér það, að ég skal ekki drekka oftar — ég skal ekki, heyrirðu það. — O, ætli ég kunni ekki klausuna utan að orðið. Ég hefi nú heyrt hana svo oft. Bless- aður, haltu bara áfram. Þú ætlar að fara að vinna og vera umhyggj usamur eiginmaður og faðir. Ja, svei. Svona læturðu alltaf eftir hvern túr — en hvað verður svo? Fyllirí eftir fáa daga, á ný. — En nú er mér alvara, Bjarni. Ég get ekki afborið þetta. — Ég á svo bágt. Heldurðu að guð geti fyrirgefið mér, Bjarni? — Heldurðu það? — O, ég veit ekki — en ég veit, að væri ég guð, mundi ég ekki fyrirgefa þér, — en þú ert svo heppinn, greyið, að ég er bara Bjarni frændi þinn. — Guð er sennilega umburðar- lyndari en ég. En það verð ég að segja þér, Þórður, að nú verður þú að taka þig á, nú eða aldrei. Annaðhvort hætta alveg að drekka — eða fara lóðbeint í hundana. O, ætli það verði ekki sú leiðin, sem þú velur, ef ég þekki þig rétt. Veiga kom nú inn. Hún lagði á borðið, bar inn mat og sagði þeim að gera svo vel. Þórður gat lítið borðað. Hann var svo skjálfhentur, að Veiga varð að hjálpa honum, svo hafði hann enga lyst á mat, leið svo illa á allan hátt. — — Nú er víst bezt að ég rölti heim, sagði hann og stóð upp. Helga er kannske orðin hrædd um mig. Þakka ykkur fyrir mig. Veiga tók hlýlega í hendina á honum og sagði: — Ekkert að þakka, Þórður minn. Líttu hérna inn á morgun. Við Bjarni þurfum dá- lítið að tala við þig þá. — Já-já, sagði Þórður hálf utan við sig. Hann tók varla eftir því sem Veiga sagði.— Bjarni stóð nú upp, klappaði á öxlina á Þórði og sagði: Já, drengur minn. Á morgun þarf ég að tala við þig. í dyrunum snéri Þórður sér við og spurði: Er ekki morgunn? — Nei, svaraði Bjarni, það er þriðjudags- kvöld. Hann lagði áherzlu á orðin. Þórður stóð grafkyrr augnablik, svo leit hann á Bjarna — tillitið var svo aumingjalegt og vandræðin svo átakanleg í svipnum, að jafnvel Bjarna rann til rifja. — Þriðjudags- kvöld, tautaði Þórður, og á föstudaginn. — Hann rölti út úr húsinu og hélt heim til sin. Hann gekk hægt og hálf óviss heim að hús- inu. Nú var Gunnhildur sofnuð og Helga sat sjálfsagt við sauma eins og vanalega. Hún var alltaf sívinnandi. — Helga! Já, hún var dug- leg og starfssöm. — Hún átti það sannarlega ekki skilið, að hann breytti svona við hana. Víst mátti hann skammast sín, ræfill eins og hann var. En nú skyldi þetta breytast. Aldrei framar skyldi hann drekka — alltaf vinna og vera henni góður og Gunnhildi litlu. Hvað hann skyldi umvefja hana miklu ástríki — blessaða litlu stúlkuna sina. Hann var orð- inn grátklökkur, — en það hafði hann svo oft verið áður. Það var satt, sem Bjarni sagði. Eftir hvern túr lofaði hann bót og betrun, en alltaf sótti í sáma horfið aftur. Nýtt fyUirí — nýjar þjáningar, ný loforð og ný svik — ómennska — ræfilsháttur. Helga hafði oft talað um þetta við hann, sýnt honum fram á hvernig fara myndi, ef hann ekki bætti ráð sitt — en hann hafði jafnóðum hrist af sér þau áhrif, sem orð hennar höfðu á hann í svipinn. Það var ekkert ljós í íbúðinni og hún var læst. Hvernig stóð á þessu? Þórður fann lyk- ilinn þar sem hann var vanur að hanga. Hann opnaði og fór inn. Allt var i röð og reglu, eins og vant var — en enginn var heima — engin Helga — engin Gunnhildur. Hvert skyldu þær hafa farið? Þórður gekk inn í svefnherbergið. Þar var allt vel um gengið. Rúmið uppbúið — ofan á því lá bréf. Hann tók það upp, leit á það — það var til hans — og þetta var hönd Helgu. — Hann stóð um stund með bréfið í hendinni. Hann kom sér ekki að því að opna það — var hálf- hræddur og kvíðinn. — Hvað mundi standa í bréfinu? — Loks settist hann á rúmið, reif upp bréfið — með skjálfandi höndum — og "fór að lesa. Hann átti fyrst bágt með að greina stafina, en svo skýrðust þeir smátt og smátt. Bréfið var nokkuð langt. Aðalefnið var það, að Helga færi með Gunnhildi. Hún gæti ekki haldið þetta út lengur vegna barns- ins. Hún gæti ekki dulið það þess lengur hver ræfill faðir þess væri — ef hún héldi áfram að vera hjá honum. — Ég get ekki hugsað til þess að litla stúlkan mín alist upp sem drykkjumanns barn. Börnin hér i kring eru farin að núa henni því um nasir, nú þegar, að pabbi hennar sé drykkjuræfill. Hún spyr mig. — Hverju á ég að svara? Hún spyr: Hvar er pabbi? Er hann á fyllirii? Er hann pabbi minn drykkjumaður eins og hann Gvendur í kofanum? Hverju get ég svarað? Nei! Þórð- ur! Ennþá þykir mér of váent um þig til þess að geta hugsað til þess, að barnið okkar — barnið þitt — fái að vita um vanvirðu þína og læri að fyrirlíta þig. Þess vegna fer ég með telpuna okkar — heim að Múla. Sértu sá maður sem ég hefi trúað að þú værir, þrátt fyrir allt, veit ég að þess verður ekki allt of langt að bíða, að þú getir sent mér þetta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.