Tíminn - 24.12.1949, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.12.1949, Blaðsíða 12
12 JÓLABLAÐ TÍMANS 1949 DRYKKJUMANNSSAGA Margt hefir verið rætt um danska meðalið antabus þetta ár og nokkur reynsla er fengin af notkun þess hér á landi. Frásögn sú, sem hér fer á eftir, birtist í haust í dönsku blaði. Þar segir einn af þeim, sem fyrstur varð til að fá hjálp af þessu meðali, sögu sína. En auk þeirr- ar fræðslu, er sagan sjálfsagt vel fallin til um- þenkingar þeim, sem trúa þeim sögum, að of- drykkja sé íslenzkt sérfyrirbrigði, sem að veru- legu leyti myndi læknast með áfengu öli, ef á boðstólum yrði. Auk þess má þessi saga vel verða til umræðu og lærdóms, ef auðið mætti verða, í jólaboöum. Glötuð helgi. Sumum hafa þótt lýsingar ofdrykkju- manna í sögum og kvikmyndum eins og til dæmis „Glötuð helgi“, ganga of langt. Ég ætla hér að koma mfnum athugasemdum á framfæri til sönnunar því, að svo er ekki. Og ég get trútt um þau efni talað, þar sem ég hefi verið drykkjumaður og það ofdrykkju- maður fyllilega. Ég þekki þann feril allt frá fyrsta staupinu, sem ég fékk mér fyrir átta árum, og þangað til fyrir hálfu öðru ári, að dagleg neyzla mín var orðin 10 ölflöskur og 1—2 vínflöskur. Síðastliðið ár eyddi ég 20 þúsund krónum fyrir áfengi. Ég var að lokum kominn svo langt, að á- fengi var eina meðal, sem dugði mér — það er að segja daginn eftir, — og hjá drykkju- manninum er alltaf dagurinn eftir. Ef þið hafið séð myndina „Glötuð helgi“, hafið þið fengið góða hugmynd um skelfing- ar þær, sem vesalings drykkjumaðurinn verð- ur að þola, en það get ég sagt ykkur, að þeg- ar komið er jafn langt og Ray Milland í myndinni, og það komast margir drykkju- menn, þá tekur veruleikinn myndinni mikið fram. Þó hefi ég vitað drykkjumenn, sem ekki þorðu að sjá þessa mynd. Þeir treystu sér ekki til að horfast í augu við sína eigin eymd. Undan brekkunni. Afi minn var sá eini, sem drakk í minni fjölskyldu. Sjálfur snerti ég eiginlega ekki vín fyrr en ég var 24 ára. Þá vann ég í verksmiðju, þar sem ekkert þótti eðlilegra en að fá sér nokkur staup. Félögum mínum fannst, að það heyrði til góðum siðum. Þetta gekk lika vel um nokkra hríð, en innan skamms tók ég eftir því, að ég þurfti að drekka meira en hinir til að vera á borð við þá og ef ég bætti þá ögn við, fann ég að þeir hlustuðu á mig og bá hélt ég, að ég hlyti að vera drjúgum vitrari en félagar mínir. Þrátt fyrir þetta kom ég þó alltaf vel fram og félagar minir þoldu mig vel, þó að ég væri drukkinn. Félagarnir sögðu mér lika, að ef ég fengi mér bjórflösku til að rétta mig af morguninn eftir, hyrfu allir timburmenn. Þeir fóru, þegar ég hafði drukkið þrjár bjórflöskur. Hægt og öruggt hallaði undan brekkunni hjá mér, eftir því sem áfengisneyzla mín óx. Nú drakk ég tvö stór vínstaup og tvær bjór- flöskur á hverjum morgni. Það voru hræðileg- ar stundir frá því ég vaknaði þar til ég hafði fengið þessa morgunhressingu. Ég giftist um likt leyti og ég byrjaði að vinna í þessari verksmiðju, en ég lét konuna ekkert vita um drykkjuskap minn. Því hafði ég heldur aldrei áfengi á heimilinu, — í fyrstu. Ekki leið þó á löngu, þar til ég fór að geyma flöskurnar hvarvetna heima hjá mér. Og enda þótt ég elskaði konu mína hafði áfengið svo mikið vald yfir mér, að ég gat alls ekki losað mig undan því, þó að hún hótaði skilnaði, þegar hún vissi um brest minn. í kvölum. Við, skildum eftir sex ára hjónaband. Síð- ustu vikurnar fyrir skilnaðinn urðu mér erfið- astar, því að þá reyndi ég af alvöru að hætta að drekka. En þá kom nýr vandi í ljós. Ég gat ekki sofið. Það eru stórkostlegir