Tíminn - 24.12.1949, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.12.1949, Blaðsíða 14
14 JÓLABLAÐ TÍMANS 1949 svo Unna ætlar að kastast fram úr söðlinum. En hún býst við að stökkva af baki, og Summi sér ekki betur en skóhællinn hennar lendi á bak við fótaskörina á söðlinum, og hann gerir ráð fyrir, að hún detti um leið og hún kastar sér fram úr söðlinum. Summi hleypur til og grípur hana og hún stekkur beint í fangiö á honum. En hvað er þetta. Summi verður forviða. Þetta er eitt- hvað allt annað en Unna í Hlýskógum, eitt- hvað sem hann sárþarfnast fyrir sjálfur, og hefir alltaf þráð. Það er einmitt Unna í Hlý- skógum eins og hún er núna, og Summi læsir utan um hana höndunum og Unna stendur keiprétt í örmum hans alveg hreyfingar- laus. Það er eins og tíminn og tilveran hafi storknað og enginn viti hvort þau renna nokkurntíma á stað aftur. Unna lítur upp á Summa undrandi, spyrjandi, kafrjóð og feim- in, en Summi þrýstir djúpum kossi á varir henni. Unna slær handleggjunum utan um hálsinn á honum og segir: Sumarliði, og hún segir það eins og rjúpan mundi segja við fálkann, þegar hann slær hana í hel. Svo losa þau tökin og lita bæði móti sólinni, sem roðnar í vestrinu af blygðun kvöldsins, og peim finnst hún vera alvarleg og ströng og segja: skammist þið ykkar! £n það er eitthvað byrjað, sem heldur á- iram hvað sem sólin segir — og sólin held- ír áfram að síga — að skína. Og nú standa þau Unna og Summi hlið /íð hlið og horfa niður í dalinn. Skugginn er oúinn að hernema hann að vestanverðu, og parna standa Hlýskógar í skugganum frið- sælir í draumaró, en sólin roöar dalinn að rustanverðu, og hún brennur í gluggunum i Eggjum eins og það sé kviknað í bænum. Og Unna starir á þennan sólbruna í glugg- unum á Eggjum. Ef til vill hefir hún aldrei séð Eggjar fyrr, minnsta kosti ekki svona. En Summi fer að tala svo undarlega. Hann er viðkvæmur í lund og þessi viðkvæmni hans verður oft að æstu flóði tilfinninga, þegar sólin er að setjast. Þegar skugginn stígur upp fjallið, til þess að sigra tindinn, finnst hon- um hann vera áhorfandi að örlögum sínum jg kynslóðanna, sem timinn hefir sigrað öld eftir öld með því að láta hvern einasta dag enda í sólsetri. Og Summi talar svo undarlega Hvers vegna er þetta einmitt að byrja núna, þegar skugginn er að leggja á fjallið til þess ið sigra það? Það svarar enginn þessum spurningum, að líkindum liggja svörin svo ^rafjarri. En það er allt svo undarlegt, og rJnna starir á sólbrunann í gluggunum á Eggjum, og kyrrláta skuggann yfir Hlýskóg- um. Er þetta einhver foriagaspá, ósamræmi, rndstæður, sem aldrei geta sameinast, jafn- /el illspá, eða spá um lífsbaráttu, sem ligg- ír inni á sviði óvirkileika og forlagahendings- íasta. Unna hnyklar brýmar og slær keyrinu sinu utan á reiðpilsið sitt, svo þaö heyrist mjór, skerandi hvinur, og hestarnir lyfta höfðum, ug Baldur slær hægra framfæti niður í jörð- ina. Það er eins og hann skipi af stað. En Summi segir rómantiska setningu, um fjall- ið, sem reynir í lengstu lög að láta ekki sól- ina setjast. Hugur hans er meyr og viðkvæm- ur eins og hendi, sem hefir skorizt illa á glerbroti, og er komin í umbúðir. Hann finn- ur, að það er eitthvað mikið liðið, og eitt- hvað mikið byrjað, og honum finnst eins og betta sé dagur allra daga, dagurinn, sem uldrei má liða. Hann lítur dreymandi þrá- brenndum augum móti sólinni sem logar yfir Lyklafelli í glóðrauðum skýjaböndum á himn- um, og það er eins og hugur hans verði að heitri bæn. Deyddu ekki þennan dag. Ó, sól! Þá smellur keyrið hennar Unnu utan á reið- pilsinu aftur, og Baldur stappar fæti í jörð- ina og bítur á mélin i beiziinu. Af stað! Af stað, segir Unna, og Summi grípur I söðulsveif- tna meðan hún léttir sér á bak, til þess að hún stigi ekki söðulinn um hrygg. Svo fetar Baldur niður einstigið í Skóg- hlíðum, hægt með slakan tauminn. Summi kemur á eftir. Hann horfir á herðarnar á Unnu og honum