Tíminn - 24.12.1949, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.12.1949, Blaðsíða 10
70 JÓLABLAÐ TÍMANS 1949 Var siglt um sund og firði, og skemmti fólk sér við að beina sjónaukum sínum að skógi- vöxnum hæðum og heiðum. Einstaka nes voru þarna, sem líktust útkjálkanesjum á ís- landi. Þarna sáum við kastala í fyrsta sinn, ,Knock kastala", en enginn var viðstaddur, sem vissi nokkuð um hann meira en nafnið. Clydefjörðurinn er lygn og breiður. Meðfram honum alla leið til Glasgow eru hús og smá- þorp, álíka að stærð og Akureyri og sum þorpin jafnvel stærri. Menn hafa atvinnu sína við skipabyggingar, og er þarna hver slippurinn við annan. í Clydeslipp var Queen Elisabeth og Queen Mary smíðaðar, stolt brezkra hafskipa. Fljótt á litið virðist fólkinu hljóta að líða þarna vel. Þessi smáþorp, sem við sáum upp með Clydefirðinum, voru sumar- bústaðir Glasgowbúa, að meira eða minna leyti, og taka menn sér far meö bátum kvölds og morgna. Eru þetta eins konar strætisvagnar fjarðarins og hafa ákveðnar ferðir. Fjarðaskip þessi eru skemmtileg í út- liti, og auðséð, að hér búa skiphagir menn. háskóli væri frægari. Listasafnið er líka stór bygging í kastalastíl, þungt og dökkt. Áður en við vissum af, vorum við orðnar of seinar til Heklu og flýttum okkur allt hvað af tók í gegnum lystigarðinn, þar sem börn og fullorðnir voru að leik í gróðursælunni, mitt í sótugri borginni. Garðurinn var yndis- lega grænn og blómin og trén svo mörg og mikil. Göturnar í garðinum lágu í bugðum og voru hæðir og dældir á milli, svo að garð- urinn var tilbreytingarmeiri fyrir brafc'ðið. En sælan okkar var skammvinn þarna sem annars staðar, við stikuðum út á steinlögð strætin. Loks römbuðum við í Drottningar- „dock“ 22 á næstum réttum tíma. En þaðan var gerð út ferð jttn Glasgow og til Loch Lommond, sem er nokkuð frá borginni, og vildum við með engu móti af ferðinni tapa. Göturnar eru allar steinlagðar og mjög vel akfærar. Mér virtust bílstjórarnir fara mjög nákvæmlega eftir settum reglum í umferð- inni. í borginni óku þeir ekki hraðar en 40 mílur á klst., en slógu svo í fyrir utan hana. græni litur var alls ekki gras, heldur brenni- netlur, og stungu þær mig herfilega í fætur, svo að mig sveið í þær það sem eftir var dagsins. Ekið var fyrir botn vatnsins, en þar var gistihús, sem matast átti í. Enginn hlakkaði til matarins, en þó var eftirmatur alltaf góð- ur í þessu landi, ávextir og því um líkt. Eng- inn vegur lá kringum vatnið, en svo nefnd efri leið lá fyrir botn þess, og komum við hana frá Glasgow. En heim var neðri leiðin farin. Var hún mjög svipuð þeirri efri, því að Loch eða Vatn var á aðra hönd alla leiðina, og þeg- ar vatnið þraut, tók við fjörður, sem skerst upp úr Clyde, og loks kom svo sjálf Clyde- áin. Vegalengdirnar eru þarna mjög miklar, en landslaginu svipar til Fljótshlíðarinanr, ef jöklarnir væru horfnir, en dalgróður þessi kominn þeirra í stað. Mest ber á græna litn- um — alla vega grænum lit, blár litur er um vötn og heiðar, en sjóndeildarhringurinn er móðukenndur. Kornið var ekki fullsprottið, í Hesti brynnt. Á skemmtigöngu í Glasgow Annars er landslagið ekki stórbrotið, en á- iaflega hlýlegt. Trén skera sig úr frá græn- im og gulum ökrum. Loks náði Hekla „Drottningarbryggju 22“ í Glasgow. Á móti okkur kom Skoti í fullum skrúða og spilaði á sekkjapípu. Búningurinn ar afar skrautlegur, eins og allir vita, alsett- jr spennum og skjöldum og ýmsu glingri, sem illt hefir sina fornu sögu og merkingu. Far- aegarnir Urðu mjög glaðir við og tróðust upp im bekki og brikur til að ná myndum af aonum. Skotinn, sem hét Seott, tók þessum íkotum öllum með blikandi augum og blés ?em ákafast í pípuna. Hann þnytti dável nljóðfærið, annars er ég ekki fær um að mcta pessa tónlist. Eftir toll- cg vegabréfaskoðun áttum við oveggja tíma hlé til að skoða okkur um i Glasgow á eigin spýtur. Var tíminn ekki of iangur í borg, sem í bjó hálf önnur milljón tbúa. Uppgangan var samt hafin, og reynd- um við að setja á okkur öll götuhorn til að villast ekki. En á hverju horni voru auglýs- mgar um vín og hinar og þessar víntegundir, svo að við sjálft lá, að við enduðum bara á einu götuhorninu og eyddum þar hýrunni, sem ekki var of há. Loks réðst á okkur maður, en arásin var vinsamleg, og var hann vinveittur Heklubúum, og vísaði hann okkur í fallegan skemmtigarð og að einu hæðinni í Glasgow, þar sem nokkuð er hægt að sjá yfir, svo að nemi. Fannst okkur þetta