Tíminn - 24.12.1949, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.12.1949, Blaðsíða 2
2 JÓLABLAÐ TÍMANS 1949 Þættir úr sögu ylræktarinnar INGÓLFUR DAVÍÐSSON: Ekki er kunnugt hvenær farið var að hag- nýta jarðhitann hér á landi við ræktun, né hver það gerði fyrstur. Að Bæ í Borgarfirði heitir svæði í túninu Laukaflatir. Þar vex villilaukur frá fornu fari og þrífst ágætlega við jarðylinn. Er þetta ef til vill forn lauka- garður. Hveragerði er gamalt nafn; orðið gerði bendir til þess, að þarna hafi verið rækt- að korn fyrrum, enda ekki óliklegt að svo hafi verið, Er mér sagt, að í sænsku merki gerði stundum akur enn þann dag í dag. Senni- lega hafa kartöflur fljótlega verið ræktaðar á jarðhitasvæðum, eftir að ræktun þeirra tók að aukast. í Eyjafirði ræktaði Grímur Magnússon hómópati kartöflur í Reykhúsum laust fyrir 1860, og um sama leyti ræktaði Benedikt Jónasson (af Hvassafellsætt) kart- öflur við Brúnalaug í Eyjafirði. Nú eru gróð- urhús og garðyrkjustöðvar á báðum stöðun- um. Á árunum 1850—1860 voru kartöflur ræktaðar við laugarnar í Reykjadal í Þing- eyjarsýslu, og í Reykjahverfi hófst veruleg kartöflurækt á heitu svæði 1878, en smá- garður var þar til áður, segir Einar Helgason .1 „Hvönnum". í Mosfellssveit, Hveragerði, Borgarfirði og víðar voru kartöflur ræktaðar við jarðhita alllöngu fyrir aldamót. Væri fróðlegt að fá meiri vitneskju um það. Nú er allmikið ræktað af kartöflum, káli, gulrótum o. fl. útijurtum á jarðhitasvæðum víða um land. En langmest hefir jarðhitinn verið hagnýttur til ræktunar eftir að gróð- urhúsin komu til sögunnar. Þá urðu straum- hvörf I islenzkri garðyrkju. Árið 1898 byggði Knudsen kaupmaður á Sauðárkróki lítið gróðurhús, hið fyrsta hér á landi. Suðurveggur var vel í kné, þakhlið úr gleri móti suðri, en veggur að norðan. Mann- gengt inni. Var húsið hitað með hrossataði um vörtímann. Knudsen ræktaði matjurtir og blómjurtir og ól upp jurtir'til gróðursetn- ingar úti. Vorið 1924 kom Einar Helgason sér upp svipuðu húsi í gróðrarstöðinni í Reykja- vík. Um sumarið var reist lítið gróðurhús yfir hitavatnsleiðslunni frá þvottalaugunum i landi C. Olsens stórkaupmanns. Sama sum- ar Var reist gróðurhús að Reykjum í Mosfells- sveit, 120 fermetrar að stærð, stofnendur Bjarni Ásgeirsson og Guðmundur Jónsson. Var jarðhitinn notaður til upphitunar, og ræktuð blóm í húsinu. Haustið 1925 reisir Ragnar Ásgeirsson gróðurhús í gróðrarstöð- inni í Reykjavík, hitað með kolum og vatns- leiðslu. Jafnframt byrjar Johs. Boeskov bygg- ingu tveggja gróðurhúsa við laugarnar að Reykjahvoli i Mosfellssveit. Árið eftir (1926) var garðyrkjustöðin Blómvangur í Mosfells- sveit stofnuð, lítið gróðurhús byggt í „Skrúð“ á Vestfjörðum, og annað í gróðrarstöðinni á Akureyri. Þriðja smágróðurhúsið var byggt í Fífilgerði í Eyjafirði 1928. Það var hitað með rafmagni. Rak nú hver gróðurhúsabyggingin aðra. í Hveragerði voru fyrstu ylræktarstöðv- arnar stofnaðar i Fagrahvammi og að Reykj- um árið 1930. Að Kleppjárnsreykjum í Borg- arfirði voru reist gróðurhús um 1930. Menn lærðu að hagnýta jarðhitann til hit- unar gróðurhúsa. Olli það tímamótum í ís- lenzkri jarðyrkju. Áður var garðyrkjan aðal- lega stunduð í hjáverkum, sem aukaátvinna. En um og eftir 1930 myndast íslenzk garð- yrkjustétt, sem hefir garðyrkju, einkum yl- rækt, að aðalatvinnu. Skráin hér á eftir sýnir þróun gróðurhúsabygginganna: