Tíminn - 24.12.1949, Blaðsíða 29
29
JÓLABLAÐ TÍMANS 1949
biðstofunni
-» 'lii
Svið sögunnar: Biðstofa hjá lækni. Stofan
er hálffull af fólki. Um helmingur hafa sæti.
Hinir standa upp við vegginn. Stofan öll ó-
yndisleg. Á gólfinu stendur lítið borð, og á
því liggja nokkur gömul myndablöð, íslenzk
og ensk. Veggfóðrið er óhreint og sumstaöar
farið að rifna.
Þarna er samankomið allskonar fólk, ungt
og gamalt, fallegt og ljótt, heilbrigt og sjúkt.
í hópnum eru nokkur börn.
Allir eru þögulir. En flestir líta til dyranna
inn í læknastofuna í hvert sinn og dyrnar opn-
ast. „Næsti“, segir læknirinn 1 dyrunum og
hverfur svo inn aftur.
Ég virði fyrir mér andlit þessa fólks. Sum
andlitin eru merkt rúnum mikillar lífsreynslu.
— Aðrir eru að byrja námið í fyrstu bekkj-
um í skóla lífsins.
Nú kemur inn gömul kona, lítil vexti, hrukk-
ótt í andliti. Svipurinn er tvíræður en kulda-
legur. Hún gengur til konu, sem situr þar á
stól við borðið og heilsar henni. Þær taka tal
saman.
Skömmu síðar losnar annar stóll þar ná-
lægt. Gamla konan sezt á hann og getur nú
spjallað við vinkonu sína eftir því, sem hægt
er i annara áheyrn. Hitt fólkið hlustar á
samtalið.
„Ertu búin að greiða þinggjaldið?“ spyr
gamla konan.
„Nei, ég er ekkert að flýta mér að því“,
svarar hin.
„Ég trúi vel. Ég blóðsé eftir hverjum eyri,
sem þeir ná út úr okkur fátæklingunum í
ríkissjóðinn, og þeir nota í bitlinga handa
gæðingum sinum“.
„Já, það má nú segja. Að pína skatta út af
okkur fátæklingunum, til að geta sjálfir lif-
að í vellystingum praktuglega,'það eru þeirra
ær og kýr“.
„Og nú eru þeir búnir að selja landið.“
„Selja landið? Hverjum?“
„Jú, það stóð í blaðinu í morgun. Þeir eru
búnir að selja Bandaríkjunum hólmann eins
og hann leggur sig“.
„Er þetta þá áreiðanlegt? Hver gerir þetta?“
„Já, það er enginn efi á því. Það stóð í
blaðinu. Hverjir gera það? Ráöherrarnir auð-
vitað. Þeim er alveg sama, þótt þeir svíki land-
ið og þjóðina, ef þeir fá nóga peninga sjálfir".
„Svona hagar auðvaldið sér í öllum lönd-
um. Það er alls staðar eins“.
„Já, ég hata það, og alla þá, sem fylgja því
að málum. Það eru allt glæpamenn“.
Hér lauk gamla konan máli sínu. Röðin var
komin að ungu konunni til að fara inn til
læknisins.
Mér varð litið á gömlu konuna. Ég vor-
kenndi henni. Hún var svo beisk og gröm. í
huga hennar bjó svartnætti hatursins. Þar
komst engin birta að. Og allar upplýsingar
um það, sem gerðist í landinu, fékk hún úr
einu blaði. Það er sannleikur, sem það flutti,
en lýgi, sem öll hin blöðin sögðu.
Þessi boðskapur hafði útrýmt öllum kær-
leika og velvild úr sál gömlu konunnar. Hatr-
ið sat bar nú eitt við stjórn.
Nú var hljótt í biðstofunni um stund.
Gamla konan hóf engar samræður að nýju.
Sennilega ekki álitið, að hún ætti þarna fleiri
skoðanabræður.