mikið happ. Sáum við þarna háskólabygginguna og listasafnið cilsýndar og óteljandi húsaþök, svo langt sem augað eygði. Einstaka turnar á afgömlum kirkjum gnæfðu við himin, og var það eina tilbreytingin í þessu húsahafi. Á hæð þessari var reist minnismerki lord Roberts, sem meðal annars var hershöfðingi í Búastríðinu og talinn göfugur hershöfðingi. Styttan var ljómandi falleg. Háskólabyggingin er dökk og þunglamaleg eins og flest húsin í sjálfri Glasgow. Mér var sagt, að Glasgowarháskóli væri sæmilega rómaður, sérstaklega hvað snerti verkfræði og vísindi, en Edinborgar- Ekið var um borgina og okkur bent á helztu staðina, en flestum nöfnum og sögum sleppt, enda ekki víst, hve miklu við hefðum komið fyrir í höfðinu af þess konar. Þá var haldið niður með Clydeánni, sem rennur 1 sam- nefndan fjörð, og enn voru' göturnar stein- lagðar. Til hliðar við okkur voru skógar og akrar. Akursvæðin voru víst eins mikil og allur Mýrdalssandur, ef ekki Skeiðarársand- ur iíka. Gulrætur, kartöflur, hafrar og gras, allt í stórum breiðum. Hér var heyskapur hafinn og heystakkarnir tveggja mannhæða háir, þeir stærstu. Hvergi sáum við hlöðu og gizkuðum því á, að hérlent fólk geymdi úti hey sitt, enda sáum við gríðar háa heystakka, sem nokkurskonar þaki var komið á efst uppi, svo að vatn rann út af til hliðanna. Hér er að sjálfsögðu snjólétt um vetur, svo að minni þörf er á hlöðum í Skotlandi en á íslandi. Húsín verða skemmtilegri eftir því, sem fjær dregur miðborginni, minni og bjartari. Garðar eru umhverfis hvert hús, afar smekk- legir og vel hirtir, íbúunum til sóma og að- komufólki til fyrirmyndar. Loch Lommond er nokkuð stórt vatn, þó veit ég ekki, hvort það er stærra en Þing- vallavatn. Minnir vatnið mjög á Kleifarvatn og umhverfi þess, en gróður er mikill alls- staðar í nánd við það. Þarna sáum við furur, reyni, eik og sydrusvið. Rósarunnar uxu þarna villtir og alls kyns smærri blóm. Enga sóley sá ég og ekki heldur fifil. Samt voru þarna gul blóm og blá, en nöfn kunni ég engin á þeim. Fjallið Ben Lommond er ekki stórkostlegt að útliti, en vingjarnlegt og gróðurríkt. Græni liturinn umhverfis gefur landinu gæðablæ, sem kemur auganu til að gleyma, hve kollótt landslagið er. Því miður get ég ekki sagt neitt um gróð- urinn eða gefið honum heiti. Samt rak ég mig ónotalega á eina tegundina, þegar ég ætlaði að koma mér i færi til að ná mynd af Ben Lommond. Hljóp ég út i eitthvað, sem ég hélt vera gras eða grænan gróður, til að ná betri forgrunn í myndina, en þessi ágúst yrði það uppskeruhæft. Á leið okkar mættum við ávaxtavagni, og fengum við þar perur og kirsiber. Ávaxtasalinn hafði aldrei gert svona mikil kaup á stuttri stund, vagn- inn hans tæmdist í einni svipan, góðir menn, íslendingar. Þarna við Loch Lommond var eini staður- inn, sem ekki var mjög þéttbýll og líktist sveit að nokkru Ieyti. Allir aðrir staðir, sem við sáum, voru þéttbýlir, og lágu akrarnir og engin bak við húsaraðirnar og skiptust í reiti eftir tegundunum, sem í þá var sáð, og sums staðar voru það trjáaraðir, sem að- greindu reitina. Dalurinn milli Glasgow og Edinborgar er aðalundirlendi Skotlands og fæðir fleira fólk en ailt ísland gerir nú. í Glasgow er 1 millj. og 500 þús. manna, en Edinborg geymir hálfa milljón. Allt Skotland, var mér .sagt, að byggðu 5 millj. manna. Þessi dalur er í raun og veru ein stór samvaxin borg, vegir og samgöngur allar í mjög góðu lagi. Mörgum ferðalanginum varð það á að óska sér þessa eða hins hússins, sem hann sá á leiðinni, en ævinlega fylgdi óskinni. að garð- urinn yrði að fylgja með, annars hefði lítið orðið úr öllu saman. Næsta dag var gerð út ferð til Edinborgar, hinnar sögufrægu borgar. Dagurinn byrjaði illa, rigning og þoka. Á leið okkar skoðuðum við forna höll, sem heitir Linlithgow, og þýðir nafnið nákvæmlega „Vatn hinnar votu lægðar“ (The Loch of the wet Valley). Höllin er talin vera frá 12. öld. Snemma á 15. öld- inni brann hún, en var endurreist. í miðjum hallargarðinum er gosbrunnur, um 19 feta hár og sagður hafa verið beztur sinnar teg- undar í Skotlandi. Jakob 5. byggði hann i hinum eldri gotneska stíl. Á stórhátíðum var víni veitt í gosbrunninn, og geta menn í- myndað sér afleiðingarnar. Við furðuðum okkur á, hvernig mennirnir hefðu gert þessa köldu steinveggi hlýlega og byggiiega, en vörðurinn sagði okkur, að veggirnir hefðu allir verið þakktir dýrum dúkum og gólfin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.