Tíminn - 24.12.1949, Blaðsíða 24

Tíminn - 24.12.1949, Blaðsíða 24
24 JÓLÁBLAÐ TÍMÁNS 1949 Tryggvason: Framsóknar- maður Kári Tryggvason „Hvert ert þú að fara Siggi?“ hrcpaði Gunna í Felli og stöðvaði bullsveittan klárinn. Hún var átján ára — og glæsilegasta stúlk- an i sveitinni. „En hve þú ert falleg,“ sagði hann og greip um beizlistaumana, svo að hnúarnir hvítnuðu. „Slepptu," sagði hún. „Ég var að spyrja hvert þú værir að fara.“ „Sérðu ekki að ég er á biðilsbuxunum." Hún leit á hann og hló. Hann var í snjáðum vinnufötum og göt á báðum hnjánum. „Og hvar ætlar þú að reyna fyrir þér?“ sagði hún ísmeygilega. „Hjá þér,“ sagði hann brosandi. „Þú ert sú eina, sem vilt mig." „Svei“ sagði hún reiðilega. „Ég mundi á- reiðanlega segja nei. En i alvöru. Hvert ert þú annars að fara?“ „Á veiðar,“ sagði hann. „Ég ætla að taka upp netin mín.“ „Má ég vera með?“ sagði hún spyrjandi. „Auðvitað máttu það,“ sagði hann, og það var ekki laust við fögnuð í röddinni. „En hvert ert þú annars að fara,“ bætti hann við. „Ég kem austan frá Háteigi. Björg var að sauma þingfararskrúðann á frænda, og ég var að hjálpa til.“ „Hver skollinn," sagði hann. „Svo þið voruð að skreyta ihaldskrumma.“ „Að heyra til þín,“ sagði hún og veifaði svipunni. „Frændi er ágætur, þrátt fyrir háð ykkar Vallamanna.“ að standa í Ijósum loga og það áttu að sjást rákir og skuggar á rósunum. Þetta var lista- verk. Hann þurfti alltaf öðru hvoru að sjá hvernig það væri álengdar. Þá fékk hann líka tækifæri til að líta út undan sér á Mettu. Hún sat álút yfir saumunum. Hann sá ekki, að hún gaf honum hornauga þegar hann kraup og sat á hækjum við kistuna og málaði rósir. Einu sinni voru þau ein í stofunni og þá horfðust þau í augu. — Fyrir utan hliðið? spurði hann. — Klukkan tíu, sagði hún. Jens í Suðurbæ kom inn og sýndi Mettu í- þrótt sína, að dansa ræl með allskonar list- brögðum. Það var eins og hann léki á hjólum og rykið þyrlaðist um hann. — Getur þú leikið þetta eftir, málari? — Nei, sagði Flautu-Jens. Ég játa, að ég er sigraður. — Það hugsaði ég, sagði Jens í Suðurbæ og fékk lánaðan krítarmola hjá Mettú. — Nú skal ég sýna þér nokkuð-, sagði hann og klæddi sig úr hægri sokknum. Fóturinn var ekki eins hvítur og hendin á henni Mettu. Jens hoppaði upp á borðið, tók krít- ina milli tánna, stóð á höndunum án þess að riða og skrifaði stórt M á loftbitann i heið- ursskyni við Mettu. Þetta var táleikni. — Hvað segir þú um þetta? — Nei! sagði Metta. Nú var kistan búin og Flautu-Jens spurði, hvort hann ætti að mála nöfn eð’a upphafs- stafi á reitina innan við rósasveigana. — Það liggur ekki á því. Við skulum nú fyrst jafna þessi viðskipti og hugsa svo um nöfnín. Flautu-Jens fékk sína borgun og fór svo ánægður út. Það var kominn skriöur á atvinn- „Við erum Framsóknarmenn,“ sagði hann með þunga. „Kjörorð okkar eru: Burt með íhaldið úr sveitunum." „Vitleysa!