erfiðleikar fyrir drykkjumann, sem berst við að sigrast á lesti sínum. Ég reyndi að nota svefnmeðul og auðvitað hóflaust, svo að ég var jafn skjálf- hentur sem fyrr, en fór á mis við þau yndislegu augnablik, sem áfengið veitti mér. Þegar ég segi augnablik, meina ég það bók- staflega, því að sú stund, sem mér gafst til að sjá inn í sælulandið, var síðast ekki nema 15 —30 minútur í sólarhring. Hinn tímann allan þoldi ég verstu vítiskvalir. — Nú fór ég að drekka á ný. En þá þjáðist ég fljótlega af magakrömpum, sem gripu mig öðru hvoru. Þessi krampaköst voru svo kvalafull, sem hugsast getur. Þau byrjuðu snemma að morgni, — venjulega um fimmleytið. Ég minnist þeirra enn eins og þau væru hræði- leg martröð. Það var eins og einhver furðuhljóð, sem færðust nær og nær, ætluðu að sprengja höfuðið, og ég snarvaknaði. Með skjálfandi höndum þerraði ég svitann af enninu og augunum. Ég var allur í einu svitabaði og skalf af hryllingi. Meðan konan mín lá róleg og svaf væran við hlið mér, lá ég og hugsaði mig örmagna um það, hvar ég hefði falið síð- ustu flöskuna — eins og í „Glötuð helgi“. Síðast — eftir að konan hafði fundið flesta felustaði mína — tók ég það ráð að geyma flöskuna í ljóshylki þremur hæðum neðar. Það eitt, að vita af flöskunni þarna niðri, fró- aði mér mikið, en það var þó aðeins litill frestur. Ég fann, að ef ég ætti áfengi þarna, þyrfti ég ekki að koma eins drukkinn heim. Rétt fyrir háttatíma fór ég svo niður í garð- inn undir því yfirskyni, að ég væri að losa ruslafötuna. Þá tæmdi ég forðabúriö um leið. Þessu fylgdi það, að ég virtist minna drukk- inn er ég háttaði en þá var líka allt tómt klukkan fimm að morgni þegar ég vaknaði skjálfandi. Oft fór ég þá strax á fætur, því að það var verra að liggja fyrir, — og þá tók við þjáningagangan um göturnar þangað til fyrsta veitingakráin yrði opnuð. Vita megið þið, að þá göngu þekkja allir drykkjumenn. Oft hafði ég engan eyri í vasanum, en varð að treysta á skilning veitingamannsins, að hann lánaði mér 5—6 staup, svo að versti svitinn hyrfi af enninu og skjálftinn á höndunum minnkaði. Það fór fyrir mér eins og fór í myndinni. Það endaði með drykkjuæði — delerium tremens. Mér finnst bara, að það hafi verið stórum verra en myndin sýnir. Svo hræðilegt er það, að því verður naumast með orðum lýst. Furðulegar sýnir. í tvo mánuði hafði ég reynt að halda mér frá áfengi, þegar ég byrjaði á ný kvöld eitt í kunningjahópi. Vinum mínum fannst ég leið- inlegur. Þeir sögðu, að ég væri aumingi, ef ég gæti ekki látið vera að halda áfram daginn eftir. En daginn eftir var ég með timburmenn og ég hélt það væri bezt að losa sig við þá sem fyrgt. Að því sneri ég mér svo ákveðið, að eftir þrjá mánuði var ég kominn með del- erium. Ég drakk jafnt og þétt. Á næturnar svaf ég á gistihúsum eða hjá einhverjum þeim, sem skjóta vildi yfir mig skjólshúsi. Nóttina áður en ég var fluttur í sjúkrahús- ið var ég hjá vini mínum einum. Við höfðum drukkið býsna mikið, en þó þótti mér það ekki nóg. Ég sendi hann því að sækja meira áfengi. Þegar hann kom aftur engdist ég á gólfinu í krampakasti. Herbergið var allt at- að í blóði, því að ég hafði barið höfðinu við veggina. Vinur minn sendi eftir lækni og hann lét flytja mig í sjúkrahús. Eftir því man ég ekki en á þriðja degi var ég kominn með drykkju- æði. Ég vaknaði um nóttina við það, að einhver kallaði á mig. Hljóðin komu frá glugganum og ég stóð upp og leit út til að sjá hvaðan þau kæmu. Þarna sá ég 5 eða 6 menn, sem horfðu á mig með einkennilegu glotti. (Ég var í herbergi á þriðju hæð.) Þeir bentu jafnframt á klukku, sem var þarna alls