Tíminn - 24.12.1949, Blaðsíða 17

Tíminn - 24.12.1949, Blaðsíða 17
17 JÓLABLAÐ TÍMANS 1949 Páfuglsfjöður í hattinura Smásaga eftir Dilling Hildur var með kryppu á bakinu og skálda- grillur í höfðinu. Hvort tveggja getur verið nógu óþægilegt. Kryppan af þvi að svo fáir hafa hana. Skáldagrillurnar af því að svo margir eru með þær. Hildur var einstæðingur. Hún var sauma- kona og bjó á kvisti, eins og flestar sauma- konur, átti heklaðan dúk og saumavél, eins og allar saumakonur eiga, — en hún átti engan kanarífugl, engin gluggablóm og engan ná- búa, til þess að dást að, bak við mjallhvít gluggatjöldin — en þetta hafa flestar sauma- konur. Þó er ekki þar með sagt að Iiildur væri ekki móttækileg fyrir hlýjar tilfinningar. Nei, það var eitthvað annað. Hún var búin að elska heilan hóp ungra nlanna — í fjarlægð. Búin að heita þeim eilífum tryggðum í draum- um sínum og búa með þeim í skýjaborgum. — Nú átti hún eftir að elska nær sér — aðeins hinu megin við ganginn. Það voru sem sé tveir kvistir á húsinu og annar hafði lengi verið óleigður. Hildur sat og saumaði. Það var drepið á dyr. maddama Sólveig, húsmóðirin, kom inn. Hún átti þvottahús og eina dóttur, sem hét Emilía, gekk í stífuðum pilsum, át línsterkju og var hjartveik. — Gott kvöld, Hildur mín, sagði maddam- an. Alltaf eruð þér .að. Ég bara skil ekki hvernig þér getið alltaf keppst svona við, eins og þér eruð veikbyggðar. Það er eitthvað ann- að með hana Emilíu. Hún á fullerfitt með að klæða sig og halda sér til. í gær strauaði hún eina milliskyrtu og varð svo mikiö um það að hún var veik allan seinnipartinn. — Já, Emilía er ósköp heilsutæp, sagði Hildur. — Já, hún hefir bióðsvepp við hjartað og lækninum lízt ekkert á það. — En haldið þér hann hjálpi henni nokk- uð? -— Nei, ó-nei! Hann getur ekkert og henni batnar ekkert. Hún er nú búin að fá járn- dropa fyrir 5 krónur. Vitið þér hvað ég gerði? Ég fór og spurði grasakonu og hún var fljót að sjá hvað til stæði. Hún sagði að Emilía væri að tærast upp af ofáti og gæti bara allt í einu dáið af því. Þetta er alveg rétt, þér vitið ekki hvaða feikn hún borðar af línsterkju. — Það styrkir hana þá vonandi, sagði Hild- ur, heldur æn að þegja. — Það getur vel verið, sagði maddaman. En ég ætlaði nú að tala um annað. Ég hefi fréttir að færa yður. Ég er búin að leigja kvistinn. — Það er ómögulegt, sagði Hildur hissa. — Ég var dauðhrædd við hann, leigjand- ann, en hann er ágætur. — Urðuð þér hræddar við hann? — Já, hann er svo illa til fara, með kolsvart skegg og kolsvört augu, en náfölur og horað- ur. Hann var í sumarfrakka — hugsið þér yð- ur — í sumarfrakka núna um þetta leyti árs — og með gamlan hatt með stórri páfuglsfjöður. — En haldið þér að hann sé áreiðanlegur og borgi húsaleiguna? -* Hann! Nei, ég held nú ekki! Það megið þér vera vissar um. Hann borgar ekki grænan eyri. Hefði hann haft ráð á að borga húsa- leigu, hefði hann ekki tekið kvistinn. Þegar rignir hriplekur þakið og það trekkir alls staðar í gegn um veggina. — Hvers vegna leigið þér honum, þegar þér vitið að hann getur ekki borgað? — Ég held það sé eins gott að hann hírist á kvistinum, eins og hann standi alltaf auður. Ég hefi alltaf sagt og segi enn, að á meðan ég hefi nóg fyrir mig