Tíminn - 24.12.1949, Blaðsíða 27

Tíminn - 24.12.1949, Blaðsíða 27
JÓLABLAÐ TÍMANS 1949 27 INGRID FDLDERLUND HAN5EN: V ¥ ¥ ¥ * sQsta róaa a flrá aa rdóli liÁinu Það hafði gengið á ýmsu fyrir Emanúel Jensen síðustu árin áður en hann komst í þjónustu póststjórnarinnar, en fram af því varð hann fljótlega fastur bréfberi og fékk þar með einkennisbúning sinn, — hárauðan jakka með blikandi silfurhnöppum. Hið dreymandi yfirbragð æskunnar, sem honum var eiginlegt að vakna frá endrum og eins, hvarf honum smám saman og í stað- inn færðist yfir hann svæfandi ró, sem ein- kenndi allt hans fas og framgöngu. Góð og ill tíðindi runnu daglega um greip- ar hans í þrjúhundruð og fimmtiu bréfa- kassa. Hann steig af gamla hjólinu sínu og á það aftur mörg hundruð sinnum á hverjum degi, hvort sem það var heiður og sólheitur sumardagur, grár og hráslagalegur haust- dagur, brakandi vetrarfrost eða vordýrð í maí og júní eins og núna var, þar sem .hann sat á hjólinu og barst hús frá húsi án þess að hrærast hið minnsta úr öruggu jafnvægi hugans. Hann opnaði rauð og hvít og hrafn- svört garðhlið og laufin af trjánum féllu yfir hann og hann lyfti upp bréfkassalokum með allskonar nöfnum, sem sátu föst í huga hans eftir á. — Ó, pósturinn. Þú færir mér þó eitthvað í dag! Það kom ljómandi geðþekk unglings- stúlka þjótandi frá dyrunum hjá Lilliefalk málafærslumanni. Helzt mátti hugsa sér, að hún gæti fleygt sér um hálsinn á póstinum, ef hann svaraði henni játandi, — þarna, þar sem hann stóð. Hún var í ljósrauðum léreftskjól með hvíta svuntu og litla línhúfu á höfði. — Ó, póstur! Þú mátt ekki segja, að það sé ekki neitt! Stóru, .bláu augun hennar stóðu föst á honum meðan hann fletti bréfunum, vitandi vel, að allur pósturinn í þetta hús var eitthvað leiðindaprent til málafærslumanns- ins. Annað var það ekki í nr. 14. — Irma Kjær,. sagði hún til skýringar og rýndi áköf á bréfin hjá honum, svo nærri, að ljósu brúnahárin og línhúfan námu rétt við rauða ermina. — Er það, er það ekki neitt? Röddin var hás af vonbrigðum. Varirnar bærðust og hún deplaði augunum ótt og títt svo að þau héldust þurrari. — Nei-ei. Jensen fann til sektar að standa hér og angra vesalings stúlkuna. — Nei. í þetta skipti virðist það ekki vera neitt, en ég kem nú aftur klukkan fjögur með Kaupmannahafnarpóstinn, og þá skal það svei mér koma, sagði hann uppörvandi og horfði á röku hvarmana og neðrivörina, sem titraði viðkvæmt og geigvænlega. Stúlkan herti sig upp með manndómslegu átaki og brosti dauft og vandræðalega. — Það eru nú þrjár vikur síðan hann fór. Hann er í fótgönguliðinu. Ég skil þetta alls ekki, bætti hún við og leit í gráu, rólegu aug- un hans Emanúels, sem stöfuðu mildri hlut- tekningu. — O, — bíddu nú við og láttu ekki hjartað bresta fyrir klukkan fjögur. Þá kemur þetta nú, sagði hann aftur og skellti töskunni í lás um leið og hann fékk stúlkunni þetta prentaða, sem húsbóndi hennar átti. — Heldurðu það? sagði hún vongóð og snerist á hæli og hélt sprettinum upp að húsinu, án þess að líta um öxl. Klukkan fjögur stóð hún við hliðið með lítinn loðhund í bandi og mændi eftir honum. Nú var hún í svörtum kjól með hvíta svuntu og hvítar, stífar, uppbrotnar ermar, og kraga í silkisokkum á hælaháum skóm. Gullna hár- ið hennar og hvíta línhúfan gægðust fram undan persnesku sýrenunum og strax og augað eygði rauða jakkann niðri við hornið kailaði