Tíminn - 24.12.1949, Blaðsíða 28
28
JÓLABLAÐ TÍMANS 1949
hlæjandi, af og til næstu vikurnar, þegar
hún sá dimman skugga breiðast yfir andlit
unnustans þegar minnst varði, þar sem allt
virtist vera svo bjart framundan.
Emanúel var svo vitur. Skólanám hans og
þroski hafði eins og borið hann áleiðis að
því lífsstarfi, sem nú var orðið hans. Irma
hlýddi á lífsspeki hans með kringlóttum,
bláum augum. Hún dáðist að öllum þessum
vísdómi og merkilegu hugsunum, sem þessi
rólegi og stundum alvarlegi maður bjó yfir.
Sunnudaginn þann, sem lýst var með þeim
í kirkjunni, var hún geislandi glöð, svo að
slíkt hafði aldrei verið áður, og því tók hún
engan veginn eftir hinu kvíðvænlega í svip
hans.
— Ertu lasinn? spurði hún óróleg og strauk
hendinni yfir hár unnustans. Sjálf er ég svo
glöð og hamingjusöm, bætti hún brosandi
við og lagði höfuðið að öxl hans. Þú ert likari
því að ætti að fara að hengja þig, en að þú
værir að taka á móti hamingju þinni.
— Ég er — mér líður ekki sem bezt, sagði
Emanúel.
— En góði minn! Hvað er að? spurði hún
óróleg. Þau sátu á bekk niður við höfnina í
skini sunnudagssólarinnar og sáu út á fió-
ann, sem lá baðaður ljóma undir bláum, heið-
um himni.
— Ég held ég fari og tali við prófastinn.
Það er dálítið, sem þjakar mig, sagði hann
og stóð á fætur.
— Þjakar þig? endurtók hún skilningsvana
og starði framan i hann með kviðafullan svip
á sínu góða andliti.
— Er það eitthvað, sem ég — ég get ekki
hjálpað þér með? spurði hún áköf.
— Já, andvarpaði hann. Ég hefi alltaf ver-
ið heiðarlegur maður, þangað til ég hitti þig,
en nú er ég hræddur um að ég hafi drýgt
alvarlegt afbrot gagnvart þér.
— Móti mér, sagði hún, og fölnaði dálítið.
Emanúel hafði alltaf tignað trú og tryggð og
nærgætni. Hún skildi alls ekki hvaða furðu
maðurinn var að fara með.
— Ja, — en — ef það er nú afbrot móti
mér, held ég að hægt sé að fyrirgefa það,
sagði hún áköf. Ég er viss um, að ég get fyr-
irgefið þér allt, Emanúel. Þú hefir alltaf ver-
ið mér góður og kennt mér svo margt. —
Þú verður að segja mér hvað þetta er, áður
en við giftum okkur. Hvað kemur þetta pró-
fastinum við? Það snertir bara okkur tvö, —
okkur tvö ein.
Hún þreif í jakkaermi hans og horfði á
hann biðjandi augum.
— Hann — þarna fyrri vinur þinn. — Sá,
sem þú bjóst við bréfinu frá, — hugsarðu
aldrei — um hann — nú orðið? spurði hann
stamandi.
— Hann, — sem gekk á bak orða sinna,
— sem skrifaði ekki, sem gleymdi mér, sagði
hún undrandi.
— Kann hefir ekki gleymt þér ennþá.
Andlit Emanúeis var stirðnað og óeðlilegt,
þegar hendi hans fáimaði niður í brjóstvas-
ann eftir bréfinu, — iokaða bréfinu, sem
hafði spillt dögum hans og nóttum um langa
hríð. Kann rétti stúlkuni bréfið, en hún tók
við því slegin undrun og ótta. Hún hélt ann-
arri hendinni fyrir munninn og starði skiln-
ingsvana á manninn og bréfið á vixl. Svo
hrifsaði hún bréfið til sín, fietti umslaginu
í sundur og renndi augunum yfir bréfið,
meðan annarlegur og torráðinn glampi kom
í augun.
— O, góði minn! Þessu hefir þú legið á og
haft áhyggjur af. — Aumingja þú! — Hann
ætlar bara fyrir siðasakir að láta mig vita,
að hann sé búinn að finna sér aðra.
¥ ¥
......
JC
ftupmenn
^J\ci ujj^éfacýáó íj
'jorcir
Þér kaupiö ekki það næstbezta, þegar
þér getið fengið það bezta hjá okkur.
Vandaður fatnaður veitir vellíðan!
\
HVERFISGÚTU 57 - SIMI 3246
i
♦>*
Eg á mína
heimahaga
Eg á mína heimakaga,
heiða, bjarta í Rahgárþingi.
Löndin græn, í lautum hæðum
lifa í móum blóm með lyngi.
I>ar er margt af hraunum, hnúlcum
háum fjöllum, jöklum fögrum,
klettabeltum, ásurn auðum,
eyðidröngum, sprungum, gjögrum.
Klettar rammir brúnir bretta,
býsna margt um aldir greina.
stormum rúnuð björgin brúnu,
bera svipinn sterka, hreina.
í skjóli kletta, geirar gróa,
gefast skjól af köldurn steinum,
Silfurhnappar, fíflar, fjólur
friðsæl blóm þar una í leynum.
Tærir lækir falla í f jöllum,
fagrir Ijóma bergs við rúnir.
Fossar þeyta föxum hvítum
fram í dal við hjalla brúnir.
Stórar ár um sanda setja
sveigarúnir, valda boga
líða rótt við grœrrar grundir,
geysa fram í úthafsvoga.
Fram við strandir faldar rísa,
fossar brims við sanda kalda,
einnig léttar bárur bœrast,
breytileg er sjávar alda.
Inn til dala og í hlíðum
eru nokkur skógarrjóður,
heiðalöndin hrein og fögur
heilla dýran jarðar gróður.
Sanda auðnir blika bláar,
Rrunahraun í tíbrá mynda.
Hvelfdar, glæstar halla raðrr,
hefja í bláloft risatinda.
Fjallahringar hefja kransa,
himins til í dagsins veldi.
Dulræn öfl frá dölum, hœðum,
dvelja þar á hverju kveldi.
Yfir jökulbungum breiðum,
brosa ský með geisla kyngi.
Háloftanna bjarti bjarmi
brosir oft við Rangárþingi.
Allir menn er fyrrum fundu,
fjallablæ hjá smára og lyngi.
Aldrei gleyma yndisstundum
er þeir voru í Rangárþingi.
B.