og get lifað, þá er ég ánægð og vil að aðrir geti lifað líka. — Það er fallegt af yður, maddama Sólveig. — Æi-jæjá! Við erum ekki eins og við ætt- um að vera, mennirnir. Hver og einn ætti að hjálpa náunganum eftir mætti. Æ, já. En ekki dugir þetta. Góða nótt Hildur mín. — Góða nótt maddama Sólveig. Maddaman fór. Hirdur sat ein eftir. Saum- arnir láu óhreyfðir í kjöltu hennar. Hún var að byggja skýjaborgir. Nýi leigjandinn var auðvitað aðaldraumahetjan hennar, að þessu sinni. — Hann var ungúr og fallegur, en fá- tækur og drykkfelldur. — Áreiðanlega farið að drekka út af ásta-sorg. — Hann yrði veik- ur. Hún hjúkraði honum. Þau yrðu ástfangin hvort af öðru. Hann mundi sjá að sér, hætta að drekka og fara að starfa við — jú — við prentlist. — Já — prentari hlaut hann að vera, það var dálítið skylt því að vera lista- maður og listamenn eru alltaf'langbeztir, ef þeir eru svona hálfgerðir ræflar, í aðra rönd- ina. — Svo myndu þau giftast og búa í fallegu húsi og hafa blóm í gluggunum. — Lengra komst hún ekki að sinni. — Hún hrökk upp úr draumleiðslunni, við einhvern hávaða á ganginum. Hún opnaði herbergið og leit fram á ganginn. Ljósið varpaði daufri birtu á háan mann, sem stóð þarna og var að reyna að opna herbergið andspænis. Það glóði eitthvað í hálfrökkrinu. — Það var stór páfuglsfjöður í hattinum hans. Hann sneri sér við. Aftur var það eitthvað sem glóði. Nú voru það tvö dökk augu. — Gott kvöld, þér eruð víst nýi leigjand- inn? — Gott kvöld! Já, það er ekki gott að rata hér fyrir ókunnuga. — Á ég ekki að lána yður eldsspýtur, svo þér getið kveikt? — Ég hefi því miður ekkert til þess að kveikja á. — Nei, þér eruð auðvitað ekki búinn að koma yður fyrir. Ég skal með ánægju lána yður ljós. — Þakka yður fyrir, en ég gæti aldrei borg- að það aftur, aðrir eins vesalingar og ég hafa ekki ráð á því eftirlæti að nota ljós og eldivið. — Það er hart, þegar svona er kalt. — Ó, já, það er margt hart í þessum heimi. Kuldinn er nú, þegar öllu er á botninn hvolft, einna skárstur, þó slæmur sé. — Það skíðlogar í ofninum inni hjá mér. Viljið þér ekki koma inn og láta yður hlýna? — Ég er of illa til fara, til þess að vera méð alminlegu fólki. — Þér þurfið ekki.að fyrirverða yður fyrir mér, við erum nábúar. — Þakka yður fyrír. Hún opnaði hurðina alveg og hann gekk inn í herbergið. Hann sneri bakinu að ofnin- um og litaðist um í herberginu, sem angaði af reykelsi og teketillinn suðaði fjörlega á te- vélinni. — En hvað hér er viðkunnanlegt og hlýtt. Svona hafði ég það einu sinni — en nú er langt síðan. — Langt siðan? — Já, þá vann ég í nýlenduvörubúð, i ein- um smábænum. Það var áður en ég varð „geni.“ — „Geni?“ — Já, ég var svo skemmtilegur og vel gef- inn. Hafið þér nokkurn tíma verið það ungfrú? — Nei, ekki held ég það. — Þér eigið gott. Það er ekkert sorglegra til, en að vera vel gefinn og skemmtilegur, Hann stóð upp við þilið með hendurnar í vösunum og teiknaði myndir á gólfið, með tánni. Hildur fór að leggja á borðið. — Teið er tilbúið. Viljið þér ekki borða kvöldverð með mér? — Þakka yður fyrir! Þér eruð allt of góðar. Hann settist. Hún hellti í bollana. Hann borðaði þegjandi. Hún reyndi að fitja upp á umræðunum aftur. — Hvað gerið þér núna? — Ég held áfram