“ sagði hún æst. „Frændi styður málefni sveitanna, því getur þú ekki neitað. Annars stendur mér á sama um alla flokka- pólitík." „Þú talar eins og barn“, sagði hann alvar- lega. „Flokkapólitíkin er nauðsynleg til að fyrirbyggja einræðisbrölt og lognmollu í þing- inu. Hún er líka fulikomlega eðlileg, þar sem margskonar sjónarmið rikja. Frændi þinn er bóndi. En hann hefir stolizt úr leik og sezt á bekk með heildsölum og bröskurum. Þess skal hann líka fá að gjalda við næstu kosn- ingar.“ „Þú ert óhræsi“, var það eina, sem hún svaraði, og það var gráthljóð í röddinni. „Þú ert íhaldskerling“, sagði hann mildari. „En komdu nú, ef þú ætlar með á veiðarnar". Henni var skapi næst að snúa við, en kom þó, leið og fálát. Þau stefndu ofan að ánni. Það voru haustlitir á jörðinni. En yfir fjöll- unum hvíldi bláleit góðviðrismóða, sem minnti á vorið. Þau komu að ofurlitlu nesi við ána. Þar var báturinn á floti hjá bakkanum. Pilturinn tók austurtrogið og tæmdi fleyt- una. „Komdu“„ sagði hann og stökk út í. „Þetta er ljóta skriflið", varð henni að orði. En þó kom hún og tyllti sér á þóftuna andspænis honum. una hjá honum. Ýmsir höfðu gert honum orð að koma til sín, Jensarnir höfðu vakið eftirtekt á honum og það var hækkandi verð- lag á smjöri og fleski, svo að fólk hafði pep- inga í höndum. Þegar Metta var búin með silkikjólinn vildi Jens í Suöurbæ sjá hvernig hann færi henni, því að þá vissi hann, hvernig hann færi systur sinni. Það var útlátalítið að’láta þetta eftir honúm. Metta fór inn í svefnherbergið, klæddi sig í kjólinn og sýndi Jens sig svo. Kjóllinn og stúlkan voru lýtalaus. Annað eins hafði Jens i Suðurbæ aldrei séð. — Þetta er þinn kjóll, ef þú felst á að láta mála nöfnin okkar á brúðarkistuna. — Nei, þakka þér fyrir. Það felst ég ekki á, sagði Metta. Neitarðu mér og jörðinni og kjóhvum? — Ég er kurteis og segi: Nei, þökk. En ef kjóllinn verður systur þinni of nærskorinn, skal ég víkka hann ókeypis. — Við fáum nú betri saumakonu til þess, sagði Jens önugur. Skyndiárásin misheppnað- ist, en honum tókst ekki að gera Mettu at- vinnulausa. Það voru nógir, sem buðu í vinnu hennar. Jensarnir fjórir höfðu komið frægð- arorði á hana. Nú sleiktu þeir sár sín í leyni og sóru hver öðrum eilífar tryggðir að nýju. Kona skóarans og hestur járnsmiðsins verða lengst að bíða eftir nýjum skóm. Flautu-Jens bjó í gömlu húsi niður við Þorpsvatnið. Það varð að bíða eftir betra útliti meðan hann var að mála bæina heima 1 Þorpi. Metta varð að sauma brúðarkjóla ýmsra stúlkna í sveitinni áður en hún mátti vera að sauma sinn eigin. Metta og Jens voru að reita saman í hreiðrið sitt. Þannig verða fuglar og kotungar að bjarga sér. Hann réri út á hylinn, þar sem netin lágu. Áin var djúp en tær. Það glóði á eitthvað í botninum. Það voru fyrstu bleikjurnar, sem ánetjast höfðu. Hún var full af áhuga. Ólundin var rokin út í veður og vind. Eihn, tveir, þrír ..... Ó, hve þeir voru stórir og faúegir! Hann seildist í netið og kastaði veiðinni upp í bátinn. Svo réri hann lengra og tók upp annað og þriðja netið. „Má ég hjálpa til“, sagði hún og þaut út að borðstokknum, í sama bili og hann laut eftir fjórða netinu. „Farðu varlega", kallaði hann. En það var um seinan. Báturinn snarhallaðist og piltur- inn steyptist í hylinn. Hún rak upp hljóð, um leið og hann hvarf í djúpið. Það var eins og áin hefði gleypt hann. Eftir augnablik kom hann þó í ljós og synti í átt til hennar. En nú var það of seint. Bátinn hrakti fyrir þungum straumnum og árarnar voru á bak og burt. Það var næstum óskiljanlegt, að fleytunni skyldi ekki hvolfa. „Syntu í land!