Tíminn - 24.12.1949, Blaðsíða 4
4
JÓLABLAÐ TÍMANS 1949
SMASAGA EFTIR LECH FISCHER
Cin4 tœiinaur
Allur hópurinn var horfinn þegar Þor-
móður kom niður. Hann hafði séð þau út
um gluggann uppi, en þegar hann kom út í
garðhliðið, var gatan auð og tóm í kvöld-
rökkrinu. Neðstu húsin hurfu í myrkrið niðri
við limgirðinguna við kirkjugarðinn. Það var
aðeins stelpan í hvítu kápunni með dökka
hárið, sem stóð á dyraþrepunum sínum eins
og hún var vön. Þormóður glápti á hana.
Hann langaði til að taka hana tali. En það
var aðeins fjarlægur draumur, sem aldrei
gæti rætzt. Úr því að unglingarnir á göt-
unni vildu naumast kasta á hann kveðju, var
engin von að hún vildi tala við hann.
Hann stakk höndunum í buxnavasana og
ók sér. Það var ekki kalt þó að væri dálít-
ill haustbragur á veðrinu. Hann var bara
að hrista af sér vonbrigðin. í morgun hafði
einn af strákunum á götunni masað við hann,
svo að verið gat, að einhver tæki undir við
hann í kvöld. Á laugardagskvöldum voru
næstum því allir á ferli og hann þráði inni-
lega félagsskap, en það átti ekki að hlotnast
honum. Hann var einn og ókunnugur. Hver
kærði sig um hann?
Feitur maður hjólaði hægt framhjá. Breið-
ur sitjandinn féll út af hnakknum á alla vegu.
Svartbröndóttur köttur skauzt yfir götuna.
-Annars gerðist ekki neitt. Gatan lá auð og
hljóð alla leið þaðan, sem strætisvagninn
stanzaði á malbikuðu strætinu og niður að
kjarrinu við kirkjugarðinn, þar sem kominn
var sveitabragur á landslagið. Friður laugar-
dagskvöldsins sveipaði þessa götu.
Þormóður slangraði út á gangstéttina og
sneri baki við stúlkunni.^ Það var fyrst 10
skrefum í burtu, sem hann dirfðist að snúa
við og ganga til baka. Sjaldan hafði hann
séð jafn fallegt hár, — og honum var þó
frjálst að ganga þarna framhjá.
— Á hvað ertu að horfa? Það var talað
við hann og hann stanzaði undrandi. Röddin
var ekki sem viðkunnanlegust. Hann hafði
hugsað sér rödd þessarar stúlku öðruvísi,
en hann breytti ánægður stefnunni og kom
nær. Ætlaði draumur hans þá að rætast?
— Ég er að litast um. Ég er ekki svo kunn-
ugur hér í grennd. Hann kom alla leið að
þrepunum og horfði á stúlkuna úr nálægð.
Hún hafði fritt andlit. Augun voru dökk-
brún, en kringum munninn voru harðir
drættir, sem honum geðjaðist ekki að og
skildi ekki. Svona falleg stúlka þurfti ekki
að vera í slíkri varnarstöðu.
— Það ert þú, sem býrð hjá þeim gömlu á
þriðju hæð í númer sex. Hún horfði rann-
sakandi á hann, en færði sig ekki um set. Hún
stóð kyrr og hallaði sér upp að dyrastafnum
eins og hann hafði séð hana gera hvert
kvöldið eftir annað.
— Já. Ég heiti Þormóður. Hvað heitir þú?
— Emma, ef þú villt vita það. Stúlkan
svaraði kæruieysislega, en Þormóður lét ekki
slá sig af laginu. Hann kom upp dyraþrepin,
þrjú skref, og hallaði sér upp að hinum dyra-
stafnum.
— Það er frændfólk móður minnar, sem
ég bý hjá. Ég er frá Jótlandi, en ég er hér
til að læra trésmíði.
— Nú. Emma var alltaf jafn kærulaus,
en Þormóð langaði ekki neitt til að fara, þó
að hann finndi þetta tómlæti hennar.
— Hvar eru öll hin? Af hverju stendur þú
hér alltaf ein?
— Af því mig langar til þess. Þau eru
niðri 1 kirkjugarðinum. Þau skríða 1 gegn-
um kjarrið. Emma sveiflaði höfðinu eins og
hún vildi skýra málið með því. Allt í einu
sagði hún og orðin komu eins og högg:
— Veiztu hvað við köllum þig?