finnst að það sé kominn ein- hver ógnarþungi á þær — eitthvert bjarg sem þær varla geta borið, en niður undan reiðhattinum lafa tvær ljósgular fléttur, sem segja ásakandi við Summa: Gaztu ekki tekið utan um háls á stúlku án þess að ólaga á henni hárið! Og Summi er dálítið óánægð- ur. En dýpra og dýpra niður i dalinn, niður í skuggann að Hlýskógum liggur leiðin, en ennþá brennur sólin í gluggunum á Eggj- um, eins og vitni um þrautseigju sem aldrei lætur undan. Svo er komið niður í dalbotninn, og Unna snýr Baldri inn í skógarrjóður rétt fyrir ofan götuna. Þar stekkur hún af baki, og Summi gerir það líka. Það er eins og þau kannist varla hvort við annað. Það er einhver fjar- ræn tíulmóða í augum þeirra. Einhver fjar- lægð í nálægðinni, sem virðist eiga erfitt með aö koma heim til sín. í raun og veru var ferðin niður fjallið líkfylgd. Þau voru að fylgja æskuárunum út í móðu tímans, en skilja þetta ekki sjálf. Dagur að baki, nótt fyrir framan — en hvenær kemur næsti dag- ur — og hvernig? Unna leggur arminn utan um hálsinn á Summa og segir Sumarliði, og hún segir það eins og viltur maður, sem er að biðja um íylgd á ókunnum stigum. Og Summi er ákveð- inn. Það er stál i herðum hans, sem getur borið allt, það er stál í örmum hans, sem brýtur allar brautir. Það er stál í höfði hans, sem aldrei lætur undan, og allt þetta stál er loforð á þessari stund, sem aldrei verður svikið. Hann lofar þvi öllu þegjandi, og ákveð- ið í örmum, sem eru fullir af stáli. Svo gleðst Summi og fer að tala rómantískt. Sjáðu Unna. Eigum við ekki að leggja á fjallið, sem er að berjast við að láta ekki skuggann yfir- vinha sig, — láta sólina aldrei setjast? Vit- leysa, segir Unna. Ég er barn skógarins, veiztu að ég verð að búa í skugganum? Lengra, lengra inni 1 skuggsælu kyrra lundana, það er leiðin Sumarliði, og nú segir hún Sumar- liði, eins og þetta nafn væri miðdepill sólkerf- isins umvafið birtu og ljóma — sólskini. Og Summi lítur í augu henni, sem glóa af von og lífi. Þessi augu og skugginn. Það eru mestu andstæður sem hann þekkir. Summi gefst upp við að skilja þetta, en það er eins og manninn með stálarmana langi til að rífa upp alla skóga, víðsýnið, sólskinið, upp, það er stálið í þessum manni, og Summi gengur frjáismann- lega út að skógarbeltinu og hvessir augun. Ætlið þið að búa til myrkur handa mér hugsar hann um leið og hann dáist að stoltu björk- unum, sem-mynda þarna heilan skóg. Nei, ver- ið þið með í sólskini lífsins, svo er ykkar hlut- verk ekki meira. Og Summi er ákveðinn. — Viljinn sem æfinlega ber hann ofurliði mótast í ákvarðanir. sem enginn getur breytt. Ég ræð, slær hann föstu í hugskoti sínu — og svo — Summi hlær með sjálfum sér af karlmennsku allra þessara ákvarðana. Þá gengur Unna til hans. Hnyklarnir í brún- um hennar eru óveðurslegir og Summi fer að hneppa kápunni sinni. Við skulum fara heim, svo tölum við saman seinna, segir Unna af skipandi viljafestu. Unna, segir Sumarliði með grunsemd — grunsemd um allar grun- semdir. — Svo kyssir Unna hann, eins og það væri skyiduinnsigli á ferðalagið og samfylgd- ina, og svo vindur hún sér í söðulinn og Summi er of seinn til að gripa í söðulsveifina. Baldur rýkur af stað heim skógiskrýdda götuna ag Hlýskógum. Unna lítur snöggvast við og veifar her.di til Summa, frjáls en þó þungbúin eins og máríuerla, sem er að fara til Egiftalands á hausti. Summi sezt á bak Nasa og teygir hann út og ofan rennslétt, skrúðivafið, Hlýskóganesið að Hlíðará. Oft hafði hann dáðst að þessu nesi, nú er eins og hann skilji ekki dásemdir þess. Fagra Hlýskóganes, hugsar hann fyrir ofan allan veruleika. Nú er hætt að brenna i gluggunum á Eggj- um, og skugginn á ekki eftir að sigra nema efstu tindana á fjöllunum. Summi mænir á sólroðna tindana og finnur til undan þessari undarlegu rás lífshjólsins, sem beygir menn- ina undir vilja sinn, afmarkar ævi þeirra i forlagabás við band lögmálsins, og kastar þeim eins