hún: — Ó, póstur! Ertu með nokkuð? Hún hoppaði á háu hælunum eins og óþolinmóð- ur krakki, sem stendur á öndinni af eftir- væntingu. Emanúel sveiflaði fætinum yfir gula hjól- ið og hristi höfuðið. Hann var alvarlegur eins og maður, sem kemur með andlátsfregn. Hvílík hluttekn- ing! Þegar einhverjum liggur við örvinglun, er ekki neitt, sem getur lyft huganum eins og samúð og hluttekning. Sólskinshár stúlk- unnar seig niður á armlegg hennar, sem hvíldi á hliðgrindinni. Hvíta lykkjan á svuntulindunum á baki stúlkunnar titraði af geðshræringu. Emanúel vissi ekki vel hvað til bragðs skyldi taka. Þúsundir hálfgleymdra tilbrigða úr sögunum sem hann las í æsku, þegar hann vann í bóka- og pappírsverzlun systranna frá Uglubjargi, ruddust gegnum hans rólega höfuð. Hvar voru nú takmörkin milli þess, sem viðeigandi var, og hins, sem var „of svæsin áleitni", eins og hann mundi að kenn- arinn hafði sagt í fyrsta bekk G. — Ungfrú — var það ekki Kjær. Jú, hún hét Kjær. Ungfrú Kjær. Taktu þetta nú ekki svona — svona geyst. Jensen póstur hallað- ist þungt að grindinin bg notaði sér aðstöðu sína á þessari viðkvæmu stund ef. til vill ör- lítið meira en bezt sómdi. Hann hafði aldrei verið nærgöngull við kvenþjóðina. Hann hafði bara lesið um það kyn — og svo ímyndað sér og skáldað ofurlítið sjálfur hið innra með sér um þessar litlu, einkennilegu smáverur. Nú straukst hendi hans róandi niður yfir sól- skinshárið og yfir mjúkan og hlýjan vanga, sem var votur af tárum. — Ungfrú Irma! — Það er svo sem ekkert nýtt, að stríðsmenn séu svona dálítið ó- tryggir, — svona í þessu tilliti. Og — já, — ef hann er nú þess háttar manntegund, — ja, — þá skaltu bara hressa þig upp og láta hann sigla sinn sjó. Ung og glæsileg stúlka eins og þú kemst allra sinna ferða án hans. Rakkinn byrjaði að ýlfra. Hann var svo við- kvæmur, sagði húsmóðir hans. Pósturinn laut yfir grindina og klóraði honum í hnakkan- um. Hann var tekinn að hafa áhrif á þessi mál. En það var dálítið skrítið að standa og hughreysta svona yndislega stúlku, sem stóð hér í öngum sínum. Hún var þjónustustúlka hjá málafærslumanninum, hafði hún sagt. — En hvað þú ert góður póstur, sagði hún allt í einu og lyfti höfðinu dálítið og brosti yndislegar en nokkur kvenhetja í birgða- skemmu Uglubjargssystranna. Það varð eitthvað svo þröngt um hjarta póstsins undir rauða jakkanum með silfurhnöppunum. Ár- um saman hafði honum fundist sér ofaukið í þessum heimi, sem bjó þó yfir svona miklu fallegu og góðu handa manni, — og — en hvað sýrenurnar ilmuðu og jasmínurnar lika, — það var blátt áfram deyfandi angan. Póstinum hitnaði og hann kenndi svima undan þakklæti þessara bláu augna. En hvað hún var annars lagleg, þessi Irma. — Gætum við ekki talað dálítið betur sam- an í kvöld? spurði hann varlega. Við gætum gengið hérna niður á hafnarbakkann í góða veðrinu. Það er slæmt að sitja hér ein og láta sér leiðast. — Jú-ú — þakka þér fyrir. — Kannske. Hún dró svarið við sig meðan Jensen strauk um hendi hennar og beygði sig til að klóra rakkanum í hnakkanum. Hún var dálítið hugsandi fyrst en lét sig svo og lofaði að koma. Veðrið var svo undarlega gott, — og kvöldin svo björt. Emanúel beið fágaður og strokinn í grá- um fötum fyrir framan söluturninn við höfn- ina litlu fyrr en klukkan var átta. Bvo kom hún, dálítið rauðeygð en samt sem áður svo hjartanlega hugguð, og varð honum sam- ferða