— Mig? Þormóður lyfti hendinni ósjálf-
rátt eins og hann ætlaði að bera af sér högg,
en það þýddi ekkert. Emma horfði beint
framan í hann og sagði:
— Hann með nefið. Hún dró orðin við
sig, eins og hún nyti þess sérstaklega að
segja þau. Þormóður kenndi gráts í hálsin-
um. Öll sín bernskuár hafði hann verið upp-
nefndur vegna þess, hvernig nefið á honum
var, og hann hafði óskað sér þess að flytja
í framandi bæ, þar sem enginn þekkti hann.
Nú var hann kominn í nýjan bæ, en hvað
stoðaði það. Hann gat ekki ferðast frá nef-
inu á sér. Það var stórt og óvenjulegt og allir
tóku eftir því.
— Það er ég, sem byrjaði á þessu. Finnst
þér það ekki gott? Emma hélt stríðni sinni
áfram og Þormóður barðist við grátinn, sem
þandi brjóstið og truflaði andardráttinn.
Hann vildi gjarnan fara, en nú var það ekki
svo létt.
— Ég hefi verið uppnefndur fyrr — og
borið verri nöfn en þetta. Hann svaraði ró-
lega. Hann hafði komið hér í einlægni til að
leita sér félagsskapar. Engin stúlka myndi
nokkru sinni koma til hans og taka í hendi
hans. Það hafði hann lengi vitað, en fyrir kom,
að hann vonaði það, sem óhugsandi var.
Hann hafði bundið miklar vonir við heim-
anför sína. Hann hafði alltaf hugsað sem
svo: Ég verð að komast í burtu, — langt í
burtu. Hann hafði verið svo heimskur.
Nú barst kliður neðan frá kjarrinu við
kirkjugarðinn. Unglingahópurinn kom upp
götuna, hálffullorðnir piltar og stúlkur. Þau
þyrptust að dyraþrepunum og virtust
skemmta sér óstjórnlega. Þrjár stúlkur héldu
hver um mitti annarrar, eins og þær gætu
ekki staðið einar. Strákarnir kölluðu hrjúfum
rómi. Þrekvaxinn, rauður strákur kailaði til
Þormóðs:
— Nú. Þú ert frá kartöflulandinu. Þetta
vakti hlátur og pilturinn hélt ákafur á-
fram: — Sjáið þið! Hann hefir haft eina með
í miðju andlitinu.
Nú ætlaði fögnuðurinn aldrei að taka enda.
Þormóður fann, hvernig Emma skemmti sér
við þetta, og stóð forviða. Var það nauðsyn-
legt að fara svona með hann? Hann vissi, að
hann var vel að manni, en hann vildi ekki
slást. Svo gat hann heldur ekki barizt við
þá, sem fylltu heila götu. Hann varð vfst að
fara sina leið einn, — eins og hann var
vanur.
— Eru Nasi og Halta-Emma orðin trúlofuð?
Pilturinn hafði hrifna áheyrendur og hróp
þetta vakti mikla aðdáun. Þormóður leit
undrandi til Emmu, sem gekk hratt niður
þrepin. Var hún hölt? Var það þess vegna, að
hún lék sér ekki og ærslaðist með hinum, en
lét sér nægja að standa við dyrnar, þar sem
enginn sá, að hún var fötluð?
Hún var ekki mikið bækluð, en þó var það
greinilegt, að vinstri fóturinn var styttri en
sá hægri. Hún kom niður á götuna og barði
óvin sinn i andlitið veikri stúlkuhendi. Hann
hló bara. Svo tók hann um hendur hennar
og hélt þeim föstum fyrir aftan bakið.
— Þú ert heldur lítil til þessa. Ætlar svona
pjatla að slá framan 1 mig? Hvers vegna
sparkarðu ekki? Nærðu ekki til mín?
— Láttu hana vera. Þormóður þaut niður
á götuna og losaði Emmu með snöggu taki.
Pilturinn hrökk undrandi aftur á bak, en
hann áttaði sig fljótt og miðaði höggi undir
hökuna á Þormóði. Þormóður stökk til hlið-
ar, svo að árásarmaðurinn missti hans og
sló vindhögg. Þormóður vissi að þennan leik
kunni hann og tók nú á móti með fullri
hörku. Pilturinn féll til jarðar við fyrsta
högg og ánægjan rann af augum hans. Hann
stóð á öndinni. Þegar hann sá Þormóð við-
búinn að slá aftur skauzt hann undan, svo
að ekki næðist til hans. Svo sagði hann ó-
sköp gremjulega:
— Ertu frá þér maður? Getur þú ekki tek-
ið gamni?