Stœrð gróðurhúsa á öllu lándinu: 1924 150 m2 1938 6900 m2 1929 1200 m2 1939 9300 m2 1931* 2300 m2 1941 10500 m2 1932 2400 m2 1943 38000 m2 1933 2800 m2 1945 47000 m2 1934 3300 m2 1947 54000 m2 1935 3700 m2 1949 rúml. 64000 m2 1936 4300 m2 eða um 6y2 ha- Auk þess munu vermireitir vera um 5000 m2 (að langmestu leyti á gróðurhúsastöðvun- um). Aðeins 1/50 hluti gróðurhúsanna er hit- aður með kolum, oliu og rafmagni. Öll hin njóta jarðhitans til upphitunar. Er aðal- lega notað heitt vatn. Gufa í Krýsuvík. Talsvert hefir verið gert að því að bora eftir heitu vatni. Hefir það oft gefið góðan árang- ur. Hitaþörf íslenzkra gróðurhúsa er talin um 10 kg.-kaloríur fyrir hverja 100 fermetra, miðað við mestu hitaþörf á vetrum (sam- kvæmt áætlun Steinþórs heitins Sigurðs- sonar, fyrrv. framkvæmdastjóra Rannsóknar- ráðs ríkisins). Svarar það til að 300 fermetra gróðurhús þurfi um 0,5 sekúndulítra af 90 °C heitu vatni. En æði oft er samt einn sekúndu- lítri látinn nægja á hverja 1000 fermetra gróðurhúsa. Þarf þá aðgæzlu og stundum aukakyndingu í frostaköflum á vetrum. Fer hitaþörfin lika talsvert eftir því hvernig húsin eru byggð og hve haganlega er frá leiðslum gengið. Byrjað er að reyna heitt loft til hit- unar. í fyrstu voru gróðurhús oft byggð á heitum jarövegi. Það reyndist óheppilegt vegna þess að rótararmar, svefnsýki o. fl. sjúkdómar verða þar mun skæðari en í kaldri jörð. Þess vegna er nú helzt byggt á köldum grunni. Gróðurhúsin eru ýmist einstök eða sam- byggð. Algengar stærðir eru 100—300 fer- metrar. En hin stærstu eru 1000 fermetrar. Þau standa að Syðri-Reykj um í Biskups- Tómatar. (Epli Islands). tungum og Fagrahvammi í Ölfusi. Meðal gróðurhúsastöð er 400—500 fermetrar. Mun láta nærri að meðal fjölskylda geti vel framfleytt sér á slikri stöð. Talið er að einn fermetri í túni hafi undanfarin ár gefið um 25—30 aura brúttó, í kartöflugarði 1,50, en í gróðurhúsi 80 kr. brúttó. Auðvitað þarf fer- metrinn í gróðurhúsinu margfalt meiri vinnu, en garður eða túnblettur. En þetta sýnir hvað kappræktaður blettur getur gefið af sér. Stærsta gróðurhúsastöð á landinu er að Syðri-Reykjum í Biskupstungum. Stofnuð 1937 og er 5500 fermetrar. Er stofnandi henn- ar Stefán Árnason „ylræktarkóngur" landsins. Ingimar og Þráinn i Fagrahvamini teljast jarlarnir; ráða yfir 3800 fermetrum. Næst í röðinni eru garðyrkjan að Reykjum í Mosfells- sveit 2800 fermetrar og Garðyrkjuskóli ríkis- ins að Reykjum í Ölfusi 2700 fermetrar gróð- urhúsa. í Reykjahlið í Mosfellssveit rekur Reykjavíkurbær 2200 fermetra gróðurhúsa- stöð. 6. i röðinni er Gufudalur í Ölfusi 2000 fer- metrar. Eru þetta langstærstu stöðvarnar. — Gróðurhúsin skiptast þannig á héruð landsins: Árnessýsla um 36000 fermetrar (þar af Hveragerði 19100 fermetrar og Biskupstungur 11880) ;»Reykjavík og Fossvogur 1400 fermetr.; Mosfellssveit 10600 ferm.; Krýsuvik 1600 ferm. (sumt i byggingu); Borgarfjarðarsýsla 8500 ferm.; Mýrasýsla 180 ferm.; Vestfirðir (eink- um Reykjanes) 380 ferm.; Húnavatnssýsla 500 ferm.; Skagafjarðarsýsla 1580 ferm.; Eyja- fjarðarsýsla 1350 ferm.; Þingeyjarsýsla 1500 ferm.; Hornafjörður 70 ferm.; Fljótshlíð 220 ferm. og Vestmahnaeyjar 200 ferm. Samtals 64080 fermetrar, eða tæpur 6 y2 ha. Fyrxtu íslcnzku hananamn 11)1,1. Stúlkumar á myndinni eru daetur Eiríks Hjartarsonar. Frá Ilveragerði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.