“ hrópaði hún í örvæntingu. Hann sá hana fjarlægjast með auknum hraða. Fyrst hikaði hann andartak. Svo stefndi hann til lands og synti eins og kraft- arnir leyfðu. Báturinn var nú kominn á fleygiferð. Hann skoppaði á hvítfyssandi strengnum, og innan skamms mundi hann steyta á flúðunum eða kastast fram af berginu, sem óðúm nálgaðist. Pilturinn buslaði i land og hljóp niður með ánni. Hér var um lífið að tefla. Ekkert gat bjargað nema þrek hans og snarræði. Eftir örlitla stund komst hann á undan bátnum. Svo geystist hann áfram, þangað, sem ár- farvegurinn þrengdist, nokkru ofan við fossinn. Þar var ofurlítill tangi fram í ána. Hann hljóp fram á tangann og óð út í. Hugs- anlegt var, að þarna væri aðstaða til bjargar. Straumurinn var þungur og vatnið tók honum i mitti. Til allrar hamingju virtist meginþunga árinnar leggja að tanganum. Það var þvi örlítil von til, að bátinn ræki i átt til lands. Piltinn svimaði, en þó stóð hann föstum fótum. Straumurinn byltist móti honum og svall um grannan líkama hans. En hann skeytti þvi engu. Örvæntingin jók honum þrek. Allt í einu þaut skelin framhjá. Stúlkan breiddi út faðminn og kastaðist í fang honum, svo nærri lá, að hann missti jafnvægið. Báturinn flaug á straumnum og eftir augna- blik hvarf hann fram af brúninni. Það fór hrollur um stúlkuna og hún þrýsti sér fast að piltinum. Hún undraðist karl- mennsku hans. Og henni fannst það óskiljan- legt kraftaverk, að þeim skyldi auðnast að ná landi. „Þetta var dásamleg yeiði“, mælti hann og sleppti henni ekki úr fangi sér. Hann var rennvotur, frá hvirfli til ilja, og svitinn draup af enni hans. Hún starði á hann með tárin í augunum, og undraðist hvernig hann tók þessu. „Ertu þá ekkert reiður við mig?“ sagði hún feginsamlega. „Reiður", sagði hann og brosti. „Nei, sann- arlega er ég glaður. Betri veiði gat ég ekki hugsað mér að fá“. „Ætlarðu nú ekki að sleppa mér?“ sagði hún með einkennilegri rödd, en gerði þó enga tilraun ti' að losa sig úr fangi hans. „Þú ert eins og fis“, sagði hann. „En nú skulum við líta eftir bátnum. Hann er víst farinn veg allrar veraldar". Hann sleppti henni snögglega og þau þutu niður með ánni. Fossinn var ekki hár, en árfarvegurinn þrengdist við hamrabrúnina. Þar fyrir neðan var áin grynnri og breiðari. Þau sáu fljótlega, að báturinn hafði stað- næmst á kletti í miðri ánni. Þar var hann á hvolfi og maraði í hálfu kafi. „Ég ætla að ná honum“, sagði pilturinn. „Ég er hvort sem er farinn að venjast busl- inu“. Hún andmælti snögglega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.