að vera skemmtilegur og vel gefinn. — Þér gerið að gamni yðar. — Nei, því miður er mér alvara. Það hefir ailtaf verið mín óhamingja að vera skemmti- legur og vei gefinn. Þegar ég var í búðinni var ég svo skemmtilegur að ég var ómissandi í öllum fínum boðum og svo vel gefinrj að það var skotið saman handa mér, svo ég gæti komizt til höfuðborgarinnar. — Og hvað áttuð þér að gera hér? — Það vissi víst enginn. Hugmyndin var sjálfsagt sú, að ég ætti að læra eitt eða annað. — En hvað gerðuð þér þá? — Ég skemmti mér meðan peningarnir ent- ust og svo hélt ég um tíma áfram að vera skemmtilegur, var boðinn í fín samkvæmi og lifði á því. Svo varð félagsskapurinn sífelt verri og verri og allt endaði með því, að ég varð það, sem ég er nú, ofdrykkju ræfill. — En á hverju lifiö þér? — O — o —það getur nú varia heitið að ég lifi. Nú sem stendur gef ég mig helzt að trú- málum, sel smápésa — og drekk upp pening- ana, sem inn koma. — Ja — svei! — Það er von þér segið það. — En ég trúi því ekki, að þér séuð svona vondur. Þér segðuð ekki frá því sjálfur, ef það væri satt. -• — Sú kemur tíðin, að þér trúið því. En þér hafið sýnt mér góðvild og í staðinn aðvara ég yður. Þér eruð of heiðarlegar til þess, að um- gangast annan eins óþokka og ég er. Þakka yður fyrir matinn. Hann stóð upp. — Góða nótt, ungfrú og þakka yður fyrir kvöldið. Hann fór. Hann var aðeins kominn inn til sín, þegar Emilía rak höfuðið inn til Hildar. Það var lítið rjóðleitt brúðuhöfuð, með ljósa lokka. — Hafið þér séð hann, Hildur? — Já, hann var hér inni, til þess að hlýja sér. Svo drakk hann með mér tesopa. — Ó, er hann ekki sætur? — Hann er mjög viðfeldinn. — Ó! Hann er svo voðalega hrífandi. Ég er alveg viss um, að ég verð ástfanginn af hon- um. Hildur andvarpaði. — Já, yður finnst það sjálfsagt barnalegt, en ég get ekki gert að því, hvað ég er fljót að verða ástfangin. Það er eflaust vegna hjart- veikinnar. — Eflaust. — Ó, ég hefi svo oft orðið ástfanginn. — Emilía varð mjög hugsandi — og tuggði lín- sterkju af mesta móði. — Þér hafið vist líka oft verið trúlofaðar, sagði Hildur. — Nei — ekki eiginlega — nema þrisvar sinnum. — Það er nú allt nokkuð. — Seinasti kærastinn minn var ágætur ná- ungi. Hann var i herrabúð og á sunnudögum var hann með ljósgráa hanzka og breiðar mansettur. En mér var ómögulegt að halda áfram með hann. Hann var svo hræðilega fyndinn. Ég hló allt of mikið, meðan ég var trúlofuð honum, en það þoli ég ekki, vegna hjartveikinnar. Hefðum við gift okkur, hefði ég áreiðanlega dáið úr hlátri. Þér ætlið yður þó ekki að trúlofast nýja leigjandanum, sem þér þekkið ekki hið minnsta? — Nei, góða Hildur. Svo léttúðug er ég ekki. En við ætlum að bjóða honum að borða með okkur á sunnudaginn og yður líka, ef þér viljið gera svo vej. — Þakka yður fyrir, en það er nú allt of mikið. — Nú er ég farin að tefja yður. Góða nótt og sofið þér vel. En Hildur svaf ekki vel um nóttina. Hún lá andvaka og hugsaði um söguna af rika mann- inum, sem tók lamb hins fátæka. Hvers vegna gat Emilía, sem átti svo marga kærasta, ekki látið þennan eina í friði. Hildur vissi vel um líkamslýti sín og hún vissi að Emilía gat orðið hættulegur keppinautur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.