út að vitanum, og þau horfðu á sólar- lagið meðan þau töluðu fram og aftur um hitt og þetta. Emanúel keypti kaffi handa þeim í veitingastofunni i skóginum og var dásamlega indæll við hana. Það kom-ekkert bréf daginn eftir og held- ur ekki næsta dag. Hún skauzt fram milli sýrenanna á hverjum degi og spurði um bréf og lét Emanúel hughreysta sig og róa, og einn góðan veðurdag hallaði hún án allrar þvingunar frá hans hlið vanganum að eld- rauða jakkanum hans og sagði: Hann hefir þá gleymt mér, Jensen. Þau stóðu í skjóli bak við gullregnið við bílskúrinn, og Emanúel, sem líka hafði tap- að allri trú á fótgönguliðsmanninn, kyssti hana blíðlega. Irma veitti ekkert viðnám. Hún fann þægilegt öryggi í umhyggju Em- anúels og leitaði þess öryggis ótæpt á þeim undraverðu dögum, sem nú fóru i hönd. Em- anúel lifði í svimandi sælu. Líf hans hafði allt í einu fengið tilgang og takmark. Og um helgar kom Irma heim með honum og heilsaði foreldrum hans, sem bæði voru hrif- in. Emanúel hafði á æskuárum sínum orðið þeim dálítið til hrellingar, en nú hafði Irma gert hann að nýjum manni. Foreldrunum fannst, ekki, að hér væri nauðsyn á langri trúlofun. Þau fóru að tala um giftingu með haustinu og gamli maðurinn hafði jafnvel snuðrað uppi litla ibúð, sem væri við hæfi ungu hjónanna. Morgun einn, þegar Emanúel Jensen sat við stóra tréborðið í pósthúsinu, og raðaði bréfum sínum ásamt starfsbræðrunum, stirðnaði hann allt í einu upp. Ungfrú Irma Kjær — stóð þarna á hvítu umslagi og aftan á því: Karl Andersen fót- gönguliði nr. 265. 4. hersveit. Jensen fannst hjarta sitt stanza undir rauða jakkanum í þungum, nístandi sárs- auka. Nú gat þrjóturinn loksins gefið lífsmark frá sér, eftir að hún hafði verið ugglaus mánuðum saman og hafði nú loksins hugg- ast og tekið gleði sína í þeirri trú, að stríðs- maðurinn hefði gleymt sér. Hvað yrði nú í dag, þegar hún opnaði bréf- ið frá hermanninum sinum? Hann minntist þess, hve mikið henni var niðri fyrir fyrst þegar fundum þeirra bar saman og fyrstu kossanna og ástarhótanna, sem voru veitt með nokkurri tregðu, og svo allt til þessa dags, þegar allt var i bezta lagi þeirra á milli. Bráðum áttu klukkurnar að hringja, þegar þau Irma gengju inn kirkjugólfið og hlytu vígslu — til að skilja aldrei framar. Ef ekki — Hefði ekki — Emanúel sat þarna stirður og ráðvilltur, þegar félagar hans stóðu upp og hurfu hver af öðrum. Að lokum var hann einn eftir, —• aleinn í stórri og tómri stofunni. Miskunnar- laus örvænting lagðist yfir hann. Ekkert i þessum heimi fékk nokkurntima að full- komnast. Mannleg hamingja rambaði og rið- aði til falls eins og spilaborg alla daga. Það var ekkert réttlæti til, ef hann nyti ekki Irmu, sem hafði gefið lifi hans tilgang, ljós og hamingju, svo tómt og misheppnað sem það áður var. Það var víst eitthvað, sem kallað var að vera trúr í embætti sínu, — eitthvað, sem hann ætlaði nú að drýgja óttalegt afbrot gegn. — En það varð að fara sem vildi. — Hann ætlaði að verja hamingju sína af fullri alvöru gegn öllu, — öllu öðru í heiminum. Hann stakk bréfinu í aftasta hólfið i vesk- inu sínu og stakk því i brjóstvasann. Það kom þó fyrir að bréf töpuðust, — mörg bréf meira að segja. Enginn myndi nokkurn tíma fá nokkuð um þetta að vita, og seinna gæti hann brennt bréfið. Nú ertu aftur fallinn I þanka, sagði Irma

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.