Tíminn - 24.12.1949, Blaðsíða 22

Tíminn - 24.12.1949, Blaðsíða 22
22 JÓLABLAÐ TÍMANS 1949 Ctkjœr: Kotungar þurfa líka að lifa Við skulum kalla staðinn Þorp, þó að hann héti allt annað en það, en með tilliti til af- komenda Jensanna fjögra, er bezt að láta þögnina geyma það nafn. Sagnaritara er holl- ast að skrásetja aldrei sannar sögur með rétt- um nöfnum. Sé eitthvað minnst á forfeður annarra manna öðruvísi en í lofsamlegum tón, er Skollinn laus. Reynslan gerir menn hyggna. — Sem sagt: Staðurinn hét Þorp. Jens er gott nafn, en þegar fjórir Jensar jafnir á aldur eru komnir fast saman á einn stað, er það fullmikið af þvl góða. í Þorpi sigruðust menn á þeim örðugleikum, sem slíku fylgja, með því að kenna Jensana við bæina sína, Jens í Vesturbæ, Jens í Aust- urbæ, Jens í Norðurbæ og Jens í Suðurbæ. Þetta voru fjórir myndarpiltar, vel metnir, og þegar þeir hurfu að einu ráði mótuðu þeir æskulifið í sveitinni. Þeir stóðu ekki alltaf saman. Það gat dregið til fjandskapar í milli þeirra, ef einn vildi bera af hinum, og þá liðu nokkrir dagar eða vikur þangað til þeir urðu góðir vinir aftur. Enginn þeirra gat verið án hinna til lengdar. Fimmti Jensinn bjó í litlu húsi úti í móum. Hann var ekki jafn hátt settur og aðrir Jensar í grenndinni. Hann var málari að at- vinnu og kallaður Flautu-Jens. Einn góðan veðurdag birtist fáséður fugl í kvenmannsklæðum í Þorpi. Það var enginn gullfugl en óvenjulega lagleg saumastúlka. Þá voru til stúlkur, sem voru laglegar í hönd- unum, og þóttust vera of góðar til að vera í vinnuihennsku hjá bændunum. Þeim fannst það vera fínna starf, að ganga um beina í veizlum eða búa til kjóla með belgermum, borðum og leggingum. Þær fengu höfðing- legt atlæti og þokkaleg saumalaun og voru haldnar sem heiðursgestir, ef þær gátu gert nýju kjólana eins og vera bar eða breytt gömlum kjólum í nýmóðins töfraklæði. framkomunni gagnvart börnum sínum — þar á meðal eitt, sem skilur dóttur hans frá bernskuheimilinu, lifir faðirinn það að sjá þeim framtíðarverðmætum, sem hann hefir lagt að grundvöllinn með striti sínu, borgið í höndum sonanna. Og það, sem blandað hefir beiskju í bikar hans í samskiptunum við þá, gerir honum það ennþá tryggara en ella, að öllu sé borgið. Hann hefir ekki aðeins lært að meta framtak þeirra og vilja til að fara sín- ar eigin leiðir, heldur á tímum kreppu og að honum hefir virzt óyfirstíganlegra erfiðleika séð þá — í andstöðu við hann — komast á- fram til náms, sem hann hefði aldrei getað hugsað sér, að aðrir en stórbændasynir gætu klofið — og hann hefir orðið að fá hjá þeim fé — meira að segja til þess að geta lagt í guðskistuna — af einmitt þeim gróða, sem það fyrirtæki hefir gefið þeim, er hann leit á sem Jixert annað flónskufálm og í rauninni ekki bónda samboðna framleiðslu. Þá er hann svo ferst af slysförum, sakna þeir hans — og kunna að meta starf hans og stríð. í sögunni eru engar aðalpersónur, engar hetjur í venjulegum skilningi, engir stórir og út á við áberandi atburðir eða átök — en samverkandi atvik hversdagslífsins mynda áhrifaríka söguheild og spegla þannig gerð fólksins, að það stendur lifandi fyrir hug- skotssjónum lesandans. Og á sinn látlausa hátt tekst höfundinum að sýna árekstra milli draumkenndrar þrár og jarð- og starfs- bundinnar hugsjónar, andstæður gamallar og nýrrar kynslóðar, áhrif þjóðarhags og þjóð- félagslegra aðgerða á hag einstaklingsins og lífsmöguleika hans — og sambandið milli