Tíminn - 24.12.1949, Blaðsíða 13
JÓLABLAÐ TÍMANS 1949
13
Bárður Jökull:
Uc tel Uii/4
Ég er búinn að sitja góða stund inni á Hó-
tel Hvild.
Ég hefi horft ofan í grænt flosteppið, og
gert mér í hugarlund að það sé engi — renn-
slétt engi á Hlýskóganesi.
Svo lit ég upp í gegnum gluggann og horfi
á fjöilin yfir Hlýskógum, yfir ána, sem liður
hægt í fögrum bugðum niður dalinn, og ég
sé hesta, sem eru að bíta á bakkanum, og
kindur, sem renna upp í nesið — sé þetta í
fyrsta sinn nú — það er að segja, það er
öllu svo mikið breytt. Ég þekki þetta frá
gömlum tíma, en sá timi liggur á bak við fjöll
eins og ævisaga mín, og þess vegna sé ég
þetta í fyrsta sinni núna.
Ég hrekk dálítið við. Það situr kona undir
suðurhliðinni við opinn gluggann, og blærinn
sem leikur í gegnum hann, bærir lokka, sem
ekki geta verið annarsstaðar en niður með
gagnaugunum. Ég spyr sjálfan mig: Sé ég
þetta í fyrsta skipti núna, og er þessi kona
lika á bak við fjöll í ævisögu minni?
Og það kemur fyrir, að jafnvel fjöll verða
að engu, og nú sé ég að öll fjöll í ævisögu
minni eru horfin, og gamlir dalir, ár og engi,
og skógar blasa við sjón minni. Það er ekkert
um að villast. Þetta er Unnur frá Hlýskóg-
um, og ég hefi dálítinn grun um það, að hún
sé búin að uppgötva mig — gegnum fjöll.
Ég ákveð að komast að baki allra þessara
fjalla og geng yfir græna flosteppið í áttina
til hennar. Ég roðna í andlitinu alveg upp í
rætur hársins, sem er farið fyrir löngu. Ég
þekki leiðina sem er að baki allra þessara
fjalla, og græna flosteppið kæfir skóhljóð
mitt.
Afsakið! Er þetta ekki Unnur frá Hlýskóg-
um?
Jú. Og vindurinn kastar lokk frá hægra
gagnauganu út á nefið á henni, og hún virð-
ist ganga inn í djúpa þegjandi spurningu.
mér ekki, — þess þurfti ég auðvitað ekki, —
en ætli það væri ekki hjálp i einum bjór?
Fjórir bjórar hjálpuðu, — eru.ðg veit ekki
hvað þeir urðu margir þennan dag, en ertir
tæpa þrjá sólarhringa var ég svo heppinn —
án þess að vita eftir á hvernig það atvikaðist
— að hringja til eins af mínum sönnu vin-
um.
Afturhvarf og sigur.
Nokkrum stundum síðar var ég færður í
bakherbergi við lækningastofu læknis mins.
Ég minnist þess, að ég var glaður yfir því,
að' ég fann mig á öruggum stað, því að mér
var fullvel ljóst, að ég var illa kominn, en —
gæti ég nú bara fengið einn bjór! Hann fékk
ég þó ekki, enda varö mér nú illt. Til allrar
hamingju hafði mér verið gefið meðal.
Um nóttina var ég ásamt fleiri sjúklingum
á læknissetri úti í sveit. Eitt staup, sem ég
stalst til að fá mér síðdegis daginn eftir,
féll mér svo illa, að ég fékk leyfi um kvöidið
tii að fara heim til að fara í bíó með föður-
systur minni. Ég treysti því, að hún tryði
því, að einungis kölduhrollur hefði tafið mig,
éf ég stæði við þessa ákvörðun okkar.
Það var rétt, að þetta fráfall heyrði til í
lækningunni, því að það kenndi mér, að ég
geri framvegis réttast í þvi, um alla ókomna
tíð, að láta jafnan fyrsta sopann af mein-
lausu kirsiberjavíni vera. Ég tók í hálft ár
dálítið aukinn antabusskammt, eins og mér
var ráðlagt. Ég hætti því á árshátíð drykkju-
æöisins, sem kvaldi mig mest.
Nú er enn liðið hálft ár. Ég kem víða og nýt
þess vel að drekka 4—5 glös af sítrónuvatni.
Ég fihn ekki til þess, að ég standi hinum neitt
að baki, stundum jafnvel þvert á móti. Á-
fengi er mér nú aðeins framandi drykkur.
Það er Sumarliði frá Eggjum, segi ég.