Og hugur minn reikaði víðar.
Einhvern tima hefir þessi gamla kona ver-
ið ung og efnileg stúlka. Lífið hefir brosað
við henni. Hún hefir dáðst að því fagra í líf-
inu og elskað ættingja og vini. Hvort hún
hefir nokkum tíma eignast mann, sem hún
unni, veit ég ekki. En hún hefir orðið fyrir
einhverju mótlæti. Hvort það mótlæti hefir
stafað' af þverbrestum í hennar eigin lundar-
fari eða einhverju öðru, skal ósagt látið. En
gamla konan dæmdi sjálfa sig sýkna. Hún
kenndi þjóðfélaginu um mistökin. Það er svo
þægilegt að geta hvítþvegið sjálfan sig af öll-
um mistökum í lífinu og kennt þjóðfélaginu
um allt saman.
En var þetta rétt eða þroskavænlegt? Er
sú sál, sem lokar sjálfa sig inni í sal dómgirn-
innar, og reikar þar um i rökkri hatursins,
líkleg til að vaxa að góðgirni, sannleika, viti
réttlæti og kærleika? Var hún líkleg að vinna
þessa eiginleika úr reynslu lífsins? Var hún
líkleg til að verða samferðafólki sínu til
styrktar og ánægju? Ég velti þessum spurn-
ingum fyrir mér, meðan ég beið þarna í bið-
stofunni.
Ég er svo hlálega einfaldur að hafa öðlast
þá lífsskoðun, að mannlífið stefni að full-
komnun. Úr reynslu mannlífsins beri hverj-
um einstaklingi að vinna eilíf verðmæti, heil-
steypta skapgerð, vit, réttlæti og kærleika.
Þess vegna varð mér nú hugsað til þess, hvaða
verðmæti þessi gamla kona hefði'únnið úr
lífinu. Hafði hún Öðiast éilíf verðmætí, sem
lyftu henni á æðra þroskastig? Ég þori ekki
að svara þeirri spurningu. En einhvernveginn
finnst mér að hatur og dómgirni séu þrösk-
uldir á veginum til æðra lífs.
Ég lít hlýlega til gömlu könunnar. Hún leit
kuldalega á móti. Sennilega hefir henni ekki
litizt á mig. Hefir ef’ til vill fundizt, að við
ættum lítið sameiginlegt.
Ég hrökk upp frá þessum hugleiðingum
mínum við það, að röðin var komin að mér,
Ég vatt mér því þegar inn í lækningastofuna
til að ljúka erindi mínu.
Bergur í Dal.
CCroááieu-
DIESEL-RAFSTDÐ VA R
6 kva. fyrir 220 volta riðstraum, útvegum við með stutt-
um fyrirvara. — Þessar rafstöðvar eru af hentugri stærð
til raflýsingu sveitaheimila. Stöðvarnar eru knúnar 10
hestafla vatnskassakældri Crossley-dieselvél, gerð Bv,
Crossley-diesel rafstöðvarnar eru heimsþekktar fyrir
öryggi og endingu. og er bændum, sem ætla að kaupa
rafstöðvar, sem eiga að endast lengi; bent á að leita sér
upplýsingar um þessar rafstöðvar. Sem dæmi um það
traust og álit, sem Crossley verksmiðjan nýtur, má
nefna það, að Skipaútgerð ríkisins valdi Crossley-diesel-
vélar til þess að knýja hið nýja fullkomna varðskip,
sem verið er að smiða í Danmörku. Skipaútgerðin valdi
einnig Crossley-rafstöðvar úr f jölda tilboða, þegar kaupa
þurfti rafstöðvar í m/s. Skjaldbreið og m/s. Herðubreið.
Allar nánari upplýsingar hjá Crossley-sölu-umboðinu á
f slandi:
FJALAR h.f.
Hafnarstræti 10—12. Simar 81 785 og 6439. Reykjavík