trú- arlífs og veraldlegra aðstæðna frumstæðra Jens í Austurbæ hafði verið á skemmtun i annarri sveit. Þar hitti hann Mettu sauma- konu og dansaði við hana. Aldrei hafði hann lagt armlegg sinn utan um mitti jafn grannrar stúlku. Hún hafði bjartan hör- undslit, fínar hendur og svarta hárið var undið í hnút i hnakkanum og sá hnútur var stór eins og hvítkálshöfuð, og hann gerði höfuð meyjarinnar afturhlætt, þegar hún dansaði, svo að munnurinn var réttur fram og eins og boðinn til kossa, fannst Jens í Austurbænum. Slíku boði gæt.i hann að vísu ekki tekið í allra augsýn, en hann hugsaði út slynga ráðagerð, og ef allt gengi vel áttu áhrifin að verða góð. — Þú hefir aldrei komið að Þorpi, sagði hann. — Nei, sagði hún. Er hann ekki þaðan, sá, sem leikur á hljóðpípuna? Það var leikið fyrir dansinum á hljóðpipu og fiðlu. — Jú, sagði Jens. Það er málaratetur, sem verður auk þess að stunda þetta til að draga fram lífið. Við köllum hann Flautu- Jens. — Hann spilar vel. — Nú. Er það. — En í alvöru talað. — Ég á systur og hún þarf að fá nýjan kjól. Gætir þú nú ekki komið og saumað kjól handa henni? — Jú, sagði Metta. Það gæti ég sjálfsagt, en ég held ég taki hærri saumalaun en þið eruð vön í Þorpi. En Jens kærði sig kollóttan um það. — Við höfum sjö dagsláttu akur, fimm hesta og 20 mjólkurkýr, svo að búið ætti að bera sæmileg saumalaun. Jens var enginn aumingi. Það skyldi Metta vita. Hún sagði „nei!“ og „jæja!“ og það skildi Jens sem já við því, að hún vildi deila allri dýrðinni með honum. Jens var vitur manna. Og því áhrifaríkari verður myndin sem hvergi verður vart áróðurs af hendi höf- undar. Ég vil að lokum benda á eitt dæmi um það, hve stuttlega, en þó fullnægjandi höf- undurinn getur skýrt fyrir lesandanum af- stöðu sína og um leið skynsamlegt almennt viðhorf við miklu og mjög umdeildu vanda- máli, þar sem er afstaða bænda til verka- manna í vondu árferði. Svo sem ýmsir munu minnast, fóru þúsund- ir danskra bænda eins konar kröfugöngu til Kaupmannahafnar á kreppuárunum — nokkru eftir 1930. Að ferðinni stóðu eins konar Lappómenn, þ. e. nasistískir ævintýra- og óeirðamenn, sem náðu um hríð allsterkri að- stöðu innan Vinstri flokksins í Danmörku. Töldu þeir bændum trú um, að verkamenn í bæjun,um lifðu iðjulausir í vellystingum praktuglega á sama tíma og kreppan þrengdi svo að bænduhum, að fjölmargir þeirra flosnuðu upp. Þegar kreppan er tilfinnan- legust fjölskyldunni á býiinu, er haldinn fundur til þess að efla bændur til þátttöku í bændaförinni. Einn af smábændunum þarna í sveitinni er nefndur Garnaskafi. Hann er óðfús til fararinnar og lætur mikið til sín taka um að örva menn til ferðar. Ýmsir af þessum slóðum taka síðan þátt í förinni, og þá vita- skuld hann. Förin verður ekki að sama skapi glæsileg og gagnleg og foringjarnir höfðu lát- ið í skína, en þá er heim kemur, er þó mörgu frá að skýra, enda margt talað. Höfundur bókarinnar segir: „Aðeins Garnaskafinn var þögull. Hann hafði búið hjá atvinnulausum bróður sínum.