Ég segi þetta til þess að greiða sem fyrst
úr málinu fyrir henni, og svo — svo til þess
að þessi kona segi ekki Sumarliði frá Eggj-
um. Það er nefnilega þessi kona, sem getur
sagt Sumarliði allt öðru visi en aliar aðrar
konur. Það er þessi kona, sem getur sagt
þetta klunnalega nafn svo það verði fallegt.
Það er reyndar ekki víst, að hún kunni að
segja það núna svo það verði fallegt. Það
getur verið á bak við fjöll í ævisögu hennar,
eins og ég sjálfur. En ef hún kann það, ja,
þá geta hrunið fjöll, og það yrði enginn eins
óþyrmilega undir þeim eins og ég sjálfur.
Það er bezt að eiga ekkert á hættu.
Sæll, segir hún með augum, sem voru á
bak við fjöll en sáu í gegnum fjöll. Ert þú
á ferðinni, virðist hún spyrja, með rödd sem
titraði í æskuhlátrinum fyrir löngu síðan.
Já segi ég, og veit ekki hvað ég á að segja
meira.
Ég hefi verið skipaður eftirlitsmaður með
þyrnibrautum endurminninganna, segi ég,
til þess að réttlæta það, að ég er kominn á
þessar slóðir, og greiða fyrir því að hún þurfi
ekki að spyrja mig.
Einmitt það, segir Unnur frá Hlýskógum, og
lætur sér skiljast það, að þetta sé eitthvað
merkilegt mál, líklega skipaður af stjórninni,
hugsar hún, og augu hennar hvarfla spá-
mannlega um ævisögu mina. Svo litur hún á
mig, og lokkurinn sveiflar sér fjörlega í blæn-
um yfir á nefið á henni og hún dregur upp
hvita hendi, og færir hann mjúklega aftur
og gengur frá honum bak við eyrað, en ég horfi
gegnum fjöll á þessa hvítu hendi og þessa
hugðnæmu hreyfingu hennar með lokkinn.
Þá sé ég, að hún hefir dregið brýrnar sam-
an i hnykla yfir augunum og ég veit, að hún
ætlar að segja eitthvað alvarlegt.
Þú ert búinn að tapa hárinu, segir hún, og
ég skil að þetta er alvarleg ásökun, því ég sé
að hún hefir geymt sitt hár eins og það var,
og mér finnst eins og fjöllin ætli að hrynja.
Nei, segi ég i glettni, því ég ætla ekki að
láta hrapa fjöll, en samt gæti ég að hendinni
á henni, ef mér skyldi allt í einu finnast ég
hafa hár, og þessi hendi, með mýkstu fingr-
unum sem ég þekki, sé að greiða það.
Það er annars staðar, segi ég, og hlæ af
glettni.
Annars staðar, segir hún og hlær líka. Já,
auðvitað er það annars staðar fyrst það er
farið, segir hún hlæjandi. Þú ert líkur sjálf-
um þér, bætir hún við. Já, ég skildi það eftir á
þúfu yzt í túninu á Áhyggjumúla, þar hefi
ég búið lengi, segi ég.
Og ert ekki búinn að slétta túnið, spyr hún
háðslega, því hún ætlar ekki að gefa mér
eftir í orðhengilshættinum.
Ég er alltaf að slétta tún, en það eru æf-
inlega eftir þúfur yzt í öllum túnum hvað mik-
ið sem sléttað er, segi ég og ætlast til að hún
skilji, að ég get talað heimspekingslega, eftir
allan minn búskap, og það eru þessar þúfur,
sem fara með hárið af manni, áður en hægt
er að slétta þær, bæti ég við.
Er þetta stór jörð, spyr hún, því hún veit
að hér á hvorki við glettni né heimspeki. Já
svo hefir mér reynzt, segi ég. og falleg bætir
liún við. Ja-já —, hún er falleg, sléttar grund-
ir, grasi vaxnar hlíðar upp að bröttum tind-
um, gil og fossar, segi ég til þess að hún þurfi
ekki að spyrja mig hvort þar sé skógur. Já,
hún er falleg, segi ég út í bláinn. Hún er
svona ennþá, hugsa ég, allt þarf að vera fall-
egt í hennar augum, líka óræktað harðbaia-
kot. Það er gamla sagan..
Jú, jú, eins og það sé ekki fallegt að horfa
yfir kargaþýft tún og hugsa um það hvernig
eigi að siétta það. Eins og það sé ekki fallegt
að þræla hvern dag við að slétta tún og
byggj a bæ og komast þó aldrei út úr yztu
þúfunum.
Já, það er verulega fallegt þar, segi ég, og
hún hlýtur að sjá, að það er eitthvað skrýtið
í augunum á mér.