og af miðflóttaafli út í tilveruleysið. Hon- um finnst hann vera eins og lítill fugl ein- hvers staðar i háloftunum, sem er að koma frá Egiftalandi, og eltir vitið sitt alla leið i litla holu í bæjarkambi í einhverjum dal á íslandi, þar sem hann skreið úr egginu árið áður. Og Summi horfir á sólroðna tinda. Og þar sem þau sitja inni á Hótel Hvíld Unnur frá Hlýskógum og Sumarliði frá Eggj- um rennur framhald þessarar sögu í gegnum um vitund þeirra eins og fljótið niður dalinn á örfáum andartökum. Hún Kristín á Skarði fer að finna grann- konu sína, hana Elínu á Hallsá, til þess að segja henni sögu. Það hafði nefnilega vitnast og verið reiknað nákvæmlega út, hvað þau Summi og Unna hefðu verið lengi yfir Svart- fellsheiðina fyrsta sunnudaginn í júlí. Hún Kristín hafði fengið að vita það, að nákvæm- lega kl. 4 hefðu þau lagt af stað frá Brandsá í Snæfellsdal, og kl. 10 um kvöldið sigu þau niður hlíðina hérna fyrir utan Skarð. ÞaU voru 6 tíma að komast yfir heiðina, á þessum líka gæðingunum, segir Kristín, sem aldrei kom á annan hest en lata Grána — þennan spotta, sem hann Magnús minn gengur á 5 tímum þegar hann bregður undir sig betri fætinum og rúmlega hálf ellefu hafði klukkan verið þegar jómfrúin kom heim að Hlýskóg- um, með flétturnar lafandi niður á bak. Þú skilur. Ha-ha. Það kvað vera búið að frétta þetta á Hlýskógum og Eggjum, og það kvað vera svipur á gamla fólkinu. Það hafði nú eitthvað annað átt að ske. Hann kvað hafa komið í Hlýskóga hann Áskell á Þverá, ein- hvern tíma í sumar, en þá var jómfrúin lasin og hann var auðmjúklega beðinn að afsaka komuna, og María á Illugastöðum hafði komið með Ástu dóttur sína í Eggjar, en þá fór Summi upp á fjall og sagðist þurfa að ná t steina, sem einhver steinafræðingur í höfuð- staðnum hefði beðið hann að útvega sýnis- horn af. Ha-ha. Það er orðið allt vitlaust á fjórum bæjum, og grannkonurnar hlæja sig kafrjóðar af allri þessari sögu. En Unna i Hlý- skógum, hefurðu séð hana? spyr Elín á Hallsá. Nei, en hún kvað vera ósköp fátöluð og sitja. oft úti í skógi. Það er þó ekki farið .... Elínu svelgdist á setningunni. — Það er nú varla von, þetta er ekki nema gangnahelgin, en hún kvað vera ákaflega tekin til augnanna, segir Kristín. Ég var nú að sauma Nonna mínum klofháa skinnsokka — hún þarf alltaf að minnast á Nonna sinn, ef talað er um Unni t Hlýskógum — hann á nú að fara í Hvanna- tungnagöngur. það eru nú aldrei sendir þang- að nema duglegustu mennirnir. Elín andvarp- ar. Hún Bagga mín er ekki heima núna, segir hún, af því að Bagga kemur henni alltaf í hug þegar minnst er á Summa á Eggjum. Hún er nú orðin ansi myndarleg. Hún er nýbúin að sauma Jesú Krist i koddaverið sitt, mér finnst hann nú dálítið svipaður Summa á Eggjum, minnsta kostið hárið. Hann varð heldur klof- langur hjá henni, en ég vona nú að það lagist í þvottinum. Já, allt orðið vitlaust á fjórum bæjum, segir Elin og skellihlær, en dylur með sér ægilega hugsun um það, að svo kunni að fara að það verði allt vitlaust á fleiri bæjum ef — ef.... Og svo — þegar veturinn heilsar, hvítrt hendi, hlíð og skógum, þá eru tveir menn orðnir ærulausir í Skóghliðadal. Það eru. þau Unnur í Hlýskógum og Sumarliði á Eggj- um. Hvað segirðu annars Unnur, segi ég inni á Hótel Hvíld, við Unni frá Hlýskógum, og horft út um gluggann á móti blænum, sem bærir ljósgulan lokk niður með gagnauganu á henni og hún starir hljóð og hreyíingarlaus á sögu sem aldrei varð saga. Ekkert, segir Unnur. Ég horfi rannsakandi á hana og hugsa fyrir hana. Þú bauðst mér brattann, fjallgöngu þinna forlaga, ævintýralíf í leit að sólskini, sem ég átti heima um nafnið þitt. Já, hugsa ég. Einhverntíma verður fólkið að leggja á brattann, ef því er alvara að láta sól- ina ekki ganga undir alla sína eymd. Hefðum við fylgzt að, hefði leiðin upp fjallið ef til vill legið inn i skóginn þinn sólskrýddan. Skógar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.