“ Meira þarf ekki þarna að segja — Svona er Hans Mölbjerg. maður. Nú þóttist hann hafa komið ár sinni vel fyrir borð og naut fyrirfram öfundar hinna Jensanna þriggja. Ósköp hlytu þeir að öfunda hann af slíkum kvenkosti. Og Metta sagði já við því að sauma þennan kjól, sem systir Jens hafði nú allt í einu þarfnast svona' ákaft. Eftir eina viku kæmi hún að Þorpi. Seinna um kvöldið átti Flautu-Jens að hvíla munninn litla stund og fá að liðka fæturna. Hann gerðist svo djarfur að bjóða Mettu upp og hún miskunnaði sig yfir hann. Hann var ekki sá kunnáttumaður í dansi, að þau gætu dansað eins og hún vildi helzt, og hún brosti þar sem hún varð að gera sér að góðu að dansa blátt áfram. Hún brosti ekki, þegar hún var að gera. danskúnstirnar með Jens í Austurbæ. Nei. Það var annar maður. Metta gerði vel að gefa aumingja spilaran- um einn dans og Jens i Austurbæ fór að hugsa með sér, hvort hann gæti ekki líka gert eitthvað fyrir málaragreyið. Kotungar þurfa líka að lifa. Þegar Jens í Austurbæ kom heim úr þess- ari víkingaferð fór hann að leita lags við systur sína, en hún hafði þá ekki neitt með nýjan kjól að gera né heldur saumakonu. — En Metta er afburða dugleg, sagði Jens. Hún saumar eftir nýjustu tízku og auk þess er hún ódýr. — Ég held þú sért afburða heimskur, sagði systírin. Það fór svo, að Jens varð að ganga til skrifta og gera játningu fyrir systur sinni til að hræra hjarta hennar. Það var hann, sem endilega þurfti Mettu með. Hún var næst- bezt allra stúlkna, sem Jens þekkti. Systirin var auðvitað allra bezt, en ekki gat hún orð- ið unnusta hans, og þá varð hún að hjálpa honum, svo hann gæti notið hinnar næst beztu. Og hvað segði fólkið, og hvað segði Metta, þegar hún kæmi til að sauma, ef hún fengi þá ekkert að gera. Jens hafði ráðið hana og hann stæði eins og glópur, ef systir hans hjálpaði honum ekki. * Þetta var alvarlegt mál og hrærði hið góða hjarta systurinnar. Allt í einu vantaði hana nú nýjan kjól, svo að hún linnti ekki látum fyrr en móðir þeirra lét undan. Gamla saumakonan þeirra gat ekki saumað kjól, sem væri vel í tízkunni. Af tilviljun hafði Jens heyrt talað um saumakonu, sem hét Metta og þekkti alla tízku til hlítar, og var auk þess mjög ódýr. Þannig tókst Jens í Austurbæ að vinna sigur á heimavígstöðvunum. Nú stæði hann þó ekki eins og glópur fyrir augum Mettu. En hún ætti líka að sjá bæinn í bezta skarti. Ástin gerir menn hugkvæmna. Jens tók eftir því, að nú þyrfti að mála bindingana í veggj- unum. Annars rifnaði allt í sólskininu. Og það þurfti líka endilega að mála hliðið. 'Það var gráyrjótt eins og grensmogin tófa. — Bíddu þangað til í haust, sagði íaðir Jens. Þá höfum við tíma til þessa og getum strokið yfir hliðarstólpana og grindina. En Jens gat ekki beðið eftir haustinu. Hann vildi ekki iáta vikuna líða til enda. Hann vildi ekki sjá heimili sitt í niðurníðslu. — Nú, nú, sagði gamli maðurinn. Bærinn lítur ekki lakar út en aðrir bæir. — Hann á að líta betur út, sagði Jens. Það borgar sig að halda hlutunum vel við. Flautu-Jens er mjög þurfandi fyrir atvinnu. Hann getur gert þetta lítilræði undir eins. Hann er kunnáttumaður. Þetta verður ekki annað en fúsk hjá okkur. Hann er ekki dýr. Og kotungar þurfa líka að lifa. Jens flutti málið svo fast, að faðir hans lét undan. Það var fullrar virðingar vert, að sonur hans var svona hirðusamur. Það sýndi, að búið lenti í góðum höndum, þegar hann tæki við því. Þegar Metta kom að Þorpi, blikaði Austur- bær af svertu og málningu. Aðrir bæir voru lítilfjörlegir á að sjá í samanburði við hann. Flautu-Jens var að draga pensilinn síðustu drættina yfir hliðstólpana og söng svo að bergmálaði við. Metta brosti og kinkaði kolli. Hún fór inn og hann var úti. Þau höfðu hvort sitt verk að vinna. Þegar allt var með felldu milli Jensanna fjögra voru þeir vanir að hittast við brunn-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.