Hún er innarlega í fögrum dal og liggur
sunnan megin. Að vestan er hátt fja.ll, Kol-
bruninn. Undir það gengur sólin, og þegar
skugginn kemur heim að bænum geng ég
upp fjallið til þess að láta ekki skuggann ná
mér. Þetta er eins og hjól í mér sjálfum,
sem einhverntíma hefir farið á stað og aldrei
getur stanzað, og nú verður Unnur frá Hlý-
skógum svo undarlega hljóð.
Nær skugginn þér aldrei, spyr hún dul og
horfir í fjarskann.
Jú, segi ég, hann nær mér alltaf, og þegar
hann umlykur mig á fjallinu skil ég ósigur
minn og fer ofan fjallið til þess að sofa í
skugganum unz dagur rennur. Ég elti ljósið
inn i skuggann hvern dag.
En nú hefir Unnur frá Hlýskógum sagt
skugginn, og nú eru öll fjöllin horfin, sem
voru á milli Unnar frá Hlýskógum og Sum-
arliða frá Eggjum, cg nú horfast þau i augu
og rekja bæöi sömu söguna á nokkrum and-
artökum.
Það er fyrsti sunnudagur í júlí árið lík-
lega — hvað?
Sólskin og hægur andvari utan heiðina,
liðið á daginn og hestarnir hitna ekkert
verulega af reiðinni. Það koma tveir menn
austur Svartfellsheiðina og stefna á Skóg-
hlíðadal. Þetta eru Unna í Hlýskógum, eins
og hún hét þá, og Summi á Eggjum, eins og
hann var kallaður þá. Af tilviljun höfðu leið-
ir þeirra borið saman vestan undir heiðinni.
Það hallar deginum óðum, enda nálgast nú
brúnin á Skóghliðadal.
Unna ríður á hvítum hesti, sem heitir
Baldur, og hún er fögur af hestinum og hest-
urinn er öfundaður af henni. Hún er gjörfu-
leg stúlka, meðallagi há og nokkuð holdug.
Hún situr í söðli og er klædd svörtum reið-
fötum, og er pilsið bæði vitt og sítt. Hún
hefir svartan reiðhatt á höfði, og er skyggnið
brotið upp að framanverðu en að aftan hvilir
hatturinn nær því á herðunum.
Hún hleypir Baldri á Moldskeiðinu, og
Summi verður á eftir, og þegar hann nær
hennl, er hún að stilla Baldur. Hún tekur
þétt í taumana og axlir hennar yptast und-
an átökunum, og hatturinn með bogadregn-
um börðunum snertir ávalar herðarnar. Hún
gefur eftir á taumunum og tekur þétt i þá
aftur, stigur fast í fótaskörina á söðlinum og
reiðjakkinn hennar myndar mjúka, bogalínu
yfir kjöltu hennar, en hvíta slaufan, sem
liggur undir kraganum á jakkanum og næld
er við barminn á honum, lyftist í blænum i
mjúkri bylgjuhreyfingu frá hvelfdu brjóst-
inu. Hún tekur aftur þétt í tauminn, og allar
þessar mjúku bogalínur leika eitt samspil —
eitt lag — lag æskunnar, á líkama hennar.
Góði Baldur minn, stilltu þig nú, segir hún
við hestinn, og röddin titrar í æskuhlátrin-
um af öllu þessu fjöri og lífi.
Og enn gefur hún eftir á tauminum og tek-
ur þétt í hann aftur, og nú er Summi kom-
inn vel á hlið við hana og litur í augu henn-
ar. Þá ætlar Baldur að taka sprettinn aftur
en hún tekur fast í taumana, og hálsinn á
Baldri sveigist upþ í fang hennar, þar sem
hvíta slaufan bærist i blænum. Summi sér
að hún lyftir brúnum, og dökk festuleg aug-
un glampa í þrjózkulegri góðvildismóðu, en
örlaga-óveðurshnyklarnir í ‘brúnum hennar
dragast saman af viljafestu.
Summi verður hissa. Hvað er þetta. Hann
er búinn að þekkja Unni í Hlýskógum frá
barnæsku, og hefir aldrei séð þetta fyrr, og
aldrei dottið í hug að hugsa um forlögin. Það
hleypur eitthvað, sem hann kannast ekkert
við, eitthvert stál í herðarnar og armana, og
hann stígur fast í ístöðin og tekur i taum-
ana, en Nasi veit að hann á að hlaupa, og
Summi ríður í einum spretti niður Kaldran-
ann niður á brúnina á Skóghliðadal. Þar
stekkur hann af baki, því hann ætlar að
ganga og teyma hestinn niður einstigið í dal-
inn. Á samri stundu kemur Unna og Baldur
er óviðbúinn að stanza og gerir það of snöggt,