Tíminn - 24.12.1949, Blaðsíða 15
JÓLÁBLAÐ TÍMANS 1949
Þegar landiá grær
eru ekki bundnir við neinn ákveðinn stað þeir
vaxa þar sem fólkið ræktar þá.
En þú varst dís skógarins og bauðst mér
inn í skuggann, sem tindurinn minn var að
berjast við að yfirvinna. Og ég beið eftir þér
á fjallinu, daginn sem ég var að tína grjót,
en þú komst ekki. Þú varst í skóginum heima,
andi skógarins umlukti þig, lifandi og dáin
ertu í skóginum, og laufkrónur skógárins
hampa sorg þinni og eru minnismerki á gröf
þinni.
Veiztu að ég er hluthafi í málmfélaginu, það
skeði raunverulega daginn sem ég var á fjall-
inu að tína grjót af því að þú komst ekki?
Ég get sett minnismerki á leiði þitt úr steini,
en það á bara ekki við. í dag hampar skógur-
inn þinn sorg minni.
Til þess leit ég eftir þessari þyrnibraut end-
urminninganna.
Svo stend ég upp á Hótel Hvild og horfi nið-
ur í græna flosteppið, sem minnir á engið á
Hlýskóganesi.
Ég lít út um gluggann og sé að sólín brenn-
ur í gluggunum á nýja húsinu á Eggjum.
Vertu sæl Unnur, segi ég.
Þögn.
Vert'u sæl Unnur frá Hlýskógum!
Og laufkrónan á björkinni, sem vex á leiði
Unnar frá Hlýskógum, hneigir sig í vestan-
blænum, sem leikur um Hótel Hvíld, á móti
mér, og ég lýt höfði.
Vertu sæl Unnur frá Hlýskógum!
Hvíld.
Og ég geng út af Hótel Hvíld og hleð gamla
fjallið úr veruleikanum á milli mín og Unnar
frá Hlýskógum.
.--------------x
GÖMUL VÍSA
Skriíað í vísnabók stúlku
Vertu ei hrœdd, þótt víða kaldan gjósti,
Vittu það í hverju mennsku brjósti
brennur þrá til betra samfélags.
Hrœðstu ei þótt betra verði að vikja,
víllimennskan fái enn að ríkja,
— spírar frœ þótt spretti ei akur strax.
Mundu vel, er þjakar þrautin stranga,
það var stundum eyðimerkurganga
fólksins leið til fyllra sœldarhags.
Undir fargi aldarfarsins svarta
eigðu glöð í vörmu, tryggu hjarta
trú á manninn, komu drottinsdags.
(1. sept. 1939.
H. Kr.
" -------.----------------—r—-------•
Sú kemur tíð að sárin foldar gróa,
sveitimar fyílast, akrar hylja móa,
brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa,
menningin vex í lundi nýrra síróga.
Hannes Hafstein.
í nýju Andvarahefti er stórfróðleg og merki-
leg grein eftir Hákon Bjarnason skógræktar-
stjóra um framtíð skógræktar á íslandi. Skóg-
ræktarstjórinn segir þar, að á íslandi séu 43
þúsund ferkílómetrar lands undir fjögur
hundruö metra hæð, en af því landi muni
ekki nema um 17 þús. ferkm. vaxið samfelld-
um gróðri.
Samkvæmt því ættu að vera 26 þús. ferkm.
lands undir fjögur hundruð metra hæð, ör-
foka og illa gróið. Allt það land á að geta
gróið upp og raunar meira, því að skógargróð-
ur og gras ætti að þrífast í 600 m. hæð al-
mennt, en víðáttumikil öræfalönd eru til ein-
mitt í þeirri hæð.
Nú er það eitt af stórræðum þeim, sem flest-
ar menningarþjóöir standa í, að rækta land
sitt. í Bandaríkjunum, Afríku, Ástralíu og
Rússalöndum er unnið að stórvirkjum til að
græða upp gamlar eyðimerkúr. Ef íslendingar
elska land sitt og unna sjálfstæði þjóðarinn-
ar verða þeir líka að fara að dæmi siðaðra
þjóða og rækta landiö.
Skógræktarstjóri bendir á að íslendingar
noti nú um 65 þúsund teningsmetra skógviðar
árlega. Hann reiknar með því að af íslenzku
skóglendi fáist 2,5 teningsmetrar árlega ai:
hektara, og sé það varlega reiknað. Samkvæmt
því þyrfti 260 ferkm. skóglendis til að full-
nægja þeirri þörf. Sú tala sýnir að nóg er
landrýmið til þess að margfalda viðarfram-
leiðslu Iandsins umfram þörfina nú.
Það er satt að skógrækt gefur þeirri kyn-
slóð, sem á henni byrjar, engan arð. En hefð).
Skúli Magnússon landfógeti ræktað skóg á
einum ferkm. lands og sá skógur fengið að
vaxa, hefði hann nú um langt skeið gefið af
sér 250 teningsmetra viðar árlega og væri.
sjálfur þriggja milljóna virði. Það væri betri
cign en nýsköpunartogari, varanleg eign, sem
heldur sér við sjálf, ef skynsamleea er að farið.
Trjáviður er á seinni árum orðið eitt hið
merkilegasta hráefni í iðnaði þjóðanna. Þess
vegna eiga íslenzkir skógar á komandi öldum
að veita þúsundum manna atvinnu við iðnað,
auk þess, sem skógurinn skýlir og mildar lofts-
lagið og iafnar raka, svo að öll önnur ræktun.
og landbúnaður gengur betur.
Svíþjóð og Kanada eru forustulönd í trjá-
iðnaði. Tröllauknar, rafknúnar verksmiðjur
tæta trjábolina í sundur í smáflisar. Siðan eru
flísarnar soðnar í ógurlegum kötlum og er
gufu, blandinni vissum efnum, hleypt á hrá-
eí'nið unz það er orðið jafn, gulur grautur.
Síðan gengur þessi grautur gegnum hreinsi-
tæki, ,,kvistfangara“ og fleira. Að því loknu
er farið aö fergja úr honum vatnið svo að
Tuttugu og fimm ára ungmennafélagsgarður.
Úr Bæjarstaðaskógi 1915.
Rúmlega tvítugt lerki á Hallormsstað.