ekki. Ég vissi að klukkan var 5 að morgni. Svo hurfu mennirnir allt í einu og klukkan gekk aí'tur á bak. Þá skeðu þau undur, að ég gat séð loftið. Ég sá allar sameindir loftsins hamra á klukkunni og síðan byrjuðu þær samskonar læti inni i höfðinu á mér. Ég fór aftur í rúmið en þá heyrði ég mennina kalla á mig á ný. Ég varð að rísa upp til að vita hverju færi nú fram. Þetta endurtók sig oft og alltaf gekk tíminn aftur á bak. Seinast, þegar ég fór til baka í rúmið, heyrði ég, að einhver lá þar og hraut. Ég gat engan séð, en ég heyrði að hroturnar komu frá koddan- um mínum, og þegar ég tók hann upp varð ég var við votan blett undir lakinu. Þaðan var það, sem hljóðið kom. Ég var lostinn skelfingu þegar ég lyfti lakinu og þar lá þá hinn furðulegasti fiskur, sem ég hefi nokk- urntíma séð. Þetta var flatur fiskur, en hafði klær eins og humar. Hann var svona lófastór. Ég svipti lakinu úr rúminu og reyndi að sópa fiskin- um burtu, en hann lá kyrr. Þá stökk ég upp í rúmið og tróð og stappaði á kvikindinu, svo það malaðist mélinu smærra. En rykið barst út um alt herbergið og smám saman fóru þessar agnir að hverfast og sameinast aftur og þrýstust inn í höfuðið á mér. Ég hljóp berstrípaður fram á ganginn og æpti og hljóðaði, þangað til ég var fluttur á 6. deildina og færður í spennitreyju. Síðan voru mér gefnar róandi sprautur, svo að ég sofn- aði. Svefninn veitti mér einungis vesalan gálga- frest. Þegar ég vaknaði daginn eftir kveikti ég mér i ímynduðum vindlingum, smeygði mér úr sokkunum, veiddi smákvikindi og geymdi þau í lófanum, las upphátt af auðum pappír, spuröi, hvort ég ætti að læra versin utanbókar og hélt mig sannarlega sjá bæði hunda og ketti hlaupa um herbergið. Það var fyrst að nokkrum dögum liðnum, að ég var orðinn svo eðlilegur aftur, að ég gat sofið án meðala. Yfirlæknirinn, en það er einhver skilningsríkasti maður, sem ég hefi hitt, sagði mér blátt áfram, að ef ég héldi á- fram að drekka myndu þessar skelfingar endurtakast og hann kom fortölum sínum svo, að ég var einn af þeim ’fyrstu, sem notuðu antabus. Það hjálpaði mér svo, að ég gat ekki drukkið áfengi án þess að kenna snögglega mikillar vanlíðunar, en samt finnst mér, að mestu áhrifin hafi verið andleg, þar sem ég hætti að hugsa um áfengi. Það var eins og tilhneigingin hyrfi að verulegu leyti á þeirri sömu stundu, sem ég varð þess vísari, að líkami minn gat ekki notið áfengisins eins og áður. í sama farið aftur. Ekki leið á löngu þar til mér fannst anta- bus orðinn óþarfur mér, því að ég hefði enga hneigð til áfengra drykkja. Ég skildi ekki þegar læknirinn sagði, að hann væri hissa á því, að ég hefði ekki fallið frá bind- indinu aftur, og mér fanst hann jafnvel hálf- leiður yfir því, þar sem honum þótti það heyra til í gangi lækningarinnar. En þetta kom allt. Ég hafði fengið mér um morguninn þann litla skerf, sem umtalað var, af antabus. Um kvöldið var ég í kunningjahópi. Mér var ónotalegt og leið ekki vel. Ef til vill væri bót að dálitlu víni? Ég varð lasinn af þvi en ekki mikið. Það var eins og ég gleymdi þessari líkamlegu vanliðan að nokkru, og svo drakk ég nokkru meira, og hinir drukku líka. Þetta er víst smitandi. Loks hurfu ó- þægindin, bæði af kuldahrollinum og anta- bus. — Ég var hjá kunningjunum um nótt- ina. Morguninn eftir var mér enn ónotalegra. Ég var með höfuðverk, — og var dálítið leið- ur yfir því, að hafa ekki farið heim. Þá hefði ég ef til vill sofið skár og getað hringt með betri samvizku á vinnustað minn til að láta vita, að ég yrði að liggja. Antabus fékk ég

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.