— O jú. Meðan þú lætur þér nægja að
spotta mig, en láttu Emmu í friði. Þormóður
steig ógnandi fram á götuna og það varð autt
svæði umhverfis hann. Hann gekk að rauð-
hærða piltinum oé tók í jakka hans:
— Þetta er í síðasta sinn, sem þú hæðist
að Emmu. Skilurðu það?
-— Já. Auðvitað skil ég ....! Ósköp var
munnurinn orðinn bljúgur og barnslegur
þar sem hann baðst nú vægðar.
Þormóður sleppti takinu og gekk leiðar
sinnar einn. Allir viku sér til hliðar, svo að
hann gat farið í friði. Gatan fram undan var
auð og hann leit ekki við. Það var heldur
ekki kallað á hann. Hann gekk niður að lim-
girðingunni við kirkjugarðinn og fann fljót-
lega innganginn, sem unglingarnir notuðu. Á
aðra hönd var grasi gróið svæði með birki-
runnum. Þegar fjær dró tóku við fjallafuru-
runnar. Hins vegar var kirkjugarðurinn með
breiðum malarstígum og breiðum beltum af
skrautrunnum ýmiskonar. Hann sá hvergi
neinar grafir. Breiður vegur endaði á hring-
svæði, þar sem byggð var stór vatnsþró úr
höggnu grjóti. Hann settist á þróarbarminn
og horfði á steina og trjágreinar, sem í hana
hafði verið látið. Þar lá líka tóm flaska.
Honum rann reiðin smám saman og hann
ýtti húfunni aftur á hnakka og flautaði lag-
stúf. Hvers vegna ætti hann að harma ein-
stæðingsskap sinn? Hann var þó orðinn þessu
vanur. Og hingað gat hann vel farið og ver-
ið einn í friði og horft á græna jörðina.
Uppi í brekkunni brá fyrir ljósri kápu við
grænan gróðurinn. Hún færðist niður eftir til
hans og kom nær. Það var Emma. Hann sat
með grenikvist í höndunum og braut hann
sundur og lét brotin detta. Fótatak Emmu
heyrðist í mölinni. Hún kom orðalaust alla
leið til hans og stóð þar begjandi.
— Hvers vegna hjálpaðirðu mér? Það var
djúp undrun í þessari spurningu. Hann
heyrði, að hún var enn ekki búin að átta sig
eftir óvænta furðu.
— Mér fellur ekki að sjá strák níðast á
stelpu, — og alls ekki þegar hún á fullt í
fangi með að verjast.
— Þú átt við ef hún er hölt. Emma sagði
þetta þráalega og Þormóður leit á sköna
hennar. Botninn á öðrum var margfalt
þykkri.
— Það er nú ekki margt að þér, sagði
hann. Þegar þú kemst í efni lætur þú gera
þér betri skó og þá verður göngulagið á-
ferðarbetra.
— Ég kemst aldrei í efni. Við erum fátæk.
Emma svaraði hörðum rómi og hafði hend-
urnar krepptar i kápuvösunum.
— En þú eignast einhverntíma kærasta,
sem getur hjálpað þér.
— Kærasta! — Emma hló háðslega og
settist á steinbrúnina hjá Þormóði. Hlátur-
inn var ekki þýður en röddin var kvenleg,
þegar hún .sagði:
— Þú ert góður, Þormóður. Heldurðu að ég
eignist nokkurn tíma kærasta?
— Já.
— Hvers vegna? •
— Jú,-----með hárið þitt. Hann svaraði
feimnislega og fannst hann vera fullorðn-
ari en venja hans var. Svona hafði hann
aldrei talað við stúlku áður. Þau sátu líka
alltof nálægt hvort öðru.
— Finnst þér ég hafa fallegt hár? Hún
spurði, þó að hún gæti vitað fyrirfram hverju
hann svaraði. Þormóður hélt áfram að brjóta
greinina og henti síðasta brotinu.
— Já. Það finnst mér einmitt, og ég hefi
undrast það, að þú ert alltaf ein.
— Þú skiiur það ef til vill núna. Emma
sveiflaði fætinum með þykka skóbotninum.
— Já.-----Hann vissi ekki hvað hann ætti
að segja fleira. Það dimmdi í kringum hann.